Opið fyrir umsóknir á HönnunarMars 2024 - snemmskráning til 31. október

Búið er að opna fyrir umsóknir á HönnunarMars 2024 sem fer fram í sextánda sinn dagana 24 - 28. apríl. Vertu með!
5. október 2023

Hvað langar þig að heyra og sjá á DesignTalks 2024? Opið kall til 16. október

Lykilviðburður HönnunarMars, DesignTalks fer fram þann 24. apríl 2024 í sextánda  sinn. Viðburðurinn hefur skapað sér mikilvægan sess á innlendum og alþjóðlegum vettvangi  og hefur farið fram fyrir fullu húsi í Silfurbergi Hörpu í mörg ár.
4. október 2023

Horfðu á DesignTalks 2023

Alþjóðlega ráðstefnan og lykilviðburður HönnunarMars, DesignTalks fór fram fyrir fullu húsi í Hörpu, þann 3. maí síðastliðinn. Ráðstefnan leitaði svara við spurningunni Hvað nú? með áhrifamiklum erindum frá fjölbreyttum hópi hönnuða, arkitekta og listamanna sem nálgast núið og framtíðina á skapandi hátt. DesignTalks var streymt í beinni hjá hönnunarmiðlinum Dezeen og hér er hægt að horfa á ráðstefnuna í heild sinni.
5. júlí 2023

Skýrsla HönnunarMars 2023 er komin út og hægt að lesa hér. Þar er að finna allskonar fróðleik sem tengist undirbúningi hátíðarinnar og framkvæmdinni, yfirsýn yfir sýningar, viðburði, fjölmiðlaumfjallanir og margt margt fleira.
22. júní 2023

HönnunarMars 2024 í apríl

HönnunarMars verður haldinn í sextánda sinn um allt höfuðborgarsvæðið dagana 24. - 28. apríl 2024. HönnunarMars er  hátíð hönnunar og arktitektúrs þar sem fjölbreyttar og forvitnilegar sýningar, viðburðir og samtöl veita þátttakendum og gestum innblástur og innsýn í nýjar lausnir og skapandi hugmyndir sem takast á við áskoranir samtímans.
21. júní 2023

Guðrún Ragna Sigurjónsdóttir og Hera Guðmundsdóttir sigurvegarar í samkeppni Kormáks og Skjaldar

Tillögur þeirra Aðeins það bezta fyrir ferðalagið: Nytjahlutir Kormáks og Skjaldar úr íslensku tvídi eru varanleg eign og Hálendismeyjar og borgardætur velja íslenska tvídið frá Kormáki og Skildi hlutu hæstu einkunn frá dómnefnd í hönnunar- og hugmyndasamkeppni um nýjar vörur hannaðar úr íslensku tvídi og var tilkynnt á sýningu þeirra á HönnunarMars.
10. maí 2023

Hlaupið var um arkitektúr á HönnunarMars

Hlaupið var um arkitektúr í annað sinn á HönnunarMars í ár.
9. maí 2023

Fjárfestum í hönnun

Pallborðsumræður undir yfirskriftinni Fjárfestum í hönnun voru á dagskrá HönnunarMars í ár. Fullt var á viðburðinn sem fór fram í nýjum húsakynnum Landsbankans við Austurbakka og voru gestir sammála um mikilvægi þess að opna á umræður um þessi málefni.
9. maí 2023
Borghildur Sturludóttir, Sigurður Hannesson, Dagur B. Eggertsson og Sigurður Ingi Jóhannsson í pallborðsumræðum

Hættum að tala um verð á fermetra og förum að tala um gæði

,,Neytendavitund skortir á Íslandi þegar kemur að húsnæði.” Þetta er meðal þess sem kom fram á málþinginu, 35.000 íbúðir á 10 árum: Hvernig er best að gera þetta?, sem haldið var á nýliðnum HönnunarMars.
8. maí 2023

Takk fyrir HönnunarMars 2023

Síðustu fimm daga hefur HönnunarMars breitt úr sér um höfuðborgarsvæðið fimmtánda árið í röð með um fjölbreyttum og forvitnilegum 100 sýningum og 150 viðburður.
8. maí 2023

HönnunarMars 2023 - sýningar sem standa lengur

Þrátt fyrir að HönnunarMars hátíðinni er nú formlega lokið, eftir 5 daga af vel heppnuðum hátíðarhöldum, sýningum og viðburðum eru nokkrar sýningar á dagskrá ennþá opnar. Alls voru um 100 sýningar og yfir 150 viðburðir á dagskrá og því ekki ólíklegt að einhverjum hafi ekki tekist að sjá allt sem var á dagskrá. Hér má má sjá yfirlit yfir þær sýningar sem standa opnar lengur.
8. maí 2023

HönnunarMars 2023 í samstarfi við Polestar

HönnunarMars 2023 er í samstarfi við sænska rafbílaframleiðandann Polestar sem er staðráðinn í að bæta samfélagið með aðstoð hönnunar og tækni til að flýta fyrir breytingum til sjálfbærra ferðamáta. Vinkaðu endilega teymi hátíðarinnar ef þú sérð bíla HönnunarMars á rúntinum.
5. maí 2023

HönnunarMars 2023 opnar með pompi og pragt

HönnunarMars var opnuð með formlegum hætti í Hörpu í gær, 3. maí, þar sem hátíðin var sett af Lilju D. Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra og Höllu Helgadóttur, framkvæmdastjóra Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs.
4. maí 2023

35.000 íbúðir á 10 árum: Hvernig er best að gera þetta?

Á HönnunarMars í ár ætlar Arkitektafélag Íslands, í samstarfi við Grænni byggð og Húsnæðis og mannvirkjastofnun (HMS) að standa fyrir málstofu þar sem gæði, umhverfið og samfélag er sett í fyrsta sæti.
3. maí 2023

HönnunarMars á Keflavíkurflugvelli

HönnunarMars í samstarfi við Keflavíkurflugvöll og Isavia gefa ferðalöngunum inn og og út úr landi smá forsmekk af hátíðinni.
3. maí 2023

Opnunarhóf HönnunarMars 2023

Fimmtánda árið í röð er HönnunarMars boðberi nýrra hugmynda, innblásturs, skapandi lausna og bjartsýni þar sem framsækin hönnun og nýjungar leiða saman sýnendur og gesti. Verið öll hjartanlega velkomin á opnunarhóf HönnunarMars í Hörpu þann 3. maí kl. 17:00.
1. maí 2023

Hvernig er best að HönnunarMars- era? HönnunarMars 2023

Nú er HönnunarMars að hefjast en frá 3. - 7. maí mun borgin iða af lífi með fjölda sýninga og viðburða sem fara fram  um allt höfuðborgarsvæðið - Skapandi kraftar, innblástur, fegurð og fögnuður eru allsráðandi. Allt frá arkitektúr, grafískri hönnun, fatahönnun, stafrænni hönnun, vöruhönnun og allt þar á milli. Hér er allt sem þú þarft að vita til að njóta hátíðarinnar til hins ítrasta.
1. maí 2023

Framhald í næsta poka

Framhald í næsta poka er samstarfsverkefni Krónunnar og HönnunarMars þar sem taupokar viðskiptavina Krónunnar eignast nýtt og spennandi framhaldslíf. Verkefnið verður frumsýnt á HönnunarMars í Krónunni á Granda.
30. apríl 2023

Af tösku ertu kominn

Saga um framhaldslíf. Hvernig getur fartölvutaska orðið að stórum sófa? Svarið við þeirri spurningu er samofið sífelldri leit okkar að nýjum leiðum til að flétta endurnýtingu inn í daglega starfsemi Icelandair. Kíktu við í Hörpu á HönnunarMars og sjáðu afrakstur samstarfs Rebekku Ashley vöruhönnuðar og Icelandair.
30. apríl 2023