Opið fyrir umsóknir í Hönnunarsjóð

Opið er fyrir umsóknir í síðari úthlutun Hönnunarsjóðs. Frestur er til miðnættis 22. september.
4. ágúst 2022

Búðarborð eftir Rögnu Ragnars og Erm stólar í nýrri verslun 66°Norður á Hafnartorgi

Íslenska hönnunarfyrirtækið 66°Norður hefur opnað nýja verslun á Bryggjugötu 7 á Hafnartorgi. Verslunin er hönnuð af Basalt arkitektum en þar má einnig finna búðarborð eftir Rögnu Ragnarsdóttur og Erm stólana eftir Valdísi Steinarsdóttur og Arnar Inga Viðarsson. 
3. ágúst 2022

Drög stefnu í málefnum hönnunar og arkitektúrs í samráðsgátt

Drög stefnu í málefnum hönnunar og arkitektúrs hefur nú verið birt í samráðsgátt stjórnvalda af Menningar- og viðskiptaráðuneyti. 
25. júlí 2022

Fagfélagið og/eða stéttarfélagið Arkitektafélag Íslands

Arkitektafélag Íslands hefur starfað sem fag-og séttarfélag síðan 2017. Stjórn vill taka upp umræðu við félagsmenn AÍ um hvort breyta eigi þessu fyrirkomulagi og aðskilja stéttarfélagið frá fagfélaginu.
8. júlí 2022

Sumarlokun skrifstofu Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs

Skrifstofa Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs lokar vegna sumarleyfa frá 11. júlí en opnar aftur miðvikudaginn 3. ágúst.
7. júlí 2022

Sjáumst á HönnunarMars 2023

HönnunarMars fer fram dagana 3. - 7. maí 2023. Hátíðin, sem er ein af sex borgarhátíðum Reykjavíkurborgar, mun breiða úr sér um höfuðborgarsvæðið með öllu tilheyrandi. Opnað verður fyrir umsóknir í ágúst.
6. júlí 2022

Vegvísir að vistvænni mannvirkjagerð kominn í samráðsgátt

Opið er fyrir umsagnir til og með 31. ágúst nk. og eru allir áhugasamir aðilar hvattir til þess að skila inn umsögn.
5. júlí 2022

Skráning á verkum íslenskra arkitekta - Styrkur frá Nýsköpunarsjóði námsmanna

Arkitektafélag Íslands í samstarfi við LHÍ og Hönnunarsafn Íslands hlutu styrk nýverið frá Rannsóknarsjóði námsmanna til skráningu á verkum íslenskra arkitekta.
30. júní 2022

Horfðu á DesignTalks 2022

Alþjóðlega ráðstefnan DesignTalks fór fram fyrir fullu húsi á HönnunarMars 4. maí. Í fyrsta sinn var ráðstefnunni streymt í gegnum fjölmiðlasamstarfsaðila hátíðarinnar Dezeen og hefur streymið náð til hátt í 200 þúsund manns. 
30. júní 2022

Lifandi samfélag við sjó hlýtur fyrstu verðlaun í hugmyndasamkeppni um framtíð Breiðarinnar á Akranesi

Tillaga frá arkitektastofunni Arkþing/Nordic og Eflu verkfræðistofu hlaut fyrstu verðlaun í veglegri hugmyndasamkeppni um framtíð Breiðarinnar á Akranesi en verðlaunaafhending fór fram í Hafbjargarhúsinu í dag.
27. júní 2022
Breiðin á Akranesi

Rýnifundur-Hugmyndasamkeppni um framtíðarskipulag Breiðarinnar á Akranesi

Rýnifundur um tillögurnar 24 sem bárust í hugmyndasamkeppni um framtíðarskipulag Breiðarinnar verður haldinn fimmtudaginn 30. júní kl. 17.00 í Hafbjargarhúsi, Breiðargötu 2c, á Akranesi.
27. júní 2022

Gleði og gaman á ársfundi 

Ársfundur Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs fór fram í Grósku þann 22. júní síðastliðinn. Bergur Finnbogason stjórnaði fundinum þar sem gestum gafst innsýn inn í starfssemi Jarðgerðafélagsins, Halla Helgadóttir fór yfir viðburðarríkt ár Miðstöðvarinnar og Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra kynnti drög að nýrri Hönnunarstefnu stjórnvalda. 
27. júní 2022

Húsameistari í hálfa öld - Einar Erlendsson og verk hans

Björn G. Björnsson heiðrar minningu húsmeistarans Einars Erlendssonar með nýrri bók þar sem störf hans og verk eru gerð skil. Einar átti farsæla starfsævi í hálfa öld en hann var aðstoðarmaður bæði Rögnvaldar Ólafssonar og Guðjóns Samúelssonar.  
24. júní 2022

Sjálfbær ferðamennska í norðri - myndbönd

Á heimasíðu verkefnisins NatNorth má finna kynningarmyndbönd sem sýna með skýrum, einföldum og áhugaverðum hætti stefnumótandi niðurstöður þriggja verkefna, Design in Nature, Clean Energy og Nature Conservation. 
23. júní 2022
Horft yfir Breiðina á Akranesi

Hugmynd að nýju framtíðarskipulagi fyrir Breiðina kynnt

Mánudaginn 27. júní kl. 15:00 mun Breið þróunarfélag í samstarfi við Brim hf., Akraneskaupstað og Arkitektafélag Íslands kynna niðurstöður hugmyndasamkeppni um framtíðarskipulag Breiðarinnar.
22. júní 2022

Fatahönnunarfélag Íslands eitt af stofnfélögum European Fashion Alliance

Fatahönnunarfélag Íslands er eitt af 25 evrópsk um fatahönnunarsamtökum og -stofnunum sem taka höndum saman við stofnun “European Fashion Alliance”, Evrópubandalag Fatahönnunarsamtaka sem er nýtt net samtaka í fatahönnun sem hafa það að markmiði að sameina og efla Evrópska tísku.
22. júní 2022

Sjálfbær ferðamennska í norðri á HönnunarMars

Á HönnunarMars í maí fór fram samtal um hönnun, hreina orku og náttúruvernd í Grósku sem kynnti verkefnin Hönnun í náttúru, Hrein orka og Náttúruvernd sem eru angar af formennskuverkefni Íslands árið 2019 í Norrænu ráðherranefndinni undir yfirskriftinni Gagnvegir góðir. Um var ræða viðburð sem kynnti hreina orku og ábyrga hönnun í þágu náttúrunnar.
21. júní 2022

Er hægt að hanna tengsl okkar við náttúruna? Hönnun sem stuðlar að náttúruvernd og náttúruupplifun

Miðstöð hönnunar og arkitektúrs, í samstarfi við systurstofnanir á Norðurlöndum, hefur gefið út dæmi um leiðir og lausnir í hönnun sem ýta undir náttúruupplifun og náttúruvernd á vefsíðunni NatNorth.is. 
21. júní 2022

Opið fyrir styrktarumsóknir hjá Myndstef

Opnað hefur verið fyrir styrkumsóknir til Myndstefs þar sem veittir eru styrkir til myndhöfunda. Umsóknafrestur er út 17. ágúst, umsóknir sem berast utan auglýsts umsóknartímaverða ekki teknar gildar. Veittir eru ferða-og menntunarstyrkir og verkefnastyrkir. Rétt til að sækja um styrki hafa myndhöfundar í Myndstefi og aðrir starfandi myndhöfundar
17. júní 2022