Miðstöð Hönnunar og Arkitektúrs / Iceland Design and Architecture

Samsýning, fyrirlestrar, hönnunar Pubquiz og klúðurkvöld meðal þess sem er á  fjölbreyttri dagskrá Hönnunarþings á Húsavík

Dagana 28. - 30. september fer fram í fyrsta sinn Hönnunarþing, hátíð vöruhönnunar á Húsavík og nágrenni. Þar gefst  almenningi kostur á að kynna sér fag hönnuðarins og  áhersla lögð á mikilvægi vöruhönnunar í samfélaginu og hvernig hún hefur mótað okkar daglega líf. 
19. september 2023

Hverjir skipa dómnefnd Hönnunarverðlauna Íslands 2023?

Ný dómnefnd Hönnunarverðlauna Íslands árið 2023 er tekin til starfa og er skipuð átta vel völdum einstaklingum sem eru fulltrúar ólíkra faghópa innan hönnunar og arkitektúrs.
18. september 2023

Tatiana Bilbao til landsins í tilefni af 20 ára afmæli arkitektúrdeildar LHÍ

Arkitektafélag Íslands og LHÍ fagna þeim tímamótum að arkitektúrdeild LHÍ hefur verið starfrækt í tuttugu ár og í vor útskrifuðust fyrstu meistarasnemarnir í arkitektúr á Íslandi. Að því tilefni hefur AÍ og LHÍ boðið til landsins hinum þekkta arkitekt, Tatiönu Bilbao, sem í byrjun október mun halda vikulanga vinnustofu fyrir nemendur við arkitektúrdeild LHÍ. Reykjavíkurborg tekur þátt í þessum fögnuði og býður fagsamfélaginu upp á opinn fyrirlestur.
18. september 2023

Sófaspjall: Fitjað upp á framtíð ullarframleiðslu á Íslandi

Hvers er íslenska ullin megnug? Hver er framtíð ullarframleiðslu á Íslandi? Hvers vegna er mikilvægt að viðhalda henni? Hverju þarf að huga að til að tryggja stöðu hennar? Skrifstofan Íslenzk ull býður til sófaspjalls á Fundi fólksins næstkomandi laugardag.
14. september 2023

Fundur fólksins á laugardaginn: New Nordic Bauhaus – How will we live and build in a carbon neutral world?

Laugardaginn 16. september kl. 13.00 býður Fundur fólksins upp á viðburðinn Nýja norræna Bauhaus hreyfinging-Hvernig viljum við lifa og byggja í kolefnahlutlausum heimi? (e. New Nordic Bauhaus – How will we live and build in a carbon neutral world?). Þátttakendur verða Arnhildur Pálmadóttir, arkitekt og meðeigandi í Lendager Group; Halla Helgadóttir frkv.stj. Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs, Anna María Bogadóttir arkitekt og rithöfundur, Björn Karlsson, prófessor og ráðgjafi hjá innviðaráðuneytinu.
12. september 2023

Fundur fólksins á laugardaginn: Húsnæðisstefna í þágu allra – hvernig tryggjum við jafnari tækifæri?

Hvernig gengur ríkisstjórn og sveitarfélögum að uppfylla eigin markmið um húsnæði á viðráðanlegu verði? Hvaða úrræði eru í boði og hvaða árangri skila þau? Þarf að endurhugsa kerfið svo að tryggja megi jöfnuð? Laugardaginn 16. september verða húsnæðismál og húsnæðisstefnur lykilatriði í viðburði á vegum Fundi Fólksins. Viðburðurinn fer fram í Norræna húsinu og hefst kl. 12.00.
12. september 2023

Málþing um gervigreind og höfundarétt

Þann 29. september fer fram málþing um gervigreind og höfundarétt á vegum STEF, Myndstef, Rithöfundasambandið, Hagþenkir, Blaðamannafélagið, Félag leikstjóra á Íslandi, Samtök kvikmyndaleikstjóra, Félag kvikmyndagerðarmanna, Félag leikskálda og handritshöfunda, Listaháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst.
15. september 2023

Áskoranir og nýjungar í loftræstingu-Málstofa þriðjudaginn 19. september

Góð loftræsing mannvirkja er órjúfanlegur hluti heilnæmis, orkunotkunar og endingar mannvirkja. HMS býður á málstofu þriðjudaginn 19. september n.k. kl. 14:00 í Borgartúni 21 þar sem loftræsting verður í aðalhlutverki.
11. september 2023

Þykjó á Helsinki Design Week

Helsinki Design Week hefst á morgun og tekur íslenska hönnunarteymið Þykjó þátt, annarsvegar í Design Diplomacy í sendiráði Íslands í Helsinki á morgun og hinsvegar með vinnustofu fyrir börn á Helsinki Children´s design week um helgina.
7. september 2023

Rúmlega 100 ábendingar bárust til Hönnunarverðlauna Íslands 2023

Búið er að loka fyrir ábendingar til Hönnunarverðlaun Íslands 2023 en rúmlega 100 ábendingar um framúrskarandi vörur, verk og staði bárust. Það er því næg vinna framundan hjá dómnefnd verðlaunanna. Verðlaunin verða veitt í 10 sinn ár og fer afhendingin frá í Grósku 9. nóvember.
7. september 2023

Opið fyrir umsóknir í Hönnunarsjóð

Opið er fyrir umsóknir í Hönnunarsjóð. Um er að ræða síðari úhlutun ársins 2023 en umsóknarfrestur rennur út þann 21. september næstkomandi. Hægt er að sækja um þrjár tegundir styrkja auk ferðastyrkja.
9. ágúst 2023

Arnhildur Pálmadóttir, arkitekt hlaut viðurkenningu fyrir frumkvöðlastarf í mannvirkjagerð

Arnhildur Pálmadóttir arkitekt hlaut í gær viðurkenningu sem frumkvöðull í mannvirkjagerð á húsnæðisþingi en það var Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, sem færði Arnhildi viðurkenninguna. Þetta er í fyrsta sinn sem viðurkenning af þessu tagi er veitt fyrir frumkvöðlastarf í mannvirkjagerð í tengslum við húsnæðisþing.
31. ágúst 2023

CIRCON ráðstefna. Hringrás í byggingariðnaði: erum við tilbúin í stökkið?

Grænni byggð stendur fyrir ráðstefnu í Laugardalshöll föstudaginn 1. september frá kl. 09:30 - 16:00 (streymi frá 10:00 - 15:10). Ráðstefnan er hluti af Iðnaðarsýningunni, og samstarf með Húsnæðis- og mannvirkjastofnun til að samtvinna ráðstefnuna við sýningu, þar sem styrkþegar úr Aski - mannvirkjarannsóknarsjóði verða í forgunni. Á ráðstefnunni verður hagnýtri reynslu miðlað um hringrásarhagkerfið í byggingariðnaði  og helstu hindranir verða ræddar .
29. ágúst 2023

Hönnunarverðlaun Íslands 2023 - opið fyrir ábendingar

Búið er að opna fyrir ábendingar til Hönnunarverðlauna Íslands 2023 og hægt er að benda á eigin verk eða annarra til miðnættis 6. september næstkomandi. Markmið með innsendingum er að tryggja að afburða verk fari ekki fram hjá dómnefnd og því hvetjum við eigendur góðra verka til þess að tilnefna eigin verk. 

17. ágúst 2023

Opið fyrir umsóknir um sýningarhald í Ásmundarsal 2024

Ásmundarsalur kallar eftir umsóknum fyrir sýningarárið 2024, þar sem leitað er eftir umsóknum fyrir 4 - 6 vikna einkasýningar og samsýningar í 72 fm sýningasal á 2.hæð. Einnig er kallað eftir sýningum á kaffihúsið á fyrstu hæð og 4 - 8 vikna vinnustofum í Gunnfríðargryfju. Umsóknarfrestur er til og með 8. september.
29. ágúst 2023

Arkitektinn Charles Durett og Kjarnasamfélög (cohousing) á fyrsta þriðjudagsfyrirlestri vetrarins

Charles Durrett er arkitekt, höfundur og talsmaður fyrir hagkvæm, félagslega ábyrga og sjálfbærar hönnun og hefur verið leiðandi í umræðu og uppbyggingu um kjarnasamfélög í Bandaríkjunum.
30. ágúst 2023

Hringrásarhagkerfi í landslagsarkitektúr -vinnustofa og málþing

Þann 5. september næstkomandi mun hinn danski Jakob Sandell frá Schønherr halda fyrirlestur og leiða vinnustofu um Hringrásarhagkerfi í Landslagsarkitektúr á Hvanneyri. Á námskeiðinu verður lögð áhersla á að veita grundvallarþekkingu á hringrásarhagkerfi í landslagsarkitekúr. Viðburðurinn er samvinnuverkefni FÍLA, Landbúnaðarháskólans og Grænnar Byggðar. Viðburðurinn er ókeypis og opinn öllum en það þarf að skrá sig fyrir 31. ágúst. 
29. ágúst 2023

Taktu þátt í að móta framtíð Hönnunarsjóðs

Miðstöð hönnunar og arkitektúrs í samstarfi við stjórn Hönnunarsjóðs og menningar- og viðskiptaráðuneytið leitar til hönnuða og arkitekta um þátttöku í  könnun sem hefur það að markmiði að efla sjóðinn og móta framtíðarsýn hans.
14. ágúst 2023

Iðnaðarsýning 31. ágúst-2. september

Iðnaðarsýningni 2023 verður haldin í Laugardalshöll 31. ágúst -2. september 2023. Helstu svið sýningarinnar í ár eru mannvirki, orka, innviðir, hönnun og vistvænar lausnir. HMS býður öllum félagsmönnum AÍ á iðnaðarsýninguna og verður boðskortið sent í fréttabréfi til þeirra.
28. ágúst 2023

Hönnunartengdir viðburðir á Menningarnótt 2023

Menningarnótt fer fram í miðborg Reykjavíkur laugardaginn 19. ágúst, þar sem fjölbreyttir menningarviðburðir fyrir alla aldurshópa fara fram víðsvegar um borgina. Dagskráin stendur frá morgni til kvölds og frítt á alla viðburði. Hér er stutt samantekt á viðburðum á Menningarnótt með hönnunarívafi.
17. ágúst 2023

Atlason Studio hlýtur virtustu hönnunarverðlaun Bandaríkjanna, National Design Awards 2023

Íslenska hönnunarstofan Atlason Studio hlaut í dag verðlaun í flokki vöruhönnunar á stærstu og virtustu hönnunarverðlaunum Bandaríkjanna, Cooper Hewitt National Design Awards 2023. Atlason Studio var stofnuð í NY árið 2004 af Hlyni Vagni Atlasyni.
16. ágúst 2023

Smiðjur með Ýrúrarí í Hönnunarsafni Íslands

Í Hönnunarsafni Íslands við Garðatorg stendur nú yfir sýning á peysum eftir textílhönnuðinn Ýrúrarí. Í ágúst býður hönnuðurinn upp á tvær opnar smiðjur þar sem gestir koma með sínar eigin peysur sem annaðhvort eru skemmdar eða sem eigandinn er hættur að nota og langar að endurlífga. Smiðjurnar fara fram sunnudaginn 20. og 27. ágúst kl. 13:00. Frítt er í smiðjurnar og efniviður til viðgerða er í boði á staðnum en þátttakendur mega gjarnan koma með eigin efnivið.
14. ágúst 2023

Málþingið Náttúra og hönnun

Fimmtudaginn 17. ágúst nk. mun FÍLA standa að hálfs dags málþingi sem ber yfirskriftinaNáttúra og hönnun - Hvernig fær náttúran aukinn sess í mannvirkjagerð? Frítt er inn á málþingið sem fer fram í Grósku. Öll velkomin.
14. ágúst 2023

Sumarlokun skrifstofu Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs

Skrifstofa Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs lokar vegna sumarleyfa frá 17. júlí en opnar aftur þriðjudaginn 8. ágúst.
14. júlí 2023

Hlutir gerast í Norðri

Dagana 28. - 30. september fer fram í fyrsta sinn hátíð vöruhönnunar á Húsavík og nágrenni. Þar mun almenningi gefast kostur á að kynna sér fag hönnuðarinns.  Áhersla verður lögð á mikilvægi vöruhönnunar í samfélaginu og hvernig hún hefur mótað okkar daglega líf.
14. júlí 2023

Settu formlega á laggirnar norrænan samstarfsvettvang

Jan Christian Vestre, iðnaðar- og viðskiptaráðherra Noregs og Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra settu formlega á laggirnar norrænan samstarfsvettvang um hönnun og arkitektúr á Alþjóðlegu arkitektúrráðstefnunni sem fór fram í Kaupmannahöfn í byrjun júlí. Miðstöð hönnunar og arkitektúrs er fulltrúi Íslands í samstarfinu.
11. júlí 2023

Sumarlokun skrifstofu Arkitektafélags Íslands

Skrifstofa Arkitektafélags Íslands verður lokuð vegna sumarleyfa 17. júlí til 9. ágúst.
11. júlí 2023

Hönnunarverðlaun Íslands veitt í tíunda sinn

Hönnunarverðlaun Íslands fara fram í Grósku þann 9. nóvember. Opnað verður fyrir ábendingar í ágúst.
12. júlí 2023
From 4 to 1 Planet. Mynd: Itchy Copenhagen.

Sjálfbærnismarkmið Sameinuðu þjóðanna meginþema alþjóðlegrar arkitektúr ráðstefnu í Kaupmannahöfn

Rúmlega 6000 gestir frá 135 löndum mættu á alþjóðlegu ráðstefnu UIA (Alþjóðasamband arkitekta) sem haldin var í Kaupmannahöfn 2. -6. júlí síðastliðinn.
10. júlí 2023

100 ára afmælissýning Jóns H. Björnssonar landslagsarkitekt

Nú þegar öld er liðin frá fæðingu Jóns H. Björnssonar, landslagsarkitekts heiðrar FÍLA, Félag íslenskra landslagsarkitekta minningu hans með sýningu í Pósthússtræti. Jón var frumkvöðull á sviði landslagsarkitektúr hér á landi. 
6. júlí 2023

Horfðu á DesignTalks 2023

Alþjóðlega ráðstefnan og lykilviðburður HönnunarMars, DesignTalks fór fram fyrir fullu húsi í Hörpu, þann 3. maí síðastliðinn. Ráðstefnan leitaði svara við spurningunni Hvað nú? með áhrifamiklum erindum frá fjölbreyttum hópi hönnuða, arkitekta og listamanna sem nálgast núið og framtíðina á skapandi hátt. DesignTalks var streymt í beinni hjá hönnunarmiðlinum Dezeen og hér er hægt að horfa á ráðstefnuna í heild sinni. 
5. júlí 2023

Norrænt samstarf eykur sjálfbærni

Miðstöð hönnunar og arkitektúrs og systurstofnanir á Norðurlöndunum ætla styrkja samstarfið sín á milli með það að markmiði auka þekkingu og skilning á því hvernig hönnunargreinar geta flýtt grænni umbreytingu og eflt sjálfbæra verðmætasköpun, á Norðurlöndunum og víða um heim. Norrænn samstarfsvettvangur verður formlega settur á laggirnar á alþjóðlegu arkitektúrráðstefnunni, UIA, í Kaupmannahöfn í byrjun júlí.
26. júní 2023

HönnunarMars 2024 í apríl

HönnunarMars verður haldinn í sextánda sinn um allt höfuðborgarsvæðið dagana 24. - 28. apríl 2024. HönnunarMars er  hátíð hönnunar og arktitektúrs þar sem fjölbreyttar og forvitnilegar sýningar, viðburðir og samtöl veita þátttakendum og gestum innblástur og innsýn í nýjar lausnir og skapandi hugmyndir sem takast á við áskoranir samtímans.
21. júní 2023

Third Ecology - ráðstefna evrópskra arkitektúrsagnfræðinga á Íslandi í haust - Snemmskráning til 29. júní

Third Ecology, ráðstefna evrópskra arkitektúrsagnfræðinga, fer 11-13 október, og er unnin í samvinnu við LHÍ, Museum of Modern Art í New York og Emilio Ambasz stofnunina. Þetta er stórviðburður í arkitektúrfræðum á Íslandi og hvetjum við alla félagsmenn til að mæta. Snemmskráning á ráðstefnuna til og með fimmtudagsins 29. júní.
27. júní 2023

Ísland taki þátt í Feneyjatvíæringnum í arkitektúr

Liður í nýsamþykktri aðgerðaáætlun í málefnum hönnunar og arkitektúr er að tryggja þátttöku Íslands í Feneyjatvíæringnum í arkitektúr. Unnið er að undirbúningi þess og stefnt að þátttöku frá og með árinu 2025. Þetta var tilkynnti Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra á nýafstöðnum ársfundi Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs.
16. júní 2023

Rammagerðin opnar alíslenskt hönnunarhús að Laugavegi 31

Rammagerðin hefur leigt húsnæðið á Laugavegi 31, sem gengið hefur undir nafninu Kirkjuhúsið, undir nýja flaggskipsverslun fyrirtækisins. Nýja verslunin mun auka enn frekar möguleika Rammagerðarinnar til áframhaldandi samstarfs við hönnuði, en í verslunum Rammagerðarinnar er fjölbreytt framboð af vörum unnar í samstarfi við öflugan hóp íslenskra hönnuða.
23. júní 2023
Hér má sjá yfirlit yfir verslanir sem selja íslenska hönnunarvöru, bæði búðir, heimasíður hönnuða og netverslanir. Við hvetjum alla til að kynna sér fjölbreytt og gott úrval íslenskrar hönnunar.

Ársskýrsla Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs 2022/2023 er komin út

Ársskýrsla Miðstöðvarinnar 2022/2023 kom út í aðdraganda ársfundar en þar er farið yfir rekstur og fjármál, innlend sem erlend verkefni og almenna starfssemi ásamt því að fá innsýn inn í hvað er framundan. Hægt er að skoða skýrsluna í rafrænu formi hér. 
19. júní 2023

Húsfyllir á opnun Samband/Connection í Kaupmannahöfn

Fjölmennt var í sendiráði Íslands í Kaupmannahöfn við opnun sýningarinnar Samband/Connection á 3 Days of Design í síðustu viku. Þar er að finna framúrskarandi vörur eftir níu íslenska hönnuði sem eiga það sameiginlegt að hafa hannað vörur sem eru þróaðar, framleiddar og seldar í Skandinavíu. Sýningin er framleidd af Epal í samstarfi við Miðstöð hönnunar og arkitektúrs, Íslandsstofu og sendiráð Íslands í Kaupmannahöfn.
12. júní 2023

Hittumst og fögnum! 

Velkomin á sumargleði og ársfund Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs þann 14. júní í Grósku.
2. júní 2023

Samband/Connection á 3 days of design

Sýningin Samband/Connection sýnir vörur eftir níu íslenska hönnuði sem eiga það sameiginlegt að hafa hannað vörur sem eru þróaðar, framleiddar og seldar í Skandinavíu. Sýningin er hluti af dönsku hönnunarvikunni, 3 days of design, sem stendur yfir dagana 7. - 9. júní.
1. júní 2023

FÓLK á 3 days of design

Íslenska hönnunarfyrirtækið FÓLK tekur þátt í dönsku hönnunarvikunni 3 days of design í sérstöku samstarfi við Polestar. Sýning FÓLK verður í sýningarrými Polestar í hjarta Kaupmannahafnar, Kristen Bernikowsgade 3, dagana 7. - 9. júní. 
5. júní 2023

Leir á Loftinu 2023

Þann 10. Júní opnar Leirlistafélag Íslands sýninguna “Leir á Loftinu 2023” þar sem félagar sýna verk sín á Hlöðulofti Korpúlfsstaða, Thorsvegi 1. Verkin sýna fjölbreytileikann sem á sér stað í keramikinu þar sem myndlist og hönnun getur verið undir einum hatti allt eftir því í hvaða átt hugur listafólksins leitar.
5. júní 2023

Kolofon hlýtur alþjóðleg verðlaun á sviði upplýsingahönnunar

Hönnunarstofan Kolofon hlaut á dögunum tvenn verðlaun í IIIDawards, alþjóðleg samkeppni á sviði upplýsingahönnunar. Verðlaunin voru veitt fyrir verkefni unnin fyrir Strætó og Vegagerðina.
2. júní 2023
Hlynur Axelsson, Sigursteinn Sigurðsson, Anna Karlsdóttir, Kristján Örn Kjartansson, Helga Guðrún Vilmundardóttir og Birta Fróðadóttir. Veðursæld var mikil við úthlutun úr Minningarsjóði Guðjóns Samúelssonar og fór viðburðurinn mestmegnis fram utandyra.

Halldóra Arnardóttir hlýtur styrk úr Minningarsjóði Guðjóns Samúelssonar

Halldóra Arnardóttir, listfræðingur, hlaut í gær styrk úr Minningarsjóði Guðjóns Samúelssonar, til að ljúka ritstörfum um verk Skarphéðins Jóhannssonar arkitekts (1914-1970). Þetta er í þrettánda sinn sem úthlutað er úr sjóðnum sem var stofnaður 24. nóvember 1990 í samræmi við erfðaskrá Guðjóns frá árinu 1948. Alls bárust fimm umsóknir um styrkinn í ár.
2. júní 2023

Stykkishólmskirkja ein fegursta kirkja í heimi

Stykkishólmskirkja hefur verið valin ein af tíu fegurstu kirkjum í heimi að mati Architectual Digest. Kirkjan er teiknuð af Jóni Haraldssyni og var vígð árið 1990.
25. maí 2023
Tillaga KRADS/TRÍPÓLÍ/Urbanlab nordic.

KRADS, TRÍPÓLÍ og Urbanlab nordic vinna samkeppni um hönnun nýs Regluheimilis Oddfellowreglunnar

KRADS, TRÍPÓLÍ og Urbanlab nordic urðu hlutskörpust í samkeppni um hönnun nýs Regluheimilis í Urriðaholti, Garðabæ, fyrir Oddfellowregluna.
25. maí 2023

Rannsóknarsetur skapandi greina stofnað

Stofnfundur Rannsóknaseturs skapandi greina fór fram þriðjudaginn 23. maí. Hlutverk Rannsóknaseturs skapandi greina (RSG) verður m.a. að stuðla að samráði háskóla, stofnana, stjórnvalda, Hagstofu Íslands og atvinnulífs menningar og skapandi greina, sem styrkt getur innviði og vöxt atvinnugreinanna og eflt gagnaöflun og greiningu sem nýst getur við fjölbreyttar rannsóknir og miðlun.  
24. maí 2023

Stutt og skemmtilegt námskeið í rísóprentun

Þann 30. maí hefst stutt og hnitmiðað námskeið í rísóprentun  í Myndlistaskólanum í Reykjavík. Á námskeiðinu, sem stendur yfir í fjóra kennsludaga, fá þáttakendur tækifæri til að kynnast möguleikum rísóprentvélararinnar og læra að undirbúa verk til prentunar í einum, tveimur eða fleiri litum.
16. maí 2023

Útskriftarsýning meistaranema í hönnun

Útskriftarsýning meistaranema í hönnun við Listaháskóla Íslands, The Relative Size of Things in a Landscape, stendur nú yfir í Slökkvistöðinni Gufunesi. Sýningin verður til 20. maí.
15. maí 2023

Starfandi einstaklingum fjölgar mest í hönnun og arkitektúr

Rekstrartekjur í menningu og skapandi greinum voru rúmlega 126 milljarðar árið 2021 og hækkuðu um 5,6% frá fyrra ári samkvæmt nýútkomnum menningarvísi Hagstofunnar. Milli áranna 2019 og 2021 hækkuðu rekstrartekjur hins vegar einungis um 0,4% á verðlagi ársins 2021. Rekstrartekjur 2021 voru hæstar í kvikmyndum og sjónvarpi eða um 22% af heildartekstrartekjum og tæp 15% í fjölmiðlum annars vegar og hönnun og arkitektúr hins vegar.
11. maí 2023

Guðrún Ragna Sigurjónsdóttir og Hera Guðmundsdóttir sigurvegarar í samkeppni Kormáks og Skjaldar

Tillögur þeirra Aðeins það bezta fyrir ferðalagið: Nytjahlutir Kormáks og Skjaldar úr íslensku tvídi eru varanleg eign og Hálendismeyjar og borgardætur velja íslenska tvídið frá Kormáki og Skildi hlutu hæstu einkunn frá dómnefnd í hönnunar- og hugmyndasamkeppni um nýjar vörur hannaðar úr íslensku tvídi og var tilkynnt á sýningu þeirra á HönnunarMars.
10. maí 2023

Takk fyrir HönnunarMars 2023

Síðustu fimm daga hefur HönnunarMars breitt úr sér um höfuðborgarsvæðið fimmtánda árið í röð með um fjölbreyttum og forvitnilegum 100 sýningum og 150 viðburður. 
8. maí 2023

HönnunarMars 2023 - sýningar sem standa lengur

Þrátt fyrir að HönnunarMars hátíðinni er nú formlega lokið, eftir 5 daga af vel heppnuðum hátíðarhöldum, sýningum og viðburðum eru nokkrar sýningar á dagskrá ennþá opnar. Alls voru um 100 sýningar og yfir 150 viðburðir á dagskrá og því ekki ólíklegt að einhverjum hafi ekki tekist að sjá allt sem var á dagskrá. Hér má má sjá yfirlit yfir þær sýningar sem standa opnar lengur.
8. maí 2023

Fjárfestum í hönnun

Pallborðsumræður undir yfirskriftinni Fjárfestum í hönnun voru á dagskrá HönnunarMars í ár. Fullt var á viðburðinn sem fór fram í nýjum húsakynnum Landsbankans við Austurbakka og voru gestir sammála um mikilvægi þess að opna á umræður um þessi málefni. 
9. maí 2023

Hlaupið var um arkitektúr á HönnunarMars

Hlaupið var um arkitektúr í annað sinn á HönnunarMars í ár.
9. maí 2023
Borghildur Sturludóttir, Sigurður Hannesson, Dagur B. Eggertsson og Sigurður Ingi Jóhannsson í pallborðsumræðum

Hættum að tala um verð á fermetra og förum að tala um gæði

,,Neytendavitund skortir á Íslandi þegar kemur að húsnæði.” Þetta er meðal þess sem kom fram á málþinginu, 35.000 íbúðir á 10 árum: Hvernig er best að gera þetta?, sem haldið var á nýliðnum HönnunarMars.
8. maí 2023

Dagskrá HönnunarMars - dagur 5

Hvað nú? Síðasti dagur HönnunarMars 2023. Hlaupaþyrstir geta hafið daginn í arkitektahlaupinu. Í dag er líka tilvalið að kíkja á þær sýningar og viðburði sem þú hefur ekki náð að skoða. Það er líka nóg um að vera fyrir fjölskyldur, viðburðir í Norræna húsinu, risa krítarsmiðja í Borgarbókasafninu og heilt hlaðborð af viðburðum í Elliðaárstöð. Dagskrá dagsins má finna hér.
7. maí 2023

HönnunarMars á Keflavíkurflugvelli

HönnunarMars í samstarfi við Keflavíkurflugvöll og Isavia gefa ferðalöngunum inn og og út úr landi smá forsmekk af hátíðinni.
3. maí 2023

Dagskrá HönnunarMars - dagur 4

Hvað nú? Fjórði dagur HönnunarMars. Í dag er tilvalið að byrja daginn með arkitektahlaupinu og halda svo áfram niður í bæ  þar sem ýmiskonar viðburðir í tenglsum við sýningar fara fram. Hátíðarkokteill HönnunarMars fer fram á The Reykjavík Edition kl. 17:00. Dagskrá dagsins má finna hér.
5. maí 2023

HönnunarMars 2023 í samstarfi við Polestar

HönnunarMars 2023 er í samstarfi við sænska rafbílaframleiðandann Polestar sem er staðráðinn í að bæta samfélagið með aðstoð hönnunar og tækni til að flýta fyrir breytingum til sjálfbærra ferðamáta. Vinkaðu endilega teymi hátíðarinnar ef þú sérð bíla HönnunarMars á rúntinum.
5. maí 2023

Dagskrá HönnunarMars - dagur 3

Það er komið að þriðja degi HönnunarMars. Í dag er fjöldi af áhugaverðum viðburðum í tengslum við sýningar, fjórar sýningar opna í Gufunesi og í kvöld verður nóg um að vera fyrir áhugafólk um tísku. Dagskrá dagsins má finna hér.
5. maí 2023

HönnunarMars 2023 opnar með pompi og pragt

HönnunarMars var opnuð með formlegum hætti í Hörpu í gær, 3. maí, þar sem hátíðin var sett af Lilju D. Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra og Höllu Helgadóttur, framkvæmdastjóra Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs. 
4. maí 2023

Dagskrá HönnunarMars - dagur 2

Hvað nú? Dagur 2 á HönnunarMars! Dagskrá dagsins má sjá hér en hún er barmafull af allskonar spennandi viðburðum.
2. maí 2023

Dagskrá HönnunarMars - dagur 1

Gleðilegan HönnunarMars! HönnunarMars er loks runninn upp en hátíðin hefst í dag með opnunarviðburðinum DesignTalks, degi fullum af innblæstri og skapandi hugsun. Í framhaldi taka svo við fjöldi opnana og viðburða um borg alla. Hér má finna alla dagskrá dagsins í dag.
2. maí 2023

Opnunarhóf HönnunarMars 2023

Fimmtánda árið í röð er HönnunarMars boðberi nýrra hugmynda, innblásturs, skapandi lausna og bjartsýni þar sem framsækin hönnun og nýjungar leiða saman sýnendur og gesti. Verið öll hjartanlega velkomin á opnunarhóf HönnunarMars í Hörpu þann 3. maí kl. 17:00.
1. maí 2023

Landsbankinn tekur þátt í HönnunarMars með fjölbreyttum viðburðum

Landsbankinn tekur þátt í HönnunarMars með fjölbreyttum viðburðum, en Landsbankinn er nýr styrktaraðili hátíðarinnar. Boðið verður upp á málþing um fjárfestingu í hönnun og leiðsagnir um ný húsakynni Landsbankans.
1. maí 2023

HönnunarMars fyrir áhugafólk um tísku

HönnunarMars er rétt handan við hornið en hátíðin fer fram dagana 3. til 7. maí nk. og breiðir úr sér um alla borg. Rúmlega 100 sýningar og 120 viðburðir eru á dagskrá í ár og því ættu öll að finna eitthvað við sitt hæfi.
28. apríl 2023

Afgangs auðlind verður að veröld vellíðanar

Töfrar Bláa Lónsins eru sprottnir upp úr náttúrulegri hringrás sjávar og jarðhita. Kraftar hennar skapa einstakt umhverfi þar sem náttúra, hönnun og sjálfbærni sameinast með heillandi hætti. Sýning Bláa Lónsins opnar á Hafnartorgi, Kolagötu þann 3. maí kl. 18
30. apríl 2023

Framhald í næsta poka 

Framhald í næsta poka er samstarfsverkefni Krónunnar og HönnunarMars þar sem taupokar viðskiptavina Krónunnar eignast nýtt og spennandi framhaldslíf. Verkefnið verður frumsýnt á HönnunarMars í Krónunni á Granda.
30. apríl 2023

Af tösku ertu kominn

Saga um framhaldslíf. Hvernig getur fartölvutaska orðið að stórum sófa? Svarið við þeirri spurningu er samofið sífelldri leit okkar að nýjum leiðum til að flétta endurnýtingu inn í daglega starfsemi Icelandair. Kíktu við í Hörpu á HönnunarMars og sjáðu afrakstur samstarfs Rebekku Ashley vöruhönnuðar og Icelandair.
30. apríl 2023

Design Diplomacy, sendiherrar bjóða heim

Í fimmta sinn bjóða erlendir sendiherrar hönnuðum frá sínum heimalöndum að taka þátt í opnu samtali við íslenska kollega á HönnunarMars. Sendiherrarnir opna dyrnar að heimilum sínum og veita gestum einstakt tækifæri til þess að hitta hönnuði og sækja sér innblástur.
26. apríl 2022

HönnunarMars fyrir fjölskylduna

Á HönnunarMars 2023 er fjöldin allur af viðburðum sem henta fjölskyldum og börnum. Hér eru nokkrir þeirra.
24. apríl 2023

DesignTalks 2023 - Kjartan Örn Ólafsson

Kjartan Örn Ólafsson, loftslagsfrumkvöðull, kemur fram á DesignTalks 2023 í Hörpu miðvikudaginn 3. maí.
24. apríl 2023

DesignTalks 2023 - Refik Anadol, listamaður, leikstjóri og brautryðjandi í fagurfræði gervigreindar

Refik Anadol, listamaður, leikstjóri og brautryðjandi í fagurfræði gervigreindar, kemur fram á DesignTalks 2023 í Hörpu miðvikudaginn 3. maí.
22. apríl 2023

HönnunarMars fyrir mataráhugafólk

HönnunarMars er rétt handan við hornið en hátíðin fer fram dagana 3. til 7. maí nk. og breiðir úr sér um alla borg. Rúmlega 100 sýningar og 120 viðburðir eru á dagskrá í ár og því ættu öll að finna eitthvað við sitt hæfi. Hér eru nokkrir viðburður sem henta sérstaklega vel fyrir fólk sem hefur áhuga á mat, matargerð og gúrmei.
22. apríl 2023

DesignTalks 2023 - Sigurður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri brand, hönnunar- og nýsköpunarsviðs Bláa lónsins. Meðeigandi í Design Group Italia

Sigurður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri brand, hönnunar- og nýsköpunarsviðs Bláa lónsins og meðeigandi í Design Group Italia, kemur fram á DesignTalks 2023 í Hörpu miðvikudaginn 3. maí. DesignTalks ráðstefnan hefur öðlast fastan sess hérlendis og er vel þekkt alþjóðlega sem mikilvægur vettvangur innblásturs og samtals um helstu þróun og breytingar sem drifnar eru áfram með aðferðum hönnunar og arkitektúrs. 
22. apríl 2023

Þrjár samkeppnir um sýningar í þjóðgörðum Íslands

Umhverfisstofnun og Vatnajökulsþjóðgarður í samvinnu við Miðstöð hönnunar og arkitektúrs og Ríkiskaup efna til þriggja samkeppna um sýningar í þjóðgarðsmiðstöð Snæfellsjökulsþjóðgarðs á Hellissandi, gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs á Kirkjubæjarklaustri og gestastofu Umhverfisstofnunar og Vatnajökulsþjóðgarðs á Skútustöðum við Mývatn.
18. apríl 2023

Kossmanndejong vinnur samkeppni um sýningu í Náttúruminjasafni Íslands

Niðurstöður hafa verið birtar í hönnunarsamkeppni um sýningu Náttúruminjasafns Íslands í nýjum höfuðstöðum þess í Náttúruhúsi í Nesi. Hollenska sýningarfyrirtækið Kossmanndejong bar sigur úr býtum en alls sóttu tíu hönnunarteymi um þátttökurétt. Það var Náttúruminjasafn Íslands í samstarfi við Miðstöð hönnunar og arkitektúrs og Ríkiskaup sem stóð fyrir samkeppninni, sem var hönnunar- og framkvæmdarkeppni með forvali.
13. apríl 2023

Hvað nú? Dagskrá HönnunarMars 2023 er komin í loftið

HönnunarMars breiðir úr sér um höfuðborgarsvæðið dagana 3. - 7. maí næstkomandi en í ár ber hátíðin yfirskriftina Hvað nú? (e. What now?). Fjölbreytta dagskrá má nú kynna sér á  heimasíðu hátíðarinnar.
5. apríl 2023

DesignTalks 2023 - Liam Young, sci-fi arkitekt og leikstjóri

Liam Young, sci-fi arkitekt, leikstjóri og framleiðandi, kemur fram á DesignTalks 2023 í Hörpu miðvikudaginn 3. maí. . 
13. apríl 2023

DesignTalks 2023 - Lee Baker frá Graphic Rewilding, listamaður og tónskáld

Lee Baker frá Graphic Rewilding, listamaður og tónskáld, kemur fram á DesignTalks 2023 í Hörpu miðvikudaginn 3. maí.
13. apríl 2023

Hvað nú? DesignTalks 2023

DesignTalks 2023 leitar svara við þessari spurningu með áhrifamiklum erindum frá fjölbreyttum hópi hönnuða, arkitekta og listamanna sem nálgast núið og framtíðina á skapandi hátt.
4. apríl 2023

LHÍ auglýsir stöðu Deildarforseta í arkitektúrdeild

Listaháskóli Íslands leitar eftir metnaðarfullum einstaklingi með sterka listræna sýn í stöðu deildarforseta í arkitektúr. Umsóknum skal skilað eigi síðar en 16. apríl 2023.
3. apríl 2023

DesignTalks 2023 - Thomas Pausz, hönnuður, listamaður og rannsakandi

Thomas Pausz, hönnuður, listamaður og rannsakandi, kemur fram á DesignTalks 3. maí í Hörpu. DesignTalks ráðstefnan hefur öðlast fastan sess hérlendis og er vel þekkt alþjóðlega sem mikilvægur vettvangur innblásturs og samtals um helstu þróun og breytingar sem drifnar eru áfram með aðferðum hönnunar og arkitektúrs. 
30. mars 2023

sam(t)vinna  - samsýning Textílfélagsins

Textílfélagið opnar sýninguna sam(t)vinna laugardaginn 1. apríl í Hlöðuloftinu á Korpúlfsstöðum klukkan 14. Tuttugu og fjórir meðlimir Textílfélagsins sýna afrakstur samstarfs undanfarinna mánaða þar sem afraksturinn er margvíslegur; aðferðir, efnistök og sjónarhorn hljóta hér ýmist endurnýjun eða endurskoðun, ný verk líta dagsins ljós og eldri verk birtast í nýju samhengi.
28. mars 2023

DesignTalks 2023 - Michael Hendrix, alþjóðlegur hönnunarstjóri og meðeigandi IDEO

Michael Hendrix, alþjóðlegur hönnunarstjóri og meðeigandi IDEO, kemur fram á DesignTalks 3. maí í Hörpu. DesignTalks ráðstefnan hefur öðlast fastan sess hérlendis og er vel þekkt alþjóðlega sem mikilvægur vettvangur innblásturs og samtals um helstu þróun og breytingar sem drifnar eru áfram með aðferðum hönnunar og arkitektúrs. 
28. mars 2023

Hönnunar- og hugmyndasamkeppni um nýjar vörur hannaðar úr íslensku tvídi

Kormákur & Skjöldur í samstarfi við Miðstöð hönnunar og arkitektúrs standa fyrir opinni hugmyndasamkeppni um hönnun nýrra vara, fatnaðar eða nytjahluta úr íslenska tvídinu. Sigurvegari hlýtur 500.000 kr. í verðlaun og verður tilkynntur á HönnunarMars 2023. 
27. mars 2023