Hönnunarsafn Íslands safnar, varðveitir, rannsakar, miðlar og heldur sýningar á íslenskri hönnun og handverki frá árinu 1920 til dagsins í dag.


Hönnunarsafn Íslands samanstendur af: SÝNINGARSAL þar sem skipt er um sýningu tvisvar á ári, VINNUSTOFUDVÖL þar sem hönnuðir vinna fyrir opnum tjöldum og gestir geta kynnt sér aðferðafræði hönnuða og verk, SAFNIÐ Á RÖNGUNNI er rými sem er tileinkað annsóknum á hönnun og er opið fyrir gesti og síðast en ekki síst er það SAFNBÚÐIN þar sem finna má verk eftir um 30 íslenska hönnuði.

Safnið er nú staðsett við Garðatorg 1 og starfar sem stofnun á vegum bæjarfélagsins. Forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands er Sigríður Sigurjónsdóttir. 

Opnunartímar eru alla daga milli 12-17,  nema lokað er á mánudögum.