Samsýning, fyrirlestrar, hönnunar Pubquiz og klúðurkvöld meðal þess sem er á  fjölbreyttri dagskrá Hönnunarþings á Húsavík

Dagana 28. - 30. september fer fram í fyrsta sinn Hönnunarþing, hátíð vöruhönnunar á Húsavík og nágrenni. Þar gefst  almenningi kostur á að kynna sér fag hönnuðarins og  áhersla lögð á mikilvægi vöruhönnunar í samfélaginu og hvernig hún hefur mótað okkar daglega líf. 
19. september 2023

Hverjir skipa dómnefnd Hönnunarverðlauna Íslands 2023?

Ný dómnefnd Hönnunarverðlauna Íslands árið 2023 er tekin til starfa og er skipuð átta vel völdum einstaklingum sem eru fulltrúar ólíkra faghópa innan hönnunar og arkitektúrs.
18. september 2023

Málþing um gervigreind og höfundarétt

Þann 29. september fer fram málþing um gervigreind og höfundarétt á vegum STEF, Myndstef, Rithöfundasambandið, Hagþenkir, Blaðamannafélagið, Félag leikstjóra á Íslandi, Samtök kvikmyndaleikstjóra, Félag kvikmyndagerðarmanna, Félag leikskálda og handritshöfunda, Listaháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst.
15. september 2023

Sófaspjall: Fitjað upp á framtíð ullarframleiðslu á Íslandi

Hvers er íslenska ullin megnug? Hver er framtíð ullarframleiðslu á Íslandi? Hvers vegna er mikilvægt að viðhalda henni? Hverju þarf að huga að til að tryggja stöðu hennar? Skrifstofan Íslenzk ull býður til sófaspjalls á Fundi fólksins næstkomandi laugardag.
14. september 2023

Þykjó á Helsinki Design Week

Helsinki Design Week hefst á morgun og tekur íslenska hönnunarteymið Þykjó þátt, annarsvegar í Design Diplomacy í sendiráði Íslands í Helsinki á morgun og hinsvegar með vinnustofu fyrir börn á Helsinki Children´s design week um helgina.
7. september 2023

Arnhildur Pálmadóttir, arkitekt hlaut viðurkenningu fyrir frumkvöðlastarf í mannvirkjagerð

Arnhildur Pálmadóttir arkitekt hlaut í gær viðurkenningu sem frumkvöðull í mannvirkjagerð á húsnæðisþingi en það var Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, sem færði Arnhildi viðurkenninguna. Þetta er í fyrsta sinn sem viðurkenning af þessu tagi er veitt fyrir frumkvöðlastarf í mannvirkjagerð í tengslum við húsnæðisþing.
31. ágúst 2023

Hringrásarhagkerfi í landslagsarkitektúr -vinnustofa og málþing

Þann 5. september næstkomandi mun hinn danski Jakob Sandell frá Schønherr halda fyrirlestur og leiða vinnustofu um Hringrásarhagkerfi í Landslagsarkitektúr á Hvanneyri. Á námskeiðinu verður lögð áhersla á að veita grundvallarþekkingu á hringrásarhagkerfi í landslagsarkitekúr. Viðburðurinn er samvinnuverkefni FÍLA, Landbúnaðarháskólans og Grænnar Byggðar. Viðburðurinn er ókeypis og opinn öllum en það þarf að skrá sig fyrir 31. ágúst. 
29. ágúst 2023

Opið fyrir umsóknir um sýningarhald í Ásmundarsal 2024

Ásmundarsalur kallar eftir umsóknum fyrir sýningarárið 2024, þar sem leitað er eftir umsóknum fyrir 4 - 6 vikna einkasýningar og samsýningar í 72 fm sýningasal á 2.hæð. Einnig er kallað eftir sýningum á kaffihúsið á fyrstu hæð og 4 - 8 vikna vinnustofum í Gunnfríðargryfju. Umsóknarfrestur er til og með 8. september.
29. ágúst 2023

CIRCON ráðstefna. Hringrás í byggingariðnaði: erum við tilbúin í stökkið?

Grænni byggð stendur fyrir ráðstefnu í Laugardalshöll föstudaginn 1. september frá kl. 09:30 - 16:00 (streymi frá 10:00 - 15:10). Ráðstefnan er hluti af Iðnaðarsýningunni, og samstarf með Húsnæðis- og mannvirkjastofnun til að samtvinna ráðstefnuna við sýningu, þar sem styrkþegar úr Aski - mannvirkjarannsóknarsjóði verða í forgunni. Á ráðstefnunni verður hagnýtri reynslu miðlað um hringrásarhagkerfið í byggingariðnaði  og helstu hindranir verða ræddar .
29. ágúst 2023

Hönnunarverðlaun Íslands 2023 - opið fyrir ábendingar

Búið er að opna fyrir ábendingar til Hönnunarverðlauna Íslands 2023 og hægt er að benda á eigin verk eða annarra til miðnættis 6. september næstkomandi. Markmið með innsendingum er að tryggja að afburða verk fari ekki fram hjá dómnefnd og því hvetjum við eigendur góðra verka til þess að tilnefna eigin verk. 

17. ágúst 2023

Hönnunartengdir viðburðir á Menningarnótt 2023

Menningarnótt fer fram í miðborg Reykjavíkur laugardaginn 19. ágúst, þar sem fjölbreyttir menningarviðburðir fyrir alla aldurshópa fara fram víðsvegar um borgina. Dagskráin stendur frá morgni til kvölds og frítt á alla viðburði. Hér er stutt samantekt á viðburðum á Menningarnótt með hönnunarívafi.
17. ágúst 2023

Atlason Studio hlýtur virtustu hönnunarverðlaun Bandaríkjanna, National Design Awards 2023

Íslenska hönnunarstofan Atlason Studio hlaut í dag verðlaun í flokki vöruhönnunar á stærstu og virtustu hönnunarverðlaunum Bandaríkjanna, Cooper Hewitt National Design Awards 2023. Atlason Studio var stofnuð í NY árið 2004 af Hlyni Vagni Atlasyni.
16. ágúst 2023

Málþingið Náttúra og hönnun

Fimmtudaginn 17. ágúst nk. mun FÍLA standa að hálfs dags málþingi sem ber yfirskriftinaNáttúra og hönnun - Hvernig fær náttúran aukinn sess í mannvirkjagerð? Frítt er inn á málþingið sem fer fram í Grósku. Öll velkomin.
14. ágúst 2023

Smiðjur með Ýrúrarí í Hönnunarsafni Íslands

Í Hönnunarsafni Íslands við Garðatorg stendur nú yfir sýning á peysum eftir textílhönnuðinn Ýrúrarí. Í ágúst býður hönnuðurinn upp á tvær opnar smiðjur þar sem gestir koma með sínar eigin peysur sem annaðhvort eru skemmdar eða sem eigandinn er hættur að nota og langar að endurlífga. Smiðjurnar fara fram sunnudaginn 20. og 27. ágúst kl. 13:00. Frítt er í smiðjurnar og efniviður til viðgerða er í boði á staðnum en þátttakendur mega gjarnan koma með eigin efnivið.
14. ágúst 2023

Opið fyrir umsóknir í Hönnunarsjóð

Opið er fyrir umsóknir í Hönnunarsjóð. Um er að ræða síðari úhlutun ársins 2023 en umsóknarfrestur rennur út þann 21. september næstkomandi. Hægt er að sækja um þrjár tegundir styrkja auk ferðastyrkja.
9. ágúst 2023

Sumarlokun skrifstofu Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs

Skrifstofa Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs lokar vegna sumarleyfa frá 17. júlí en opnar aftur þriðjudaginn 8. ágúst.
14. júlí 2023

Hlutir gerast í Norðri

Dagana 28. - 30. september fer fram í fyrsta sinn hátíð vöruhönnunar á Húsavík og nágrenni. Þar mun almenningi gefast kostur á að kynna sér fag hönnuðarinns.  Áhersla verður lögð á mikilvægi vöruhönnunar í samfélaginu og hvernig hún hefur mótað okkar daglega líf.
14. júlí 2023

Hönnunarverðlaun Íslands veitt í tíunda sinn

Hönnunarverðlaun Íslands fara fram í Grósku þann 9. nóvember. Opnað verður fyrir ábendingar í ágúst.
12. júlí 2023

Settu formlega á laggirnar norrænan samstarfsvettvang

Jan Christian Vestre, iðnaðar- og viðskiptaráðherra Noregs og Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra settu formlega á laggirnar norrænan samstarfsvettvang um hönnun og arkitektúr á Alþjóðlegu arkitektúrráðstefnunni sem fór fram í Kaupmannahöfn í byrjun júlí. Miðstöð hönnunar og arkitektúrs er fulltrúi Íslands í samstarfinu.
11. júlí 2023

100 ára afmælissýning Jóns H. Björnssonar landslagsarkitekt

Nú þegar öld er liðin frá fæðingu Jóns H. Björnssonar, landslagsarkitekts heiðrar FÍLA, Félag íslenskra landslagsarkitekta minningu hans með sýningu í Pósthússtræti. Jón var frumkvöðull á sviði landslagsarkitektúr hér á landi. 
6. júlí 2023