
Hátíð í bæ hjá hönnuðum um helgina
Nú er desember genginn í garð í allri sinni dýrð og aðventan framundan með fjölda viðburða fyrir öll. Nú um helgina fara fram ýmsir hönnunartengdir viðburðir sem vert er að gefa gaum. Hér er yfirlit yfir hönnunartengda viðburðadagskrá helgarinnar.

Opið fyrir umsóknir í Hönnunarsjóð
Opið er fyrir umsóknir í Hönnunarsjóð. Um er að ræða fyrri úhlutun ársins 2024 en umsóknarfrestur rennur út þann 21. febrúar 2024. Hægt er að sækja um þrjár tegundir styrkja auk ferðastyrkja. Úthlutun fer fram 21. mars 2024 en umsóknarfrestir ársins 2024 eru nú aðgengilegir á heimasíðu sjóðsins.

Kaupaekkertbúðin opnar
KAUPAEKKERTBÚÐIN opna - eina búðin í heiminum sem selur allt (og ekkert). Fyrrum hótelstjórar Nýlundabúðarinnar, hönnuðirnir Rán Flygenring og Elín Elísabet Einarsdóttir, bjóða nú upp á heimsins mesta vöruúrval í KAUPAEKKERTBÚÐINNI. Verslunin opnaði í gær og verður opin alla daga til sunnudags, 3. desember.

Fyrsta vörulína Miklo frumsýnd í Mikado
Íslenska hönnunarstúdíóið Studio Miklo frumsýnir fyrstu vörulínu sína í versluninni Mikado. Vörulínan samanstendur af handmótuðum munum úr steinleir sem einkennast af hringlaga formum án upphafs og enda.

Fræðsla og umræður um neikvæð áhrif ofneyslu og offramleiðslu
66°Norður í samstarfi við Miðstöð hönnunar og arkitektúrs og Festu - miðstöð um sjálfbærni stóðu í síðustu viku fyrir viðburðinum Erum við að kaupa til að henda? í Grósku. Markmiðið með viðburðinum var að fræða og ræða neikvæð áhrif ofneyslu og offramleiðislu þar sem sérfræðingar og hönnuðir stigu á stokk ásamt áhugaverðum pallborðsumræðum.

Björn Blumenstein hannar jólakött Rammagerðarinnar 2023
Hinn árlegi jólaköttur Rammagerðarinnar er kominn til byggða fjórða árið í röð en að þessu sinni er hönnun hans í höndunum á Birni Blumenstein, vöruhönnuði.

Sýningin Skilaboð opnar í Hönnunarsafni Íslands
Grafísku hönnuðirnir Katla Einarsdóttir og Una María Magnúsdóttir opna nýja sýningu í Hönnunarsafni Íslands, föstudaginn 24. nóvember kl. 17 sem ber nafni Skilaboð.

Erum við að kaupa til að henda?
66°Norður, Miðstöð hönnunar og arkitektúrs og Festa standa fyrir málstofa í Grósku 23. nóvember kl. 9-10:30 sem fjallar um mikilvægi hringrásar í fatnaði og hönnun. Örerindi og pallborðsumræður um þetta mikilvæga málefni.

Framúrskarandi fögnuður á Hönnunarverðlaunum Íslands 2023
Það var mikið um dýrðir í Grósku þann 9. nóvember þegar Hönnunarverðlaun Íslands voru afhent með pompi og pragt. Dagurinn hófst á því að gestir fengu góða innsýn inn í þau níu framúrskarandi og fjölbreyttu verkefni sem tilnefnd voru til verðlaunanna í ár í þremur mismunandi flokkum. Í kjölfarið var svo verðlaunaafhending með tilheyrandi fögnuði.

Eldhúsumræður með smakki
Á sunnudaginn, 19. nóvember fara fram tveir fyrirlestrar í Hönnunarsafni Íslands sem fjalla um eldhús þar sem m.a verður boðið upp á smá smakk frá mismunandi tímabilum á meðan á fyrirlestrunum stendur.

Pítsustund er Verk ársins á Hönnunarverðlaunum Íslands 2023
Pítsustund eftir Fléttu og Ýrúrarí er sigurvegari í flokknum Verk á Hönnunarverðlaunum Íslands 2023 fyrir að vera frumlegt og gott dæmi um hvernig hönnun getur vakið fólk til umhugsunar með eftirminnilegri upplifun og áhugaverðri félagslegri tilraun.

Edda, hús íslenskunnar er Staður ársins á Hönnunarverðlaunum Íslands
Edda, hús íslenskunnar eftir Hornsteina arkitekta er sigurvegari í flokknum Staður á Hönnunarverðlaunum Íslands 2023 fyrir einkennandi og áhrifamikil bygging sem sameinar varðveislu og aðgengi almennings að íslenskum menningarverðmætum til framtíðar.

Loftpúðinn er Vara ársins á Hönnunarverðlaunum Íslands 2023
Loftpúðinn eftir Fléttu fyrir FÓLK Reykjavík er sigurvegari í flokknum Vara á Hönnunarverðlaunum Íslands 2023 fyrir að vera nútímalegir, einstakit og fallegir auk þess að vera frábært dæmi um nýskapandi hönnun með áherslu á hringrás.

Sigrún Guðjónsdóttir „Rúna” hlýtur heiðursverðlaun Hönnunarverðlauna Íslands 2023
Heiðursverðlaunahafi Hönnunarverðlauna Íslands 2023 er Sigrún Guðjónsdóttir „Rúna” fyrir framlag sitt til leirlistar og brautryðjendastarf á því sviði hér á landi.

Angústúra hlýtur viðurkenningu fyrir bestu fjárfestingu í hönnun 2023
Angústúra bókaforlag hlýtur viðurkenningu fyrir bestu fjárfestingu í hönnun á Hönnunarverðlaunum Íslands 2023 en bókaforlagið hefur frá upphafi átt í samstarfi við leiðandi hönnuði og átt sinn þátt í skrásetningu á hönnunarsögu landsins.

Fögnum framúrskarandi íslenskri hönnun 9. nóvember
Afhending Hönnunarverðlauna Íslands 2023 fer fram í Grósku þann 9. nóvember. Fyrir verðlaunaafhendinguna verður sjónum beint að þeim fjölbreyttu verkum sem hljóta tilnefningu til í ár og gestum gefst tækifæri til að fá innsýn og taka þátt í samtali um þau.

Tilnefningar til Hönnunarverðlauna Íslands 2023
Níu framúrskarandi tilnefningar eru til Hönnunarverðlauna Íslands 2023 í þremur flokkum. Afhendinga verðlaunanna ásamt samtali þeim tengt fer frá þann 9. nóvember í Grósku. Kynntu þér tilnefningarnar hér.

SP(R)INT STUDIO og Nissen Richards Studio vinna samkeppni um sýningu í gestastofu í Mývatnssveit
Niðurstöður hafa verið birtar í hönnunarsamkeppni um sýningu í nýrri gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs og Umhverfisstofnunar í Mývatnssveit. Það var fransk-íslenska hönnunarfyrirtækið SP(R)INT STUDIO ásamt Nissen Richards Studio sem bar sigur úr býtum en þrjár tillögur voru í lokasamkeppninni eftir forval hjá Ríkiskaupum, Miðstöð hönnunar og arkitektúrs og Vatnajökulsþjóðgarði.

Glóð um jólin til styrktar Konukoti
Glóð er nýr íslenskur hönnunargripur, kertastjaki, hannaður af Erling Jóhannessyni gullsmiði og seldur til styrktar Konukoti, neyðarskýli fyrir húsnæðislausar konur. Með kaupum á Glóð er þannig hægt að sameina í einni gjöf vandaða íslenska hönnun og stuðning við nauðsynlega starfsemi í þágu þess stóra hóps sem reiðir sig á starfsemi Konukots.

Rán Flygenring hlýtur barna- og unglingabókaverðlaun Norðurlandaráðs
Mynda- og rithöfundurinn Rán Flygenring hlaut barna- og unglingabókaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir myndabókina Eldgos sem gefin var út í fyrra af bókaforlaginu Angústúru.

ÞYKJÓ hlýtur tilnefningu til YAM Awards
Hönnunarteymið Þykjó hlaut á dögunum tilnefningu til alþjóðlegu verðlaunanna YAM awards í flokknum Best Participation Project fyrir þátttökuverkefnið Gullplatan - Sendum tónlist út í geim. Verðlaunin verða veitt í Brasilíu þann 9. nóvember næstkomandi.

Tískusýning 2 árs nema í fatahönnun við LHÍ
Verkefnið Misbrigði er unnið af nemendum í fatahönnun á 2. ári við Listaháskóla Íslands í samstarfi við Fatasöfnun Rauða kross Íslands. Tískusýningin verður haldin þann 2. nóvember í svarta kassanum, leikhúsrými Listaháskóla Íslands Laugarnesvegi 91, gengið inn ofan við húsið. Sýningin fer fram tvisvar, kl. 18 og kl. 19 og aðgangur ókeypis.

Saman ~ matar, menningar og upplifunar markaður - taktu þátt!
Opið er fyrir umsóknir í Saman ~ menningar- &matar markaður sem fer fram laugardaginn 9. desember í Hörpu. Um er ræða vettvang fyrir skemmtilegustu, áhugaverðustu og færustu hönnuði, listamenn, matar- og drykkjarframleiðendur til að selja vörur sínar, bjóða afslætti, setja óvæntar nýjungar og kynna vörumerki.

Opið fyrir umsóknir á HönnunarMars 2024 - snemmskráning til 31. október
Búið er að opna fyrir umsóknir á HönnunarMars 2024 sem fer fram í sextánda sinn dagana 24 - 28. apríl. Vertu með!

Auglýst eftir framboði í stjórn LHÍ - framlengdur umsóknarfrestur til 10. nóvember
Stjórn baklands LHÍ óskar eftir framboðum í stjórn Listaháskólans. Laust er nú eitt sæti í stjórn. Öllum er frjálst að senda inn framboð, sem stjórn baklandsins mun í kjölfarið taka afstöðu til.

Loftpúðinn tilnefndur sem vara ársins á Hönnunarverðlaunum Íslands 2023
Loftpúðinn eftir Fléttu, Hrefnu Sigurðardóttur og Birtu Rós Brynjólfsdóttur fyrir Fólk Reykjavík er tilnefndur í flokknum vara ársins á Hönnunarverðlaunum Íslands 2023.

Fjölmenni á fróðlegum viðburði Hönnunarsjóðs um nýjar áherslur í nýsköpun
Margt var um manninn í Grósku í gær þar sem fór fram viðburður í tilefni 10 ára afmælis Hönnunarsjóðs. Styrkþegar veittu innsýn inn í verkefni sem hafa hlotið styrk í gegnum tíðina, fróðlegur panell var um framtíðarsýn Hönnunarsjóðs og styrkjaumhverfið og að lokum fór fram síðari úthlutun Hönnunarsjóðs þar sem 25 verkefni á sviði hönnunar og arkitektúrs hlutu styrk.

Nýtt og spennandi samstarf á sviði fatahönnunar og verkefnið Rúststeinar hljóta hæstu styrki í úthlutun Hönnunarsjóðs
Seinni úthlutun ársins hjá Hönnunarsjóði fór fram í Grósku þann 18. október. 25 fjölbreytt verkefni á sviði hönnunar og arkitektúrs hlutu styrki en 37,8 milljónir voru til úthlutunar að þessu sinni.

RANRA x Salomon tilnefnt sem vara ársins á Hönnunarverðlaunum Íslands 2023
RANRA x Salomon eftir þá Arnar Már Jónsson og Luke Stevens fyrir Salomon er tilnefnt í flokknum vara ársins á Hönnunarverðlaunum Íslands 2023.

Svífandi stígar tilnefndir sem vara ársins á Hönnunarverðlaunum Íslands 2023
Svífandi stígar eftir Birgi Þ. Jóhannsson og Laurent Ney eru tilnefndir í flokknum vara ársins á Hönnunarverðlaunum Íslands 2023.

Pítsustund með Fléttu og Ýrúrarí tilnefnt sem verk ársins á Hönnunarverðlaunum Íslands 2023
Pítsustund eftir Fléttu, Hrefnu Sigurðardóttur og Birtu Rós Brynjólfsdóttur og Ýrúrarí, Ýr Jóhannsdóttur er tilnefnt í flokknum verk ársins á Hönnunarverðlaunum Íslands 2023.

Tillaga SP(R)INT STUDIO og Nissen Richards vinnur samkeppni um sýningu í nýrri gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs á Kirkjubæjarklaustri
Niðurstöður hafa verið birtar í hönnunarsamkeppni um sýningu í nýrri gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs á Kirkjubæjarklaustri. Það var fransk-íslenska hönnunarfyrirtækið SP(R)INT STUDIO ásamt ensku Nissen Richards Studio sem bar sigur úr býtum en þrjár tillögur voru í lokasamkeppninni eftir forval hjá Ríkiskaupum, Miðstöð hönnunar og arkitektúrs og Vatnajökulsþjóðgarði.

Nýjar áherslur í nýsköpun - mikilvægi og framtíð Hönnunarsjóðs
Í tilefni af 10 ára afmæli stendur Hönnunarsjóður fyrir viðburði og samtali í Grósku þann 18. október kl. 16.00 - 18:00.

Jarðsetning tilnefnt sem verk ársins á Hönnunarverðlaunum Íslands 2023
Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur, arkitekt er tilnefnt í flokknum verk ársins á Hönnunarverðlaunum Íslands 2023.

Íslensk hönnun lýsir upp borgina í október
„Þetta er íslensk hönnun“ kynningarátakið lýsir upp höfuðborgina frá og með deginum í dag. Þetta er þriðja árið í röð sem nýstárleg, fjölbreytileg og litrík íslensk hönnun og arkitektúr birtist og tekur yfir öll ljósaskilti höfuðborgarsvæðisins í heila viku.

Samkeppni um byggingu stúdentagarða fyrir Félagsstofnun stúdenta á Akureyri
Félagsstofnun stúdenta Akureyri (FÉSTA) í samstarfi við Arkitektafélag Íslands efnir til framkvæmdasamkeppni um hönnun á nýjum stúdentagörðum.

Vegrún tilnefnt sem verk ársins - Hönnunarverðlaun Íslands 2023
Vegrún eftir Kolofon og co er tilnefnt í flokknum verk ársins á Hönnunarverðlaunum Íslands 2023.

Opið fyrir umsóknir í borgarsjóð Reykjavíkurborgar
Opið er fyrir umsóknir um styrki úr borgarsjóði fyrir verkefni á árinu 2024. Umsóknarfrestur er til 27. október

Hlöðuberg tilnefnt sem staður ársins - Hönnunarverðlaun Íslands 2023
Hlöðuberg eftir Studio Bua er tilnefnt í flokknum staður ársins á Hönnunarverðlaunum Íslands 2023

Edda, hús íslenskunnar tilnefnt sem staður ársins - Hönnunarverðlaun Íslands 2023
Edda, hús íslenskunnar eftir Hornsteina arkitekta tilnefnt sem staður ársins á Hönnunarverðlaunum Íslands 2023.

Dvergsreitur tilnefndur sem staður ársins - Hönnunarverðlaun Íslands 2023
Dvergsreitur eftir arkitektastofurnar KRADS og TRÍPÓLÍ, ásamt Landmótun, er tilnefnt sem staður ársins á Hönnunarverðlaunum Íslands 2023.

Kynning hjá Syrusson fyrir hönnuði og arkitekta
Húsgagnaframleiðandinn Syrusson blæs til skemmtunar hjá sér þann 19. október þar sem kynntar verða nýjar húsgagnalínur og sérlínur. Húsgagnaframleiðandinn Narbutas og danski efnisframleiðandinn Gabriel verða á svæðinu til að kynna nýjungar.

Hvað langar þig að heyra og sjá á DesignTalks 2024? Opið kall til 16. október
Lykilviðburður HönnunarMars, DesignTalks fer fram þann 24. apríl 2024 í sextánda sinn. Viðburðurinn hefur skapað sér mikilvægan sess á innlendum og alþjóðlegum vettvangi og hefur farið fram fyrir fullu húsi í Silfurbergi Hörpu í mörg ár.

Ómur aldanna - Fiðlusmíð í 40 ár
Þessa dagana stendur yfir hátíðin Ómur aldanna - fiðlusmíð í 40 ár í Ásmundarsal þar sem verið er að fagna rösklega fjögurra áratuga starfsferli Hans Jóhannssonar, fiðlumiðs. Sýnd er tugir hljóðfæra, allt frá barokkhljóðfærum til klassískra strengjahljóðfæra, auk tilraunahljóðfæra og hljóðskúlptúra í anda 21. aldar. Sýningin stendur yfir til 15. október og sýningarstjóri er Elín Hansdóttir.

Hæ/Hi Saman/ Together opnar í Seattle
Sýningin Hæ/Hi - Designing Friendship opnar í Seattle fimmtudaginn 5. október næstkomandi. Um er að samstarfsverkefni hönnuða og hönnunarstúdíóa frá Reykjavík og Seattle og er þetta annað árið í röð sem verkefnið er sýnt. Sýningin Hæ/Hi - Designing Friendship Saman / Together var sýnd á HönnunarMars í vor.

Sýningin Samband opnar í Epal
Sýningin Samband opnar í Epal þann 5 október kl. 17. Á sýningunni eru sýndar vörur eftir fjórtan íslenska hönnuði sem eiga það sameiginlegt að hafa hannað vörur sem eru þróaðar, framleiddar og seldar í Skandinavíu, Bretlandi og Bandaríkjunum.

Opið fyrir tilnefningar til Scandinavian Design Awards 2024
Scandinavian Design Awards 2024 leitar að tilnefningum, frestur til 6. október. Verið er að leita ef framúrskarandi hönnun, arkitektúr og innanhúshönnun frá Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Danmörku og Íslandi. Verðlaunin fara fram í tengslum við Stockholm Furniture Fair 6. febrúar 2024.

Þrjár opnanir í Hönnunarsafni Íslands 6. október
Þrjár opnanir eru í Hönnunarsafni Íslands þann 6. október næstkomandi. Dolinda Tanner, Keramik og veflistverk á Pallinum, Skráning á teikningum eftir Lothar Grund í Safninu á röngunni og sýningin Hönnunarsafn sem heimili opnar í heild sinni.

Samsýning, fyrirlestrar, hönnunar Pubquiz og klúðurkvöld meðal þess sem er á fjölbreyttri dagskrá Hönnunarþings á Húsavík
Dagana 28. - 30. september fer fram í fyrsta sinn Hönnunarþing, hátíð vöruhönnunar á Húsavík og nágrenni. Þar gefst almenningi kostur á að kynna sér fag hönnuðarins og áhersla lögð á mikilvægi vöruhönnunar í samfélaginu og hvernig hún hefur mótað okkar daglega líf.

Hverjir skipa dómnefnd Hönnunarverðlauna Íslands 2023?
Ný dómnefnd Hönnunarverðlauna Íslands árið 2023 er tekin til starfa og er skipuð átta vel völdum einstaklingum sem eru fulltrúar ólíkra faghópa innan hönnunar og arkitektúrs.

Tatiana Bilbao til landsins í tilefni af 20 ára afmæli arkitektúrdeildar LHÍ
Arkitektafélag Íslands og LHÍ fagna þeim tímamótum að arkitektúrdeild LHÍ hefur verið starfrækt í tuttugu ár og í vor útskrifuðust fyrstu meistarasnemarnir í arkitektúr á Íslandi. Að því tilefni hefur AÍ og LHÍ boðið til landsins hinum þekkta arkitekt, Tatiönu Bilbao, sem í byrjun október mun halda vikulanga vinnustofu fyrir nemendur við arkitektúrdeild LHÍ. Reykjavíkurborg tekur þátt í þessum fögnuði og býður fagsamfélaginu upp á opinn fyrirlestur.

Sófaspjall: Fitjað upp á framtíð ullarframleiðslu á Íslandi
Hvers er íslenska ullin megnug? Hver er framtíð ullarframleiðslu á Íslandi? Hvers vegna er mikilvægt að viðhalda henni? Hverju þarf að huga að til að tryggja stöðu hennar? Skrifstofan Íslenzk ull býður til sófaspjalls á Fundi fólksins næstkomandi laugardag.

Fundur fólksins á laugardaginn: New Nordic Bauhaus – How will we live and build in a carbon neutral world?
Laugardaginn 16. september kl. 13.00 býður Fundur fólksins upp á viðburðinn Nýja norræna Bauhaus hreyfinging-Hvernig viljum við lifa og byggja í kolefnahlutlausum heimi? (e. New Nordic Bauhaus – How will we live and build in a carbon neutral world?). Þátttakendur verða Arnhildur Pálmadóttir, arkitekt og meðeigandi í Lendager Group; Halla Helgadóttir frkv.stj. Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs, Anna María Bogadóttir arkitekt og rithöfundur, Björn Karlsson, prófessor og ráðgjafi hjá innviðaráðuneytinu.

Fundur fólksins á laugardaginn: Húsnæðisstefna í þágu allra – hvernig tryggjum við jafnari tækifæri?
Hvernig gengur ríkisstjórn og sveitarfélögum að uppfylla eigin markmið um húsnæði á viðráðanlegu verði? Hvaða úrræði eru í boði og hvaða árangri skila þau? Þarf að endurhugsa kerfið svo að tryggja megi jöfnuð? Laugardaginn 16. september verða húsnæðismál og húsnæðisstefnur lykilatriði í viðburði á vegum Fundi Fólksins. Viðburðurinn fer fram í Norræna húsinu og hefst kl. 12.00.

Málþing um gervigreind og höfundarétt
Þann 29. september fer fram málþing um gervigreind og höfundarétt á vegum STEF, Myndstef, Rithöfundasambandið, Hagþenkir, Blaðamannafélagið, Félag leikstjóra á Íslandi, Samtök kvikmyndaleikstjóra, Félag kvikmyndagerðarmanna, Félag leikskálda og handritshöfunda, Listaháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst.

Áskoranir og nýjungar í loftræstingu-Málstofa þriðjudaginn 19. september
Góð loftræsing mannvirkja er órjúfanlegur hluti heilnæmis, orkunotkunar og endingar mannvirkja. HMS býður á málstofu þriðjudaginn 19. september n.k. kl. 14:00 í Borgartúni 21 þar sem loftræsting verður í aðalhlutverki.

Þykjó á Helsinki Design Week
Helsinki Design Week hefst á morgun og tekur íslenska hönnunarteymið Þykjó þátt, annarsvegar í Design Diplomacy í sendiráði Íslands í Helsinki á morgun og hinsvegar með vinnustofu fyrir börn á Helsinki Children´s design week um helgina.

Rúmlega 100 ábendingar bárust til Hönnunarverðlauna Íslands 2023
Búið er að loka fyrir ábendingar til Hönnunarverðlaun Íslands 2023 en rúmlega 100 ábendingar um framúrskarandi vörur, verk og staði bárust. Það er því næg vinna framundan hjá dómnefnd verðlaunanna. Verðlaunin verða veitt í 10 sinn ár og fer afhendingin frá í Grósku 9. nóvember.

Opið fyrir umsóknir í Hönnunarsjóð
Opið er fyrir umsóknir í Hönnunarsjóð. Um er að ræða síðari úhlutun ársins 2023 en umsóknarfrestur rennur út þann 21. september næstkomandi. Hægt er að sækja um þrjár tegundir styrkja auk ferðastyrkja.

Arnhildur Pálmadóttir, arkitekt hlaut viðurkenningu fyrir frumkvöðlastarf í mannvirkjagerð
Arnhildur Pálmadóttir arkitekt hlaut í gær viðurkenningu sem frumkvöðull í mannvirkjagerð á húsnæðisþingi en það var Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, sem færði Arnhildi viðurkenninguna. Þetta er í fyrsta sinn sem viðurkenning af þessu tagi er veitt fyrir frumkvöðlastarf í mannvirkjagerð í tengslum við húsnæðisþing.

CIRCON ráðstefna. Hringrás í byggingariðnaði: erum við tilbúin í stökkið?
Grænni byggð stendur fyrir ráðstefnu í Laugardalshöll föstudaginn 1. september frá kl. 09:30 - 16:00 (streymi frá 10:00 - 15:10). Ráðstefnan er hluti af Iðnaðarsýningunni, og samstarf með Húsnæðis- og mannvirkjastofnun til að samtvinna ráðstefnuna við sýningu, þar sem styrkþegar úr Aski - mannvirkjarannsóknarsjóði verða í forgunni. Á ráðstefnunni verður hagnýtri reynslu miðlað um hringrásarhagkerfið í byggingariðnaði og helstu hindranir verða ræddar .

Hönnunarverðlaun Íslands 2023 - opið fyrir ábendingar
Búið er að opna fyrir ábendingar til Hönnunarverðlauna Íslands 2023 og hægt er að benda á eigin verk eða annarra til miðnættis 6. september næstkomandi. Markmið með innsendingum er að tryggja að afburða verk fari ekki fram hjá dómnefnd og því hvetjum við eigendur góðra verka til þess að tilnefna eigin verk.

Opið fyrir umsóknir um sýningarhald í Ásmundarsal 2024
Ásmundarsalur kallar eftir umsóknum fyrir sýningarárið 2024, þar sem leitað er eftir umsóknum fyrir 4 - 6 vikna einkasýningar og samsýningar í 72 fm sýningasal á 2.hæð. Einnig er kallað eftir sýningum á kaffihúsið á fyrstu hæð og 4 - 8 vikna vinnustofum í Gunnfríðargryfju. Umsóknarfrestur er til og með 8. september.

Arkitektinn Charles Durett og Kjarnasamfélög (cohousing) á fyrsta þriðjudagsfyrirlestri vetrarins
Charles Durrett er arkitekt, höfundur og talsmaður fyrir hagkvæm, félagslega ábyrga og sjálfbærar hönnun og hefur verið leiðandi í umræðu og uppbyggingu um kjarnasamfélög í Bandaríkjunum.

Hringrásarhagkerfi í landslagsarkitektúr -vinnustofa og málþing
Þann 5. september næstkomandi mun hinn danski Jakob Sandell frá Schønherr halda fyrirlestur og leiða vinnustofu um Hringrásarhagkerfi í Landslagsarkitektúr á Hvanneyri. Á námskeiðinu verður lögð áhersla á að veita grundvallarþekkingu á hringrásarhagkerfi í landslagsarkitekúr. Viðburðurinn er samvinnuverkefni FÍLA, Landbúnaðarháskólans og Grænnar Byggðar. Viðburðurinn er ókeypis og opinn öllum en það þarf að skrá sig fyrir 31. ágúst.

Taktu þátt í að móta framtíð Hönnunarsjóðs
Miðstöð hönnunar og arkitektúrs í samstarfi við stjórn Hönnunarsjóðs og menningar- og viðskiptaráðuneytið leitar til hönnuða og arkitekta um þátttöku í könnun sem hefur það að markmiði að efla sjóðinn og móta framtíðarsýn hans.

Iðnaðarsýning 31. ágúst-2. september
Iðnaðarsýningni 2023 verður haldin í Laugardalshöll 31. ágúst -2. september 2023. Helstu svið sýningarinnar í ár eru mannvirki, orka, innviðir, hönnun og vistvænar lausnir. HMS býður öllum félagsmönnum AÍ á iðnaðarsýninguna og verður boðskortið sent í fréttabréfi til þeirra.

Hönnunartengdir viðburðir á Menningarnótt 2023
Menningarnótt fer fram í miðborg Reykjavíkur laugardaginn 19. ágúst, þar sem fjölbreyttir menningarviðburðir fyrir alla aldurshópa fara fram víðsvegar um borgina. Dagskráin stendur frá morgni til kvölds og frítt á alla viðburði. Hér er stutt samantekt á viðburðum á Menningarnótt með hönnunarívafi.

Atlason Studio hlýtur virtustu hönnunarverðlaun Bandaríkjanna, National Design Awards 2023
Íslenska hönnunarstofan Atlason Studio hlaut í dag verðlaun í flokki vöruhönnunar á stærstu og virtustu hönnunarverðlaunum Bandaríkjanna, Cooper Hewitt National Design Awards 2023. Atlason Studio var stofnuð í NY árið 2004 af Hlyni Vagni Atlasyni.

Smiðjur með Ýrúrarí í Hönnunarsafni Íslands
Í Hönnunarsafni Íslands við Garðatorg stendur nú yfir sýning á peysum eftir textílhönnuðinn Ýrúrarí. Í ágúst býður hönnuðurinn upp á tvær opnar smiðjur þar sem gestir koma með sínar eigin peysur sem annaðhvort eru skemmdar eða sem eigandinn er hættur að nota og langar að endurlífga. Smiðjurnar fara fram sunnudaginn 20. og 27. ágúst kl. 13:00. Frítt er í smiðjurnar og efniviður til viðgerða er í boði á staðnum en þátttakendur mega gjarnan koma með eigin efnivið.

Málþingið Náttúra og hönnun
Fimmtudaginn 17. ágúst nk. mun FÍLA standa að hálfs dags málþingi sem ber yfirskriftinaNáttúra og hönnun - Hvernig fær náttúran aukinn sess í mannvirkjagerð? Frítt er inn á málþingið sem fer fram í Grósku. Öll velkomin.

Sumarlokun skrifstofu Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs
Skrifstofa Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs lokar vegna sumarleyfa frá 17. júlí en opnar aftur þriðjudaginn 8. ágúst.

Hlutir gerast í Norðri
Dagana 28. - 30. september fer fram í fyrsta sinn hátíð vöruhönnunar á Húsavík og nágrenni. Þar mun almenningi gefast kostur á að kynna sér fag hönnuðarinns. Áhersla verður lögð á mikilvægi vöruhönnunar í samfélaginu og hvernig hún hefur mótað okkar daglega líf.

Settu formlega á laggirnar norrænan samstarfsvettvang
Jan Christian Vestre, iðnaðar- og viðskiptaráðherra Noregs og Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra settu formlega á laggirnar norrænan samstarfsvettvang um hönnun og arkitektúr á Alþjóðlegu arkitektúrráðstefnunni sem fór fram í Kaupmannahöfn í byrjun júlí. Miðstöð hönnunar og arkitektúrs er fulltrúi Íslands í samstarfinu.

Sumarlokun skrifstofu Arkitektafélags Íslands
Skrifstofa Arkitektafélags Íslands verður lokuð vegna sumarleyfa 17. júlí til 9. ágúst.

Hönnunarverðlaun Íslands veitt í tíunda sinn
Hönnunarverðlaun Íslands fara fram í Grósku þann 9. nóvember. Opnað verður fyrir ábendingar í ágúst.

Sjálfbærnismarkmið Sameinuðu þjóðanna meginþema alþjóðlegrar arkitektúr ráðstefnu í Kaupmannahöfn
Rúmlega 6000 gestir frá 135 löndum mættu á alþjóðlegu ráðstefnu UIA (Alþjóðasamband arkitekta) sem haldin var í Kaupmannahöfn 2. -6. júlí síðastliðinn.

100 ára afmælissýning Jóns H. Björnssonar landslagsarkitekt
Nú þegar öld er liðin frá fæðingu Jóns H. Björnssonar, landslagsarkitekts heiðrar FÍLA, Félag íslenskra landslagsarkitekta minningu hans með sýningu í Pósthússtræti. Jón var frumkvöðull á sviði landslagsarkitektúr hér á landi.

Horfðu á DesignTalks 2023
Alþjóðlega ráðstefnan og lykilviðburður HönnunarMars, DesignTalks fór fram fyrir fullu húsi í Hörpu, þann 3. maí síðastliðinn. Ráðstefnan leitaði svara við spurningunni Hvað nú? með áhrifamiklum erindum frá fjölbreyttum hópi hönnuða, arkitekta og listamanna sem nálgast núið og framtíðina á skapandi hátt. DesignTalks var streymt í beinni hjá hönnunarmiðlinum Dezeen og hér er hægt að horfa á ráðstefnuna í heild sinni.

Norrænt samstarf eykur sjálfbærni
Miðstöð hönnunar og arkitektúrs og systurstofnanir á Norðurlöndunum ætla styrkja samstarfið sín á milli með það að markmiði auka þekkingu og skilning á því hvernig hönnunargreinar geta flýtt grænni umbreytingu og eflt sjálfbæra verðmætasköpun, á Norðurlöndunum og víða um heim. Norrænn samstarfsvettvangur verður formlega settur á laggirnar á alþjóðlegu arkitektúrráðstefnunni, UIA, í Kaupmannahöfn í byrjun júlí.

HönnunarMars 2024 í apríl
HönnunarMars verður haldinn í sextánda sinn um allt höfuðborgarsvæðið dagana 24. - 28. apríl 2024. HönnunarMars er hátíð hönnunar og arktitektúrs þar sem fjölbreyttar og forvitnilegar sýningar, viðburðir og samtöl veita þátttakendum og gestum innblástur og innsýn í nýjar lausnir og skapandi hugmyndir sem takast á við áskoranir samtímans.

Third Ecology - ráðstefna evrópskra arkitektúrsagnfræðinga á Íslandi í haust - Snemmskráning til 29. júní
Third Ecology, ráðstefna evrópskra arkitektúrsagnfræðinga, fer 11-13 október, og er unnin í samvinnu við LHÍ, Museum of Modern Art í New York og Emilio Ambasz stofnunina. Þetta er stórviðburður í arkitektúrfræðum á Íslandi og hvetjum við alla félagsmenn til að mæta. Snemmskráning á ráðstefnuna til og með fimmtudagsins 29. júní.

Ísland taki þátt í Feneyjatvíæringnum í arkitektúr
Liður í nýsamþykktri aðgerðaáætlun í málefnum hönnunar og arkitektúr er að tryggja þátttöku Íslands í Feneyjatvíæringnum í arkitektúr. Unnið er að undirbúningi þess og stefnt að þátttöku frá og með árinu 2025. Þetta var tilkynnti Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra á nýafstöðnum ársfundi Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs.

Rammagerðin opnar alíslenskt hönnunarhús að Laugavegi 31
Rammagerðin hefur leigt húsnæðið á Laugavegi 31, sem gengið hefur undir nafninu Kirkjuhúsið, undir nýja flaggskipsverslun fyrirtækisins. Nýja verslunin mun auka enn frekar möguleika Rammagerðarinnar til áframhaldandi samstarfs við hönnuði, en í verslunum Rammagerðarinnar er fjölbreytt framboð af vörum unnar í samstarfi við öflugan hóp íslenskra hönnuða.
Hér má sjá yfirlit yfir verslanir sem selja íslenska hönnunarvöru, bæði búðir, heimasíður hönnuða og netverslanir. Við hvetjum alla til að kynna sér fjölbreytt og gott úrval íslenskrar hönnunar.

Ársskýrsla Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs 2022/2023 er komin út
Ársskýrsla Miðstöðvarinnar 2022/2023 kom út í aðdraganda ársfundar en þar er farið yfir rekstur og fjármál, innlend sem erlend verkefni og almenna starfssemi ásamt því að fá innsýn inn í hvað er framundan. Hægt er að skoða skýrsluna í rafrænu formi hér.

Húsfyllir á opnun Samband/Connection í Kaupmannahöfn
Fjölmennt var í sendiráði Íslands í Kaupmannahöfn við opnun sýningarinnar Samband/Connection á 3 Days of Design í síðustu viku. Þar er að finna framúrskarandi vörur eftir níu íslenska hönnuði sem eiga það sameiginlegt að hafa hannað vörur sem eru þróaðar, framleiddar og seldar í Skandinavíu. Sýningin er framleidd af Epal í samstarfi við Miðstöð hönnunar og arkitektúrs, Íslandsstofu og sendiráð Íslands í Kaupmannahöfn.

Hittumst og fögnum!
Velkomin á sumargleði og ársfund Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs þann 14. júní í Grósku.

Samband/Connection á 3 days of design
Sýningin Samband/Connection sýnir vörur eftir níu íslenska hönnuði sem eiga það sameiginlegt að hafa hannað vörur sem eru þróaðar, framleiddar og seldar í Skandinavíu. Sýningin er hluti af dönsku hönnunarvikunni, 3 days of design, sem stendur yfir dagana 7. - 9. júní.

FÓLK á 3 days of design
Íslenska hönnunarfyrirtækið FÓLK tekur þátt í dönsku hönnunarvikunni 3 days of design í sérstöku samstarfi við Polestar. Sýning FÓLK verður í sýningarrými Polestar í hjarta Kaupmannahafnar, Kristen Bernikowsgade 3, dagana 7. - 9. júní.

Leir á Loftinu 2023
Þann 10. Júní opnar Leirlistafélag Íslands sýninguna “Leir á Loftinu 2023” þar sem félagar sýna verk sín á Hlöðulofti Korpúlfsstaða, Thorsvegi 1. Verkin sýna fjölbreytileikann sem á sér stað í keramikinu þar sem myndlist og hönnun getur verið undir einum hatti allt eftir því í hvaða átt hugur listafólksins leitar.

Kolofon hlýtur alþjóðleg verðlaun á sviði upplýsingahönnunar
Hönnunarstofan Kolofon hlaut á dögunum tvenn verðlaun í IIIDawards, alþjóðleg samkeppni á sviði upplýsingahönnunar. Verðlaunin voru veitt fyrir verkefni unnin fyrir Strætó og Vegagerðina.

Halldóra Arnardóttir hlýtur styrk úr Minningarsjóði Guðjóns Samúelssonar
Halldóra Arnardóttir, listfræðingur, hlaut í gær styrk úr Minningarsjóði Guðjóns Samúelssonar, til að ljúka ritstörfum um verk Skarphéðins Jóhannssonar arkitekts (1914-1970). Þetta er í þrettánda sinn sem úthlutað er úr sjóðnum sem var stofnaður 24. nóvember 1990 í samræmi við erfðaskrá Guðjóns frá árinu 1948. Alls bárust fimm umsóknir um styrkinn í ár.

Stykkishólmskirkja ein fegursta kirkja í heimi
Stykkishólmskirkja hefur verið valin ein af tíu fegurstu kirkjum í heimi að mati Architectual Digest. Kirkjan er teiknuð af Jóni Haraldssyni og var vígð árið 1990.

KRADS, TRÍPÓLÍ og Urbanlab nordic vinna samkeppni um hönnun nýs Regluheimilis Oddfellowreglunnar
KRADS, TRÍPÓLÍ og Urbanlab nordic urðu hlutskörpust í samkeppni um hönnun nýs Regluheimilis í Urriðaholti, Garðabæ, fyrir Oddfellowregluna.