Þrístapar er tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands 2024
Áfangastaðurinn Þrístapar í Vatnsdal í Húnavatnssýslu eftir Gagarín, Landslag og Harry Jóhannsson er tilnefndur sem staður ársins á Hönnunarverðlaununum 2024.
Verðlaunin fara fram 7. nóvember.
15. október 2024
Samtal um verðmæti skapandi greina, nýsköpun og úthlutun Hönnunarsjóðs
Verið öll velkomin í Grósku þriðjudaginn 22. október á samtal um verðmæti skapandi greina og úthlutun Hönnunarsjóðs.
10. október 2024
Eldgos er tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands 2024
Bókin Eldgos eftir teiknarann, hönnuðinn og rithöfundinn Rán Flygenring er tilnefnd í flokknum vara ársins á Hönnunarverðlaunum Íslands 2024. Verðlaunin fara fram 7. nóvember.
10. október 2024
James Cook tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands 2024
Peysan James Cook, hönnun Helgu Lilju Magnúsdóttur fyrir BAHNS (Bið að heilsa niðrí slipp) er tilnefnd í flokknum vara ársins á Hönnunarverðlaunum Íslands 2024. Verðlaunin fara fram 7. nóvember.
9. október 2024
Hljómkassar tilnefndir til Hönnunarverðlauna Íslands 2024
Hljómkassar eftir Halldór Eldjárn og Jón Helga Hólmgeirsson eru tilnefndir í flokknum vara ársins á Hönnunarverðlaunum Íslands 2024. Verðlaunin fara fram 7. nóvember.
8. október 2024
Hæ/Hi opnar í Seattle
Margt var um manninn þegar Einar Þorsteinsson, borgarstjóri opnaði sýninguna Hæ/Hi: Designing Friendship í Seattle sem fór fram í tengslum við Taste of Iceland hátíðina þar í borg. Reykjavík og Seattle eru systurborgir og því við hæfi að borgarstjóri opnaði sýninguna sem snýst um vináttu.
7. október 2024
25 ára afmæli Bleiku slaufunnar í Lofskeytastöðinni
Í tilefni af 25 ára afmæli Bleiku slaufunnar hefur verið sett upp sýning í Loftskeytastöðinni þar sem allar Bleiku slaufurnar sem framleiddar hafa verið á Íslandi verða til sýnis. Opnunarhóf laugardaginn 5. október kl. 14.
4. október 2024
HönnunarÞing á Húsavík
HönnunarÞing, hátíð hönnunar og nýsköpunar fer fram á Húsavík dagana 4 og 5 október annað árið í röð. Í ár er áherslan á tónlist og margvíslegar birtingarmyndir snertiflata hönnunar, nýsköpunar og tónlistar. Það verða sýningar, fyrirlestrar, tónleikar, námskeið og sitthvað fleira á dagskrá.
26. september 2024
Innflutningsboð í Hönnunarsafni Íslands
Unnar Ari Baldvinsson, grafískur hönnuður, heldur innflutningsboð föstudaginn 27. september kl. 17 fyrir vinnustofudvöl í Hönnunasafni Íslands.
25. september 2024
Theodóra Alfreðsdóttir sýndi skartgripalínu á London Design Festival
Vöruhönnuðurinn Theodóra Alfreðsdóttir frumsýndi nýja skartgripalínu sem hún hannaði fyrir skartgripamerkið POINT TWO FIVE sem fékk hönnuði og listamenn til liðs við sig til hanna nýjar línur, sem svo eru svo smíðaðar af gullsmiðum.
24. september 2024
Opnun: Örverur á heimilinu
Föstudaginn 27. september kl 17:00 opnar sýning Örverur á heimilinu í Hönnunarsafni Íslands. Örverur á heimilinu er hluti af sýningarröðinni Heimsókn á Hönnunarsafni Íslands.
23. september 2024
Flétta verðlaunaðar á Maison&Objet í París
Flétta, Hrefna Sigurðardóttir og Birta Rós Brynjólfsdóttir, voru á dögunum verðlaunaðar sem rísandi stjörnur á frönsku hönnunarvikunni Maison&Objet ásamt því að vera með sýningu þar sem þær frumsýndu ný ljós.
23. september 2024
Strik Studio hannar nýtt einkenni Alþingis
Nýtt myndrænt einkenni Alþingis, sem hannað er af Strik Studio, var kynnt á opnunarhátíð Smiðju þann 14. september síðastliðinn. Grafíkin vísar í hjarta Alþingis, þingsalinn þar sem ólíkar skoðanir mætast og komast að samkomulagi.
19. september 2024
Ha - hvað er að gerast?
Fjöldi fólks lagði leið sína í Grósku í síðustu viku á kynningarfund Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs þar sem farið var yfir farið var yfir helstu verkefni Miðstöðvarinnar framundan eins og Framtíðarsýn Hönnunarsjóðs, Hönnunarverðlaunin, HönnunarMars, DesignTalks, HA? og Feneyjartvíæringinn í arkitektúr 2025.
19. september 2024
Dómnefnd Hönnunarverðlauna Íslands 2024
Dómnefnd Hönnunarverðlauna Íslands hefur hafið störf og hún er skipuð fagfólki frá ýmsum áttum. Yfir 100 ábendingar bárust dómnefnd í opnu kalli sem lauk í byrjun mánaðarins. Hönnunarverðlaunin fara fram við hátíðlega athöfn þann 7. nóvember næstkomandi.
18. september 2024
Listamannaspjall: Snert á landslagi
Fimmtudaginn 19. september fer fram sýning á jarðhæð Loftskeytastöðvarinnar á nokkrum verkum hönnuðarins Tinnu Gunnarsdóttur úr yfirstandandi doktorsverkefni hennar ásamt listamannaspjalli við hana og Guðbjörgu R Jóhannesdóttur, lektor við listkennsludeild Listaháskóla Íslands.
18. september 2024
Aðförin í öndvegi - hádegismálþing um fjölbreyttar samgöngur og borgarskipulag
Samtal um samgöngumál í samgönguviku. Elliðaárstöð, Orka náttúrunnar og Veitur standa fyrir málþingi í hádeginu miðvikudaginn 18. september á Á Bístró í Elliðaárstöð þar sem umferð hjólandi og gangandi er einmitt í öndvegi. Meðal þeirra sem koma fram er Magnea Guðmundsdóttir, arkitekt og Edda Ívarsdóttir, borgarhönnuður.
16. september 2024
Vík Prjónsdóttir - Ævisaga
Brynhildur Pálsdóttir, einn af hönnuðum og stofnendum Víkur Prjónsdóttur, rekur áhugaverða sögu verkefnisins á Hönnunarsafni Íslands sunnudaginn 15. september kl. 13:00.
11. september 2024
Salóme Guðmundsdóttir í stjórn HönnunarMars
Salóme Guðmundsdóttir, stjórnendaráðgjafi og stjórnarkona tekur sæti í stjórn HönnunarMars. Hún hefur starfað í hringiðu nýsköpunar og tækni undanfarinn áratug, lengst af sem framkvæmdastjóri Klak og síðar fyrir Eyri Venture Mangament og tengd félög sem stjórnandi og stjórnarmaður.
10. september 2024
Hraunmyndanir framlag Íslands á Feneyjatvíæringnum í arkitektúr 2025
Verkefni s.ap arkitekta, Hraunmyndanir hefur verið valið framlag Íslands á Feneyjatvíæringnum í arkitektúr 2025.
6. september 2024