Miðstöð hönnunar og arkitektúrs vinnur að því að efla og auka samstarf milli hönnuða&arkitekta og fyrirtækja, stofnana og stjórnvalda. Miðstöðin sinnir ráðgjöf og greiðir leiðir þeirra sem eru að leita að samstarfsaðilum á sviði hönnunar og arkitektúrs ýmist með samkeppnum eða í gegn um valferli án tillagna. 

 

Hönnunarsamkeppnir virkja stóra faghópa þvert á greinar til þátttöku og tryggja verkkaupa möguleika á að velja milli margra ólíkra lausna. Vönduð verkefnalýsing og skýr markmið leiða til betri niðurstöðu og góðrar þátttöku en skipuleggjandi keppni og þátttakendur ekki skipst beint á skoðunum um hugmyndir og markmið. Fjöldi keppenda og hæfni fer eftir aðstæðum á hverjum tíma, þema keppninnar og ekki síst verðlaununum sem í boði eru. Samkeppni skapar umræður og vekja athygli á verkefninu og skipuleggjanda samkeppninnar. 

Valferli án tillagna er aðferð til að leiða saman verkkaupa og hönnuði í samstarf um ákveðin verkefni eða til lengri tíma. Valferlið tryggir að verkkaupi og hönnuðir geti átt í samtali um verkefnið, hugmyndir og markmið áður en vinna við tillögugerð hefst. Valferlið snýst um að velja teymi án þessa að tillögur liggi fyrir og er einfalt ferli fyrir verkkaupa og þátttakendur sem hvetur til góðrar þátttöku.

Samstarf við Miðstöð hönnunar og arkitektúrs tryggir fagmennsku, gæði og þátttöku íslenskra hönnuða.

Tengt efni