Miðstöð hönnunar og arkitektúrs
    • Nýjast
    • Greinar
    • HönnunarMars
    • Viðtöl
    • Aðsent
    • HönnunarMars
    • Hönnunarverðlaun Íslands
    • Hönnunarsjóður
    • Útlínur framtíðar - hönnunar og arkitektúr stefna
    • Samkeppnir&Valferli
    • Skapalón
    • Góðar leiðir
    • HA – tímarit um íslenska hönnun og arkitektúr
    • Ertu að leita að hönnuði og arkitekt?
    • Verslanir sem selja íslenska hönnun
    • LHÍ hönnun og arkitektúrdeild
    • Hönnunarsafn Íslands
    • Félög hönnuða og arkitekta
    • Hönnunarsjóður
    • Hönnunarverðlaun Íslands
    • Styrkir
    • Samningar
    • Hönnunarnám
    • Ráðstefnur og sýningar
    • Félög hönnuða og arkitekta
    • Arkitektafélag Íslands
    • Félag íslenskra landslagsarkitekta
    • Félag húsgagna- og innanhússarkitekta
    • Félag íslenskra teiknara
    • Fatahönnunarfélag Íslands
    • Félag vöru-og iðnhönnuða
    • Félag íslenskra gullsmiða
    • Leirlistafélag Íslands
    • Textílfélagið
    • Starfsemi og hlutverk
    • Starfsfólk
    • Stjórnir
    • Hafa samband
    • Útgefið efni
  • hönnunarverðlaun Íslands
    • English
    • Íslenska

info@honnunarmidstod.is

  • Facebook
  • Instagram
  • Vimeo
hönnunarverðlaun Íslands
Aftur í HA/fréttir
    • English
    • Íslenska

Elja tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands 2025

21. október 2025

Elja er fjallahjól hannað og framleitt af Lauf Cycles. Elja er fulldempað fjallahjól sem sameinar með einstökum hætti eiginleika fjalla-, keppnis- og borgarhjóls. Elja er tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands 2025 í flokknum vara.

Elja er fyrsta fjallahjól Lauf Cycles og óhætt er að segja að hönnun hjólsins miði öll að því að gera upplifun hjólreiðamannsins einstaka. Með Elju setur Lauf Cycles á markað hjól sem hefur tæknilega sérstöðu í heimi fjallareiðhjóla, hvor tveggja í keppni og leik, en Elja er líka öruggt samgöngutæki í hvers kyns veðri. Þrátt fyrir flóknar tæknilegar lausnir gera eiginleikar hjólsins það að verkum að hægt er að nýta það sem samgöngutæki innan bæjar- og borgarmarka. Þó hjólið sé borgarhjól er hvergi slegið af gæðum þess eða eiginleikum sem fjallahjóls sem gerir notendum kleift að hjóla milli staða árið um kring og í verra veðri en hingað til hefur þekkst. 

Snilld hönnunarinnar liggur ekki síst í afturhluta hjólsins þar sem Elja hefur einn snúningspunkt í fjöðrun sinni, en venjulega er mun flóknara fjöðrunarkerfi í slíkum hjólum. Útfærsla Elju miðar að því að ná fram hámarksvirkni með sem einföldustum hætti.

Afturfjöðrun hjólsins (e. Lauf Single Pivot - LSP) er uppfinning Lauf Cycles og styrkur þess og einkenni á erfiðum alþjóðlegum markaði. Uppfinningin gerir Lauf Cycles kleift að hverfa aftur í einfaldari uppbyggingu á stelli hjólsins. Hjólið er fáanlegt í tveimur gerðum, „trail“ útgáfu og svokallaðri „xc“ útgáfu, en hin síðarnefnda er hönnuð með sérstöku tilliti til keppna.

Áhersla er lögð á gæði og vandaðan efnivið svo hjólið endist árum saman. Þá er hvert hjól framleitt í takmörkuðu magni og þannig gilda lögmál hægrar framleiðslu og umhverfisábyrgðar í stefnu fyrirtækisins.

–

Lauf Cycles var stofnað árið 2011 og markaði sér upphaflega sérstöðu í heimi hjólreiða með byltingarkenndri hönnun fjöðrunargaffli fyrir reiðhjól sem var sérstaklega hannaður fyrir lítil högg. Gaffallinn tryggði Lauf Cycles á sínum tíma sterka og áberandi stöðu í heimi malarhjólreiða. Stofnendur eru Benedikt Skúlason og Guðberg Björnsson. Félagið byrjaði í bílskúr í Grafarvoginum en er í dag alþjóðlegt hjólafyrirtæki með 25 starfsmenn. Höfuðstöðvarnar eru í Reykjavík en framleiðsla fer öll fram í verksmiðju Lauf í Bandaríkjunum.

Verðlaunaafhending Hönnunarverðlauna Íslands 2025 fer fram í Grósku þann 6. nóvember næstkomandi ásamt samtali því tengdu. Taktu daginn frá!

Hönnunarverðlaun Íslands varpa ljósi á mikilvægi og gæði hönnunar og arkitektúrs á Íslandi með áherslu á áhrif þeirra á lífsgæði, verðmætasköpun og sjálfbærni fyrir samfélagið allt. Hönnunarverðlaun Íslands verða veitt í tólfta sinn í ár og eru veitt í þremur flokkum: Vara // Staður // Verk. Auk þess verður veitt viðurkenning fyrir Bestu fjárfestingu í hönnun og Heiðursverðlaun Hönnunarverðlauna Íslands. 

Það er Miðstöð hönnunar og arkitektúrs sem stendur að verðlaununum, í samstarfi við Hönnunarsafn Íslands og Listaháskóla Íslands, með stuðningi frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, Íslandsstofu, Grósku, Vísindagörðum Háskóla Íslands og Bláa Lóninu. 

Tengt efni

  • FÉ tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands 2025

  • Oase tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands 2025

  • Íslensk hönnun lýsir upp borgina

Dagsetning
21. október 2025
Höfundur
Klara Rún Ragnarsdóttir

Deila

  • Facebook
  • Twitter
  • Pinterest

Tögg

  • Hönnunarverðlaun Íslands
  • Fagfélög
  • Greinar

Miðstöð hönnunar og arkitektúrs
Gróska, Bjargargata 1
102 Reykjavik

info@honnunarmidstod.is

  • Facebook
  • Instagram
  • Vimeo
  • Pinterest
© Hönnunarmiðstöð 2025.

Sími 771 2200