- English
- Íslenska

Góðar viðtökur og framhaldslíf Lavaforming
Sýningin Lavaforming, framlag Íslands á Feneyjatvíæringnum, opnaði fyrir fullu húsi 8. maí síðastliðinn en þetta er í fyrsta skipti sem Ísland tekur þátt í tvíæringnum í arkitektúr með eigin skála.
21. maí 2025

Vinnustofa: Getur New European Bauhaus verið svarið við þeim áskorunum sem íslenskur arkitektúr og hönnun standa frammi fyrir?
Workshop: Can the New European Bauhaus be an answer to the challenges Icelandic architecture and design face?
21. maí 2025

Arkitektúr til samhygðar
Arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands býður ykkur velkomin á opnun útskriftarsýningu meistaranema í arkitektúr. Opnunin fer fram laugardaginn 24. maí kl. 14:00, í Lestrarsal Safnahússins við Hverfisgötu og mun sýningin standa opin til 1. júní.
20. maí 2025

Hádegisfyrirlestur Félags vöru-og iðnhönnuða
Annar fyrirlestur fyrirlestrar raðar Félags vöru-og iðnhönnuða fjallar um allt það helsta sem við kemur styrkjaumsóknum! Starfsfólk frá Hönnunarsjóði og Rannís heldur erindi.
20. maí 2025

Styrkir Reykjavíkurborgar til myndríkrar miðlunar 2025
Ert þú með bók, kvikmynd, sjónvarpsefni, vefsíðu eða aðra miðlun í undirbúningi sem tengist sögu Reykjavíkur og hyggst nota ljósmyndir Ljósmyndasafns Reykjavíkur í verkefninu? Þá getur þú sótt um styrk til Reykjavíkurborgar vegna kaupanna. Styrkurinn felst í niðurgreiðslu á kostnaði vegna myndbirtinga.
19. maí 2025

Fagurferðileg skynjun og líkamleg hlustun - erindi
Laugardaginn 24. maí frá 14:00 - 15:00 fer fram heimspekilegt erindi um sköpunarferlið í boði Leirlistafélags Íslands.
19. maí 2025

Hildur Yeoman fagnaði nýrri sumarlínu
Hildur Yeoman fagnaði nýrri línu, Kokomo, með glæsilegu sumarpartýi í verslun sinni Yeoman á Laugavegi.
16. maí 2025

Allt innifalið - útskriftarsýning BA nemenda í myndlistardeild, hönnunardeild og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands
Laugardaginn 17. maí næstkomandi klukkan 13:00 opnar útskriftarsýning nemenda á BA stigi í myndlistardeild, hönnunardeild og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands, Allt innifalið, á Listasafni Reykjavíkur-Hafnarhúsi.
15. maí 2025

Íslenski skálinn á 19. alþjóðlegu arkitektasýningu Feneyjatvíæringsins opnaði í dag
Íslenski skálinn á 19. alþjóðlegu arkitektasýningu Feneyjatvíæringsins opnaði í dag en þetta er í fyrsta sinn sem Ísland tekur þátt. Lavaforming er djörf hugmynd um mögulega framtíð þar sem rennandi hraun úr iðrum jarðar er notað sem byggingarefni mannvirkja og borga. Sýningin byggir á framsækinni hugmynd sem sýnir tilraunir og tækifæri í notkun á hrauni. Þannig er staðbundinni ógn breytt í auðlind sem lausn við hnattrænum vanda.
8. maí 2025

Íslenski skálinn í Feneyjum: Framtíðarborgin Eldborg
Einn hluti sýningar íslenska skálans á Feneyjatvíæringnum í arkitektúr, Lavaforming, er stuttmynd sem unnin er af s.ap arkitektum í samvinnu við rithöfundinn Andra Snæ Magnason og Jack Armitage tónlistarmann.
6. maí 2025
Ísland tekur þátt í fyrsta skipti: Lavaforming leggur Feneyjar undir sig
Sýningin Lavaforming eftir Arnhildi Pálmadóttur, arkitekt s.ap arkitekta, er fulltrúi Íslands á Feneyjartvíæringnum í ár og opnar eftir 6 daga. Uppsetning á íslenska skálanum er í fullum gangi. Í ár taka 66 þjóðir þátt og sýningin stendur yfir fram í nóvember. Ísland tekur þátt í Feneyjatvíæringnum í arkitektúr í fyrsta skipti í ár.
2. maí 2025

Tískusýning útskriftarnema í fatahönnun frá Listaháskóla Íslands
Tískusýning útskriftarnema í fatahönnun verður haldin þann 6. maí í Flóa, Hörpu, kl. 20. Sýningin er hluti af viðamikilli dagskrá útskriftarhátíðar Listaháskóla Íslands. Á sýningunni kynna nemendur BA útskriftarverkefni sín frá Listaháskóla Íslands. Lokaverkefni nemenda í fatahönnun er einstaklingsverkefni sem samanstendur af frjálsri rannsókn, hönnun og gerð á línu af tískufatnaði undir handleiðslu leiðbeinenda.
30. apríl 2025

Léttur andi á málþinginu Léttari í spori
Fjölmenni mætti á málþingið Léttari í spori eða Small Steps, Big Impact þar sem rætt var um hvaða skref byggingariðnaðurinn á Íslandi þyrfti að taka til þess að draga úr kolefnissporinu.
28. apríl 2025

Viltu taka þátt í að móta framtíð hönnunar og arkitektúrs á Íslandi?
Auglýst er eftir framboðum frá öflugum fulltrúum fagfólks úr baklandi Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs til setu í stjórnum. Um er að ræða einn fulltrúa í hverja stjórn: Miðstöð hönnunar og arkitektúrs, HönnunarMars, Hönnunarsjóð, Hönnunarverðlaun og Hönnunarlauna. Auk þess er leitað að varamönnum í stjórn Hönnunarsjóðs, dómnefnd Hönnunarverðlauna og Hönnunarlauna.
25. apríl 2025

Aðalfundur Baklands Listaháskóla Íslands 2025
Boðað er til aðalfundar Baklands Listaháskóla Íslands, þriðjudaginn 6. maí n.k. frá 17 - 18.30 í Hannesarholti.
24. apríl 2025

Hugverkavernd fyrir hönnuði
Hvernig getur þú verndað hönnunina þína og komið í veg fyrir að einhver líki eftir henni? Hvernig er hönnun skráð og af hverju ætti að gera það? Hvað er hægt að gera ef einhver apar eftir hönnun þinni? Hvernig geturðu tryggt vörumerkið þitt og hvenær ætti að sækja um einkaleyfi?
24. apríl 2025

Metnaðarfull markmið og stórir sigrar
Við lifum á víðsjárverðum tímum og búum í heimi sem bráðvantar áherslu á samfélag, listir, sköpun, frjálsa hugsun, samveru, mannúð, samskipti fegurð og nýsköpun á forsendum góðs mannlífs, umhverfis, sjálfbærni og gæða. Hlaupum þangað, því þar finnum við stóra sigra. Halla Helgadóttir, framkvæmdstjóri Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs, skrifar.
23. apríl 2025

Sýningaropnun: Jarðsetning - óumflýjanlegt upphaf
Sýningaropnun sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 24. apríl kl. 14
23. apríl 2025

Frá torfbæjum til Hörpu - námskeið
Endurmenntun býður upp á námskeið um arkitektúrsögu með Óskari Erni Arnórssyni, arkitekt og nýdoktor í arkitektúr frá Columbiaháskóla í New York
11. apríl 2025

Fúnkishús úr lego kubbum á byggingarlistasmiðju á HönnunarMars
Arkitektafélag Íslands var í samstarfi við Ölmu Sigurðardóttur um byggingarlistasmiðju fyrir börn á Hönnunarmars
9. apríl 2025