Nemendur í grafískri hönnun opna sýninguna Loksins loksins

Föstudaginn 1. október klukkan 17:00 opna nemendur á þriðja ári í grafískri hönnun við LHÍ sýninguna Loksins Loksins  þar sem afrakstur námskeiðisins „Verksmiðjan“ verður sýndur. Á námskeiðinu hafa þau unnið að heildarútliti fyrir ýmsar stofnanir og fyrirtæki.
29. september 2021

Umsóknafrestur til að sækja um styrki úr borgarsjóði Reykjavíkurborgar rennur út 1. október

Umsóknarfrestur til að sækja um styrki úr Borgarsjóði vegna verkefni 2022 rennur út þann 1. október kl. 12. Meðal markmiða styrkveitinga er að styrkja og efna til samstarfs við félagasamtök, fyrirtæki og einstaklinga um uppbyggilega starfsemi og þjónustu í samræmi við stefnumörkun, áherslur og forgangsröðun borgaryfirvalda. 
28. september 2021

Hlín Reykdal hannar Bleiku slaufuna

Hlín Reykdal skartgripahönnuður hannar Bleiku slaufuna í ár. Hlín hefur hannað skartgripi undir eigin nafni frá árinu 2010. Hálsmenið fer í sölu 1. október.
28. september 2021

Gagarín hannar sýningu fyrir stærsta sædýrasafn Norðurlandanna

Hönnunarfyrirtækið Gagarín þróaði átta yfirgripsmiklar og fræðandi innsetningar á sýninguna ‘Once Upon a Sea’ á sædýrasafninu Bláa plánetan (Den Blå Planet) sem er eitt stærsta og metnaðarfyllsta sædýrasafn í Norður-Evrópu, staðsett í Kaupmannahöfn. Auk innsetninganna var Gagarín ábyrgt fyrir allri grafískri hönnun og myndlýsingum á sýningunni.
28. september 2021

Göngu- og hjólavænt borgarumhverfi

Námskeið um göngu- og hjólavænt borgarumhverfi á vegum Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) í samstarfi við meistaranám í skipulagsfræði við sama skóla. Kennari á námskeiðinu er Harpa Stefánsdóttir arkitekt og dósent í skipulagsfræðum við Norges miljø- og biovitenskapelige universitet (NMBU).
27. september 2021

Vekjum athygli á mikilvægi hönnunar og arkitektúrs fyrir samfélagið

Aldrei of oft sagt að hönnun og arkitektúr gegnir lykilhlutverki til búa hér til sjálfbært samfélag byggt á hönnun, hugviti og nýsköpun. 
23. september 2021

Þetta er allt saman hannað

„Við stöndum á tímamótum, þar sem við þurfum að hanna allt upp á nýtt. Hringrásarhagkerfið felur í sér samvinnu, samnýtingu og samþættingu þvers og kurs um samfélagið. Lykilorðið er hönnun og arkitektúr kerfa og bygginga.“ Hrund Gunnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Festu - Miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni skrifar. Greinin birtist fyrst á Vísir.is
21. september 2021

Húsnæðispólitík og arkitektúr

Hildur Gunnarsdóttir, arkitekt fjallar um stefnu stjórnmálaflokkanna í húsnæðismálum. Greinin birtist fyrst á Kjarnanum.
21. september 2021

Fram­tíðar­ráðu­neyti?

Ísland, eins og önnur ríki, stendur á tímamótum og þarf að takast á við stórar áskoranir vegna loftlagsvár, heimsfaraldurs og samfélagsþróunar. Við megum engan tíma missa og verðum að ganga til verka fumlaust, af áræðni og bjartsýni. Kristján Örn Kjartansson, arkitekt og formaður stjórnar Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs skrifar.
17. september 2021

Framtíð sem byggir á hönnun, hugviti og nýsköpun

Í sumar fór fram stefnumót hönnuða og arkitekta þar sem markmiðið var að skerpa fókus, skilgreina helstu áherslusvið og móta markvissar tillögur um aðgerðir til að kynna fyrir stjórnmálafólki vegna kosninga til Alþingis. Samhljómur var um áherslurnar og að Ísland eigi mikinn og vaxandi mannauð með mikla þekkingu og reynslu sem má virkja betur.
16. september 2021

Af ást til alþingis

Hvernig ætlum við að skipuleggja þetta land? Borghildur Sölvey Sturludóttir, arkitekt FAÍ og nefndarmaður í laganefnd Arkitektafélags Íslands skrifar.
15. september 2021

Arkitektúr og pólitík

Bjarki Gunnar Halldórsson segir mikilvægt að huga að því hvernig hið pólitíska landslag birtist í umhverfi okkar.
15. september 2021

Hönnunarinnsetningin Ómsveppir frumsýnd í Elliðaárdal

Elliðaárstöð býður í upplifunargöngu og fræðslu um sveppi í Elliðaárhólma í tilefni af því að hönnunarinnsetning Kristínar Maríu Sigþórsdóttur og Friðriks Steins Friðrikssonar, Ómsveppir, hefur nú verið komið fyrir í skógarrjóðri. Sveppirnir gefa frá sér falleg hljóð í skóginum sem falla vel að skóginum. Gangan fer fram á sunnudaginn, 19. september.
14. september 2021

Taktu þátt í HönnunarMars 2022

Opnað hefur verið fyrir umsóknir fyrir hátíðina sem fer fram dagana 4.-8. Maí 2022 en umsóknarfresturinn er til 1. nóvember. Félagsmenn fagfélaga fá afslátt af þátttökugjöldum til 1. október. 
13. september 2021

Hönnunarfyrirtækjum fjölgar mest

Vissir þú að hönnunarfyrirtækjunum á Íslandi hefur fjölgað mest á sviði skapandi greina á síðustu 10 árum samkvæmt menningarvísi Hagstofunnar? Það er gleðiefni að fá staðfest að hönnunargreinar séu í vexti á Íslandi og samfélagið þarf að horfast í augu við það að hönnun er í eðli sínu nýskapandi og öflugt tæki á tímum breytinga. Aðsend grein eftir Höllu Helgadóttir, framkvæmdstjóri Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs sem birtist fyrst á Vísir.is
13. september 2021

Áhugavert samtal um hönnun og nýsköpun

Við viljum þakka bæði gestum og frambjóðendum sem mættu í samtal um áskoranir og tækifæri nýsköpun og skapandi greina í Grósku um helgina, sem Miðstöðin ásamt Icelandic Startups og Auðnu tæknitorgi stóðu að.
8. september 2021