HönnunarMars 2022 fer fram dagana 4. - 8. maí

Við fögnum aftur mars í maí! Stærsta hönnunarhátíð landsins, HönnunarMars, breiðir úr sér um höfuðborgarsvæðið fyrstu helgina í maí 2022.
7. júlí 2021

Hönnunarsjóður - umsóknarfrestur til 2. september

Umsóknarfrestur í Hönnunarsjóð rennur út á miðnætti 2. september næstkomandi. Um er að ræða almenna- og ferðastyrki og síðari úthlutun ársins 2021.
6. júlí 2021

Opið fyrir umsóknir

5. júlí 2021

„Hugtakið sjálfbærni er flókið og viðamikið“

Ragna Fróðadóttir, textílhönnuður, verkefnastjóri hjá Li Edelkoort Inc. og Magnea Einarsdóttir, fatahönnuður, stofnandi og eigandi fatamerkisins MAGNEA ræða um fatahönnun, textíl og tækni, sjálfbærni - og von í í hlaðvarpi HönnunarMars, DesignTalks talks, sem er fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. 
4. júlí 2021

Stefnumót um eflingu íslenskrar hönnunar og arkitektúrs í Grósku

Í vikunni fóru fram tveir vinnufundir í Miðstöð hönnunar og arkitektúrs sem stjórnað var af Hlín Helgu Guðlaugsdóttur, hönnuði og ráðgjafa þar sem fjölbreyttur hópur fólks koma saman til að eiga samtal um markmið og aðgerðir til að efla hönnun og arkitektúr á Íslandi. 
2. júlí 2021

Sigra í hugmyndaleit um framtíðaruppbyggingu í Gufunesi

Jvantspijker & Partners, Andersen & Sigurdsson og Felixx landscape architects (Team G+) sigra hugmyndaleit um framtíðaruppbyggingu og skipulag átta lóða við sjávarsíðuna í Gufunesi.
29. júní 2021

„Við getum hjálpað fólki að finna hvað er í raun og veru vandamálið sem við ætlum að leysa“

Hörður Lárusson grafískur hönnuður, stofnandi og eigandi hönnunarstofunnar Kolofon og Magga Dóra, stafrænn hönnunarleiðtogi, stofnandi og eigandi Mennsk ráðgjöf ræða um hönnun í óvæntu samhengi, samstarf á stórum skala, stafrænar umbreytingar, framtíðaráskoranir - og auðmýkt í hlaðvarpi HönnunarMars, DesignTalks talks, sem er fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. 
27. júní 2021

Hannar gönguskó úr joggingbuxum fyrir herferð Íslandsstofu

Fatahönnuðurinn Ýr Þrastardóttir var fengin til að hanna gönguskó úr joggingbuxum fyrir nýja markaðsherferð Íslandsstofu. Hún mun standa vaktina í sumar í miðbænum og breyta buxum í skó fyrir ferðamenn.
24. júní 2021

Hreyfiafl sjálfbærrar verðmætasköpunar

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra skrifar um hönnun og arkitektúr á Íslandi.
23. júní 2021

Skörp sýn til framtíðar

Kristján Örn Kjartansson, formaður stjórnar og Rósa Dögg Þorsteinsdóttir, varaformaður stjórnar skrifa fyrir hönd stjórnar Miðstöðvar hönnunar arkitektúrs.
23. júní 2021

Skýrsla Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs 2020 er komin út

Skýrsla ársins 2020 hefur nú litið dagsins ljós en þar er farið yfir rekstur Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs, innlend sem erlend verkefni og almenna starfssemi. Hægt er að skoða skýrsluna í rafrænu formi hér.
23. júní 2021

Taktu þátt í að móta framtíð hönnunar og arkitektúrs á Íslandi

Þér er boðið til samtals um markmið og aðgerðir til að efla hönnun og arkitektúr á Íslandi. Taktu þátt í að skerpa fókusinn út frá brýnum málefnum svo sem húsnæðismálum, heilbrigðismálum, umhverfismálum, atvinnumálum, lýðheilsu og jafnrétti á vinnufundum í Grósku undir stjórn Hlínar Helgu Guðlaugsdóttur.
22. júní 2021

Textílfélagið býður upp á námskeið í sumar

Textílfélagið býður upp á á þriggja daga endurmenntunarnámskeið fyrir listgreinakennara og aðra áhugasama í sumar. Kennd verður undirstaða jurtalitunar (bæði fyrir efni og garn), ýmsar útsaumsaðferðir, skissuvinna og bókagerð.
22. júní 2021

Sýnir á Feneyjartvíæringnum á Ítalíu

Arkitektinn og myndlistarmaðurinn Guðjón Bjarnason opnaði í senn arkitektúrsýningu á Feneyjartvíæringnum, Ítalíu og myndlistarsýningu í sendiráðsbústaðnum í Genf, Sviss í vor.
22. júní 2021

Umhverfisstofnun óskar eftir tilnefningum til Bláskeljarinnar 2021

Umhverfisstofnun óskar eftir tilnefningum til Bláskeljarinnar 2021. Viðurkenningin verður veitt fyrirtæki, stofnun, einstaklingi eða öðrum fyrir framúrskarandi lausnir sem stuðla að minni plastnotkun og plastúrgangi í samfélaginu. Tillögur skulu berast eigi síðar en 1. júlí næstkomandi.
21. júní 2021

Áhugaverð sumarnámskeið fyrir hönnuði og arkitekta hjá LHÍ

Listaháskóli Íslands býður upp á spennandi úrval sumarnámskeiða í ár með stuðningi mennta- og menningarmálaráðuneytisins og kostar hvert námskeið aðeins 3.000 kr. Námskeiðin eru ýmist til ECTS eininga eða án eininga og opin öllum 18 ára og eldri, lengd námskeiða er allt frá tveimur dögum í lengri námskeið.
21. júní 2021

„Á meðan við getum ekki gert þessar tilraunir í raunheimum, þá þurfum við að gera það í sögunum„

Arnhildur Pálmadóttir, arkitekt, stofnandi arkitektastofunnar s.ap ræðir viðfangsefni sín, samtímann og áleitnar spurningar, heildræna hugsun á stórum og smáum skala, hringrásarhönnun - og ímyndunaraflið í hlaðvarpi HönnunarMars, DesignTalks talks, sem er fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. 
20. júní 2021

Nýtt stjórnarfyrirkomulag samþykkt á aðalfundi Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs

Aðalfundur Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs fór fram þann 10. júní síðastliðinn í nýjum húsakynnum Miðstöðvarinnar í Grósku. Undir fundinn var borið nýtt stjórnarfyrirkomulag Miðstöðvarinnar og HönnunarMars sem var einróma samþykkt á fundinum.
18. júní 2021