Sneiðmynd - Fatahönnuðurinn Helga Lára Halldórsdóttir

Fyrirlesturinn ber yfirskriftinga Mapping theory through practice - the logic of success and failure og er hluti af Sneiðmynd, fyrirlestrarseríu hönnunardeildar og arkitektúrdeildar LHÍ. Helga Lára útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2018 og MFA í fatahönnun frá Textilhögskolan í Borås en hún hefur verið stundakennari við Listaháskóla Íslands og hjá Myndlistarskólanum í Reykjavík. Fyrirlesturinn er á morgun, þriðjudaginn 13. apríl á Teams kl. 12.10.
12. apríl 2021

Opið fyrir innsendingar í bókasafn Signatúra Studíós

Signatúra Studíós er sjálfstæður útgefandi fyrir bókverk, zines, plaköt, listaverkabækur og prentaðar hugleiðingar. Bókasafnið verður til sýnis á HönnunarMars í maí og frestur til að skila inn rennur út 28. apríl. 
12. apríl 2021

Viltu vera sýningarstaður á HönnunarMars í maí?

Ásmundarsalur - Hafnartorg - Norræna húsið - Gróska - Ásmundarsafn - Hönnunarsafn Íslands - Hafnarborg - Seltjarnarnes - Grandi - Miðbær eru meðal þeirra svæða sem verða iðandi af lífi dagana 19 - 23. maí sem sýningarsvæði á HönnunarMars í maí 2021 - viltu vera gestgjafi? Frestur til 16. apríl.
9. apríl 2021

Námskeið um uppbyggingu ferðamannastaða

Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands stendur fyrir námsstefnu um uppbyggingu ferðamannastaða en námskeiðið er í samstarfi við Miðstöð hönnunar og arkitektúrs. Námskeiðið er ætlað þeim sem koma að skipulagi, hönnun, framkvæmdum og umsjón ferðamannastaða. Það fer fram 20. apríl milli 10-15 og námsstefnustjóri er Anna María Bogadottir arkitekt.
8. apríl 2021

Hönnun­ar­sam­keppni fyrir brú yfir Fossvog

Hönnunarsamkeppni fyrir brú yfir Fossvog hefur nú verið auglýst á vef Ríkiskaupa, en brúin er hluti af fyrstu framkvæmdalotu Borgarlínunnar. Um framkvæmdasamkeppni er að ræða fyrir útlit og hönnun brúarinnar en hún verður einungis ætluð almenningssamgöngum, hjólandi og gangandi. Skilafrestur er til kl. 12:00 þann 21.maí.
7. apríl 2021

HLUTVERK - opið kall í sýningu Félags vöru- og iðnhönnuða á HönnunarMars í maí

Félag vöru- og iðnhönnuða kallar eftir hugmyndum í sýningu félagsins í Ásmundarsal á HönnunarMars í maí. Hlutverk fjallar um hvernig finna má hlutum sem hafa eða eru að missa hlutverk sitt í hversdagsleikanum nýtt hlutverk. Framlengdur frestur til 18. apríl.
31. mars 2021

LHÍ auglýsir eftir háskólakennara í fatahönnun og háskólakennara í hönnunardeild með áherslu á fræði

Listaháskóli Íslands auglýsir laus störf í skólanum. Annarsvegar er auglýst eftir háskólakennara í fatahönnun og hinsvegar háskólakennara í hönnunardeild skólans með áherslu á fræði. Umsóknarfrestur er til 28. mars.
25. mars 2021

Sjálfbær stefnumörkun - rafrænn fyrirlestur 25. mars

David Quass, Global director brand sustainability hjá Adidas heldur rafrænan fyrirlestur um sjálfbæra stefnumörkun hjá vörumerkjum. Fundurinn fer fram 25. mars milli kl. 9 - 10 og fundarstjóri er Helgi Rúnar Óskarsson, forstjóri 66°Norður.
22. mars 2021

Dagur Eggertsson arkitekt með opinn fyrirlestur í LHÍ

Dagur Eggertsson arkitekt heldur opinn fyrirlestur í arkitektúrdeild og hönnunardeild miðvikudaginn 17. mars kl. 12:15 – 13:00 á Microsoft Teams. Dagur hóf nýlega störf sem gestaprófessor við arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands. Hann útskrifaðist frá Arkitektaskólanum í Osló árið 1992 og Tækniháskólanum í Helsingfors 1997. 
17. mars 2021

Opnun á Hönnunarsafni Íslands - Einar Þorsteinn, fyrir ungt fólk á öllum aldri

Sunnudaginn 21. mars verður formlega tekið í notkun nýtt leik- og fræðsluborð tileinkað og innblásið af hugarheimi og verkum Einars Þorsteins Ásgeirsson, hönnuðar og stærðfræðings í Hönnunarsafni Íslands. Verkefnið er samstarf Hönnunarsafns Íslands við Jóhönnu Ásgeirsdóttur, myndlistarmann sem hefur sérhæft sig í miðlun stærðfræði með aðferðum lista og Hrein Bernharðsson, vöruhönnuð.
17. mars 2021

Erlendar hönnunarstofur auglýsa eftir íslenskum samstarfsaðilum í alþjóðlega hönnunarsamkeppni

Samkeppnin sem um ræðir er fyrir þróunaráætlun svæðisins umhverfis Keflavíkurflugvöll og er það fyrirtækið Kadeco sem heldur utan um samkeppnina, sem auglýst var á útboðsvef evrópska efnahagssvæðisins í janúar.
12. mars 2021

Lumar þú á hugmynd fyrir Torg í biðstöðu 2021?

Reykjavíkurborg óskar eftir áhugasömum einstaklingum eða hópum að taka þátt í verkefninu Torg í Biðstöðu. Í ár er þemað hvílustæðu þar sem markmiðið er að hanna og framkvæma tímabundin Hvílustæði (e. parklet). Frestur rennur úr 12. apríl.
11. mars 2021

Taktu þátt að móta hið nýja evrópska Bauhaus

Norrænum arkitektum, hönnuðum, listamönnum, verkfræðingum, vísindamönnum, frumkvöðlum, námsmönnum og öllum öðrum áhugasömum er boðið að taka þátt í að móta norræna áherslur fyrir hið nýja evrópska Bauhaus, skapandi samstarf með það markmið að efla sjálfbærni, samstöðu, gæði og fagurfræði.
11. mars 2021

Katrín Ólína Pétursdóttir nýr deildarforseti hönnunardeildar LHÍ

Hönnuðurinn Katrín Ólína Pétursdóttir hefur verið ráðin deildarforseti hönnunardeildar Listaháskóla Íslands en skólinn tilkynnti um ráðninguna í síðustu viku.  Katrín Ólína lauk meistaragráðu í iðnhönnun frá CREAPOLE - E.S.D.I (École Supérieure de Design Industrielle, París) og hefur víðtæka starfsreynslu þvert á greinar hönnunar. 
9. mars 2021

Svipmyndir frá fyrstu úthlutun Hönnunarsjóðs 2021

Föstudaginn 5. mars fór fram fámenn en góðmenn úthlutun úr Hönnunarsjóði en um er að ræða fyrstu úthlutun ársins 2021. Búið er að opna fyrir umsóknir í seinni úthlutun ársins - frestur til 2. september. 
9. mars 2021

Kjarnasamfélag, umhverfisvænn plötuspilari, náttúruleg efni og lífrænir verðlaunapeningar meðal styrkþega Hönnunarsjóðs

Hönnunarsjóður úthlutaði þann 5. mars 20 styrkjum til ólíkra verkefna á sviði hönnunar og arkitektúrs og 13 ferðastyrkjum til 10 verkefna. Að þessu sinni voru 23,5 milljónum úthlutað en alls bárust 150 umsóknir um rúmar 255 milljónir.
8. mars 2021

Lumar þú á mjúkri og hlýrri hugmynd? Stafrænt Ullarþon vorið 2021

Textílmiðstöð Íslands og Nýsköpunarmiðstöð Íslands halda Ullarþon dagana 25. - 29. mars. Verkefnið er styrkt af Framleiðnisjóði Landbúnaðarins. Um er að ræða nýsköpunarkeppni haldin á netinu til að ýta undir nýsköpun og vöruþróun, auka verðmæti ullarinnar og þá sérstaklega verðminnstu ullarflokkanna. 
1. mars 2021

Ýrúrarí með smiðju í skapandi fataviðgerðum í Hönnunarsafni Íslands

Textílhönnuðurinn og listakonan Ýr Jóhannsdóttir eða Ýrúrarí býður upp á opnar smiðjur í skapandi fataviðgerðum í Hönnunarsafni Íslands. Fyrsta smiðjan er um helgina.
26. febrúar 2021

Gagarín kemur að þremur nýjum sýningum í Noregi

Íslenska hönnunarstofan Gagarín, í samstarfi við danska fyrirtækið Kvorning og norska fyrirtækið Bright, sigraði nýverið alþjóðlega samkeppni um hönnun á þremur heimsminjasýningum UNESCO í Noregi. Gagarín hefur auk þess skilað tveimur nýjum hönnunarverkefnum inn í norskra sýningar að undanförnu, annars vegar Rockheim, rokksafnið í Þrándheimi og hinsvegar Klimahuset sem er sýning um loftslagsmál í Náttúruminjasafninu í Osló.
25. febrúar 2021

Opin vinnustofa hjá M/Studio

Nýsköpunarstofan M/Studio býður gestum og gangandi að hjálpa sér að móta nýjar göngugötur í miðborg Reykjavíkur á opinni vinnustofu helgina 26-28. febrúar. Allir velkomnir. 
24. febrúar 2021