Miðstöð hönnunar og arkitektúrs
    • Nýjast
    • Greinar
    • HönnunarMars
    • Viðtöl
    • Aðsent
    • HönnunarMars
    • Hönnunarverðlaun Íslands
    • Hönnunarsjóður
    • Útlínur framtíðar - hönnunar og arkitektúr stefna
    • Samkeppnir&Valferli
    • Skapalón
    • Góðar leiðir
    • HA – tímarit um íslenska hönnun og arkitektúr
    • Ertu að leita að hönnuði og arkitekt?
    • Verslanir sem selja íslenska hönnun
    • LHÍ hönnun og arkitektúrdeild
    • Hönnunarsafn Íslands
    • Félög hönnuða og arkitekta
    • Hönnunarsjóður
    • Hönnunarverðlaun Íslands
    • Styrkir
    • Samningar
    • Hönnunarnám
    • Ráðstefnur og sýningar
    • Félög hönnuða og arkitekta
    • Arkitektafélag Íslands
    • Félag íslenskra landslagsarkitekta
    • Félag húsgagna- og innanhússarkitekta
    • Félag íslenskra teiknara
    • Fatahönnunarfélag Íslands
    • Félag vöru-og iðnhönnuða
    • Félag íslenskra gullsmiða
    • Leirlistafélag Íslands
    • Textílfélagið
    • Starfsemi og hlutverk
    • Starfsfólk
    • Stjórnir
    • Hafa samband
    • Útgefið efni
  • hönnunarverðlaun Íslands
    • English
    • Íslenska

info@honnunarmidstod.is

  • Facebook
  • Instagram
  • Vimeo
hönnunarverðlaun Íslands
Aftur í HA/fréttir
    • English
    • Íslenska

Tilnefningar til Hönnunarverðlauna Íslands 2025

24. október 2025

Hönnunarverðlaun Íslands varpa ljósi á mikilvægi og gæði hönnunar og arkitektúrs á Íslandi með áherslu á áhrif þeirra á lífsgæði, verðmætasköpun og sjálfbærni fyrir samfélagið allt.

Verðlaunin verða afhent í hátíðarsal Grósku fimmtudaginn 6. nóvember nk. Öll velkomin en við biðjum gesti vinsamlegast að skrá sig á viðburðinn hér.

Tilnefnt er í þremur flokkum: Vara // Staður // Verk. Þrjár tilnefningar eru í hverjum flokki. Auk þess verða veitt Heiðursverðlaun Hönnunarverðlaun Íslands og viðurkenning fyrir bestu fjárfestingu í hönnun.

VARA

Oase eru vatnsílát hönnuð af Johanna Seelemann vöruhönnuði fyrir MAKK safnið í Köln en form ílátanna, sem eru úr terracotta leir, eru sótt til eldsneytistanka.

Oase

FÉ er haust- og vetrarlína RANRA 2025, eftir Arnar Má Jónsson og Luke Stevens. FÉ er fatalína þar sem íslensk ull gegnir lykilhlutverki og handverk og nýsköpun mætast í nýjum efnum og fjölbreyttri efnisnotkun.

FÉ

Elja er fjallahjól hannað og framleitt af Lauf Cycles. Elja er fulldempað fjallahjól sem sameinar með einstökum hætti eiginleika fjalla-, keppnis- og borgarhjóls.

Elja

STAÐUR

Félagsbústaðir á Sjómannaskólareit eftir s.ap arkitekta er einstakt verk í íslenskri mannvirkjagerð þar sem félagslegt hlutverk, fagurfræði og metnaðarfull sjálfbærni eru ofin saman í heildstæða hönnun.

Félagsbústaðir á Sjómannaskólareit

Elliðaárstöð er nýr áfangastaður með ólíkum rýmum og fjölbreytilegri upplifun í Elliðaárdal, hönnuð af Tertu þverfaglegu hönnunarteymi í samstarfi við Orkuveituna.

Elliðaárstöð

Stöng - (Endur)túlkun er hönnun og yfirbygging yfir uppgröft fornminja frá landnámstíð í Þjórsárdal eftir SP(R)INT STUDIO.

Stöng - (Endur)túlkun

VERK

Lavaforming er framsækin rannsókn og sýn s.ap arkitekta þar sem ógnvekjandi náttúruöflum er breytt í verðmæt og sjálfbær byggingarefni.

Lavaforming

Dýpi er málning sem gerð er úr kalkþörungum úr Arnarfirði á Vestfjöðum. Málningin, sem er umhverfisvæn, plastlaus og andar einstaklega vel, er þróuð af Sirrý Ágústsdóttur frumkvöðli og Árnýju Þórarinsdóttur arkitekt.

Dýpi

Fischersund talar til allra skilningarvita í gegnum ilm, tónlist og myndlist. Frá stofnun Fischersunds hefur skynheimurinn stækkað og styrkst um leið og verkum og vörum hefur fjölgað.

Fischersund

Miðstöð hönnunar og arkitektúrs stendur að verðlaununum, í samstarfi við Hönnunarsafn Íslands og Listaháskóla Íslands, með stuðningi frá Íslandsstofu, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, Grósku, Vísindagörðum Háskóla Íslands og Bláa Lóninu.

Tengt efni

  • Fischersund tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands 2025

  • Stöng - (Endur)túlkun er tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands 2025

  • FÉ tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands 2025

Dagsetning
24. október 2025
Höfundur
Klara Rún Ragnarsdóttir

Deila

  • Facebook
  • Twitter
  • Pinterest

Tögg

  • Hönnunarverðlaun Íslands
  • Fagfélög
  • Greinar

Miðstöð hönnunar og arkitektúrs
Gróska, Bjargargata 1
102 Reykjavik

info@honnunarmidstod.is

  • Facebook
  • Instagram
  • Vimeo
  • Pinterest
© Hönnunarmiðstöð 2025.

Sími 771 2200