Kertastjaki Studió Fléttu í hátíðarbúning og sérhönnuð jólakerti Þórunnar Árnadóttur

Nú fyrir jólin verður hægt að kaupa sérstaka hátíðarútgáfu af mínútustjaka hönnunarstofunnar Studíó Fléttu ásamt sérstökum kertum sem hönnuðurinn Þórunn Árnadóttir hannaði með stjakann í huga í samstarfi við Kertasmiðjunni. Báðar vörurnar, hannað og framleiddar á Íslandi, fást í Rammagerðinni. 
3. desember 2021

Fimm íslensk verk verðlaunuð í alþjóðlegu ADCE verðlaununum

Árlega verðlaunar Art Directors Club Europe það besta í grafískri hönnun. Íslendingar sendu inn 13 verk í keppnina en fimm verk hlutu verðlaun, tvö gullverðlaun, tvö silfurverðlaun og ein bronsverðlaun.  
2. desember 2021

Jólaskraut úr óseljanlegum gömlum lopapeysum

Hönnuðurinn Védís Jónsdóttir hannaði skrautið á jólamarkaðstré Skógræktarsfélags Reykjavíkur í Heiðmörk. Skrautið er gert úr óseljanlegum lopapeysum frá fataflokkun Rauða krossins. 
1. desember 2021

Söguganga um Bankastræti og Laugaveg

Næstkomandi laugardag og sunnudag fer fram söguganga um Bankastræti og Laugaveg í tengslum við nýútkomna bók um byggingar- og verslunarsögu þessarar aðalgötu borgarinnar. Höfundar bókarinnar, Anna Dröfn Ágústsdóttir sagnfræðingur og Guðni Valberg arkitekt, rölta um götuna og leiða áhugasama í allan sannleik um byggingarsögu húsanna og fólkið sem byggði þau.  
1. desember 2021

Bókin Kristín Þorkelsdóttir er komin út

Bókin Kristín Þorkelsdóttir er komin út en þar varpa þær Bryndís Björgvinsdóttir og Birna Geirfinnsdóttir ljósi á fjölmörg verk Kristínar og þeirra óskráðu sögu. Kristín er grafískur hönnuður, handhafi Heiðursverðlauna Hönnunarverðlauna Íslands 2020 og óhætt að segja að hér á landi hafi fáir skilað jafn mörgum þekktum verkum, sem skipa viðlíka sess í íslenskri sjónmenningu.
29. nóvember 2021

Samkeppni um ljóslistaverk fyrir Vetrarhátíð 2022

Reykjavíkurborg í samstarfi við Miðstöð hönnunar og arkitektúrs stendur fyrir samkeppni um ljóslistaverk á Vetrarhátíð 2022. Verkið felst í vörpun á stafrænu verki á Hallgrímskirkju en undanfarin ár hefur Hallgrímskirkja verið eitt helsta kennileiti hátíðarinnar. Sigurverkið verður sýnt á Vetrarhátíð 2022 dagana 3.-6. febrúar​.
26. nóvember 2021

Hvar kaupum við íslenska hönnun?

Á þessum tíma árs er tilvalið að hvetja alla til að kynna sér fjölbreytt og gott úrval íslenskrar hönnunar. Á heimasíðu okkar má finna yfirlit yfir verslanir sem selja íslenska hönnunarvöru, bæði búðir sem selja vörur frá ólíkum hönnuðum, hönnuðir sem eru að selja sjálfir og netverslanir.
26. nóvember 2021

Baugur Bjólfs – vinningstillaga í samkeppni um skipulag- og hönnun áfangastaðar

Baugur Bjólfs bar sigur úr býtum í samkeppni um útsýnisstað við snjóflóðavarnargarðana í Bjólfi á Seyðisfirði sem Múlaþing hélt í samstarfi við Félag íslenskra landslagsarkitekta. Höfundar tillögunnar eru Ástríður Birna Árnadóttir og Stefanía Helga Pálmarsdóttir frá Arkibygg Arkitektum, Anna Kristín Guðmundsdóttir og Kjartan Mogensen landslagsarkitektar, Auður Hreiðarsdóttir, arkitekt frá ESJA ARCHITECTURE og Arnar Björn Björnsson frá exa nordic sem sá um burðarvirkjahönnun.
26. nóvember 2021

Sunna Örlygsdóttir með vinnustofudvöl í Hönnunarsafni Íslands

Hönnuðurinn Sunna Örlygsdóttir er í vinnustofudvöl í Hönnunarsafni Íslands til 30 janúar. Sunna stundaði nám í útsaumi við Skals Håndarbejdsskole í Danmörku áður en hún hóf BA nám í fatahönnun við Listaháskóla Íslands.
24. nóvember 2021

Fegurð, ógn og tækifæri þörunga

3 árs nemar í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands opna um helgina sýninguna Regnskógar Norðursins: Endurfundir í fjörunni sem er afrakstur 14 vikna námskeiðs leitt af Tinnu Gunnarsdóttur. Sýningin er í húsnæði skólans í Þverholti og opin öllum. 
24. nóvember 2021

Hátíðarhandbók Kiosk 2021 komin út

Hönnunarverslunin Kiosk hefur gefið út rafræna hátíðarhandbók fyrir jólin 2021. Hönnuðirnir Hlín Reykdal, Magnea Einarsdóttir, Aníta Hirlekar, Eygló og Helga Lilja reka saman verslunina sem selur fatnað og fylgihluti. Verslunin byggir á þeirri hugmyndafræði að gefa viðskiptavinum kost á að versla vörur beint af hönnuðunum.
23. nóvember 2021

Hanna Dís Whitehead hannar jólakött Rammagerðarinnar 2021

Hanna Dís Whitehead hannar Jólaköttinn 2021 fyrir Rammagerðina. Jólakötturinn í ár er innblásinn af norrænu jólaskrauti úr stráum en Hanna Dís vann köttinn úr höfrum sem hún uppskar í um 3 km fjarlægð frá vinnustofu sinni í Nesjum, Austur-Skaftafellssýslu.
22. nóvember 2021

Vefur Hönnunarsjóðs aðgengilegur á ensku - opið fyrir umsóknir 2022

Búið er að opna fyrir umsóknir í fyrri úthlutun ársins 2022 í Hönnunarsjóð. Umsóknarfrestur er til 19. febrúar 2022 en úthlutun fer fram 10 mars. Nú er heimasíða og umsóknarkerfi Hönnunarsjóðs aðgengilegt á ensku.
22. nóvember 2021

Apotek Atelier opnar í miðbænum

Hönnuðirnir Ýr Þrastardóttir, Halldóra Sif Guðlaugsdsdóttir og Sævar Markús Óskarsson opna vinnustofu og verslun í miðbæ Reykjavíkur laugardaginn, 20. nóvember að Laugavegi 16. Verslunin ber nafni Apotek Atelier og er staðsett í fyrrum húsnæði Laugavegsapóteks.
19. nóvember 2021

Opið kall fyrir Hugarflug rannsóknaráðstefnu Listaháskóla Íslands

Fyrsta desember rennur út skilafrestur til þess að senda inn tillögur í opnu kalli fyrir Hugarflug rannsóknaráðstefnu Listaháskóla Íslands sem fer fram í febrúar 2022. Þemað í ár er enginn er eyland / Collective care. Ráðstefnan er opin öllum.
15. nóvember 2021

Ráðgjafardagur Hönnunarsjóðs og Icelandic Startups

Í síðustu viku fór fram ráðgjafardagur fyrir styrkþega Hönnunarsjóðs 2021 í samstarfi við Icelandic Startups. Fullur dagur af áhugaverðum fyrirlestrum og mentorafundum.
15. nóvember 2021

Opið fyrir umsóknir á jólamarkað POPUP Verzlun í Hafnarhúsi

POPUP VERZLUN leitar nú að þátttakendum fyrir jólamarkaðinn í Listasafni Reykjavikur Hafnarhúsilaugardaginn 11 desember 2021. Ert þú með spennandi vöru/verkefni/list sem þú vilt kynna & selja?
12. nóvember 2021

Hönnuðu Teninginn, verðlaunagrip Verkfræðingafélags Íslands

Narfi Þorsteinsson og Adrian Freyr Rodriquez eru hönnuðir Tengingsins, verðlaunagrip Verkfræðingafélags Íslands sem var veittur í fyrsta sinn á Degi verkfræðinnar. Hönnun griparins byggist á 13 teningum sem allir styðja við hvern annan. 
12. nóvember 2021

SWEET SALONE Pop-Up markaður Auroru 

Föstudaginn 5. nóvember milli klukkan 16-18 verður opnaður pop up markaður í Mengi, Óðinsgötu 2. Þar verða seldar nýjar vörur handverksfólks í Sierra Leone og hönnunarfyrirtækisins Hugdettu. 
4. nóvember 2021

Nýtt Sjávarteppi frá Vík Prjónsdóttur

Hönnunarfyrirtækið Vík Prjónsdóttir hefur hafið framleiðslu á nýrri útgáfu af Sjávarteppinu, um er að ræða vöru sem verður til sölu í takmarkaðan tíma en síðasti dagur til að panta teppin er 10. nóvember. 
4. nóvember 2021