Bianca Carague með opinn fyrirlestur við hönnunardeild LHÍ

25. janúar 2021

Bianca Carague heldur opinn fyrirlestur við hönnunardeild Listaháskóla Íslands miðvikudaginn 27. janúar klukkan 14:00 á Microsoft Teams. Carague er hönnuður og rannsakandi sem skoðar samtímamenningu útfrá fjölbreyttum og óvæntum sjónarhornum.

Carague trúir því að breytingar eigi sér stað með samstarfi og samtali, svo þrátt fyrir að hún sé jákvæð í garð tækniþróunnar er hún enn áhugasamari um að skoða og opna fyrir þá möguleika sem búa í manneskjunni. 

Hún lauk meistaranámi í samfélagshönnun (Social Design) við Hönnunar akademíuna í Eindhoven árið 2020 og einblínir á að brúa samfélagsleg áhrif, hönnun og tækni.  

Meðal þess sem Bianca hefur gert er að nýta Minecraft tölvuleikinn til að hjálpa fólki að kljást við stress og kvíða, þar sem ákveðnir helgisiðir innan tölvuleiksins og virkni stýrðu för. Nú hefur hún stækkað þá þjónustu og skapað vettvang þar sem enn fleira fólk getur verið á staðnum samtímis og fengið fjölbreytta þjónustu. 

Nýjasta verkefni hennar Bump Galaxy, sem varð til í sóttkví, er sýndarveruleiki þar sem boðið er upp á geðheilbrigðisþjónustu. Þennan veruleika byggði hún fyrst í tölvuleiknum Minecraft. Í kjölfar heimsfaraldurs varð þessi geðhjálpar vettvangur enn mikilvægari þar sem að fólk þarfnaðist nándar í stafrænu formi. Bump Galaxy var sýnt á Hollensku Hönnunarvikunni 2020 (Dutch Design Week), þar sem kom ekki á óvart að þemað var „Hin nýja nánd.“ Með því að skilgreina sig sem umönnunaraðila í stað þess að vera þátttakandi í leiknum vaknaði tilhlökkun hjá henni til þess að byggja upp mildari framtíð á Internetinu, án aðgreiningar.   

Dagsetning
25. janúar 2021
Höfundur
Álfrún Pálsdóttir

Tögg

  • Greinar
  • Fyrirlestur
  • Listaháskóli Íslands