Studio 2020 - Melur Mathús

Kostir melgresis snerta öll stærstu mál nútímans eins og kemur fram hjá hönnuðunum á bakvið Mel mathús í Studio 2020 á HönnunarMars í júní. Studio 2020 er tilraunavettvangur með það að markmiði að veita innsýn í hugskot hönnuða, viðfangsefni og hugmyndir um framtíðina.
3. desember 2020

Þorsteinn Gunnarsson arkitekt hlýtur viðurkenningu Minjastofnunar 2020

Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra veitti Þorsteini Gunnarssyni, arkitekt, árlega viðurkenningu Minjastofnunar Íslands fyrir mikilvægt framlag á sviði minjaverndar á dögunum.
2. desember 2020

Hátt á annað hundrað umsóknir bárust fyrir HönnunarMars í maí 2021

Við þökkum kærlega okkar öfluga hönnunarsamfélagi fyrir að bregðast hratt við umsóknarfresti fyrir HönnunarMars í maí 2021 sem lauk á miðnætti í gær. Hátt á annað hundrað umsóknir bárust og því ærið verkefni fyrir höndum hjá valnefnd HönnunarMars.
1. desember 2020

Íslenskir fatahönnuðir teikna sokka fyrir Íslands­deild Amnesty Internati­onal

Íslands­deild Amnesty Internati­onal selur sokka eftir íslenska hönnuði til styrktar mann­rétt­ind­a­starfsins. Í ár voru fata­hönn­uðirnir Anita Hirlekar, Aldís Rún og Bergur Guðnason  fengnir til að teikna sokka.
1. desember 2020

Hátíðarhandbók Kiosk Granda 2020 komin út

Hátíðarhandbók Kiosk Granda 2020 er komin út en þar má finna glæsilegar gjafahugmyndir frá íslensku hönnuðum og fatamerkjum Magneu Einarsdóttur, Anitu Hirlekar, Hlín Reykdal, Eygló Lárusdóttur og Bahns.
30. nóvember 2020

Studio 2020 - Digital Sigga

Hönnun í hinum rafræna heimi með hönnuðinum Sigríði Birnu Matthíasdóttur, Digital Siggu, í Studio 2020 á HönnunarMars í júní. Studio 2020 er tilraunavettvangur með það að markmiði að veita innsýn í hugskot hönnuða, viðfangsefni og hugmyndir um framtíðina.
28. nóvember 2020

Brandenburg valið úr hópi umsækjenda í hönnun og þróun einkennis Fyrirmyndaráfangastaða

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og umhverfis- og auðlindaráðuneytið í samstarfi við Miðstöð hönnunar og arkitektúrs auglýstu á dögunum eftir hönnuði eða hönnunarteymi til að vinna að hönnun og þróun einkennis og kynningarefnis fyrir nýtt kerfi áfangastaðastjórnunar, sem ber vinnuheitið Fyrirmyndaráfangastaðir í ferðaþjónustu. Alls bárust 13 umsóknir um að taka verkefnið að sér en að lokum var það niðurstaða valnefndar að bjóða auglýsingastofunni Brandenburg verkefnið.
27. nóvember 2020

Misbrigði, tískusýning fatahönnunarnema á 2 ári við LHÍ opnar í dag í gluggun verslana Rauða Krossins

Misbrigði, tískusýning fatahönnunarnema á 2. ári við Listaháskóla Íslands, er árlegt samstarfsverkefni Listaháskóla Íslands og Fatasöfnunar Rauða Kross Íslands og hefur alla jafna verið sýnt í formi hefðbundinnar tískusýningar. Í ár verða Misbrigði sýnd með gluggaútstillingu í Rauða Kross verslununum landsins.
27. nóvember 2020

Studio 2020 - Flétta

Fjársjóðsleit með vöruhönnuðunum Birtu Rós Brynjólfsdóttur og Hrefnu Sigurðardóttur frá Fléttu í Studio 2020 á HönnunarMars í júní. Studio 2020 er tilraunavettvangur með það að markmiði að veita innsýn í hugskot hönnuða, viðfangsefni og hugmyndir um framtíðina.
26. nóvember 2020

Hanna vörur í anda Ásmundar Sveinssonar

Fimm vöruhönnuðir hafa undirritað samstarfssaminga við Listasafn Reykjavíkur um hönnun á vörum til sölu í safnverslun Ásmundarsafns í anda Ásmundar Sveinssonar myndhöggvara. 
25. nóvember 2020

Studio 2020 - Mannyrkjustöð Reykjavíkur

Ræktum okkar innri plöntu með Mannyrkjustöð Reykjavíkur í Studio 2020 á HönnunarMars í júní. Studio 2020 er tilraunavettvangur með það að markmiði að veita innsýn í hugskot hönnuða, viðfangsefni og hugmyndir um framtíðina.
22. nóvember 2020

Leiðtogi í Skapandi hugsun - sérskjör á námskeið Akademias

Akademias, í samstarfi við Miðstöð hönnunar og arkitektúrs, býður upp á námskeiðið Leiðtogi í Skapandi hugsun (hönnunarhugsun). Námskeiðið er samstarfsverkefni fjölda sérfræðinga og fyrirtækja sem vilja efla hugmyndavinnu og skapandi hugsun hjá hinu opinbera, í íslensku atvinnulífi og þriðja geiranum. Sérkjör til 30. nóvember.
20. nóvember 2020

Studio 2020 - Valdís Steinarsdóttir

Hönnuðurinn Valdís Steinarsdóttir gaf smá innsýn inn í hennar hugarheim og hönnun í Studio 2020 á HönnunarMars í júní. Studio 2020 er tilraunavettvangur með það að markmiði að veita innsýn í hugskot hönnuða, viðfangsefni og hugmyndir um framtíðina. Hér er hægt að sjá viðtalið.
20. nóvember 2020

Íslandsstofa leitar að hönnuðum til að þróa hönnunarkerfi fyrir sýningarbása

Íslandsstofa, í samstarfi við Miðstöð hönnunar og arkitektúrs, leitar að hönnuði eða hönnunarteymi til að leiða vinnu við gerð hönnunarkerfis fyrir samræmt útlit sýningarbása á vegum Íslandsstofu. 
19. nóvember 2020

FÓLK og Tinna Gunnarsdóttir hefja hönnunarsamstarf

Tinna Gunnarsdóttir vöruhönnuður og prófessor við Hönnunardeild Listaháskóla Íslands og hönnunarmerkið FÓLK Reykjavík hafa gert með sér samstarfsamning um útgáfu hönnunar Tinnu alþjóðlega.
18. nóvember 2020

VARMA opnar verslun í samstarfi við hönnuði á Skólavörðustíg

Íslenska framleiðslufyrirtækið VARMA opnar verslun á Skólavörðustíg 4a  með vörum frá hönnuðum sem eiga það sameiginlegt að framleiða vörur sínar í verksmiðju VARMA en það eru vörumerkin MAGNEA og nýja línan hennar Made in Reykjavík, Vík Prjónsdóttir, AD, Margrethe Odgaard fyrir Epal og Hullupullur. 
17. nóvember 2020

Bók Péturs H. Ármannsonar um Guðjón Samúelsson, húsameistara er komin út

Í bókinni, Guðjón Samúelson, húsameistari, skoðar höfundurinn, Pétur H. Ármannsson, arkitekt, verk og hugmyndir Guðjóns út frá sérstöðu hans sem háskólamenntaðs arkitekts sem var mótaður af straumum og stefnum í norrænni og evrópskri byggingarlist á fyrstu áratugum 20. aldar.
16. nóvember 2020