Listaháskóli Íslands er með námbraut í hönnun- og arkitektúr til BA og MA prófs. Í deildinni er lögð áhersla á að nemendur kunni skil á fræðilegum forsendum hönnunar og geti út frá þekkingu sinni tekið ábyrga afstöðu til umhverfis og samfélags.

Hönnun snýst að vissu leyti um að koma auga á möguleikana í því sem hefur enn ekki átt sér stað. Nemendur eru því stöðugt hvattir til að leita nýrra lausna og leiða og leggja sérstaka rækt við frumleika, ímyndunarafl og gagnrýninn hugsunarhátt.

Markmið hönnunar- og arkitektúrdeildar:

  • að bjóða upp á metnaðarfullt nám og kennslu
  • að þróa lærdómssamfélag kennara og nemenda
  • að þróa þverfagleg samvinnuferli í hönnun
  • að vinna að sjálfbærni
  • að byggja upp rannsóknamenningu sem styður sameiginlega þekkingarsköpun
  • að takast á við samtímaáskoranir í samfélaginu með aðferðafræði hönnunar
  • að koma menningu hönnunar á framfæri sem hreyfiafli í samfélaginu
  • að stuðla að uppbyggilegum breytingum í samfélaginu

Svipmyndir frá starfssemi skólans

Þar sem hönnun er breytingarafl til aukinna lífsgæða er mikil áhersla lögð á að nemendur takist á við þau málefni sem efst eru á baugi í samfélaginu. Miklu skiptir að beina athyglinni að staðbundnum aðstæðum í hnattrænu samhengi og að takast á við þá öfga sem felast í því að búa í fámennu landi með víðáttumikilli og stórbrotinni náttúru. 

Áhersla er lögð á að skilja hefðbundið og sögulegt samhengi fræðigreinanna sem námsbrautirnar tengjast og að bera fram nýjar spurningar um viðeigandi gildissvið, gerð og framleiðsluferli í nútímasamhengi. Allar faggreinar hönnunar verða að takast á við takmarkaðan aðgang að auðlindum. Nýsköpun þarf því að ígrunda vel og setja í samhengi við kerfisbundna sjálfbærni, að því er varðar nýtingu auðlinda, framleiðsluferla og lífsferil hráefna. 

Listaháskóli Íslands var stofnaður árið 1999. Rektor skólans er Fríða Björk Ingvarsdóttir. 

Í Listaháskóla Íslands eru fimm deildir, en innan þeirra eru starfræktar bæði námsbrautir á bakkalárstigi og á meistarastigi. Skólinn er miðstöð æðri listmenntunar á Íslandi og með viðurkenningu stjórnvalda á fræðasviði lista.

iceland_university_of_the_arts
Nemendur á öðru ári í arkitektúr kynntu verkefnið 'Þrettán sögur frá Höfða' í Ráðhúsi Reykjavíkur rétt fyrir jól.
iceland_university_of_the_arts
Hönnunar- og arkitektúrdeild verður til staðar á Instagram og Facebook í dag. Birna Sísí nemandi á fyrsta ári í vöruhönnun sér um Story, ekki hika við að senda henni spurningar. Hér má sjá myndir frá sýningu hönnunarnema á Háskóladaginn 2020. Hlökkum til dagsins með ykkur!