Hönnunarsjóður: Opin kynningarfundur um gerð umsókna

Miðstöð hönnunar og arkitektúrs heldur opinn kynningarfund fyrir umsækjendur um styrki Hönnunarsjóðs.
Kynningarfundurinn verður rafrænn og fer fram föstudaginn 23. janúar frá kl. 12:00 - 13:00.
Farið verður yfir umsóknareyðublaðið, textagerð, kostnaðaráætlun, fjármögnun og fylgiskjöl. Að lokum verður opið fyrir spurningar og samtal.
Sýniseintak af umsóknarforminu fyrir almenna styrki er aðgengilegt hér, og fyrir ferðastyrki hér.
Einnig verða haldnir tveir opnir rafrænir ráðgjafafundir þar sem umsækjendur geta leitað ráðgjafar varðandi umsóknir sínar og ferlið. Í boði eru tvær tímasetningar:
Fimmtudaginn 29. janúar kl. 10
Mánudaginn 2. febrúar kl. 14
UMSÓKNARFRESTIR 2026
Fyrri úthlutun ársins - Almennir- & ferðastyrkir
11. nóvember 2025 – 5. febrúar 2026, kl. 14:00
Úthlutun 18. mars 2026
Seinni úthlutun ársins - Almennir- & ferðastyrkir
27. mars – 16. september
Úthlutun 21. október 2026
Gagnlegir hlekkir:
Leiðbeiningar - Almennir styrkir
Nánari upplýsingar;
Ef upp koma fyrirspurnir varðandi umsóknarferlið, vinsamlegast sendið tölvupóst á sjodur@honnunarmidstod.is.


