Innsýn- Grugg og Makk

Félag vöru- og iðnhönnuða hefur hafið framleiðslu á örþáttaröðinni Innsýn þar sem markmiðið er að sýna breidd félagsfólks. Þáttaröðin samanstendur af stuttum viðtalsklippum við ólíka hönnuði sem starfa í allskonar geirum og er miðlað á Instagramreikning félagsins @honnudir. Hér eru þeir Kjartan Óli og Sveinn Steinar hönnuðir sem saman reka bruggfyrirtækið Grugg og Makk sem hefur það að leiðarljósi að fanga bragð af stað og stund úr íslenskri náttúru.
15. mars 2024

Tilnefningar til FÍT verðlaunanna 2024

FÍT verðlaunin eru árleg fagverðlaun Félags íslenskra teiknara. Hlutverk þeirra er að veita því viðurkenningu sem skarar fram úr á Íslandi í grafískri hönnun og myndlýsingum ár hvert.
8. mars 2024

Guðmundur Lúðvík til umfjöllunar hjá Mohd Magazine

Húsgagnahönnuðurinn Guðmundur Lúðvík segir frá starfi sínu sem hönnuður og samstarfi við Carl Hansen & Søn í viðtali við Mohd Magazine
7. mars 2024

Viltu taka þátt?

Auglýst er eftir framboðum til stjórnarsetu í stjórnir ólíkra verkefna Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs. Um er að ræða eitt sæti í stjórn HönnunarMars, Hönnunarsjóðs, Hönnunarverðlauna og Hönnunarlauna og varamenn.
6. mars 2024

Innsýn- Ólöf Rut Stefánsdóttir

Félag vöru- og iðnhönnuða hefur hafið framleiðslu á örþáttaröðinni Innsýn þar sem markmiðið er að sýna breidd félagsfólks. Þáttaröðin samanstendur af stuttum viðtalsklippum við ólíka hönnuði sem starfa í allskonar geirum og er miðlað á Instagramreikning félagsins @honnudir. Hér er Ólöf Rut Stefánsdóttir, vöru-og motion hönnuður og stjórnanda hjá Ásmundarsal, þar sem hún stýrir til að mynda sýningarhaldi, upplifunum, kynningu og miðlun út á við.
5. mars 2024

Atelier NL á DesignTalks 2024

Hollenska hönnunarstofan Atelier NL fókuserar á möguleika hönnunar í að tengja saman samfélög við verðmæti í nærumhverfi. Lonny van Ryswyck, annar eigandi Atelier NL, kemur fram á DesignTalks sem fer fram í Hörpu þann 24. apríl.
23. febrúar 2024

HönnunarMars 2024 - Þar sem kaos er norm og jafnvægi list

Á hátíðinni í ár er ástand heimsins speglað í sirkusnum. Snúum öllu á hvolf með gleði, forvitni og hugrekki! Hönnuðir, arkitektar og skapandi hugsuðir þenja mörk hins mögulega með spennandi sýningum, viðburðum, vinnustofum, leiðsögnum og opnunum um allan bæ á HönnunarMars 2024 dagana 24. - 28. apríl.
8. febrúar 2024

Sýningin Wasteland opnar í Norræna húsinu

Hvernig getum við lágmarkað myndun úrgangs og umframefna á Íslandi og getum við nýtt þau verðmætu efni sem falla til hér á landi betur í staðbundnum verkefnum innan byggingariðnaðarins? Sýningin Wasteland eftir dansk- íslenska nýsköpunar- og arkitektastofuna Lendager opnar í Norræna húsinu laugardaginn 10. febrúar.
6. febrúar 2024

Opið fyrir umsóknir til alþjóðlegs meistaranáms í Listaháskóla Íslands.

Opnað hefur verið fyrir umsóknir til alþjóðlegs meistaranáms í Listaháskóla Íslands. Skólinn býður upp á tvær námsleiðir í alþjóðlegu meistaranámi í hönnun og  arkitektúr.  Umsóknarfrestur er til og með 8. mars.
6. febrúar 2024

Námskeið fyrir hönnuði og arkitekta hjá Endurmenntun Háskóla Íslands

Félögum í fagfélögum Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs býðst 20% afsláttur af tveimur námskeiðum á vormisseri hjá Endurmenntun HÍ. Um er að ræða námskeið í öllum námskeiðsflokkum, að undanskildum námskeiðum með erlendum sérfræðingum og námskeiðum sem tilheyra lengra námi.
1. febrúar 2024

Hanna Dis Whitehead sýnir í Greenhouse á Stockholm Furniture Fair

Hanna Dís Whitehead, hönnuður sýnir nýjar vörur á Stockholm Furniture Fair 6. - 10. febrúar. Hún verður í þeim hluta sýningarinnar sem nefnist Greenhouse - og er stökkpallur fyrir upprennandi hönnuði. Hanna Dís er að fara frumsýna nýja seríu af ílátum úr blönduðum efnivið auk nýrrar útgáfu af keramík snögunum sínum sem hafa stökkbreyst og stækkað.
31. janúar 2024

Safnanótt í Hönnunarsafni Íslands

Það verður mikil um að vera á Hönnunarsafni Íslands á Safnanótt þann 2. febrúar. Opnun er á sýningu Lilýar Erlu Adamsdóttur, Veggplöntur, sem er heimsókn inn í föstu sýninguna Hönnunarsafnið sem heimili. Þá verður innflutningsboð hjá gullsmiðnum Mörtu Staworowsku sem verður í vinnustofudvöl í safninu næstu þrjá mánuði. Dagskráin hefst kl. 20.
31. janúar 2024

Rannsóknarstyrkir til meistaranema á sviði skapandi greina

Rannsóknasetur skapandi greina (RSG) auglýsir rannsóknastyrki til meistaranema sem vinna lokaverkefni um atvinnulíf menningar og skapandi greina og þau fjölþættu og fjölbreyttu samfélags- og efnahagsáhrif sem þessi starfsemi leiðir af sér. Umsækjendur þurfa að stunda meistaranám við viðurkenndan háskóla, hvort sem er á Íslandi eða erlendis, og verkefnið þarf að fjalla um eða hafa tengingu við íslenskt samfélag. Tvær milljónir króna eru til úthlutunar og áætlað að styðja 3-5 verkefni.
30. janúar 2024

Fallegustu bækur í heimi - sýning

FÍT, Félag íslenskra teiknara í samstarfi við Hönnunarsafn Íslands og Stiftung Buchkunst opna sýninguna Best Book Design from all over the World 2023 föstudaginn 19. janúar kl. 17.
18. janúar 2024

Leirrennsla og Krassað og þrykkt í Myndlistaskólanum í Reykjavík

Þessa önnina býður Myndlistaskólinn í Reykjavík upp á þrjú námskeið sem eru ætluð þeim sem annars vegar hafa góðan grunn í leirrennslu og hins vegar hverjum þeim sem hefur áhuga á teikningu og grafíkmyndagerð.
16. janúar 2024

Fjöldi umsókna barst um þátttöku á HönnunarMars 2024

Búið er að loka fyrir umsóknir um þátttöku á HönnunarMars 2024 og bárust fjöldi forvitnilega og fjölbreyttra umsókna í ár. Líkt og fyrri ár verða yfir 100 sýningar á dagskrá sem breiða úr sér á helstu sýningarsvæðum hátíðarinnar á höfuðborgarsvæðinu. Nú hefst vinna faghóps hátíðarinnar að rýna umsóknir og teymi HönnunarMars við undirbúning á hátíðinni.
12. janúar 2024

Áramótahattar með hattagerðarmeisturum

Hattagerðarmeistararnir Anna Gulla og Harper bjóða upp smiðju í gerð áramótahatta í Hönnunarsafni Íslands þann 30. desember.
27. desember 2023

Árið 2023 í hönnun og arkitektúr

Árið sem er að líða hefur verið ansi viðburðaríkt hjá Miðstöð hönnunar og arkitektúrs. 2023 byrjaði með krafti sem gaf svo sannarlega tóninn fyrir ár fullt af fjölbreyttum verkefnum og viðburðum á hinum ýmsu sviðum.
21. desember 2023

Gleðileg jól og farsælt komandi ár

Miðstöð hönnunar og arkitektúrs sendir hugheilar hátíðarkveðjur og með ósk um gleðileg jól og farsældar á nýju ári. Við þökkum vinum, velunnurum og öllu okkar góða og fjölbreytta samstarfsfólki innilega fyrir viðburðarríkt ár.
20. desember 2023