Miðstöð hönnunar og arkitektúrs
    • Nýjast
    • Greinar
    • HönnunarMars
    • Viðtöl
    • Aðsent
    • HönnunarMars
    • Hönnunarverðlaun Íslands
    • Hönnunarsjóður
    • Útlínur framtíðar - hönnunar og arkitektúr stefna
    • Samkeppnir&Valferli
    • Skapalón
    • Góðar leiðir
    • HA – tímarit um íslenska hönnun og arkitektúr
    • Ertu að leita að hönnuði og arkitekt?
    • Verslanir sem selja íslenska hönnun
    • LHÍ hönnun og arkitektúrdeild
    • Hönnunarsafn Íslands
    • Félög hönnuða og arkitekta
    • Hönnunarsjóður
    • Hönnunarverðlaun Íslands
    • Styrkir
    • Samningar
    • Hönnunarnám
    • Ráðstefnur og sýningar
    • Félög hönnuða og arkitekta
    • Arkitektafélag Íslands
    • Félag íslenskra landslagsarkitekta
    • Félag húsgagna- og innanhússarkitekta
    • Félag íslenskra teiknara
    • Fatahönnunarfélag Íslands
    • Félag vöru-og iðnhönnuða
    • Félag íslenskra gullsmiða
    • Leirlistafélag Íslands
    • Textílfélagið
    • Starfsemi og hlutverk
    • Starfsfólk
    • Stjórnir
    • Hafa samband
    • Útgefið efni
  • hönnunarverðlaun Íslands
    • English
    • Íslenska

info@honnunarmidstod.is

  • Facebook
  • Instagram
  • Vimeo
hönnunarverðlaun Íslands
Aftur í HA/fréttir
    • English
    • Íslenska

Árið 2025 kraftmikið og fjölbreytt

30. desember 2025

Árið 2025 sem senn líður  hefur verið kraftmikið og fjölbreytt í Miðstöð hönnunar og arkitektúrs. Hátíðir, verðlaun, úthlutanir, fyrirlestrar, erlend verkefni og ýmsir viðburðir setja sinn svip á síðustu misseri.

Við höfum tekið saman brot af því besta á árinu sem er að líða; helstu áfanga og viðburði í starfsári Miðstöðvarinnar.

HönnunarMars 2025 

HönnunarMars, árleg hátíð hönnunar og arkitektúrs, fór fram í byrjun apríl. Hátíðin var sú 17. í röðinni og venju samkvæmt sprakk dagskráin út í sköpunargleði og takmarkalausri hönnun og list á stór-Reykjavíkursvæðinu þó flestir viðburðir hafi farið fram í miðborginni. 

HönnunarMars er uppskeruhátíð hönnuða og arkitekta, sem opna upp á gátt fyrir almenningi sem fær að koma, sjá og upplifa. Á annað hundrað viðburða, sýninga og opnana voru hluti af metnaðarfullri dagskrá. Eins og alltaf voru öll velkomin og aðgangur ókeypis!

Sá áfangi náðist í ár að nú er HönnunarMars varanleg borgarhátíð Reykjavíkurborgar ásamt tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves. Í rökstuðningi borgarinnar segir m.a. „Með því er tryggt að tvær af mikilvægustu menningarhátíðum borgarinnar, sem styrkja bæði ímynd Reykjavíkur og atvinnulíf, verði hluti af borgarmenningu til framtíðar. Þessar hátíðir hafa sannað sig sem lykilstoðir í menningarlífi Reykjavíkur.“ Og ennfremur. „HönnunarMars hefur sett Reykjavík á heimskortið sem skapandi og framsækna borg, þar sem fjölbreyttar greinar hönnunar og arkitektúrs sameinast í öflugri og faglegri hátíð sem nærir bæði atvinnulíf og samfélag.“ 

Næsti HönnunarMars fer fram 6. - 10. maí 2026 en forsala á DesignTalks er þegar hafin hér.

DesignTalks 2025

Alþjóðlega ráðstefnan DesignTalks, stærsti viðburður HönnunarMars, fór fram í Hörpu í byrjun apríl. Dagurinn var þéttofinn samtölum, sjónrænni og annarri örvun og lauk með skál gesta og fyrirlesara. Þemað á síðasta DesignTalks var uppsprettan. „Að þessu sinni leituðum við í uppsprettuna fyrir innblástur og endurskoðun en hún er bæði upphaf og uppruni. Kyrrlátt ástand - og kvikt í senn,“ einsog Hlín Helga, stjórnandi DesignTalks útskýrði það.

Innlendir og erlendir fyrirlesarar úr ýmsum áttum hönnunar, arkitektúrs og skapandi greina nálguðust þemað úr öllum áttum. Þau fjölluðu m.a. um nýja nálgun í auglýsingagerð, sköpun með gervigreind, samband okkar við jarðveg, arkitektúr sem „fornleifafræði framtíðar”, handverksarfleifðir frumbyggjasamfélaga, tísku, hverfulleika tilveru okkar og fjölskynjunarsögur sem hreyfa við öllum skynfærum.

Feneyjartvíæringurinn 2025 - Lavaforming eða Hraunmyndarnir 

Sýningin Lavaforming, framlag Íslands á Feneyjatvíæringnum, opnaði fyrir fullu húsi 8. maí sl. en þetta var í fyrsta skipti sem Ísland tekur þátt í tvíæringnum í arkitektúr með eigin skála. Arnhildur Pálmadóttir arkitekt og sýningarstjóri á heiðurinn að sýningunni ásamt Arnari Skarphéðinssyni arkitekt, Björgu Skarphéðinsdóttur hönnuði og Sukanyu Mukherjee arkitekt en þau starfa öll hjá s.ap arkitektum. Auk þeirra voru Andri Snær Magnason rithöfundur og Jack Armitage tónlistarmaður og margmiðlunarhönnuður hluti af teyminu.

66 þjóðir tóku þátt í Feneyjatvíæringnum í ár og var Tvíæringurinn í arkitektúr sá mest sótti hingað til en samtals seldust 300 þúsund miðar og á foropnun í Feneyjum mættu tæplega 18 þúsund manns. Sýningin Lavaforming verður sett upp í Listasafni Reykjavíkur og opnar 24. janúar 2026. 

Mikill áhugi og umfjöllun fjölmiðla

Áhugi á sýningunni á Íslandi var áþreifanlegur. Yfir 100 Íslendingar komu á opnunina, en Logi Einarsson ráðherra menningar, nýsköpunar og háskóla opnaði Íslenska skálann. Töluverð umfjöllun og umræða var um Lavaforming í íslenskum fjölmiðlum en eins sýndu erlendir miðlar sýningunni mjög mikinn áhuga. Financial Times valdi Lavaforming sem eina af fimm sýningum sem alls ekki mætti missa af. Eins voru fimm þjóðarskálar dregnir úr á Instagram síðu Dezeen og Ísland var einn þeirra. 

Lavaforming var til umfjöllunar í Designboom, MIT Technical Review, Architectural Record og Architect’s Newspaper. Á heimasíðu Feneyjatvíæringsins er yfirlit yfir erlendar umfjallanir um Lavaforming. 

3 days of design í Kaupmannahöfn í júní 

Miðstöð hönnunar og arkitektúrs í samstarfi við íslenska sendiráðið í Kaupmannahöfn og Íslandsstofu stóð fyrir sýningunni Íslenska vöruhúsið á hönnunarhátíðinni 3 days of design í Kaupmannahöfn í júní. Á sýningunni sameinuðust FÓLK, BAÐ eftir Epal, Fischersund og Flothetta í því að varpa ljósi á íslenska hönnun og vörur byggðar á sameiginlegum menningararfi og sögu Íslendinga. 

Hátíðin 3 days of design hefur verið haldin árlega síðan 2013 og er orðin stærsta hönnunarhátíð Norðurlanda.

Opnunarhóf haustsins - kynningarfundur í byrjun september 

Miðstöð hönnunar og arkitektúrs stóð fyrir öflugum kynningarfundi snemma í haust þar sem hönnuðir og arkitektar komu saman og farið var yfir dagskrá vetrarins; stórir viðburðir á sínum stað en ákveðnar nýjungar líka kynntar inn. Fundurinn var vel sóttur og góð stemning meðal hönnuða og arkitekta.

Hönnuður í fókus 

Meðal nýjunga sl. haust voru efnismikil viðtöl við hönnuð eða arkitekt á heimasíðu Miðstöðvarinnar undir heitinu hönnuður í fókus. Rætt hefur verið við Thelmu Rún Gunnarsdóttur, fatahönnuð, Sigurð Oddsson grafískan hönnuð, Albínu Pálsdóttur arkitekt og Bergþóru Guðnadóttur textílhönnuð. Viðtölin hafa fengið góðan lestur og dreifingu á öllum miðlum Miðstöðvarinnar. 

Tölum um hönnun og arkitektúr - ný fyrirlestraröð
Í haust byrjaði Miðstöðin með nýja fyrirlestraröð undir nafninu Tölum um hönnun og arkitektúr, sem eru mánaðarlegir, opnir fyrirlestrar um áhugaverð málefni er snúa að hönnun og arkitektúr. Viðburðirnir hafa farið fram í stóra salnum í Grósku og mæting farið fram úr væntingum - ljóst að áhuginn er mikill. Til umfjöllunar hafa verið ýmis málefni; gervigreind og hvernig hönnuðir og arkitektar nýta sér hana, nýtt efni og endurnýtt - nýskapandi efnisnotkun og hvernig má skapa nýtt og endurnýta og samkeppnir - eru samkeppnir alltaf málið og skila þær bestu niðurstöðunni. 

Íslensk hönnun á skjám um alla borg 

Miðstöð hönnunar og arkitektúrs, í samstarfi við Billboard, stóð fyrir kynningarátaki fyrir íslenskar hönnunarvörur október sl. þar sem um 50 ólíkar vörur birtust á skjám á áberandi stöðum á höfuðborgarsvæðinu og víðar í eina viku. Ekkert annað efni var á skjánum þessa daga og því um algjöra yfirtöku að ræða og með henni var íslensk hönnun sett í forgrunn!

Hönnunarverðlaun Íslands 

Hönnunarverðlaun Íslands 2025 voru veitt við hátíðlega athöfn 6. nóvember. Fjallahjólið Elja var valið vara ársins, Elliðaárstöð valinn staður ársins og Fischersund valið verk ársins. Þá hlaut Albína Thordarson arkitekt Heiðursverðlaun og Náttúruverndarstofnun viðurkenningu fyrir bestu fjárfestingu í hönnun.

Dagurinn hófst á því að gestir fengu góða innsýn inn í þau níu framúrskarandi og fjölbreyttu verkefni sem tilnefnd voru til verðlaunanna í ár í þremur mismunandi flokkum. Í kjölfarið var svo verðlaunaafhending með tilheyrandi fögnuði.

Úthlutanir úr Hönnunarsjóði 

Tvær úthlutanir voru úr Hönnunarsjóði fóru fram í Grósku á árinu, í mars og nóvember. Í fyrri úthlutun hlutu 27 fjölbreytt verkefni styrk þar sem veittar voru samtals 38 milljónir. Í nóvember fengu 28 verkefni styrk og 34 milljónum var úthlutað. Á árinu bárust 205 umsóknir um almenna styrki þar sem sótt var um 579 milljónir og 75 umsóknir bárust um ferðastyrki þar sem sótt var um rúmlega 33 milljónir.

Norræn hönnun, arkitektúr og menning í Japan

Miðstöð hönnunar og arkitektúrs tók þátt í sameiginlegum norrænum viðburði í Japan þar fjallað var um  norrænan arkitektúr með áherslu á vellíðan, lífsgæði og baðmenningu í samstarfi við Íslandsstofu og Sendiráð Íslands í Japan. Viðburðurinn var skipulagður í samstarfi við systurstofnanir Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs á Norðurlöndunum og var hluti af dagskrá Norðurlandanna á heimssýningunni Expo 2025 Osaka. Óhætt er að segja að mikill áhugi hafi verið meðal gesta sem fjölmenntu á viðburðinn og á norrænni nálgun í byggingarlist og hönnun. Sýningin í samnorræna skálanum sem Gagarín og Rintala Eggertsson auk Kvorning hannaði hefur þegar hlotið alþjóðleg verðlaun á Iconic Awards og World Expolympics.

Íslensk hönnun í Helsinki og Toronto 

Á haustdögum tók Fischersund listasamsteypan þátt í hönnunarvikunni í Helsinki og stofnendur Dýpis fóru til Toronto að taka þátt í viðburði Íslandsstofu Taste of Iceland. Miðstöð hönnunar og arkitektúrs skipuleggur reglulega ferðir hönnuða og arkitekta á viðburði á erlendri grundu en ljóst er að slíkar ferðir hafa mikil og jákvæð áhrif, búa til tengingar út fyrir landsteinana og stuðla að því að íslensk hönnun og arkitektúr ferðist víðar.

Veljum íslenska hönnun undir tréð 

Í aðdraganda aðventunnar stóð Miðstöð hönnunar og arkitektúrs fyrir átaki á sínum miðlum og vakti athygli fjölmiðla á því að íslensk hönnun sé úrvalsgóð hugmynd í jólapakkana. Á vef miðstöðvarinnar eru upplýsingar og yfirlit yfir þær verslanir sem selja íslenska hönnunarvörur; búðir sem selja vörur frá ólíkum hönnuðum, hönnuðir sem selja eigin vörur og netverslanir. Átakið mælist vel fyrir á hverju ári og er mikilvægur liður í því að koma á framfæri þeim gæðum, fjölbreytni og grósku sem einkennir íslenska hönnunarvöru. 

Stjórn og starfsfólk Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs þakkar fyrir frábært samstarf á árinu og óskar öllum gleðilegs árs og farsældar á komandi ári! 

Tengt efni

  • Daydreaming og Birkihátalarar fá hæstu styrki Hönnunarsjóðs

  • HönnunarMars lykilstoð í menningarlífi Reykjavíkur

  • Góðar viðtökur og framhaldslíf Lavaforming

  • Hönnunarverðlaun Íslands veitt í tólfta skipti

  • Horfðu á streymi Dezeen frá síðasta DesignTalks

  • Tilnefningar til Hönnunarverðlauna Íslands 2025

  • Íslenska vöruhúsið opnaði á 3daysofdesign í Kaupmannahöfn

  • „Fyrir mér er hönnun svolítið eins og skáldskapur“

  • Hönnuðir eiga að vera forvitnir og spyrja spurninga

  • Vonandi bæta dag einhvers og gera heiminn aðeins fallegri

  • Fullt hús og mikil stemning á fyrsta fyrirlestri haustsins

  • Íslensk hönnun lýsir upp borgina

  • Árangursrík kynning á íslenskri hönnun og arkitektúr í Japan

Dagsetning
30. desember 2025
Höfundur
Klara Rún Ragnarsdóttir

Deila

  • Facebook
  • Twitter
  • Pinterest

Tögg

  • Greinar
  • Fagfélög
  • 2025

Miðstöð hönnunar og arkitektúrs
Gróska, Bjargargata 1
102 Reykjavik

info@honnunarmidstod.is

  • Facebook
  • Instagram
  • Vimeo
  • Pinterest
© Hönnunarmiðstöð 2025.

Sími 771 2200