Lendager á Íslandi óskar eftir reynslumiklum arkitekt og/eða byggingarfræðingi til að vinna að spennandi verkefnum

Lendager á Íslandi óskar eftir reynslumiklum arkitekt og/eða byggingarfræðingi til að vinna að spennandi verkefnum.
15. mars 2024

Innsýn- Grugg og Makk

Félag vöru- og iðnhönnuða hefur hafið framleiðslu á örþáttaröðinni Innsýn þar sem markmiðið er að sýna breidd félagsfólks. Þáttaröðin samanstendur af stuttum viðtalsklippum við ólíka hönnuði sem starfa í allskonar geirum og er miðlað á Instagramreikning félagsins @honnudir. Hér eru þeir Kjartan Óli og Sveinn Steinar hönnuðir sem saman reka bruggfyrirtækið Grugg og Makk sem hefur það að leiðarljósi að fanga bragð af stað og stund úr íslenskri náttúru.
15. mars 2024

Vegvísir að mótun rannsóknarumhverfis mannvirkjagerðar kynntur

Vegvísir að mótun rannsóknarumhverfis mannvirkjagerðar hefur verið gefinn út hjá HMS en HMS hefur unnið að honum í rúmt ár.
13. mars 2024

Rán Flygenring á DesignTalks 2024

Hönnuðurinn, listamaðurinn og verðlaunamynd- og rithöfundurinn Rán Flygenring kemur fram á DesignTalks sem fer fram í Hörpu þann 24. apríl.
13. mars 2024

Með sjálfbærni að lífsstarfi - Málþing um Jón Kristinsson arkitekt

Málþing um sjálfbærar lausnir Jóns Kristinssonar arkitekts verður haldið fimmtudaginn 21. mars nk. í tilefni 60 ára starfsafmæli hans.
8. mars 2024

Tilnefningar til FÍT verðlaunanna 2024

FÍT verðlaunin eru árleg fagverðlaun Félags íslenskra teiknara. Hlutverk þeirra er að veita því viðurkenningu sem skarar fram úr á Íslandi í grafískri hönnun og myndlýsingum ár hvert.
8. mars 2024

Guðmundur Lúðvík til umfjöllunar hjá Mohd Magazine

Húsgagnahönnuðurinn Guðmundur Lúðvík segir frá starfi sínu sem hönnuður og samstarfi við Carl Hansen & Søn í viðtali við Mohd Magazine
7. mars 2024

Viltu taka þátt?

Auglýst er eftir framboðum til stjórnarsetu í stjórnir ólíkra verkefna Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs. Um er að ræða eitt sæti í stjórn HönnunarMars, Hönnunarsjóðs, Hönnunarverðlauna og Hönnunarlauna og varamenn.
6. mars 2024

Innsýn- Ólöf Rut Stefánsdóttir

Félag vöru- og iðnhönnuða hefur hafið framleiðslu á örþáttaröðinni Innsýn þar sem markmiðið er að sýna breidd félagsfólks. Þáttaröðin samanstendur af stuttum viðtalsklippum við ólíka hönnuði sem starfa í allskonar geirum og er miðlað á Instagramreikning félagsins @honnudir. Hér er Ólöf Rut Stefánsdóttir, vöru-og motion hönnuður og stjórnanda hjá Ásmundarsal, þar sem hún stýrir til að mynda sýningarhaldi, upplifunum, kynningu og miðlun út á við.
5. mars 2024

Christian Benimana á DesignTalks 2024

Arkitektinn Christian Benimana frá MASS Design Group kemur fram á DesignTalks þann 24. apríl í Hörpu. Benimana er framkvæmdastjóri Mass Design Group í Afríku og er leiðtogi á sviði arkitektúrs í Rúanda og Austur- Afríku. Hann var listrænn stjórnandi sýningarinnar Afritect á Feneyjatvíæringnum í arkitektúr í fyrra.
4. mars 2024

Opinn fyrirlestur um sjálfbærni í arkitektúr frá Arnhildi Pálmadóttur

Arnhildur Pálmadóttir, arkitekt FAÍ, verður með fyrirlestur í Fenjamýri, Grósku á morgun, þriðjudaginn 5. mars kl. 17. Þar mun hún fjalla um eigin verkefni og aðferðafræði í átt að sjálfbærum arkitektúr. Fyrirlesturinn er á ensku og opinn öllum.
4. mars 2024

And Anti Matter í KIOSK

Skapandi vinnustofan And Anti Matter bætist við flóru hönnunarverslunarinnar Kiosk með fatalínuna "Anti Work" sem samanstendur af einstökum handgerðum og -prentuðum frönskum vinnufötum.
27. febrúar 2024

AS WE GROW hanna mottumarssokka ársins

Mottumarssokkarnir í ár eru hannaðir af íslenska hönnunarfyrirtækinu AS WE GROW. Gréta Hlöðversdóttir, Snæfríð Þorsteins og Kamilla Henriau eru hugmyndasmiðirnir og hönnuðirnir á bakvið sokkana sem fara í sölu fimmtudaginn 29. febrúar næstkomandi.
27. febrúar 2024

Tölum um hringrásarhagkerfið! Hvernig getum við auðveldað hringrás í byggingariðnaði á Íslandi?

Tölum um hringrásarhagkerfið! Hvernig getum við auðveldað hringrás í byggingariðnaði á Íslandi? Ef þú vilt hafa áhrif á framtíð hringrásar í byggingariðnaðinum, taktu þátt í viðburði í Grósku (Fenjamýri) þann 28. febrúar kl 13.00 - 15.30. Öll velkomin en skráning á viðburðinn fer fram hér
26. febrúar 2024

Arkitektúr sem afl í kennslu

Fimmtudaginn 29. febrúar verður haldið í Norræna húsinu erindið Arkitektúr sem afl í kennslu þar sem arkitektarnir Guja Dögg Hauksdóttir og Pihla Meskanen, sem einnig er menntaður uppeldisfræðingur, miðla reynslu sinni og þekkingu.
26. febrúar 2024

James Merry á DesignTalks 2024

Hönnuðurinn og listamaðurinn James Merry kemur fram á alþjóðlegu ráðstefnunni DesignTalks í Hörpu 24. Apríl. Hann er þekktur fyrir framúrskarandi handverk sitt og grímugerð.
26. febrúar 2024

Atelier NL á DesignTalks 2024

Hollenska hönnunarstofan Atelier NL fókuserar á möguleika hönnunar í að tengja saman samfélög við verðmæti í nærumhverfi. Lonny van Ryswyck, annar eigandi Atelier NL, kemur fram á DesignTalks sem fer fram í Hörpu þann 24. apríl.
23. febrúar 2024

Nordic Office of Architecture hlýtur fyrstu verðlaun í samkeppni um nýja stúdentagarða á Akureyri

Arkitektastofan Nordic Office of Architecture hlýtur fyrstu verðlaun í samkeppni um hönnun á nýjum stúdentagörðum fyrir Félagsstofnun stúdenta Akureyri (FÉSTA).
22. febrúar 2024

Opið kall - Sýning í Fyrirbæri á HönnunarMars

Gallerí Fyrirbæri, sem er multi komplex skapandi einstaklinga í miðbæ Reykjavíkur, stendur fyrir opnu kalli fyrir sýninguna ANARKIST ~ FAGURFRÆÐI.
22. febrúar 2024