Miðstöð hönnunar og arkitektúrs er hreyfiafl sjálfbærrar verðmætasköpunar sem byggir á hönnun og arkitektúr. Miðstöðin stuðlar að auknu samstarfi milli hönnuða og fyrirtækja og vinnur að því að efla hönnunardrifna nýsköpun sem mótandi afl í samfélagi og atvinnulífi framtíðar á Íslandi.

Markmið

Miðstöð hönnunar og arkitektúrs starfar að þessum markmiðum samkvæmt samningi við stjórnvöld: efla íslenska hönnun og arkitektúr sem listgreinar og grundvöll þeirra til atvinnusköpunar; efla samstarf milli fagaðila, fyrirtækja, stofnana og stjórnvalda; efla menntun og rannsóknir á sviði hönnunar og arkitektúrs; tryggja framgang stefnu málefnasviða stjórnvalda sem snúa að nýsköpun, rannsóknum, þekkingargreinum, samkeppnum og menningarsjóðum.

Hlutverk og starfsemi

Miðstöð hönnunar og arkitektúrs stendur fyrir fjölbreytilegum verkefnum samkvæmt samningi við stjórnvöld sem eiga að vekja áhuga og auka skilning á mikilvægi hönnunar og arkitektúrs fyrir þjóðfélagið; kynna íslenska hönnun og arkitektúr hér á landi og erlendis; auka vægi hönnunar og arkitektúrs í verkefnum stjórnvalda og fyrirtækja til að auka virði og gæði vöru og þjónustu sem framleidd er í landinu og leiða þannig til bættrar samkeppnisstöðu Íslands; fjölga verkefnum sem lúta að því að þekking hönnuða nýtist í þágu nýsköpunar, atvinnusköpunar og sjálfbærra lausna.

Miðstöð hönnunar og arkitektúrs veitir hönnuðum, fyrirtækjum, hinu opinbera, erlendum samstarfsaðilum og fjölmiðlum þjónustu og ráðgjöf varðandi málefni hönnunar á Íslandi. Miðstöðin stuðlar að jákvæðum breytingum og þróun innan stjórnkerfis og fyrirtækja svo efla megi þátt hönnunar sem víðast, samfélaginu til heilla.

Miðstöð hönnunar og arkitektúrs rekur fréttaveitu, sinnir kynningarmálum, stendur fyrir viðburðum, fyrirlestrum og málþingum. Miðstöðin er í miklum samskiptum og tengslum við samfélag hönnuða, atvinnulífið, hið opinbera og nýsköpunarstarfsemi á Íslandi. Þar er tekið á móti fjölda íslenskra og erlendra gesta og blaðamanna og þar er þróuð sú mynd sem opinberir aðilar birta af íslenskri hönnun, þar er stöðugt verið að þróa ný verkefni, samstarf og hugmyndir til að efla vettvang hönnuða. Eftirspurn eftir þjónustu Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs hefur aukist stöðugt enda er miðstöðin sá staður þar sem þekking á þörfum og tækifærum á sviði hönnunar og arkitektúrs safnast saman. 

Miðstöð hönnunar og arkitektúrs hefur stofnað til og rekur HönnunarMars, DesignTalks, Hönnunarverðlaun Íslands, Hönnunarsjóður, HA – tímarit, Góðar leiðir. Auk þess vinnur miðstöðin að fjölda samstarfs- og kynningarverkefna á Íslandi og erlendis svo sem gerð hönnunarstefnu, Sustainordic, Nordic Sustainable Cities, Nordic Design Resource, WE LIVE HERE, Nordic Design Lunch.

Miðstöð hönnunar og arkitektúrser í eigu Arkitektafélags Íslands, Félags húsgagna og innanhússarkitekta, Félags íslenskra landslagsarkitekta, Félags vöru- og iðnhönnuða, Leirlistafélags Íslands, Fatahönnunarfélags Íslands, Textílfélagsins, Félags íslenskra gullsmiða og Félags íslenskra teiknara og er með rekstrar- og þjónustusamning við menningar- og viðskiptaráðuneyti.

Miðstöð hönnunar og arkitektúrs er í eigu Arkitektafélags Íslands, Félags húsgagna og innanhússarkitekta, Félags íslenskra landslagsarkitekta, Félags vöru- og iðnhönnuða, Leirlistafélags Íslands, Fatahönnunarfélags Íslands, Textílfélagsins, Félags íslenskra gullsmiða og Félags íslenskra teiknara og er með rekstrar- og þjónustusamning við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og mennta- og menningarmálaráðuneyti.