Salóme Guðmundsdóttir í stjórn HönnunarMars
Salóme Guðmundsdóttir, stjórnendaráðgjafi og stjórnarkona tekur sæti í stjórn HönnunarMars. Hún hefur starfað í hringiðu nýsköpunar og tækni undanfarinn áratug, lengst af sem framkvæmdastjóri Klak og síðar fyrir Eyri Venture Mangament og tengd félög sem stjórnandi og stjórnarmaður.
10. september 2024
HönnunarMars 2025 - opið fyrir umsóknir
Búið er að opna fyrir umsóknir á HönnunarMars 2025 sem fer fram í sautjánda sinn dagana 2. - 6. apríl. Vertu með!
9. september 2024
Viltu hanna HönnunarMars?
HönnunarMars og Miðstöð hönnunar og arkitektúrs leita að hönnunar- og hugmyndateymi til að vinna að hönnun og þróun einkennis, ásýndar, rödd og upplifun kynningarefnis HönnunarMars byggt á grunni núverandi einkennis. Frestur til mánudagsins 16. september.
3. september 2024
HönnunarMars 2025 fer fram í apríl
HönnunarMars 2025 fer fram dagana 2. - 6. apríl og mun taka hlutverki sínu sem vorboðinn ljúfi alvarlega árið 2025. Þetta er sautjánda árið í röð sem hátíðin fer fram.
21. ágúst 2024
Opið kall: DesignTalks 2025
Lumar þú á hugmynd fyrir DesignTalks? Bentu á þann sem þér þykir bestur. Opið er fyrir tillögur að fyrirlesurunum og verkefnum á DesignTalks 2025.
16. ágúst 2024
HönnunarMars 2024 - Hvernig var?
Nú er HönnunarMars að baki, sextánda árið í röð, þar sem sirkúsandar svifu yfir höfuðborgarsvæðinu með fjölmörgum og fjölbreyttum sýningum og viðburðum. En hvernig var þín upplifun af hátíðinni í ár?
24. maí 2024
Horfðu á DesignTalks 2024
Lykilviðburður HönnunarMars, alþjóðlega ráðstefnan DesignTalks, fór fram í Hörpu 24. apríl síðastliðinn. Dagskrá dagsins var fjölbreytt þar sem sirkusandinn sveif yfir og var fjallað um áskoranir samtímans af framúrskarandi fyrirlesurum, sem komu víðsvegar að og notuðu þekkingu sína til að leita lausna. Ráðstefnunni var streymt beint í samstarfi við Dezeen og Íslandsstofu og hér er hægt að horfa daginn í heild sinni.
7. maí 2024
HönnunarMars 2024 - sýningar sem standa lengur
HönnunarMars 2024 lauk í gær, sunnudaginn 28. apríl en þó nokkrar sýningar eru opnar lengur. Það er því enn hægt að njóta góðra sýninga þó að hátíðinni sé formlega lokið.
29. apríl 2024
Takk fyrir HönnunarMars - sjáumst 2025
Þá er HönnunarMars liðinn undir lok, sextánda árið í röð en hátíðin hefur svo sannarlega sett líflegan blæ á borgina síðustu daga.
29. apríl 2024
HönnunarMars - DAGUR 5
Þá er komið að lokadegi HönnunarMars 2024. Í dag er tilvalið að kíkja á þær sýningar og viðburði sem þú hefur ekki náð að skoða. Kynntu þér viðburði síðasta dagsins!
28. apríl 2024
HönnunarMars - DAGUR 4
Tilvalið er að hefja fjórða dag HönnunarMars á arkitektahlaupinu og mæta svo hress í hina fjölbreyttu viðburði sem dagurinn býður upp á. Kynntu þér viðburði dagsins.
27. apríl 2024
HönnunarMars - DAGUR 3
Það er komið að þriðja degi HönnunarMars. Á dagskrá er fjöldinn allur af fjölbreyttum viðburðum sem gestir hátíðarinnar ættu ekki að láta framhjá sér fara. Hér eru viðburðir dagsins!
26. apríl 2024
HönnunarMars - DAGUR 2
Fögnum sumrinu á HönnunarMars. Dagurinn er barmafullur af spennandi og fjölbreyttum opnunum og viðburðum í miðbænum, Hafnartorgi, Granda, Elliðaárdalnum og Laugardalnum. Hér má nálgast viðburði dagsins.
25. apríl 2024
HönnunarMars opnaði með sirkusstemmingu
HönnunarMars hátíðin var sett með pompi og prakt í gær í Hafnarhúsinu að viðstöddu fjölmenni. Sirkusþema ársins endurspeglaðist á opnuninni með skrúðgöngu úr Hörpu í Hafnarhúsið með Lúðrasveit Verkalýðsins í broddi fylkingar, Hringleikur voru með sirkusatriði ásamt taktföstum tónum frá FmBelfast dj setti.
25. apríl 2024
Gleðilegan HönnunarMars - DAGUR 1
Gleðilegan HönnunarMars! HönnunarMars er loksins runninn upp en hátíðin hefst í dag með alþjóðlegu ráðstefnunni DesignTalks, degi fullum af innblæstri og skapandi hugsun. Í framhaldi tekur svo við fjöldi opnana og viðburða um borg alla. Hér má finna viðburði dagsins í dag.
24. apríl 2024
Hitað upp fyrir HönnunarMars - sýningar og viðburðir dagsins 23.04
HönnunarMars hefst formelga á morgun en nokkrar sýningar og viðburðir taka forskot á sæluna og opna í dag.
23. apríl 2024
Íslensk hönnun á flugi - HönnunarMars á Keflavíkurflugvelli
Keflavíkurflugvöllur er sýningarstaður á HönnunarMars ásamt því að sýna hátíðina í sinni fjölbreyttustu mynd. HönnunarMars er lífleg höfn hugmynda, ólíkra sjónarmiða og þekkingar, hreyfiafl sem auðgar og bætir samfélagið.
23. apríl 2024
Hlutverk hönnunar á tímum náttúruvár
Bláa Lónið í samstarfi við HönnunarMars, Arkitektafélag Íslands og FÍLA - Félag íslenskra landslagsarkitekta stendur fyrir samtali um viðbragðshönnun–hlutverk hönnunar þegar bregðast þarf við náttúruhamförum eða ófyrirséðum aðstæðum. Viðburðurinn fer fram föstudaginn 26. apríl kl. 12:00 - 14:00.
21. apríl 2024
Fjárfestum í hönnun, ungir fatahönnuðir og fjölbreyttar sýningar hjá Landsbankanum á HönnunarMars
HönnunarMars er rétt handan við hornið en hátíðin fer fram dagana 24. - 28. apríl og fjölbreytt dagskráin breiðir úr sér um alla borg. Landsbankinn er styrktaraðili HönnunarMars og þar fara fram viðburðir og sýningar sem ná yfir breitt svið hönnunar.
19. apríl 2024
Flétta tekur snúning á búningum Icelandair
Getur einkennisfatnaður orðið að tösku? Snúningur er samstarfsverkefni Icelandair og vöruhönnuðanna Hrefnu Sigurðardóttur og Birtu Rós Brynjólfsdóttur hjá Stúdíó Fléttu. Verkefnið felur í sér að finna eldri einkennisbúningi Icelandair nýjan farveg.
19. apríl 2024