FHI tilnefnir í stjórn ECIA á aðalfundi samtakanna í Flórens

Félag húsgagna og innanhússarkitekta tilnefnt formann sinn Rósu Dögg Þorsteinsdóttur til setu í stjórninni til tveggja ára á aðalfundi ECIA sem haldinn verður í Flórens þann 24.september nk.
13. september 2022

Skapalón - Grafísk hönnun

Skapalón eru sjónvarpsþættir um hönnun og arkitektúr úr smiðju 101 Productions. Þáttastjórnandi er Logi Pedro, tónlistarmaður og nemi í vöruhönnun við LHÍ. Í þessum þriðja þætti er sjónum beint að grafískri hönnun. Viðmælendur eru hönnuðirnir Sigurður Oddsson, Snæfríð Þorsteins, Hildigunnur Gunnarsdóttir og Maríu Gudjohnsen. 
7. september 2022

Hanna Dís á Helsinki Design Week 

Hönnuðurinn Hanna Dís Whitehead tók þátt í Design Diplomacy viðburði á Helsinki Design Week í íslenska sendiráðinu í Helsinki. Samhliða viðburðinum var sýning á verkum Hönnu Dísar í nýju galleríi, Gallerie Käytävä, í sendiráðsbústaðnum. Hanna Dís mætti finnska rýmishönnuðinum Kaisa Karvinen fyrir fullum sal gesta í þar tilgerðum spurningarleik. 
7. september 2022

Fyrirlestur með Marcos Zotes á Hönnunarsafninu

Marcos Zotes, einn af eigendum arkitektastofunnar Basalt, segir frá sambandinu á milli samfélagslegs, náttúrulegs og tilbúins umhverfis með útgangspunkti í verkum Basalts. Fyrirlesturinn fer fram á ensku laugardaginn 10. september frá 14 - 15. 
7. september 2022

Skapalón - Vöruhönnun

Skapalón eru sjónvarpsþættir um hönnun og arkitektúr úr smiðju 101 Productions. Þáttastjórnandi er Logi Pedro, tónlistarmaður og nemi í vöruhönnun við LHÍ. Í þessum fjórða þætti er sjónum beint að vöruhönnun. Viðmælendur eru hönnuðirnir Björn Steinar Blumenstein, Hrefna Sigurðardóttir, Birta Rós Brynjólfsdóttir og Garðar Eyjólfsson.
7. september 2022

Skapalón - Arkitektúr

Skapalón eru sjónvarpsþættir um hönnun og arkitektúr úr smiðju 101 Productions. Þáttastjórnandi er Logi Pedro, tónlistarmaður og nemi í vöruhönnun við LHÍ. Í þessum öðrum þætti er sjónum beint að arkitektúr. Viðmælendur eru Óskar Örn Arnórsson, arkitekt og doktorsnemi í sögu arkitektúrs við Colombia, Sigríður Sigþórsdóttir, arkitekt og einn eiganda Basalt arkitektastofu, hönnuðurinn Hafsteinn Júlíusson og Karitas Sveinsdóttir, innanhússarkitekt hjá Haf Studio. 
6. september 2022

Skapalón - Fatahönnun

Skapalón eru sjónvarpsþættir um hönnun og arkitektúr úr smiðju 101 Productions. Þáttastjórnandi er Logi Pedro, tónlistarmaður og nemi í vöruhönnun við LHÍ. Í þessum fyrsta þætti er sjónum beint að fatahönnun. Viðmælendur eru fatahönnuðirnir Linda Björg Árnadóttir, Arnar Már Jónsson og Gunnar Hilmarsson. 
6. september 2022

Gagarín hannar gagnvirkar lausnir fyrir Náttúrufræðisafn Noregs

Hönnunarstofan Gagarin hannaði og þróaði 26 gagnvirkar innsetningar fyrir nýja sýningu í Náttúrufræðisafni Osló í kringum þemað: Saga jarðar og þróun lífsins. Sýningin nær yfir meira en 2000 fermetra sýningarsvæði á fjórum hæðum og skartar nokkur þúsund safngripum og gagnvirkri miðlun af ýmsum toga.
1. september 2022

Fjölmargar ábendingar bárust til Hönnunarverðlauna Íslands 2022

Búið er að loka fyrir innsendingar á ábendingum til Hönnunarverðlauna Íslands 2022 en fjölmargar ábendingar bárust í tveimur flokkum, Hönnunarverðlaun Íslands og viðurkenning fyrir bestu fjárfestingu í hönnun 2022. Nú hefst vinna dómnefndar á fullu. Hönnunarverðlaun Íslands 2022 fara fram í Grósku þann 17. nóvember, takið daginn frá!
31. ágúst 2022

Hverjir skipa dómnefnd Hönnunarverðlauna Íslands 2022?

Dómnefnd Hönnunarverðlauna Íslands 2022 er í startholunum en framundan er vandasöm vinna við að velja handhafa heiðursverðlauna Hönnunarverðlauna Íslands, viðurkenningu fyrir bestu fjárfestingu í hönnun og svo sjálf aðalverðlaunin, Hönnunarverðlaun Íslands. En hverjir skipa dómnefndina?
24. ágúst 2022

Vilt þú taka að þér sæti varamanns í fulltrúaráði Listahátíðar?

Arkitektafélag Íslands óskar eftir félagsmanni til að taka að sér sæti sem varamaður í fulltrúarráði Listahátíðar en fulltrúarráð er listrænn bakhjarl Listhátíðar.
19. ágúst 2022

Vinningshafar í samkeppni Epal og Paper Collective 2022

Litrík listasýning opnar í Epal Gallerí í dag, þann 19. ágúst í samvinnu við danska fyrirtækið Paper Collective. Sýnd verða vinningsverk úr samkeppni sem haldin var í sumar á meðal skapandi Íslendinga. Útkoman er einstakt úrval af verkum eftir íslenska hönnuði, ljósmyndara og listamenn og munu vinningsverkin nú verða framleidd af Paper Collective. Sýningin stendur yfir dagana 19.08. - 02.09. í Epal Gallerí, Laugavegi 7.
19. ágúst 2022

Nesstofa við Seltjörn-Útgáfuhóf

Nesstofa við Seltjörn eftir Þorstein Gunnarsson arkitekt í útgáfu Þjóðminjasafns Íslands er komin út. Í tilefni útgáfunnar býður Þjóðminjasafn Íslands í útgáfuhóf föstudaginn 19. ágúst kl. 16.00, vegna útgáfu bókarinnar Nesstofa við Seltjörn eftir Þorstein Gunnarsson, arkitekt.
18. ágúst 2022

Sigríður Maack formaður AÍ segir ógáfulegt að spara við uppbyggingu á íbúðarhúsnæði

,,Ógáfulegt að spara við uppbyggingu á íbúðarhúsnæði" segir Sigríður Maack formaður AÍ í samtali við Mbl.is fyrr í vikunni. Þar ræddi hún um mik­il­vægi sál­rænna þátta þegar kem­ur að upp­bygg­ingu á íbúðar­hús­næði og þétt­ingu byggðar.
18. ágúst 2022

Samkeppnir fyrirhugaðar á haustdögum

Til upplýsinga fyrir félagsmenn þá lítur allt út fyrir að það verði fjöldi samkeppna sem mun fara af stað núna í haust.
16. ágúst 2022

FISKUR, FÓTBOLTI, PÓLITÍSK VISTFRÆÐI Á MENNINGARNÓTT

Architectural Association (AA) í London og Listaháskóla Íslands hafa sameinað krafta sína og mótað verkefnið AA Visiting School Iceland (AAVS Iceland). Undanfarnar tvær vikur hafa fjölbreyttur hópur arkitekta- og hönnunarnema undir hatti AAVS ICELAND kynnt sér tengsl veiða og fótbolta og verður afraktur þeirrar rannsóknarvinnu kynntur fyrir almenningi á Menningarnótt 20. ágúst á KexHostel, Kex Hostel, Skúlagötu 28, milli kl. 17.00-19.00.
16. ágúst 2022

Taktu þátt í HönnunarMars 2023!

Búið er að opna fyrir umsóknir í HönnunarMars 2023, sem fer fram í fimmtánda sinn dagana 3. - 7. maí! Að venju mun hátíðin breiða úr sér um Reykjavík og nágrenni með fjölbreyttum sýningum og viðburðum sem endurspegla grósku og nýsköpun hönnunarsamfélagsins.
16. ágúst 2022

Opid kall í Ásmundarsal

Ásmundarssalur óskar eftir tillögum að sýningum, viðburðum eða uppákomum sem fanga fjölbreytileika listarinnar fyrir næsta sýningarár. Frestur til 4. september.
11. ágúst 2022

Hvað hefur skarað fram úr? Opið fyrir ábendingar til Hönnunarverðlauna Íslands 2022

Búið er að opna fyrir ábendingar til Hönnunarverðlauna Íslands 2022 og hægt er að benda á eigin verk eða annarra til miðnættis 29. ágúst 2022. Markmið með ábendingum er að tryggja að afburða verk fari ekki fram hjá dómnefnd og því hvetjum við eigendur góðra verka til þess að tilnefna eigin verk. 

8. ágúst 2022