Sjáumst á HönnunarMars 2023

HönnunarMars fer fram dagana 3. - 7. maí 2023. Hátíðin, sem er ein af sex borgarhátíðum Reykjavíkurborgar, mun breiða úr sér um höfuðborgarsvæðið með öllu tilheyrandi. Opnað verður fyrir umsóknir í ágúst.
6. júlí 2022

Horfðu á DesignTalks 2022

Alþjóðlega ráðstefnan DesignTalks fór fram fyrir fullu húsi á HönnunarMars 4. maí. Í fyrsta sinn var ráðstefnunni streymt í gegnum fjölmiðlasamstarfsaðila hátíðarinnar Dezeen og hefur streymið náð til hátt í 200 þúsund manns. 
30. júní 2022

HönnunarMars borgarhátíð Reykjavíkur 2023-2025

HönnunarMars hefur verið valin ein af sex borgarhátíðum Reykjavíkur 2023-2025. Hlutverk borgarhátíða er meðal annars að efla menningu og mannlíf í Reykjavík en þær þurfa líka að uppfylla ýmis önnur skilyrði, svo sem að vera aðgengilegar og sýnilegar, vera með alþjóðlega tengingu og uppfylla kröfur um fagmennsku og gæði.
26. maí 2022

Hönnunarsjóð fagnað á HönnunarMars

Hönnunarsjóður fagnar 10 árum í ár og var því kjörið tilefni til að líta yfir farinn veg á viðburði sem fór fram í Grósku á HönnunarMars. Valdir styrkþegar veittu innsýn inn í verkefni sín og hvaða þýðingu Hönnunarsjóður hefur haft í þeirra vegferð og framgangi. 
19. maí 2022

HönnunarMars 2022 - sýningar sem standa lengur

HönnunarMars 2022 lauk í gær, sunnudaginn 8. maí en þó nokkrar sýningar eru opnar lengur. Það er því enn hægt að njóta góðra sýninga þá hátíðinni sé lokið í ár.
9. maí 2022

Dagskrá HönnunarMars 2022 - Dagur 5

Það er komið að fimmta og síðasta degi HönnunarMars 2022. Flestar sýningar hátíðarinnar eru opnar í dag en líkt og síðustu daga er nóg um að vera út um allan bæ. Alla dagskrá dagsins má sjá hér.
8. maí 2022

Dagskrá HönnunarMars 2022 - Dagur 4

Upp er runninn laugardagur, fjórði dagur HönnunarMars. Í dag er hægt að hefja daginn á upplifunarhlaupi, fara í ólíkar vinnustofuheimsóknir, sækja málþing og kíkja á pop-up viðburði. Að auki eru sýningar hátíðarinnar um allan bæ opnar. Dagskrá dagsins er hér að neðan. 
7. maí 2022

Dagskrá HönnunarMars 2022 - Dagur 3

Það er kominn föstudagur sem þýðir að þriðji dagur HönnunarMars er hafin. Dagskrá dagsins er stútfull af spennandi viðburðum og sýningum. Það eru opnanir, málþing, leiðsagnir og fyrirlestrar á dagskrá, Grandinn mun iða af lífi seinni partinn og svo er hægt að enda kvöldið í Höfuðstöðinni.
6. maí 2022

Dialogue on Design in Nature - hlaðvarp

Ný hlaðvarpssería um hönnun í norrænni náttúru undir stjórn Önnu María Bogadóttur, arkitekts. Samtölin voru tekin upp í sendiráðum Íslands í Helsinki, Osló, Kaupmannahöfn og Stokkhólmi í aðdraganda HönnunarMars og fékk Anna María til liðs við sig hönnuði, arkitekta og hagsmunaaðila, einn frá Íslandi og einn fulltrúa frá viðeigandi landi, til þess að ræða hlutverk hönnunar í tengslum við sjálfbæra ferðamennsku á Norðurlöndunum. 
6. maí 2022

Dialogue on Design in Nature - Svíþjóð

Ný hlaðvarpssería um hönnun í norrænni náttúru undir stjórn Önnu María Bogadóttur, arkitekts. Samtölin voru tekin upp í sendiráðum Íslands í Helsinki, Osló, Kaupmannahöfn og Stokkhólmi í aðdraganda HönnunarMars og fékk Anna María til liðs við sig hönnuði, arkitekta og hagsmunaaðila, einn frá Íslandi og einn fulltrúa frá viðeigandi landi, til þess að ræða hlutverk hönnunar í tengslum við sjálfbæra ferðamennsku á Norðurlöndunum. 
5. maí 2022

Dialogue on Design in Nature - Noregur

Ný hlaðvarpssería um hönnun í norrænni náttúru undir stjórn Önnu María Bogadóttur, arkitekts. Samtölin voru tekin upp í sendiráðum Íslands í Helsinki, Osló, Kaupmannahöfn og Stokkhólmi í aðdraganda HönnunarMars og fékk Anna María til liðs við sig hönnuði, arkitekta og hagsmunaaðila, einn frá Íslandi og einn fulltrúa frá viðeigandi landi, til þess að ræða hlutverk hönnunar í tengslum við sjálfbæra ferðamennsku á Norðurlöndunum. 
5. maí 2022

Dialogue on Design in Nature - Finnland

Ný hlaðvarpssería um hönnun í norrænni náttúru undir stjórn Önnu María Bogadóttur, arkitekts. Samtölin voru tekin upp í sendiráðum Íslands í Helsinki, Osló, Kaupmannahöfn og Stokkhólmi í aðdraganda HönnunarMars og fékk Anna María til liðs við sig hönnuði, arkitekta og hagsmunaaðila, einn frá Íslandi og einn fulltrúa frá viðeigandi landi, til þess að ræða hlutverk hönnunar í tengslum við sjálfbæra ferðamennsku á Norðurlöndunum. 
5. maí 2022

HönnunarMars settur í Hörpu með lúðrablæstri

Hátíðin, sem í ár fer fram í fjórtánda sinn, var sett með pompi og pragt í Hörpu í gær af þeim Þóreyju Einarsdóttur, stjórnanda HönnunarMars, Höllu Helgadóttur, framkvæmdastjóra Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs og Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra Reykjavíkur. 
5. maí 2022

Gleðilegan Hönnunarmars! Dagskrá - Dagur 1

HönnunarMars hefst í dag með opnunarviðburði hátíðarinnar, DesignTalks í Hörpu  og opnunarhátíð á sama stað kl. 17:15. Dagskrá yfir allar opnanir og viðburði í dag má finna hér.
4. maí 2022

Bláa Lónið bakhjarl HönnunarMars til næstu þriggja ára 

Sýningin Sögur af sköpun – tilvera hönnunar á The Retreat við Bláa Lónið opnar í dag á Hafnartorgi í tilefni af HönnunarMars. 
4. maí 2022

Slippbarinn X HönnunarMars

Slippbarinn á Icelandair hótel Reykjavík Marina verður sérstakur hátíðarbar HönnunarMars 2022. Það er nóg um að vera á hátíðinni í ár og nauðsynlegt fyrir gesti hafa samkomustað þar sem hægt er að setjast niður á milli viðburða, vera umkringdur litríkri íslenskri hönnun, og hlaða batteríin yfir mat og sérstökum HönnunarMars kokteilum.
3. maí 2022

Icelandair og Plastplan taka græn skref í átt að sjálfbærri framtíð

Samstarf Icelandair og Plastplans er kynnt til leiks á HönnunarMars en um ræðir litrík og einstök töskuspjöld sem eru táknræn fyrir íslenska andann og undirstrika að verðmæti leynast víða. Íslenska fyrirtækið Plastplan sérhæfir sig í að nýta plastúrgang frá fyrirtækjum og breyta í nytjahluti.
2. maí 2022

Arkitektúr og landslag á HönnunarMars

Viðburðir á HönnunarMars sem fjalla á einn eða annan hátt um arkitektúr, umhverfi okkar og landslag.
30. apríl 2022

Tískutengdir viðburðir á HönnunarMars

Tískusýningar, gjörningar, opnanir og partý fyrir tískuþyrsta á HönnunarMars
30. apríl 2022