Þema HönnunarMars og DesignTalks 2026

Þema HönnunarMars og DesignTalks 2026 eru tengingar. Í heimi sem bæði er ofurtengdur og aftengdur er spennandi að beina sjónum að þessari knýjandi þörf manneskjunnar fyrir tengsl, að þráðunum sem tengja allt saman og töfrunum sem liggja í tengingunum sjálfum.
–
Tengingar eru grunnurinn að öllu og lífæðar samfélaga. Borgin er ekkert án tenginga, byggingin lifnar við í tengingum sem fólk hefur við hana, flíkin er ekkert án þess sem klæðist henni. Ekkert snertir við okkur nema við tengjum við það.
Alþjóðlega hönnunarráðstefnan DesignTalks er stærsti viðburður HönnunarMars og fer fram 6. maí 2026.