Tanja Levý er upplifunarhönnuður HönnunarMars 2023

Hönnuðurinn Tanja Levý verður upplifunarhönnuður HönnunarMars 2023 og bætist hún inn í öflugt teymi hátíðarinnar sem fer fram dagana 3. - 7. maí næstkomandi. 
19. desember 2022

Forsala hafin á DesignTalks 2023

DesignTalks fer fram þann 3. maí 2023. Búið er að opna fyrir miðasölu og er takmarkaður fjöldi miða í boði á sérstöku forsöluverði. Ekki láta heilan dag fullan af innblæstri, nýsköpun og skapandi krafta framhjá þér fara!
1. desember 2022

Helga Ólafsdóttir er nýr stjórnandi HönnunarMars

Nýr stjórnandi HönnunarMars er Helga Ólafsdóttir og tekur hún til starfa 1. desember næstkomandi. HönnunarMars er ein af sex borgarhátíðum Reykjavíkur og fer fram í fimmtánda sinn dagana 3. - 7. maí 2023. 
23. nóvember 2022

Íslensk hönnun lýsir upp borgina í október

Verðlaunaátakið „Þetta er íslensk hönnun“ lýsir nú upp borgina í annað sinn, með íslenskri hönnunarvöru á ljósaskiltum um allt höfuðborgarsvæðið í heila viku.
18. október 2022

Hæ/Hi opnar í Seattle

Sýningin Hæ/Hi: Designig Friendship opnar í Seattle föstudaginn 7. október. Á sýningunni, sem var frumsýnd á HönnunarMars 2022, sýnir úrval hönnuða og hönnunarteyma frá vinaborgunum Seattle og Reykjavík verk sem unnin eru út frá vináttu.
5. október 2022

Ert þú næsti stjórnandi HönnunarMars?

Miðstöð hönnunar og arkitektúrs óskar eftir að ráða skapandi, framsækinn og kraftmikinn einstakling í starf stjórnanda HönnunarMars. HönnunarMars sameinar, eflir samtal, vekur forvitni, veitir innblástur og er helsta kynningarafl íslenskrar hönnunar innanlands sem og á alþjóðlegum vettvangi. 
4. október 2022

Hátt í 100 umsóknir bárust um þátttöku á HönnunarMars 2023

Um 100 umsóknir bárust um þátttöku á HönnunarMars 2023, en umsóknarfresti lauk á miðnætti í gær. Nú hefst vinna faghóps hátíðarinnar við að yfirfara umsóknir og móta spennandi og fjölbreytta dagskrá. HönnunarMars fer fram í fimmtánda sinn dagana 3. - 7. maí 2023. 
30. september 2022

Ragnheiður og Nils ný í stjórn HönnunarMars

Ragnheiður Þorleifsdóttir, framkvæmdastjóri Hugsmiðjunnar og Nils Wiberg, hönnuður hjá Gagarín eru nýijr stjórnarmeðlimir HönnunarMars og hafa þegar hafið störf. Anton Jónas Illugason er nýr formaður stjórnar hátíðarinnar. 
29. september 2022

Sjáumst á HönnunarMars 2023

HönnunarMars fer fram dagana 3. - 7. maí 2023. Hátíðin, sem er ein af sex borgarhátíðum Reykjavíkurborgar, mun breiða úr sér um höfuðborgarsvæðið með öllu tilheyrandi. Opnað verður fyrir umsóknir í ágúst.
6. júlí 2022

Horfðu á DesignTalks 2022

Alþjóðlega ráðstefnan DesignTalks fór fram fyrir fullu húsi á HönnunarMars 4. maí. Í fyrsta sinn var ráðstefnunni streymt í gegnum fjölmiðlasamstarfsaðila hátíðarinnar Dezeen og hefur streymið náð til hátt í 200 þúsund manns. 
30. júní 2022

HönnunarMars borgarhátíð Reykjavíkur 2023-2025

HönnunarMars hefur verið valin ein af sex borgarhátíðum Reykjavíkur 2023-2025. Hlutverk borgarhátíða er meðal annars að efla menningu og mannlíf í Reykjavík en þær þurfa líka að uppfylla ýmis önnur skilyrði, svo sem að vera aðgengilegar og sýnilegar, vera með alþjóðlega tengingu og uppfylla kröfur um fagmennsku og gæði.
26. maí 2022

Hönnunarsjóð fagnað á HönnunarMars

Hönnunarsjóður fagnar 10 árum í ár og var því kjörið tilefni til að líta yfir farinn veg á viðburði sem fór fram í Grósku á HönnunarMars. Valdir styrkþegar veittu innsýn inn í verkefni sín og hvaða þýðingu Hönnunarsjóður hefur haft í þeirra vegferð og framgangi. 
19. maí 2022

HönnunarMars 2022 - sýningar sem standa lengur

HönnunarMars 2022 lauk í gær, sunnudaginn 8. maí en þó nokkrar sýningar eru opnar lengur. Það er því enn hægt að njóta góðra sýninga þá hátíðinni sé lokið í ár.
9. maí 2022

Dagskrá HönnunarMars 2022 - Dagur 5

Það er komið að fimmta og síðasta degi HönnunarMars 2022. Flestar sýningar hátíðarinnar eru opnar í dag en líkt og síðustu daga er nóg um að vera út um allan bæ. Alla dagskrá dagsins má sjá hér.
8. maí 2022

Dagskrá HönnunarMars 2022 - Dagur 4

Upp er runninn laugardagur, fjórði dagur HönnunarMars. Í dag er hægt að hefja daginn á upplifunarhlaupi, fara í ólíkar vinnustofuheimsóknir, sækja málþing og kíkja á pop-up viðburði. Að auki eru sýningar hátíðarinnar um allan bæ opnar. Dagskrá dagsins er hér að neðan. 
7. maí 2022

Dagskrá HönnunarMars 2022 - Dagur 3

Það er kominn föstudagur sem þýðir að þriðji dagur HönnunarMars er hafin. Dagskrá dagsins er stútfull af spennandi viðburðum og sýningum. Það eru opnanir, málþing, leiðsagnir og fyrirlestrar á dagskrá, Grandinn mun iða af lífi seinni partinn og svo er hægt að enda kvöldið í Höfuðstöðinni.
6. maí 2022

Dialogue on Design in Nature - hlaðvarp

Ný hlaðvarpssería um hönnun í norrænni náttúru undir stjórn Önnu María Bogadóttur, arkitekts. Samtölin voru tekin upp í sendiráðum Íslands í Helsinki, Osló, Kaupmannahöfn og Stokkhólmi í aðdraganda HönnunarMars og fékk Anna María til liðs við sig hönnuði, arkitekta og hagsmunaaðila, einn frá Íslandi og einn fulltrúa frá viðeigandi landi, til þess að ræða hlutverk hönnunar í tengslum við sjálfbæra ferðamennsku á Norðurlöndunum. 
6. maí 2022

Dialogue on Design in Nature - Svíþjóð

Ný hlaðvarpssería um hönnun í norrænni náttúru undir stjórn Önnu María Bogadóttur, arkitekts. Samtölin voru tekin upp í sendiráðum Íslands í Helsinki, Osló, Kaupmannahöfn og Stokkhólmi í aðdraganda HönnunarMars og fékk Anna María til liðs við sig hönnuði, arkitekta og hagsmunaaðila, einn frá Íslandi og einn fulltrúa frá viðeigandi landi, til þess að ræða hlutverk hönnunar í tengslum við sjálfbæra ferðamennsku á Norðurlöndunum. 
5. maí 2022

Dialogue on Design in Nature - Noregur

Ný hlaðvarpssería um hönnun í norrænni náttúru undir stjórn Önnu María Bogadóttur, arkitekts. Samtölin voru tekin upp í sendiráðum Íslands í Helsinki, Osló, Kaupmannahöfn og Stokkhólmi í aðdraganda HönnunarMars og fékk Anna María til liðs við sig hönnuði, arkitekta og hagsmunaaðila, einn frá Íslandi og einn fulltrúa frá viðeigandi landi, til þess að ræða hlutverk hönnunar í tengslum við sjálfbæra ferðamennsku á Norðurlöndunum. 
5. maí 2022