Samkeppni um ljóslistaverk fyrir Vetrarhátíð 2022 - svör við fyrirspurnum

8. desember 2021

Svör við fyrirspurnum varðandi samkeppni sem Reykjavíkurborg stendur fyrir í samstarfi við Miðstöð hönnunar og arkitektúrs um ljóslistaverk á Vetrarhátíð 2022. 

Verkið felst í vörpun á stafrænu verki á Hallgrímskirkju en undanfarin ár hefur Hallgrímskirkja verið eitt helsta kennileiti hátíðarinnar. Sigurverkið verður sýnt á Vetrarhátíð 2022 dagana 3.-6. febrúar​. Skilafrestur er til 4. janúar.

Hér má sjá svör við þeim fyrirspurnum sem bárust:

1.Hvaða tæki eru til staðar?

Vetrarhátíð er í samstarfi við tækjaleigur og útvegar að lágmarki 3 myndvarpa til að varpa verkinu á kirkjuna og hljóðkerfi.

2.Er hægt að nota hljóð?

Það er velkomið að nota hljóð, hafa ber í huga að hljóðinu er varpað í almannarými.

3.Hver er kostnaðarþátttaka hátíðarinnar/budget?

Hver þátttakandi sendir inn kostnaðaráætlun með innsendri hugmynd.

4. Er ætlast til að þetta sé hópverkefni eða getur ein listkona sent inn hugmynd?

Nei alls ekki, allir geta sett inn hugmyndir einstaklingar og hópar.

Samkeppnin er opin öllum, hönnuðum, myndlistarfólki, tónlistarfólki, ljósafólki, tölvunarfræðingum eða öðrum þeim sem vinna með rafmagn, sköpun og list í einhverju formi.

Markmið og áherslur

Markmið samkeppninnar er að virkja íslenskt hugvit og styrkja Reykjavík sem skapandi borg sem einkennist af lifandi og spennandi umhverfi. Fyrsta Vetrarhátíð í Reykjavík var haldin árið 2002 og er markmiðið með henni að lýsa upp skammdegið og bjóða borgarbúum að njóta lista og afþreyingu í vetrarmyrkinu.

Verðlaun 

Sigurvegari hlýtur 1.000.000 kr. í verðlaun.

Áherslur dómnefndar

Dómnefnd leggur eftirfarandi áherslur í mati sínu:

  • sterk heildarhugmynd
  • listrænt gildi tillögu
  • Einnig verður horft til raunhæfni og kostnaðar við framkvæmd hugmyndar og samsetningar teymis.
Dagsetning
8. desember 2021
Höfundur
Álfrún Pálsdóttir

Tögg

  • Greinar
  • Fagfélög
  • Reykjavík