
Gleðileg hönnunarjól! Veljum íslenska hönnun undir tréð
Er líða fer að jólum er ráð að huga að jólagjöfum sem gleðja okkar nánustu. Að því tilefni vekur Miðstöð hönnunar og arkitektúrs sérstaka athygli á fjölbreytni, grósku og gæðum í íslenskri hönnun sem er fullkomin í jólapakkana!
3. desember 2025

„Fyrir mér er hönnun svolítið eins og skáldskapur“
„Í mínu lífi hafa hlutir stundum tilhneigingu til að þróast í óvæntar áttir og það er eitthvað sem er kannski auðveldara að sjá og túlka eftir á,“ segir Bergþóra Guðnadóttur stofnandi Farmers Market. Bergþóra er hönnuður í fókus.
3. desember 2025

Sýndu nýja vörulínu Dýpis í Toronto
G. Sigríður Ágústsdóttir og Árný Þórarinsdóttir stofnendur Dýpi eru nýkomnar frá Toronto þar sem þær kynntu vörurnar sínar á vegum Íslandsstofu á viðburðinum Taste of Iceland.
3. desember 2025

Lavaforming á leið til Íslands
Sýningin Lavaforming, framlag Íslands til Feneyjatvíæringsins 2025, verður sett upp í Listasafni Reykjavíkur. Lavaforming opnaði í Feneyjum í maí sl. og lauk nú í nóvember. Feneyjartvíæringurinn fer næst fram árið 2027 og mun Miðstöð hönnunar og arkitektúrs halda utan um þátttöku Íslands þar.
3. desember 2025

Samsýningin STJAKAR endurspeglar fjölbreyttar vinnuaðferðir hönnuða
STJAKAR, sem opnaði hjá HAKK Gallery um helgina, er ný samsýning þar sem hönnuðir, arkitektar, handverks- og myndlistafólk, bæði innlent og erlent hannar ákveðinn hlut með frjálsri aðferð og efnisnotkun.
2. desember 2025

Norræna húsið heimili tísku á HönnunarMars 2026! Ert þú með hugmynd?
HönnunarMars fer fram 6. - 10. maí 2026 en undirbúningur hátíðarinnar er í fullum gangi. Norræna húsið í Vatnsmýri, hönnunarperla eftir finnska arkitektinn Alvar Aalto, verður heimili/ miðstöð tísku á hátíðinni.
2. desember 2025

Þessi jólaköttur étur einungis sætindi
Verslunin Rammagerðin hefur staðið fyrir þeirri skemmtilegu hefð síðan 2020 að fá hönnuði til að hanna sína eigin útgáfu af jólakettinum. Jólaköttur ársins er lentur en að þessu sinni var hönnunin í höndum mæðginanna Aldísar Einarsdóttur leirkerasmiðs og Davíðs Georgs Gunnarssonar arkitekts.
27. nóvember 2025

Bláa lónið bakhjarl Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs
Bláa Lónið og Miðstöð hönnunar og arkitektúrs hafa undirritað samstarfssamning til þriggja ára. Bláa Lónið verður bakhjarl Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs og mun einnig koma að ýmsum samstarfsviðburðum er tengjast nýsköpun og samfélagsverkefnum á næstu árum. Forsvarsmenn undirrituðu samninginn í húsakynnum Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs í Grósku.
25. nóvember 2025

Opið fyrir umsóknir í Hönnunarsjóð
Opið er fyrir umsóknir í Hönnunarsjóð. Um er að ræða fyrri úthlutun ársins 2026 en umsóknarfrestur rennur út þann 28. janúar 2026. Hægt er að sækja um þrjár tegundir styrkja auk ferðastyrkja.
25. nóvember 2025

Tilnefningar til Íslensku bókahönnunarverðlaunanna 2025
17. nóvember 2025

Hönnunarverðlaun Íslands 2025 - til hamingju öll
Við erum enn í skýjunum eftir vel heppnuð Hönnunarverðlaun Íslands 2025 sem fóru fram í Grósku 7. nóvember sl. Fjallahjólið Elja er Vara ársins, Elliðaárstöð er Staður ársins og Fischersund er Verk ársins. Þá hlaut Albína Thordarson arkitekt Heiðursverðlaun og Náttúruverndarstofnun viðurkenningu fyrir bestu fjárfestingu í hönnun. Til hamingju allir verðlaunahafar og takk kærlega fyrir komuna!
14. nóvember 2025

Tölum um samkeppnir 19. nóvember - skila þær bestu niðurstöðunni?
Miðstöð hönnunar og arkitektúrs stendur fyrir opnum fyrirlestrum í vetur um áhugaverð málefni sem snúa að hönnun og arkitektúr. Næsti fyrirlestur verður 19. nóvember kl. 9 í Grósku þegar við tölum um samkeppnir og hvort þær skila bestu niðurstöðunni.
12. nóvember 2025

Hönnunarverðlaun Íslands veitt í tólfta skipti
Hönnunarverðlaun Íslands 2025 voru veitt við hátíðlega athöfn í Grósku þann 6. nóvember. Fjallahjólið Elja er vara ársins, Elliðaárstöð er staður ársins og Fischersund verk ársins. Þá hlaut Albína Thordarson arkitekt Heiðursverðlaun og Náttúruverndarstofnun viðurkenningu fyrir bestu fjárfestingu í hönnun.
6. nóvember 2025

Elliðaárstöð er Staður ársins á Hönnunarverðlaunum Íslands 2025
Elliðaárstöð er nýr áfangastaður með ólíkum rýmum og fjölbreytilegri upplifun í Elliðaárdal, hönnuð af Tertu þverfaglegu hönnunarteymi í samstarfi við Landslag.
6. nóvember 2025

Fjallahjólið Elja er Vara ársins á Hönnunarverðlaunum Íslands 2025
Elja er fjallahjól hannað og framleitt af Lauf Cycles. Elja er fulldempað fjallahjól sem sameinar með einstökum hætti eiginleika fjalla-, keppnis- og borgarhjóls.
6. nóvember 2025

Fischersund er Verk ársins á Hönnunarverðlaunum Íslands 2025
Fischersund talar til allra skilningarvita í gegnum ilm, tónlist og myndlist. Frá stofnun Fischersunds hefur skynheimurinn stækkað og styrkst um leið og verkum og vörum hefur fjölgað.
6. nóvember 2025

Albína Thordarson Heiðursverðlaunahafi Hönnunarverðlauna Íslands 2025: „Það hefur allt breyst!“
Albína Thordarson arkitekt hlýtur heiðursverðlaun Hönnunarverðlauna Íslands 2025 fyrir framlag sitt til byggingarlistar en hún hefur tryggt sér sess sem einn fremsti arkitekt Íslendinga. Hún hefur með störfum sínum rutt brautina fyrir nýjar kynslóðir arkitekta. Ævistarf Albínu Thordarson er merkilegur vitnisburður um gildi arkitektúrs sem þjónar fólki, samfélagi og menningu til framtíðar.
6. nóvember 2025

Náttúruverndarstofnun hlýtur viðurkenningu fyrir bestu fjárfestingu í hönnun 2025
Náttúruverndarstofnun hlýtur viðurkenningu fyrir bestu fjárfestingu í hönnun á Hönnunarverðlaunum Íslands 2025 fyrir framúrskarandi nálgun við uppbyggingu gestastofa með hönnun og arkitektúr að leiðarljósi.
6. nóvember 2025

Hönnunarverðlaun Íslands veitt í tólfta skipti í dag
Hönnunarverðlaun Íslands 2025 verða afhent í Grósku í dag 6. nóvember. Verðlaun eru veitt í þremur flokkum; Vara, Staður og Verk ársins. Að auki verða Heiðursverðlaun Hönnunarverðlauna Íslands og viðurkenning fyrir bestu fjárfestingu í hönnun veitt.
6. nóvember 2025

Hjalti Karlsson og Stefan Sagmeister á DesignTalks 2026
Grafíski hönnuðurinn Hjalti Karlsson og Stefan Sagmeister, einn allra áhrifamesti hönnuður samtímans stíga á svið í Hörpu þann 6. maí og tala um ferilinn, sögurnar að baki verkum sínum og persónulegu tengingarnar. Hjalti og Sagmeister eru fyrstu hönnuðirnir sem eru kynntir til leiks á næsta DesignTalks.
3. nóvember 2025