Fram­tíðar­ráðu­neyti?

Ísland, eins og önnur ríki, stendur á tímamótum og þarf að takast á við stórar áskoranir vegna loftlagsvár, heimsfaraldurs og samfélagsþróunar. Við megum engan tíma missa og verðum að ganga til verka fumlaust, af áræðni og bjartsýni. Kristján Örn Kjartansson, arkitekt og formaður stjórnar Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs skrifar.
17. september 2021

Framtíð sem byggir á hönnun, hugviti og nýsköpun

Í sumar fór fram stefnumót hönnuða og arkitekta þar sem markmiðið var að skerpa fókus, skilgreina helstu áherslusvið og móta markvissar tillögur um aðgerðir til að kynna fyrir stjórnmálafólki vegna kosninga til Alþingis. Samhljómur var um áherslurnar og að Ísland eigi mikinn og vaxandi mannauð með mikla þekkingu og reynslu sem má virkja betur.
16. september 2021

Af ást til alþingis

Hvernig ætlum við að skipuleggja þetta land? Borghildur Sölvey Sturludóttir, arkitekt FAÍ og nefndarmaður í laganefnd Arkitektafélags Íslands skrifar.
15. september 2021

Arkitektúr og pólitík

Bjarki Gunnar Halldórsson segir mikilvægt að huga að því hvernig hið pólitíska landslag birtist í umhverfi okkar.
15. september 2021

Hönnunarinnsetningin Ómsveppir frumsýnd í Elliðaárdal

Elliðaárstöð býður í upplifunargöngu og fræðslu um sveppi í Elliðaárhólma í tilefni af því að hönnunarinnsetning Kristínar Maríu Sigþórsdóttur og Friðriks Steins Friðrikssonar, Ómsveppir, hefur nú verið komið fyrir í skógarrjóðri. Sveppirnir gefa frá sér falleg hljóð í skóginum sem falla vel að skóginum. Gangan fer fram á sunnudaginn, 19. september.
14. september 2021

Taktu þátt í HönnunarMars 2022

Opnað hefur verið fyrir umsóknir fyrir hátíðina sem fer fram dagana 4.-8. Maí 2022 en umsóknarfresturinn er til 1. nóvember. Félagsmenn fagfélaga fá afslátt af þátttökugjöldum til 1. október. 
13. september 2021

Hönnunarfyrirtækjum fjölgar mest

Vissir þú að hönnunarfyrirtækjunum á Íslandi hefur fjölgað mest á sviði skapandi greina á síðustu 10 árum samkvæmt menningarvísi Hagstofunnar? Það er gleðiefni að fá staðfest að hönnunargreinar séu í vexti á Íslandi og samfélagið þarf að horfast í augu við það að hönnun er í eðli sínu nýskapandi og öflugt tæki á tímum breytinga. Aðsend grein eftir Höllu Helgadóttir, framkvæmdstjóri Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs sem birtist fyrst á Vísir.is
13. september 2021

Áhugavert samtal um hönnun og nýsköpun

Við viljum þakka bæði gestum og frambjóðendum sem mættu í samtal um áskoranir og tækifæri nýsköpun og skapandi greina í Grósku um helgina, sem Miðstöðin ásamt Icelandic Startups og Auðnu tæknitorgi stóðu að.
8. september 2021

Opinn rafrænn fyrirlestur í boði meistarnámsbrautar í hönnun við Listaháskóla Íslands

Wet Ontologies of the Swamp - Opinn rafrænn fyrirlestur í boði meistarnámsbrautar í hönnun við Listaháskóla Íslands  fer fram á morgun, fimmtudaginn 9. september klukkan 11:00. Fyrirlesarar eru Gediminas og Nomeda Urbonas, listamenn, kennarar við MIT og stofnendur Urbonas Studio
7. september 2021

Ósýnileiki kvenna í grafískri hönnun á Íslandi

Sigrún Karls Kristínardóttir, nemi í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands hefur undanfarnar vikur verið með umfjallanir og viðtöl í Stundinni undir yfirskriftinni Ósýnileiki kvenna í grafískri hönnun á Íslandi. Viðmælendur eru Elísabet Cochran, Kristín Þorkelsdóttir, Rósa Hrund Kristjánsdóttir og Halla Helgadóttir. Verkefnið er stutt af Nýsköpunarsjóði námsmanna en fyrirlestur hjá Goddi í náminu var kveikjan að verkefninu.
6. september 2021

Hátt í 100 ábendingar bárust fyrir Hönnunarverðlaun Íslands 2021

Hátt í 100 ábendingar til Hönnunarverðlauna Íslands 2021 hafa nú borist en lokað var fyrir ábendingar í gær. Nú hefst vinna dómnefndar en áætlað er að verðlaunaafhending fari fram þann 28. október næstkomandi.
6. september 2021

Hönnun og nýsköpun boða til stefnumóts við stjórnmálin

Icelandic Startups og Miðstöð hönnunar og arkitektúrs fjalla um áskoranir og tækifæri nýsköpunar og skapandi greina til framtíðar. Hvernig búum við til öflugt samfélag og atvinnulíf sem byggir á hönnun, hugviti og nýsköpun? Laugardaginn 4. september kl. 12 í Grósku.
2. september 2021

Dómnefnd Hönnunarverðlauna Íslands 2021 skipa  … 

Dómnefnd Hönnunarverðlauna Íslands er skipuð fagfólki frá ýmsum áttum, á vegum Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs, Listaháskóla Íslands, Hönnunarsafni Íslands og Samtaka Iðnaðarins. Opið er fyrir ábendingar til 5. september næstkomandi en markmið þess er að tryggja að afburðar verk og verkefni fari ekki framhjá dómnefnd.
31. ágúst 2021

Loji Höskuldsson frumsýnir samstarf við HAY á CHART 

Myndlistarmaðurinn Loji Höskuldsson frumsýnir einstakt samstarf sitt við danska hönnunarfyrirtæki HAY á hátíðinni CHART sem fer fram í Kaupmannahöfn um helgina.
26. ágúst 2021

Söguleg stund þegar meistaranám í arkitektúr var sett við Listaháskóla Íslands

Á skólasetningu Listaháskóla Íslands, mánudag 23. ágúst, hófst formlega meistaranám í arkitektúr við skólann. Er þetta í fyrsta sinn sem arkitektúr er kenndur á meistarastigi á Íslandi og því í fyrsta sinn sem nemendum í arkitektúr gefst kostur á að ljúka fullnaðarnámi í arkitektúr hérlendis. Meistaranámið er tveggja ára alþjóðlegt nám og er leitt af deildarforseta, Hildigunni Sverrisdóttur.
26. ágúst 2021

Haustferð og opnunarteiti hjá Textílfélaginu

Textílfélag Íslands byrjar haustið af krafti. Þann 25. ágúst verður opnunarteiti nýs verkstæðis á Korpúlfsstöðum og einnig er skráning hafin í haustferð félagsins þann 19. september.
24. ágúst 2021

Námskeið í umsóknarskrifum í Tækniþróunarsjóð 

Poppins & Partners standa yfir námskeiði sem fer yfir skref fyrir skref í gegnum frumskóg styrkumsóknaskrifa undir leiðsögn sérfræðings á sviði styrkumsóknaskrifa. Leiðbeinandi er Þórunn Jónsdóttir, ráðgjafi í nýsköpun og rekstri. Opið fyrir er fyrir skráningar til miðnættis þann 25. ágúst 2021.
24. ágúst 2021

Ásmundarsalur óskar eftir tillögum að sýningarhaldi 2022

Opið er fyrir umsóknir um sýningarhald í Ásmundarsal 2022. Óskað er eftir tillögum að sýningum, viðburðum eða uppákomum sem fanga fjölbreytileika listarinnar. Einnig er óskað eftir umsóknum fyrir vinnustofu listamanns í Gunnfríðargryfju. Frestur til og með 6. september 2021.
24. ágúst 2021

Námskeið í þrívíddarprentun í leir í Myndlistaskólanum í Reykjavík

Þann 23. ágúst hefst námskeið í þrívíddarprentun í leir í Myndlistaskólanumí Reykjavík. Á námskeiðinu, sem stendur yfir í sjö kennsludaga, munu þátttakendur tileinka sér undirstöðuþekkingu við notkun leirþrívíddarprentara en Myndlistaskólinn er eini skólinn á landinu sem býður uppá kennslu í þrívíddarprentun í leir. 
12. ágúst 2021

Leitin að framúrskarandi verkum á sviði hönnunar og arkitektúrs á Íslandi er hafin

Búið er að opna fyrir ábendingar til Hönnunarverðlauna Íslands 2021 en hægt er að benda á eigin verk eða annarra til miðnættis 5. september næstkomandi. Markmið þess að senda inn ábendingar er að tryggja að afburða verk fari ekki fram hjá dómnefnd.
9. ágúst 2021