Stjórnir
Stjórnir og starfshættir
Fjöldi manns sitja í ólíkum stjórnum og ráðum Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs. Má þar nefna hluthafahópur, stjórn miðstöðvarinnar sjálfrar, framkvæmdastjórn, stjórn HönnunarMars, stjórn Hönnunarsjóðs, og dómnefnd Hönnunarverðlauna. Auk þess skipar Miðstöðin fulltrúa í ýmsar stjórnir, ráð og nefndir meðal annars á vegum stjórnvalda.
Miðstöð hönnunar og arkitektúrs er í eigu félaganna níu, en í stjórn sitja fimm manns, þar af þrír aðilar skipaðir úr hluthafahópi og tveir aðilar úr atvinnulífi.
Stjórn mótar félaginu stefnu og hefur eftirlit með því að henni sé framfylgt, stuðlar að vexti og viðgangi félagsins og hefur yfirumsjón með rekstri. Stjórninni ber að gæta jafnt hagsmuna allra hluthafa.
Hlutverk hluthafahópsins er að taka þátt í að móta stefnu og vinna að faglegum markmið Miðstöðvarinnar ásamt því að hvetja til umræðu, fræðslu og viðburða. Hluthafahópur kýs á aðalfundi fulltrúa félaganna í stjórn Miðstöðvarinnar og í aðrar stjórnir og ráð á vegum Miðstöðvarinnar svo sem HönnunarMars, Hönnunarsjóð, Hönnunarverðlaun Íslands, úthlutunarnefnd hönnunarlauna, Myndstef o.s.frv. Í störfum sínum skal hluthafahópur vinna að hagsmunum allra hluthafa og gæta þess að einstaklingar sem kosnir eru búi yfir nægilegrar þekkingu, reynslu og hæfni til að rækta hlutverk sitt.
Stjórn 2023- 2024
Rósa Dögg Þorsteinsdóttir
Formaður stjórnar MH&A Formaður Félags húsgagna- og innanhúsarkitektarosa@ljosark.isÞórunn Hannesdóttir
Varaformaður stjórnar MH&A Formaður Félags vöru- og iðnhönnuðathorunn@faerid.comGísli Arnarson
Helga Valfells
fjárfestir og eigandi Crowberry Capital.
Hluthafahópur 2023-2024
Rósa Dögg Þorsteinsdóttir
Formaður stjórnar MH&A Formaður Félags húsgagna- og innanhúsarkitektarosa@ljosark.isÞórunn Hannesdóttir
Varaformaður stjórnar MH&A Formaður Félags vöru- og iðnhönnuðathorunn@faerid.comGísli Arnarson
Erla Björk Baldursdóttir
Formaður Fatahönnunarfélags Íslandsfatahonnunarfelag@honnunarmidstod.isHelga Guðrún Vilmundardóttir
Inga Rut Gylfadóttir
Fulltrúi Félags íslenskra landslagsarkitektaingarut@landslag.isBrynhildur Þórðardóttir
gjaldkeri og fulltrúi Textílfélagsinsluka.artdesign@gmail.comDaði Harðarsson
Formaður Leirlistafélags Íslandsdadi@nyjarviddir.isÞorbergur Halldórsson
Félag íslenskra gullsmiða
HönnunarMars
Stjórn HönnunarMars er skipuð af hluthafahóp Miðstöðvarinnar. Í henni sitja þrír fulltrúar félaganna og tveir fulltrúar atvinnulífs. Framkvæmdastjóri Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs er ráðgjafi stjórnar. Stjórnarmenn eru skipaðir til 3 ára í senn.
Stjórn HönnunarMars 2023-2024
Anton Jónas Illugason
Nils Wiberg
Viðmótshönnuðurnils@gagarin.isElín Hrund Þorbergsdóttir
Félag vöru- og iðnhönnuðaHrólfur Jónsson
Framkvæmdastjóri Vísindagarða Háskóla ÍslandsSalóme Guðmundsdóttir
Stjórnendaráðgjafi og stjórnarkona
Hönnunarsjóður
Í stjórn Hönnunarsjóðs sitja 5 stjórnarmenn skipaðir til þriggja ára í senn, þrír eru skipaðir af stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs og tveir frá menningar- og viðskiptaráðuneyti. Annar þeirra er jafnframt formaður stjórnar.
Stjórn Hönnunarsjóðs 2023-2024
Guðrún Inga Ingólfsdóttir
Formaður stjórnar, skipuð af menningar- og viðskiptaráðuneytiSteinunn Vala Sigfúsdóttir
Hönnuður, skipuð af menningar- og viðskiptaráðuneytiHelgi Steinar Helgason
Arkitekt, skipaður af Miðstöð hönnunar og arkitektúrsGuðrún Ragna Sigurjónsdóttir
Fatahönnuður, skipuð af Miðstöð hönnunar og arkitektúrsÞorleifur Gunnar Gíslason
grafískur hönnuður, FÍT
Dómnefnd Hönnunarverðlauna
Er skipuð átta fagmönnum úr hópi hönnuða og arkitekta, þremur skipuðum af stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs, einum skipuðum frá Hönnunarsafni, sem jafnframt er formaður, einum fulltrúa frá Listaháskóla Íslands, einum utanaðkomandi, einum erlendum fulltrúa auk fulltrúa frá Samtökum iðnaðarins.
Varamenn dómnefndar eru: Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir, vöruhönnuður, María Kristín Jónsdóttir, vöruhönnuður, Katrín María Káradóttir, fatahönnuður, Hrefna Sigurðardóttir, grafískur hönnuður, Arnhildur Pálmadóttir, arkitekt og Sigurlína Margrét Osuala, keramiker.
Dómnefnd Hönnunarverðlauna Íslands 2022-2023
Sigríður Sigurjónsdóttir
formaður dómnefndar Hönnunarverðlauna ÍslandsEva María Árnadóttir
Fatahönnuður og sviðsforseti arkitektúrs, hönnunar og myndlistar við Listaháskóla ÍslandsGuðrún Sóley Gestsdóttir
Dagskrágerðakona og menningarýnirHalldór Eiríksson
Arkitekt og eigandi TARKErling Jóhannesson
Gullsmiður og forseti BÍLMargrét Kristín Sigurðardóttir
Almannatengsla - og samskiptastjóri Samtaka iðnaðarins.Tor Inge Hjemdal
Arkitekt og framkvæmdastjóri DOGA
Hönnunarlaun
Stjórn Miðstöðvarinnar tilnefnir þrjá fulltrúa og þrjá varafulltrúa í úthlutunarnefnd hönnunarlauna, hver fulltrúi situr í þrjú ár þannig að ávallt er einn nýr tilnefndur á ári.
Emilía Borgþórsdóttir
Félag vöru- og iðnhönnuðaErla Björk Baldursdóttir
Formaður Fatahönnunarfélags Íslandsfatahonnunarfelag@honnunarmidstod.isRagnar Frank Kristjánsson
FÍLA - félag íslenskra landslagsarkitekta
Fulltrúar í stjórn Myndstef
Magnea Einarsdóttir
Fatahönnunarfélagiðmagnea@magneaeinarsdottir.comArna Arnardóttir
fagráð, Félag íslenskra gullsmiðaarnastjarna@hotmail.com
Fulltrúaráð Listahátíðar
Miðstöð hönnunar og arkitektúrs á sæti í fulltrúaráði Listahátíðar.
Halla Helgadóttir
Fulltrúi Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs í faghóp menningar,- íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar
María Kristín Jónsdóttir
varaformaður, Hönnunarverðlaun Íslands
Siðareglur
Skipun í stjórnir
Gæta skal að jafnvægi á milli greina, kynja og aldurs við val á fulltrúum í stjórnir, ráð og nefndir. Fulltrúi sem tekur sæti í stjórn, ráði, nefnd eða vinnuhópi fyrir hönd Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs situr fyrir hönd allra faghópa og þarf að hafa góða og yfirgripsmikla þekkingu á greinum hönnunar og arkitektúrs, vinna faglega og sýna hlutleysi. Almennt er ekki gert ráð fyrir að fulltrúar í stjórnum taki að sér greidd verkefni fyrir Miðstöð hönnunar og arkitektúrs. Komi upp sú staða að stjórnendur telji það mikilvægt þá þarf að bera þá ráðstöfun undir stjórn miðstöðvarinnar.
Í stjórnum og nefndum skal almennt miðað við 3 ár en mögulegt er að gefa kost á setu í tvö tímabil eða 6 ár. Gæta þarf að ekki sé mörgum fulltrúum skipt út í einu til að tryggja samfellu og stöðugleika í starfinu.
Val fulltrúa í dómnefndir / valnefndir
Gæta skal að jafnvægi á milli greina, kynja og aldurs við val á fulltrúum í dómnefndir / valnefndir. Fulltrúi í dómnefnd / valnefnd þarf að hafa mjög góða þekkingu á hönnunargreinum vera faglegur og óhlutdrægur. Mikilvægt er að vandað sé vel til verka við dómnefndarstörf og gæti vel að vanhæfi áður en þau hefjast. Ávallt skal skipa varamenn vegna mögulegs vanhæfis.
Vanhæfni
Fulltrúi telst vanhæfur: hafi viðkomandi tekið með beinum eða óbeinum hætti þátt í verkefni sem fjallað er um; ef viðkomandi er maki, skyldur eða mægður aðila sem á þátt í verkefni sem fjallað er um; ef viðkomandi á hagsmuna að gæta í verkefni sem fjallað er um; ef fyrir hendi eru aðstæður sem gefa tilefni til að draga óhlutdrægni viðkomandi í efa með réttu.
Sá sem er vanhæfur til að sinna dómnefndarstörfum eða öðrum störfum (þar sem gæta þarf að vanhæfi) má ekki taka þátt í undirbúningi, meðferð eða úrlausn þeirra. Formaður stjórnar, dómnefndar eða sá sem hefur með málið að gera þarf að ganga úr skugga um að allir fulltrúi dómnefndar eða annarra starfa séu hæfir. Reynist svo ekki vera þarf að gera viðeigandi ráðstafanir áður en störf hefjast. Fulltrúi dómnefndar eða annarra starfa þarf að láta umsvifalaust vita um meint vanhæfi svo hægt sé að bregðast strax við.
Stjórnir og starfsmenn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs skulu vera meðvitaðir um: að vinna af fagmennsku, taka tillit til ólíkra greina hönnunar og gæta hlutleysins; að unnið er á beiðu sviði íslenskrar hönnunar og arkitektúrs; að þekking, reynsla og tengsl sem skapast í starfi fyrir Miðstöð hönnunar og arkitektúrs þurfa að lifa þar áfram; að verkefnin sem unnin eru eiga að þjóna mörgum og vera mikilvæg fyrir breiðan hóp hönnuða / arkitekta – að hygla ekki einum hópi eða einstaklingum umfram aðra.