Samtal um verðmæti skapandi greina, nýsköpun og úthlutun Hönnunarsjóðs
Verið öll velkomin í Grósku þriðjudaginn 22. október á samtal um verðmæti skapandi greina og úthlutun Hönnunarsjóðs.
10. október 2024
Eldgos er tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands 2024
Bókin Eldgos eftir teiknarann, hönnuðinn og rithöfundinn Rán Flygenring er tilnefnd í flokknum vara ársins á Hönnunarverðlaunum Íslands 2024. Verðlaunin fara fram 7. nóvember.
10. október 2024
James Cook tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands 2024
Peysan James Cook, hönnun Helgu Lilju Magnúsdóttur fyrir BAHNS (Bið að heilsa niðrí slipp) er tilnefnd í flokknum vara ársins á Hönnunarverðlaunum Íslands 2024. Verðlaunin fara fram 7. nóvember.
9. október 2024
Hljómkassar tilnefndir til Hönnunarverðlauna Íslands 2024
Hljómkassar eftir Halldór Eldjárn og Jón Helga Hólmgeirsson eru tilnefndir í flokknum vara ársins á Hönnunarverðlaunum Íslands 2024. Verðlaunin fara fram 7. nóvember.
8. október 2024
Hæ/Hi opnar í Seattle
Margt var um manninn þegar Einar Þorsteinsson, borgarstjóri opnaði sýninguna Hæ/Hi: Designing Friendship í Seattle sem fór fram í tengslum við Taste of Iceland hátíðina þar í borg. Reykjavík og Seattle eru systurborgir og því við hæfi að borgarstjóri opnaði sýninguna sem snýst um vináttu.
7. október 2024
25 ára afmæli Bleiku slaufunnar í Lofskeytastöðinni
Í tilefni af 25 ára afmæli Bleiku slaufunnar hefur verið sett upp sýning í Loftskeytastöðinni þar sem allar Bleiku slaufurnar sem framleiddar hafa verið á Íslandi verða til sýnis. Opnunarhóf laugardaginn 5. október kl. 14.
4. október 2024
JVST á Íslandi óskar eftir að ráða arkitekt / byggingarfræðing
JVST á Íslandi óskar eftir að ráða arkitekt / byggingarfræðing í spennandi
hönnunarverkefni.
2. október 2024
Forsala hafin á DesignTalks 2025
Búið er að opna fyrir forsölu á alþjóðlegu ráðstefnuna DesignTalks sen fer fram þann 2. apríl 2025 í Silfurbergi í Hörpu. Tryggðu þér miða á þennan vinsæla viðburð sem hefur farið fram fyrir fullu húsi undanfarin ár.
1. október 2024
Er hægt að finna þig hér?
Ert þú á lista yfir starfandi arkitekta í Arkitektafélagi Íslands?
30. september 2024
Fundur norrænu arkitektafélaganna í Færeyjum 19.-20. september 2024
Norrænu arkitektafélögin funduðu saman í Thorshavn í Færeyjum nú 19.-20. september síðastliðinn.
30. september 2024
Elísa Jóhannsdóttir nýr framkvæmdastjóri Arkitektafélags Íslands
Elísa Jóhannsdóttir er nýr framkvæmdastjóri Arkitektafélags Íslands og tekur við starfinu 1. október. Hún tekur við af Gerði Jónsdóttir sem hefur verið framkvæmdastjóri félagsins frá 2017.
30. september 2024
HönnunarÞing á Húsavík
HönnunarÞing, hátíð hönnunar og nýsköpunar fer fram á Húsavík dagana 4 og 5 október annað árið í röð. Í ár er áherslan á tónlist og margvíslegar birtingarmyndir snertiflata hönnunar, nýsköpunar og tónlistar. Það verða sýningar, fyrirlestrar, tónleikar, námskeið og sitthvað fleira á dagskrá.
26. september 2024
Innflutningsboð í Hönnunarsafni Íslands
Unnar Ari Baldvinsson, grafískur hönnuður, heldur innflutningsboð föstudaginn 27. september kl. 17 fyrir vinnustofudvöl í Hönnunasafni Íslands.
25. september 2024
Theodóra Alfreðsdóttir sýndi skartgripalínu á London Design Festival
Vöruhönnuðurinn Theodóra Alfreðsdóttir frumsýndi nýja skartgripalínu sem hún hannaði fyrir skartgripamerkið POINT TWO FIVE sem fékk hönnuði og listamenn til liðs við sig til hanna nýjar línur, sem svo eru svo smíðaðar af gullsmiðum.
24. september 2024
Leiðsögn og kynning arkitekta á sýningu um Keldnaland
Opinn fyrirlestur miðvikudaginn 25. september kl. 17:00 þar sem arkitektar frá FOJAB kynna vinningstillögu sína um þróun Keldnalands í Borgarbókasafninu í Spönginni.
23. september 2024
Rýnifundur-Skipulagssamkeppni um nýtt hverfi í Vík í Mýrdal
Arkitektafélag Íslands efnir til rýnifundar þriðjudaginn 1. október kl. 12.00 um þær tillögur sem bárust í samkeppni um nýtt hverfi í Vík í Mýrdal. Rýnifundurinn verður fjarfundur.
23. september 2024
Opnun: Örverur á heimilinu
Föstudaginn 27. september kl 17:00 opnar sýning Örverur á heimilinu í Hönnunarsafni Íslands. Örverur á heimilinu er hluti af sýningarröðinni Heimsókn á Hönnunarsafni Íslands.
23. september 2024
Skipulagsdagurinn 2024
Skipulagsdagurinn, árleg ráðstefna Skipulagsstofnunar og Sambands íslenskra sveitarfélaga um skipulagsmál, verður haldinn fimmtudaginn 17. október næstkomandi milli kl. 9 -16 á Hilton Nordica á Suðurlandsbraut.
23. september 2024
Flétta verðlaunaðar á Maison&Objet í París
Flétta, Hrefna Sigurðardóttir og Birta Rós Brynjólfsdóttir, voru á dögunum verðlaunaðar sem rísandi stjörnur á frönsku hönnunarvikunni Maison&Objet ásamt því að vera með sýningu þar sem þær frumsýndu ný ljós.
23. september 2024
Strik Studio hannar nýtt einkenni Alþingis
Nýtt myndrænt einkenni Alþingis, sem hannað er af Strik Studio, var kynnt á opnunarhátíð Smiðju þann 14. september síðastliðinn. Grafíkin vísar í hjarta Alþingis, þingsalinn þar sem ólíkar skoðanir mætast og komast að samkomulagi.
19. september 2024