
Íslensk hönnun lýsir upp borgina
Íslensk hönnun lýsir upp höfuðborgarsvæðið fimmta árið í röð vikuna 16. - 22. október þar sem nýstárleg, fjölbreytt og litrík íslensk hönnun birtist og tekur yfir ljósaskilti í heila viku.
17. október 2025

Daydreaming og Birkihátalarar fá hæstu styrki Hönnunarsjóðs
28 fjölbreytt verkefni á sviði hönnunar og arkitektúrs hlutu styrki Hönnunarsjóðs í seinni úthlutun ársins sem fór fram í Grósku þar sem rúmlega 34 milljónum var úthlutað.
16. október 2025

Opnun sýningarinnar Scenes in Icelandic Deserta eftir arkitektana Joyce Hsiang og Bimal Mendis
Plan B og Slökkvistöðin býður ykkur á opnun sýningarinnar Scenes in Icelandic Deserta eftir arkitektana Joyce Hsiang og Bimal Mendis sunnudaginn 19. október klukkan 14:00.
15. október 2025

Sýning norræna skálans fær önnur verðlaun
Sýning norræna skálans á heimssýningunni EXPO 2025 í Osaka var nýlega verðlaunuð sem besta heildarsýning og -upplifun á Iconic verðlaununum sem veitt eru árlega í Þýskalandi. Þetta eru önnur verðlaun sem sýningin hlýtur í haust. Íslenska hönnunarstofan Gagarín, ásamt dönsku hönnunarstofunni Kvorning og norsk-íslensku arkitektastofunni Rintala Eggertsson, hönnuðu sýninguna í skálanum.
15. október 2025

Ert þú nemi í arkitektúr / landslagsarkitektúr og vilt taka þátt í spennandi vinnustofu í Tallinn í lok nóvember?
Í tilefni þess að á næsta ári eru 35 ár síðan Ísland var fyrst þjóða til að viðurkenna sjálfstæði Lýðveldisins Eistlands ætlar Skipulagssvið Tallinn-borga að efna til nemendasamkeppni um tímabundið hönnunarinngrip á "Íslandstorginu" í Tallinn.
15. október 2025

Fyrirlestur Lyndon Neri og Rossana Hu - Total design
THG arkitektar í samvinnu við Listaháskóla Íslands og Arkitektafélag Íslands boða til viðburðar í húsnæði Listaháskólans í Stakkahlíð 1 þann 23. október í tilefni 30 ára afmælis THG.
14. október 2025

Sérsniðið letur fyrir menningarhús þjóðarinnar
Harpa, tónlistar- og ráðstefnuhús, hefur tekið í notkun nýja íslenska leturgerð sem hönnuðurinn Gabríel Markan teiknaði sérstaklega fyrir húsið. Letrið heitir Harpa Sans og er útfært sérstaklega með Hörpu í huga.
13. október 2025
Hanna Dís með sýningu á hönnunarvikunni í Vín
Hanna Dís Whitehead vöruhönnuður tók þátt á nýafstaðinni hönnunarviku í Vín í Austurríki á sýningu þar sem þemað var öldrun.
8. október 2025

Íslensk hönnun á skjám um alla borg
Miðstöð hönnunar og arkitektúrs, í samstarfi við Billboard, stendur fyrir kynningarátaki fyrir íslenskar hönnunarvörur í fimmta skipti 16. - 22. október næstkomandi.
8. október 2025

Slökkvistöðin leitar að arkitektum til að taka þátt í starfi Slökkvistöðvarinnar
Slökkvistöðin leitar að arkitektum á öllum aldri og af öllum kynjum til að taka þátt í starfi Slökkvistöðvarinnar.
6. október 2025

Hlaupið um arkitektúr!
Í tilefni af alþjóðlegum degi arkitektúrs og Menningarminjadögum Evrópu býður AÍ upp á viðburðinn "Hlaupið um arkitektúr".
1. október 2025

Þema HönnunarMars og DesignTalks 2026
Þema HönnunarMars og DesignTalks 2026 eru tengingar. Í heimi sem bæði er ofurtengdur og aftengdur er spennandi að beina sjónum að þessari knýjandi þörf manneskjunnar fyrir tengsl, að þráðunum sem tengja allt saman og töfrunum sem liggja í tengingunum sjálfum.
1. október 2025

Vonandi bæta dag einhvers og gera heiminn aðeins fallegri
Sigurður Oddsson starfar sem hönnunarstjóri og grafískur hönnuður hjá Aton. Í næstum tvo áratugi hefur hann starfað í hönnunarbransanum bæði í Reykjavík og New York. Næsta víst er að flestir Íslendingar kannist við eitthvað af hans verkum, hvort heldur sem er verðlauna plötukover eða Samfylkingarrósina. Hann er hönnuður í fókus hjá Miðstöð hönnunar og arkitektúrs.
29. september 2025

Nýtt viðmót fyrir byggingarleyfisumsóknir
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) hefur gefið út nýtt og notendavænt viðmót fyrir umsóknir um byggingarleyfi. Með nýju viðmóti hefur ferlið verið einfaldað og gert þægilegra fyrir alla notendur.
25. september 2025

Fullt hús og mikil stemning á fyrsta fyrirlestri haustsins
Miðstöð hönnunar og arkitektúrs stendur fyrir opnum fyrirlestrum í vetur um áhugaverð málefni sem snúa að hönnun og arkitektúr. Fullt hús var á fyrsta viðburði vetrarins.
25. september 2025

Sýning norræna skálans hlýtur gullverðlaun í Osaka
Sýning norræna skálans á heimssýningunni EXPO 2025 í Osaka hlaut gullverðlaun í flokknum Best Exhibit / Display á World Expolympics. Verðlaunin eru veitt fyrir framúrskarandi útfærslur í nýsköpun og upplifunarhönnun á Heimssýningunni en þar eru 193 sýningar. Íslenska hönnunarstofan Gagarín, ásamt dönsku hönnunarstofunni Kvorning og arkitektastofunni Rintala Eggertsson hönnuðu sýninguna í skálanum.
25. september 2025

Að byggja sér bandamenn: Arkitektúr og Marshallaðstoðin 1948-53
Óskar Örn Arnórsson arkitekt og arkitektúrsagnfræðingur verður með fyrirlestur í Grósku miðvikudaginn 22. október kl. 17.
23. september 2025
Opnunarhátíð vegna bókar Trausta Valssonar: „List og hönnun” verður í sal Þjóðarbókhlöðunnar á 2. hæð mánudaginn 2. október kl. 17:00
18. september 2025

Meistaranemar í arkitektúr við Listaháskóla Íslands bjóða á spennandi sýningu í Epal gallerí
Frá 18. til 28. september verður til sýnis úrval verka eftir Einar Sveinsson arkitekt (1906–1973) í Epal gallerí, Laugavegi 7.
18. september 2025

Þátttaka á hönnunarhátíðum skiptir öllu máli
Fischersund listasamsteypan tók þátt í hönnunarvikunni í Helsinki sem er nýafstaðin. Lilja Birgisdóttir, einn af stofnendum Fischersund, segir að þátttakan hafi gengið glimrandi vel og raunar farið fram úr væntingum. „Við í Fischersund tókum þátt í þremur verkefnum á hátíðinni þar sem við sögðum frá ilmgerð okkar fjölskyldunnar og töfrandi ilmheimi Íslands,“ útskýrir Lilja.
15. september 2025