
Sérsniðið letur fyrir menningarhús þjóðarinnar
Harpa, tónlistar- og ráðstefnuhús, hefur tekið í notkun nýja íslenska leturgerð sem hönnuðurinn Gabríel Markan teiknaði sérstaklega fyrir húsið. Letrið heitir Harpa Sans og er útfært sérstaklega með Hörpu í huga.
13. október 2025
Hanna Dís með sýningu á hönnunarvikunni í Vín
Hanna Dís Whitehead vöruhönnuður tók þátt á nýafstaðinni hönnunarviku í Vín í Austurríki á sýningu þar sem þemað var öldrun.
8. október 2025

Íslensk hönnun á skjám um alla borg
Miðstöð hönnunar og arkitektúrs, í samstarfi við Billboard, stendur fyrir kynningarátaki fyrir íslenskar hönnunarvörur í fimmta skipti 16. - 22. október næstkomandi.
8. október 2025

Vonandi bæta dag einhvers og gera heiminn aðeins fallegri
Sigurður Oddsson starfar sem hönnunarstjóri og grafískur hönnuður hjá Aton. Í næstum tvo áratugi hefur hann starfað í hönnunarbransanum bæði í Reykjavík og New York. Næsta víst er að flestir Íslendingar kannist við eitthvað af hans verkum, hvort heldur sem er verðlauna plötukover eða Samfylkingarrósina. Hann er hönnuður í fókus hjá Miðstöð hönnunar og arkitektúrs.
29. september 2025

Fullt hús og mikil stemning á fyrsta fyrirlestri haustsins
Miðstöð hönnunar og arkitektúrs stendur fyrir opnum fyrirlestrum í vetur um áhugaverð málefni sem snúa að hönnun og arkitektúr. Fullt hús var á fyrsta viðburði vetrarins.
25. september 2025

Sýning norræna skálans hlýtur gullverðlaun í Osaka
Sýning norræna skálans á heimssýningunni EXPO 2025 í Osaka hlaut gullverðlaun í flokknum Best Exhibit / Display á World Expolympics. Verðlaunin eru veitt fyrir framúrskarandi útfærslur í nýsköpun og upplifunarhönnun á Heimssýningunni en þar eru 193 sýningar. Íslenska hönnunarstofan Gagarín, ásamt dönsku hönnunarstofunni Kvorning og arkitektastofunni Rintala Eggertsson hönnuðu sýninguna í skálanum.
25. september 2025

Spennandi haust framundan hjá Miðstöð hönnunar og arkitektúrs
Fjölmenni var á opnunarhófi haustsins hjá Miðstöð hönnunar og arkitektúrsi þar sem farið var yfir dagskrá vetrarins. Stórir viðburðir eins og Hönnunarverðlaunin og HönnunarMars verða á sínum stað í dagatalinu en einnig verður bryddað upp á nýjungum.
9. september 2025

Hönnuðir eiga að vera forvitnir og spyrja spurninga
Thelma Rut Gunnarsdóttir úrskrifaðist með BA í fatahönnun frá Listaháskóla Íslands árið 2023 og síðan þá hefur verið brjálað að gera, bókstaflega. Hún fór í starfsnám til London, stofnaði töskumerkið Suskin með Karítas Spanó og tók þátt í tískusýningu LHÍ Young Talents of Fashion á síðasta HönnunarMars með eigið merki. Thelma Rut er Hönnuður í fókus sem er fastur liður hjá Miðstöð hönnunar og arkitektúrs, þar sem hönnuðir og arkitektar eru teknir tali.
2. september 2025

Basalt arkitektar til Osaka
Íslenska arkitektastofan Basalt tekur þátt í viðburði undir heitinu Designing Wellbeeing Cities í samnorræna skálanum á heimssýningunni í Osaka í Japan 2. október næstkomandi.
2. september 2025

Gleðilegt sumar frá Miðstöð hönnunar og arkitektúrs
Skrifstofa Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs í Grósku, Bjargargötu 1 fer í sumarfrí frá og með föstudeginum 11. júlí en opnar aftur þriðjudaginn 5. ágúst.
4. júlí 2025

Skýrslur Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs og HönnunarMars aðgengilegar
Skýrsla Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs fyrir starfsárið 2024-2025 er komin út og aðgengileg á netinu. Fjallað er um helstu verkefni Miðstöðvarinnar, HönnunarMars, Hönnunarsjóð, Hönnunarverðlaunin, Feneyjatvíæringinn í arkitektúr, alþjóðleg verkefni og ýmislegt fleira.
3. júlí 2025

Horfðu á streymi Dezeen frá síðasta DesignTalks
Alþjóðlega ráðstefnan DesignTalks fór fram 2. apríl 2025 undir þemanu Uppspretta, líkt og hátíðin HönnunarMars. Miðillinn Dezeen var með beint streymi af ráðstefnunni sem nú er aðgengilegt og hægt að horfa á aftur og aftur!
2. júlí 2025

Íslenska vöruhúsið opnaði á 3daysofdesign í Kaupmannahöfn
Íslenska sendiráðið iðaði af lífi á opnun sýningarinnar Íslenska vöruhúsið. Á sýningunni sameinast FÓLK, BAÐ eftir Epal, Fischersund og Flothetta sem eiga það sameiginlegt að vinna með menningararf og sögu Íslendinga. Gestir hvaðanæva fjölmenntu og nutu sýningarinnar.
26. júní 2025

Nýtt útlit HönnunarMars í Brand Identity
Fjallað er um nýtt útlit HönnunarMars hjá Brand Identity, víðlesnum og vinsælum miðli sem fjallar um hönnuði, vörumerki og hönnun í víðu samhengi. Snorri Eldjárn, Viktor Weisshappel og Jakob Hermannsson hönnuðir Striks Stúdíó ræða við miðilinn. Útlitið var kynnt á HönnunarMars sl. apríl en Miðstöð hönnunar og arkitektúrs samdi við Strik Stúdíó um hönnun á öllu efni hátíðarinnar til þriggja ára.
24. júní 2025

Hönnunarverðlaun Íslands 2025 - Opið fyrir ábendingar
Opið er fyrir ábendingar til Hönnunarverðlauna Íslands 2025 og hægt er að benda á eigin verk eða annarra til miðnættis 3. september. Markmiðið með ábendingum er að tryggja að afburða verk fari ekki fram hjá dómnefnd og því hvetjum við eigendur góðra verka til þess að tilnefna eigin verk.
12. júní 2025

FÓLK, BAÐ, Fischersund og Flothetta á hátíðinni 3daysofdesign
Sýningin Íslenska vöruhúsið er hluti af 3daysofdesign, árlegri hönnunarhátíð í Kaupmannahöfn sem fram fer 18. – 20. júní. Sýningin er haldin í íslenska sendiráðinu í borginni en þar sameinast nokkur öflug, íslensk hönnunarfyrirtæki sem eiga það sameiginlegt að vinna með menningararf og sögu Íslendinga.
10. júní 2025

Katrín Jakobs og Inga Rut taka sæti í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs
Ný stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs var kjörin á aðalfundi Miðstöðvarinnar í Grósku 3. júní 2025. Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi forsætisráðherra og Inga Rut Gylfadóttir landslagsarkitekt taka þar sæti og mynda nýja stjórn ásamt Þórunni Hannesdóttur, formanni Félags vöru- og iðnhönnuða, Gísla Arnarsyni, Félag íslenskra teiknara og Arnari Halldórssyni sköpunarstjóra og einum af eigendum Brandenburg.
6. júní 2025

Hvernig hönnum við lifandi samfélag?
Halla Helgadóttir framkvæmdastjóri Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs hélt erindi og tók þátt í samtali á Munchen Creative Business Week í maí þar sem voru gerðar tilraunir til að svara spurningunni: Hvernig við byggjum lífleg og lifandi samfélög?
6. júní 2025

Mikið um dýrðir á þjóðardegi Íslands á heimssýningunni
Íslandi var fagnað á þjóðardegi sínum, þann 29. maí, á heimssýningunni í Osaka þar sem forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, var heiðursgestur. Dagskrá dagsins var vel sótt en um 140 þúsund gestir heimsóttu sýninguna þann dag.
2. júní 2025

Koddaslagur BAHNS 2025
Mikið verður um að vera um helgina hjá BAHNS í Kiosk Granda. Árlegi koddaslagur BAHNS fer fram á sunnudaginn, sjómannadaginn, en byrjað verður að hitað upp á laugardeginum með fögnuði í versluninni þar sem skálað verður fyrir Hönnunarverðlaunum Íslands sem BAHNS hlaut í nóvember í flokknum Vara fyrir peysuna James Cook og keppendur koddaslagsins verða kynntir.
30. maí 2025