Forsala hafin á DesignTalks 2023

DesignTalks fer fram þann 3. maí 2023. Búið er að opna fyrir miðasölu og er takmarkaður fjöldi miða í boði á sérstöku forsöluverði. Ekki láta heilan dag fullan af innblæstri, nýsköpun og skapandi krafta framhjá þér fara!
1. desember 2022

Hvar kaupum við íslenska hönnun?

Á þessum tíma árs er tilvalið að kynna sér fjölbreytt og gott úrval íslenskrar hönnunar og hér má finna aðgengilegt yfirlit yfir verslanir sem selja íslenska hönnunarvöru, bæði búðir sem selja vörur frá ólíkum hönnuðum, hönnuðir sem eru að selja sjálfir og netverslanir.
1. desember 2022

LHÍ X HÍ: Hugrakkur nýr heimur

Sýningin Hugrakkur nýr heimur opnar sunnudaginn 27. nóvember næst komandi í Norræna húsinu klukkan 13:00 og stendur til 17:00. Hugrakkur nýr heimur er útkoma samvinnu milli lista og vísinda: verkefni þar sem komu saman meistaranemendur í hönnun frá Listaháskóla Íslands annars vegar og meistaranemendur í mannfræði, heilbrigðisvísindum, og umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands.
25. nóvember 2022

Rammagerðin fagnar íslenskri hönnun

Verslun Rammagerðarinnar í Hörpu fagnar 1 árs afmæli á laugardaginn með veislu til heiðurs íslenskri hönnun en verslunin selur einungis vörur eftir íslenska hönnuði og listamenn. Spennandi nýjungar kynntar og hönnuðir verða á staðnum. 
24. nóvember 2022

Vinningstillaga um Leiðarhöfða vinnur verðlaun í alþjóðlegri arkitektakeppni

Vinningstillaga Landmótunar, HJARK og sastudio um Leiðarhöfða hefur unnið bronsverðlaun í flokknum “Future Projects: Civic” á World Architecture News Awards. Verðlaunin voru í flokki umSamfélagsleg rými, enda er Leiðarhöfðinn hugsaður sem aðlaðandi samkomustaður fyrir íbúa og gesta.
24. nóvember 2022

„Það mikilvægasta við vinskap er að byggja upp traust“

Sýningin Hæ/Hi: Designing Friendship opnaði í Seattle í byrjun október þar sem sex íslenskir hönnuðir/hönnunarteymi fóru vestur um haf til að fylgja sýningunni eftir og styrkja vináttuböndin við bandarísku hönnunarteymin. 
24. nóvember 2022

Helga Ólafsdóttir er nýr stjórnandi HönnunarMars

Nýr stjórnandi HönnunarMars er Helga Ólafsdóttir og tekur hún til starfa 1. desember næstkomandi. HönnunarMars er ein af sex borgarhátíðum Reykjavíkur og fer fram í fimmtánda sinn dagana 3. - 7. maí 2023. 
23. nóvember 2022

Ragna Ragnarsdóttir hannar Jólaköttinn 2022 fyrir Rammagerðina 

Jólakötturinn í ár er innblásinn af setningunni “þú ert það sem þú borðar" og þeir eru handrenndir á rennibekk og allir hafa sitt einstaka form, ímyndað af þeim persónum sem kötturinn át. Þetta re þriðja árið sem Rammagerðin vinnur með íslenskum hönnuðum í gerð jólakattarins en þeir nýjustu mæta í verslanir um helgina.
22. nóvember 2022

Framúrskarandi fögnuður á Hönnunarverðlaunum Íslands

Það var mikið um dýrðir í Grósku síðastliðinn fimmtudag þar sem fjöldi gesta fræddust um og fögnuðu framúrskarandi hönnun og arkitektúr á Hönnunarverðlaunum Íslands. 
20. nóvember 2022

Viðurkenningu fyrir bestu fjárfestingu í hönnun árið 2022 hlýtur Fólk Reykjavík

Hönnunarfyrirtækið Fólk Reykjavík hlaut í viðurkenningur fyrir bestu fjárfestingu í hönnun 2022 á afhendingu Hönnunarverðlaunanna í kvöld í Grósku. Fyrirtækið þykir hafa lagt traust sitt á íslenska hönnun með eftirtektarverðum og góðum árangri.
17. nóvember 2022

Reynir Vilhjálmsson, landslagsarkitekt hlýtur Heiðursverðlaun Hönnunarverðlauna Íslands 2022

Reynir Vilhjálmsson, landslagsarkitekt hlýtur Heiðursverðlaun Hönnunarverðlauna Íslands 2022 og tók á móti verðlaununum við hátíðlega athöfn í Grósku fyrr í kvöld. Það var ráðherra menningar og viðskipta, Lilja D. Alfreðsdóttir sem afhenti Reyni verðlaunin.
17. nóvember 2022

Plastplan hlýtur Hönnunarverðlaun Íslands 2022

Hönnunarstofan Plastplan er sigurvegari Hönnunarverðlauna Íslands 2022 fyrir hugsjón sína, hönnun og stuðning við efnahringrásina. Lilja Alfreðsdóttir, ráðherra veitti þeim Birni Steinari Blumenstein og Brynjólfi Stefánssyni, stofnendum Plastplan, verðlaunin við hátíðlega athöfn í Grósku.
17. nóvember 2022

Hlöðuberg eftir Studio Bua eitt af verkefnum ársins hjá Dezeen

Hlöðuberg eftir Studio Bua er eitt af 11 verkefnum ársins á sviði arkitektúrs hjá hönnunarmiðlinum Dezeen. Studio Bua, sem var stofnuð árið 2017 af þeim Sigrúnu Sumarliðadóttur og Mark Smyth, endurgerðu gamla niðurbrotna steinhlöðu með útsýni yfir friðland Breiðafjarðar á Vesturlandi og hefur húsnæðið vakið mikla og verðskuldaða athygli. 
15. nóvember 2022

Félagsfundur FÍT: Samningsgerð og höfundaréttur

FÍT og Myndstef standa fyrir fundi fyrir teiknara, grafíska hönnuði og myndhöfunda innan FÍT varðandi höfundaréttar- og samningamál. Fundurinn verður haldinn í Grósku, þriðjudaginn 15. nóvember kl.17.00
11. nóvember 2022

Og svo kemur sólin - einkasýning hönnuðarins Jóns Helga Hólmgeirssonar

Sýningin Og svo kemur sólin opnar í dag í Ásmundarsal. Um er að ræða er aðra einkasýning á vegghengdum listaverkum eftir hönnuðarins Jóns Helga Hólmgeirssonar en þar vinnur hann með samspil sólarljóss og skugga. Á sýningunni fangar hann fagurfræðina í nærumhverfi okkar en myndirnar eru skornar beint í rammagler verkanna. Sýngin stendur til 20. nóvember
10. nóvember 2022

JARÐSETNING – kvikmynd og bók um upphaf og endalok í manngerðu umhverfi

Þriðjudaginn 8. nóvember kl. 19 verður kvikmyndin Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur arkitekt sýnd í Bíó Paradís og útgáfuhóf samnefndrar bókar í beinu framhaldi kl. 20.
7. nóvember 2022

Fögnum framúrskarandi hönnun þann 17. nóvember í Grósku

Afhending Hönnunarverðlauna Íslands 2022 fer fram í Grósku þann 17. nóvember. Fyrir verðlaunaafhendinguna verður sjónum beint að þeim framúrskarandi og fjölbreyttu verkum sem hljóta tilnefningu til í ár og gestum gefst tækifæri til að fá innsýn og taka þátt í samtali um þau.
3. nóvember 2022

Tónlist og hönnun á Airwaves 2022

Á morgun, 3. nóvember, hefst tónlistarhátíðin Airwaves í Reykjavík þar sem fagrir tónar munu óma um höfuðborgarsvæðið. Samspil tónlistar og hönnunar gætir víða í dagskránni í ár og hér er smá samantekt yfir viðburði á Airwaves með hönnunarívafi. 
2. nóvember 2022

Misbrigði VIII - tískusýning nemenda á 2. ári í fatahönnun við Listaháskóla Íslands

Misbrigði VIII - tískusýning nemenda á 2. ári í fatahönnun við Listaháskóla Íslands verður haldin þann 3. nóvember í svarta kassanum, leikhúsrými Listaháskóla Íslands. Verkefnið er unnið af nemendum í fatahönnun á 2. ári við Listaháskóla Íslands í samstarfi við Fatasöfnun Rauða kross Íslands. Rannsakaðar eru leiðir til að skapa nýjan fatnað úr ósöluhæfum flíkum með þekkingu og aðferðafræði hönnunar. Sjónum er beint að tísku á Íslandi í tengslum við sjálfbærni.
2. nóvember 2022

Laufskálavarða þjónustuhús tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands 2022

Laufskálavarða þjónustuhús eftir STÁSS Arkitekta er tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands 2022. Verðlaunin fara fram í Grósku þann 17. nóvember.
29. október 2022