sam(t)vinna  - samsýning Textílfélagsins

Textílfélagið opnar sýninguna sam(t)vinna laugardaginn 1. apríl í Hlöðuloftinu á Korpúlfsstöðum klukkan 14. Tuttugu og fjórir meðlimir Textílfélagsins sýna afrakstur samstarfs undanfarinna mánaða þar sem afraksturinn er margvíslegur; aðferðir, efnistök og sjónarhorn hljóta hér ýmist endurnýjun eða endurskoðun, ný verk líta dagsins ljós og eldri verk birtast í nýju samhengi.
28. mars 2023

Hönnunar- og hugmyndasamkeppni um nýjar vörur hannaðar úr íslensku tvídi

Kormákur & Skjöldur í samstarfi við Miðstöð hönnunar og arkitektúrs standa fyrir opinni hugmyndasamkeppni um hönnun nýrra vara, fatnaðar eða nytjahluta úr íslenska tvídinu. Sigurvegari hlýtur 500.000 kr. í verðlaun og verður tilkynntur á HönnunarMars 2023. 
27. mars 2023

Opið kall - Handverk á HönnunarMars 2023

Félag vöru- og iðnhönnuða hvetur alla til að senda inn hugmyndir fyrir sýninguna Handverk sem verður á HönnunarMars, dagana 3. - 7. maí. Opið er fyrir umsóknir til og með 30. mars.
20. mars 2023

Fjölnota ljósatré og hönnun fyrir fólk með stuðningsþarfir hljóta hæstu styrki Hönnunarsjóðs

Fyrri úthlutun ársins hjá Hönnunarsjóði fór fram í Grósku þann 14. mars þar sem 21 fjölbreytt verkefni á sviði hönnunar og arkitektúrs hlutu almenna styrki og 15 ferðastyrkir voru veittir. 37 milljónir voru til úthlutunar. 
15. mars 2023

Tilnefningar til FÍT verðlaunanna 2023

FÍT verðlaunin eru fagverðlaun og hlutverk þeirra er að finna það sem skarar fram úr í grafískri hönnun og myndskreytingum á Íslandi ár hvert.
13. mars 2023

Skapalón tilnefnt til Eddunnar

Skapalón, þættir um hönnun og arkitektúr fyrir ungt fólk, hljóta tilnefningu til Eddunnar sem menningarefni ársins 2023. Miðstöð hönnunar og arkitektúrs og List fyrir alla hlutu styrk úr Barnamenningarsjóði og fengu RÚV og 101 Production til liðs við sig við framleiðslu þáttanna sem voru sýndir á RÚV vorið 2022 og eru aðgengilegir hér.
3. mars 2023

Forsala á DesignTalks stendur til föstudagsins 3. mars

DesignTalks fer fram þann 3. maí 2023 en ráðstefnan er einn af lykilviðburðum HönnunarMars á hverju ári enda dagur fullur af innblæstri, skapandi hugsun og áhugaverðum fyrirlesurum.
27. febrúar 2023

List fyrir alla auglýsir eftir umsóknum

List fyrir alla auglýsir eftir umsóknum um verkefni eða listviðburði á sviði barnamenningar fyrir grunnskólabörn. Umsóknarfrestur er til 17. mars.
16. febrúar 2023

Útlínur framtíðar – ný stefna í málefnum hönnunar og arkitektúrs

Stefna stjórnvalda í hönnun og arkitektúr til ársins 2030 er komin út en hún er mótuð í samvinnu fjölda samstarfsaðila, m.a. á stórum stefnumótunarfundum sem fóru fram í Grósku síðastliðið vor.
13. febrúar 2023

Safnanótt á Hönnunarsafni Íslands: Opnun, smiðja og vinnustofur

Á Safnanótt, föstudaginn 3. febrúar, verður mikið um að vera á Hönnunarsafni Íslands, ný fastasýning Hönnunarsafnið sem heimili opnar, vinnusmiðja fyrir fjölskyldur, Fallegustu bækur í heimi sýning og opin vinnustofa.
1. febrúar 2023

Brýn þörf á breytingum

Vinnustofan Hringborð Hringrásar um innleiðingu hringrásar í byggingariðnaði fór fram í Grósku þann 19. janúar þar sem hagaðilar í geiranum áttu innihaldsríkt samtal um aðkallandi verkefni og brýna þörf á að hraða breytingum.
30. janúar 2023

Innflutningsboð og opnun í Hönnunarsafni Íslands

Keramikhönnuðurinn Ada Stańczak heldur innflutningsboð á morgun, föstudaginn 20. janúar kl. 18 fyrir vinnustofudvöl í Hönnunasafni Íslands. Á sama tíma opnar sýningin Fallegustu bækur í heimi sem haldin er í samstarfi við FÍT, félag íslenskra teiknara.
19. janúar 2023

Hönnunarsjóður hækkar í 80 milljónir

Framlag til Hönnunarsjóðs hefur verið hækkað um 30 milljónir og stækkar því sjóðurinn úr 50 milljónum í 80 milljónir króna 2023. Stækkun sjóðsins er liður í áherslu menningar- og viðskiptaráðherra Lilju D. Alfreðsdóttur á að efla þróun á sviði hönnunar og arkitektúrs með það að mark­miði að auka verðmæta­sköp­un og lífs­gæði með mark­viss­um hætti.
13. janúar 2023

Stefnumót hringrásar - opinn fundur í Grósku

Þverfaglegt samtal um innleiðingu hringrásarhagkerfisins í byggingariðnaði í Grósku þann 19. janúar frá kl. 14:30 - 16:00. Samtalið fer fram í Grósku í Vatnsmýri og er öllum opið. 
11. janúar 2023

Landsbankinn er nýr bakhjarl HönnunarMars til þriggja ára

Landsbankinn er nýr bakhjarl HönnunarMars og verður samstarfsaðili hátíðarinnar næstu þrjú árin. Samningar þess efnis voru undirritaðir í vikunni. Hátíðin fer fram í fimmtánda sinni dagana 3 - 7 maí 2023.
28. desember 2022

Árið 2022 í hönnun og arkitektúr 

Nú þegar líður að áramótum er tilvalið að líta yfir farinn veg og skoða  hvað stóð upp úr árið 2022 á sviði hönnunar og arkitektúrs. Árið sem byrjaði í Covid ástandi endaði á því að springa út með fjölmörgum spennandi verkefnum og viðburðum. Hér er stiklað á stóru á því sem bar hæst. 
28. desember 2022

Hátíðarkveðjur frá Miðstöð hönnunar og arkitektúrs

Hátíðarkveðjur frá Miðstöð hönnunar og arkitektúrs. Við minnum á að skrifstofan er lokuð frá  22. desember til 3. janúar.
22. desember 2022

Vegrún, Teningurinn og lógó Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða fengu verðlaun ADC*E

Vegrún, merkingarkerfi úr smiðju hönnunarstofunnar Kolofon, Teningurinn, verðlaunagripur Verkfræðingafélags Íslands eftir Narfa Þorsteinsson og Adrian Frey Rodriquez og lógó heilbrigðisstofnunar Vestfjarða eftir Sigurð Oddsson unnu til verðlauna í alþjóðlegu keppni ADC*E samtakanna. 
19. desember 2022

Tanja Levý er upplifunarhönnuður HönnunarMars 2023

Hönnuðurinn Tanja Levý verður upplifunarhönnuður HönnunarMars 2023 og bætist hún inn í öflugt teymi hátíðarinnar sem fer fram dagana 3. - 7. maí næstkomandi. 
19. desember 2022