Taktu þátt í HönnunarMars 2022

Opnað hefur verið fyrir umsóknir fyrir hátíðina sem fer fram dagana 4.-8. Maí 2022 en umsóknarfresturinn er til 1. nóvember. Félagsmenn fagfélaga fá afslátt af þátttökugjöldum til 1. október. 
13. september 2021

„Tæknin vísar veginn og hefur áhrif á hugarflug okkar að því leyti hvað er mögulegt að gera og hvernig við getum nýtt það til að gera eitthvað enn flóknara”

Valdís Steinarsdóttir, vöruhönnuður sem farið hefur óhefðbundnar leiðir og Halldór Eldjárn, listamaður sem vinnur með tónlist, forritun, vísindi og hönnun ræða um sköpun, tilraunir, tækni, nýjar leiðir - og trylltan áhuga íhlaðvarpi HönnunarMars, DesignTalks talks, sem er fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. 
11. júlí 2021

HönnunarMars 2022 fer fram dagana 4. - 8. maí

Við fögnum aftur mars í maí! Stærsta hönnunarhátíð landsins, HönnunarMars, breiðir úr sér um höfuðborgarsvæðið fyrstu helgina í maí 2022.
7. júlí 2021

„Hugtakið sjálfbærni er flókið og viðamikið“

Ragna Fróðadóttir, textílhönnuður, verkefnastjóri hjá Li Edelkoort Inc. og Magnea Einarsdóttir, fatahönnuður, stofnandi og eigandi fatamerkisins MAGNEA ræða um fatahönnun, textíl og tækni, sjálfbærni - og von í í hlaðvarpi HönnunarMars, DesignTalks talks, sem er fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. 
4. júlí 2021

„Hönnun rennur eins og rauður þráður í gegnum stóru viðfangsefni samtímans“

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og Halla Helgadóttir framkvæmdastjóri Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs ræddu mikilvægi hönnunar í samfélaginu, nú og í náinni framtíð í hlaðvarpi HönnunarMars, DesignTalks talks, sem er fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. 
13. júní 2021

HönnunarMars í maí - sýningar sem halda áfram 

Þó að HönnunarMars sé formlega lokið þá eru fjölmargar sýningar sem munu standa áfram í einhvern tíma. Hér má sjá yfirlit yfir þær sýningar og frekari upplýsingar.
24. maí 2021

Hlustaðu á HönnunarMars 

HönnunarMars setti í loftið tvær hlaðvarpsseríur í tenglum við hátíðina í ár. DesignTalks talks og HönnunarMars á Norðurlöndunum. Við mælum með að hlusta hér á áhugaverð samtöl sem tengjast hönnun og arkitektúr - innanlands sem og út fyrir landssteinana. 
24. maí 2021

Takk fyrir HönnunarMars í maí 

Nú er HönnunarMars í maí 2021 lokið og mikið búið að vera um dýrðir um allt höfuðborgarsvæðið síðustu daga. Hátíðin þakkar fyrir sig - sjáumst að ári! Hér má sjá brot af hátíðarstemmingunni síðustu daga - fangað á filmu af Aldísi Pálsdóttur. 
24. maí 2021

DesignTalks talks - Þáttur 5: Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og Halla Helgadóttir framkvæmdastjóri Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs

DesignTalks talks er hlaðvarp um hönnun og arkitektúr, fyrsta sinnar tegundar á Íslandi og fjallar um víðtæk áhrif greinanna í samfélaginu og ástríðuna sem liggur þar að baki. Viðmælendur fimmta og jafnframt síðasta þáttar eru þær Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og Halla Helgadóttir framkvæmdastjóri Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs ræða mikilvægi hönnunar í samfélaginu, nú og í náinni framtíð
24. maí 2021

Lokadagur HönnunarMars - dagskrá dagsins

Lokadagur HönnunarMars í maí er runninn upp og því síðasta séns að berja augum forvitnlegar sýningar hátíðarinnar. Opnunartími í dag er frá 12- 17 á flestum sýningum og við hvetjum alla til að kynna sér dagskránna í heild sinni á heimasíðu hátíðarinnar.
23. maí 2021

DesignTalks talks - Þáttur 4: Arnhildur Pálmadóttir

DesignTalks talks er hlaðvarp um hönnun og arkitektúr, fyrsta sinnar tegundar á Íslandi og fjallar um víðtæk áhrif greinanna í samfélaginu og ástríðuna sem liggur þar að baki. Viðmælandi fjórða þáttar er Arnhildur Pálmadóttir arkitekt, stofnandi arkitektastofunnar s.ap.
23. maí 2021

HönnunarMars á Norðurlöndunum

HönnunarMars og sendiráð Íslands í höfuðborgum Norðurlandanna standa fyrir viðburðum í formi hlaðvarpa, sem tekin voru upp í aðdraganda HönnunarMars hátíðarinnar á Íslandi. Markmiðið er að leiða saman hönnuði frá Íslandi og Norrænu höfuðborganna í áhugavert samtal um hönnun og arkitektúr og þar með skapa hátíðinni erlendan vettvang í samstarfi við sendiráðin og erlenda samstarfsaðila.
22. maí 2021

DesignTalks talks - Þáttur 3: Hörður Lárusson og Magga Dóra

DesignTalks talks er hlaðvarp um hönnun og arkitektúr, fyrsta sinnar tegundar á Íslandi og fjallar um víðtæk áhrif greinanna í samfélaginu og ástríðuna sem liggur þar að baki. Viðmælendur þriðja þáttar eru þau Hörður Lárusson grafískur hönnuður, stofnandi og eigandi hönnunarstofunnar Kolofon og Magga Dóra, stafrænn hönnunarleiðtogi, stofnandi og eigandi Mennsk ráðgjöf .
22. maí 2021

HönnunarMars í Osló

HönnunarMars og sendiráð Íslands í höfuðborgum Norðurlandanna standa fyrir viðburðum í formi hlaðvarpa, sem tekin voru upp í aðdraganda HönnunarMars hátíðarinnar á Íslandi. Þátttakendur í Noregi voru þau Hannah Stoveland Blindheim og Vignir Freyr Helgason. Stjórnandi var Pétur Níelsson.
22. maí 2021

HönnunarMars í Stokkhólmi

HönnunarMars og sendiráð Íslands í höfuðborgum Norðurlandanna standa fyrir viðburðum í formi hlaðvarpa, sem tekin voru upp í aðdraganda HönnunarMars hátíðarinnar á Íslandi. Þátttakendur í Stokkhólmi eru Asli Abdularahman er sænskur listamaður sem notast við frásagnir í verkum sínum og Vaka Gunnarsdóttir er nýútskrifaður arkitekt með MSc-gráðu frá Konunglega tækniháskólanum í Stokkhólmi og BA-gráðu frá Listaháskóla Íslands. Stjórnandi er Gustaf Kjellin sem er með meistaragráðu í sýningarstjórn frá Stokkhólmsháskóla.
22. maí 2021

HönnunarMars í maí - Dagskrá dagur 4

Laugardagur til lukku! Fjórði dagur HönnunarMars í maí er runninn upp  - fullur af sýningum, viðburðum og fjöri fyrir alla. Hér er  yfirlit yfir viðburði dagsins svo það er nóg um að vera út um allt höfuðborgarsvæðið. Njótið dagsins!
22. maí 2021

HönnunarMars í Kaupmannahöfn

HönnunarMars og sendiráð Íslands í höfuðborgum Norðurlandanna standa fyrir viðburðum í formi hlaðvarpa, sem tekin voru upp í aðdraganda HönnunarMars hátíðarinnar á Íslandi. Þátttakendur í Kaupmannahöfn eru Kristín Brynja Gunnarsdóttir, menntaður arkitekt og innanhússhönnuður frá Konunglegu dönsku Listaakademíunni og Tine Winther Rysgaard er menntaður fatahönnuður úr Konunglegu Dönsku Listaakademíunni. Stjórnandi: Ásta Stefánsdóttir er með master í ensku- og leikhúsfræði frá Kaupmannahafnarháskóla.
22. maí 2021

HönnunarMars í Helsinki

HönnunarMars og sendiráð Íslands í höfuðborgum Norðurlandanna standa fyrir viðburðum í formi hlaðvarpa, sem tekin voru upp í aðdraganda HönnunarMars hátíðarinnar á Íslandi. Þátttakendur voru Päivi Häikiö, grafískur hönnuður og gestakennari við Aalto listaháskólann og Kristín Eva Ólafsdóttir hefur unnið á sviði hönnunar í meira en 20 ár og er meðeigandi og listastjóri á hönnunarstofunni Gagarin á Íslandi. Stjórnandi er Anni Korkman er verkefnastjóri Hönnunarvikunnar í Helsinki.
22. maí 2021

DesignTalks talks - Þáttur 2: Ragna Fróðadóttir og Magnea Einarsdóttir

DesignTalks talks er hlaðvarp um hönnun og arkitektúr, fyrsta sinnar tegundar á Íslandi og fjallar um víðtæk áhrif greinanna í samfélaginu og ástríðuna sem liggur þar að baki. Viðmælendur þáttar 2 eru þær Ragna Fróðadóttir, textílhönnuður, verkefnastjóri hjá Li Edelkoort Inc. og Magnea Einarsdóttir, fatahönnuður.
21. maí 2021