Miðstöð Hönnunar og Arkitektúrs / Iceland Design and Architecture

Hittumst og fögnum! 

Velkomin á sumargleði og ársfund Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs þann 14. júní í Grósku.
2. júní 2023

Samband/Connection á 3 Days of Design

Sýningin Samband/Connection sýnir vörur eftir níu íslenska hönnuði sem eiga það sameiginlegt að hafa hannað vörur sem eru þróaðar, framleiddar og seldar í Skandinavíu. Sýningin er hluti af dönsku hönnunarvikunni, 3 days of design, sem stendur yfir dagana 7. - 9. júní.
1. júní 2023

Kolofon hlýtur alþjóðleg verðlaun á sviði upplýsingahönnunar

Hönnunarstofan Kolofon hlaut á dögunum tvenn verðlaun í IIIDawards, alþjóðleg samkeppni á sviði upplýsingahönnunar. Verðlaunin voru veitt fyrir verkefni unnin fyrir Strætó og Vegagerðina.
2. júní 2023
Hlynur Axelsson, Sigursteinn Sigurðsson, Anna Karlsdóttir, Kristján Örn Kjartansson, Helga Guðrún Vilmundardóttir og Birta Fróðadóttir. Veðursæld var mikil við úthlutun úr Minningarsjóði Guðjóns Samúelssonar og fór viðburðurinn mestmegnis fram utandyra.

Halldóra Arnardóttir hlýtur styrk úr Minningarsjóði Guðjóns Samúelssonar

Halldóra Arnardóttir, listfræðingur, hlaut í gær styrk úr Minningarsjóði Guðjóns Samúelssonar, til að ljúka ritstörfum um verk Skarphéðins Jóhannssonar arkitekts (1914-1970). Þetta er í þrettánda sinn sem úthlutað er úr sjóðnum sem var stofnaður 24. nóvember 1990 í samræmi við erfðaskrá Guðjóns frá árinu 1948. Alls bárust fimm umsóknir um styrkinn í ár.
2. júní 2023

Stykkishólmskirkja ein fegursta kirkja í heimi

Stykkishólmskirkja hefur verið valin ein af tíu fegurstu kirkjum í heimi að mati Architectual Digest. Kirkjan er teiknuð af Jóni Haraldssyni og var vígð árið 1990.
25. maí 2023
Tillaga KRADS/TRÍPÓLÍ/Urbanlab nordic.

KRADS, TRÍPÓLÍ og Urbanlab nordic vinna samkeppni um hönnun nýs Regluheimilis Oddfellowreglunnar

KRADS, TRÍPÓLÍ og Urbanlab nordic urðu hlutskörpust í samkeppni um hönnun nýs Regluheimilis í Urriðaholti, Garðabæ, fyrir Oddfellowregluna.
25. maí 2023

Rannsóknarsetur skapandi greina stofnað

Stofnfundur Rannsóknaseturs skapandi greina fór fram þriðjudaginn 23. maí. Hlutverk Rannsóknaseturs skapandi greina (RSG) verður m.a. að stuðla að samráði háskóla, stofnana, stjórnvalda, Hagstofu Íslands og atvinnulífs menningar og skapandi greina, sem styrkt getur innviði og vöxt atvinnugreinanna og eflt gagnaöflun og greiningu sem nýst getur við fjölbreyttar rannsóknir og miðlun.  
24. maí 2023

Stutt og skemmtilegt námskeið í rísóprentun

Þann 30. maí hefst stutt og hnitmiðað námskeið í rísóprentun  í Myndlistaskólanum í Reykjavík. Á námskeiðinu, sem stendur yfir í fjóra kennsludaga, fá þáttakendur tækifæri til að kynnast möguleikum rísóprentvélararinnar og læra að undirbúa verk til prentunar í einum, tveimur eða fleiri litum.
16. maí 2023

Útskriftarsýning meistaranema í hönnun

Útskriftarsýning meistaranema í hönnun við Listaháskóla Íslands, The Relative Size of Things in a Landscape, stendur nú yfir í Slökkvistöðinni Gufunesi. Sýningin verður til 20. maí.
15. maí 2023

Starfandi einstaklingum fjölgar mest í hönnun og arkitektúr

Rekstrartekjur í menningu og skapandi greinum voru rúmlega 126 milljarðar árið 2021 og hækkuðu um 5,6% frá fyrra ári samkvæmt nýútkomnum menningarvísi Hagstofunnar. Milli áranna 2019 og 2021 hækkuðu rekstrartekjur hins vegar einungis um 0,4% á verðlagi ársins 2021. Rekstrartekjur 2021 voru hæstar í kvikmyndum og sjónvarpi eða um 22% af heildartekstrartekjum og tæp 15% í fjölmiðlum annars vegar og hönnun og arkitektúr hins vegar.
11. maí 2023

Guðrún Ragna Sigurjónsdóttir og Hera Guðmundsdóttir sigurvegarar í samkeppni Kormáks og Skjaldar

Tillögur þeirra Aðeins það bezta fyrir ferðalagið: Nytjahlutir Kormáks og Skjaldar úr íslensku tvídi eru varanleg eign og Hálendismeyjar og borgardætur velja íslenska tvídið frá Kormáki og Skildi hlutu hæstu einkunn frá dómnefnd í hönnunar- og hugmyndasamkeppni um nýjar vörur hannaðar úr íslensku tvídi og var tilkynnt á sýningu þeirra á HönnunarMars.
10. maí 2023

Takk fyrir HönnunarMars 2023

Síðustu fimm daga hefur HönnunarMars breitt úr sér um höfuðborgarsvæðið fimmtánda árið í röð með um fjölbreyttum og forvitnilegum 100 sýningum og 150 viðburður. 
8. maí 2023

HönnunarMars 2023 - sýningar sem standa lengur

Þrátt fyrir að HönnunarMars hátíðinni er nú formlega lokið, eftir 5 daga af vel heppnuðum hátíðarhöldum, sýningum og viðburðum eru nokkrar sýningar á dagskrá ennþá opnar. Alls voru um 100 sýningar og yfir 150 viðburðir á dagskrá og því ekki ólíklegt að einhverjum hafi ekki tekist að sjá allt sem var á dagskrá. Hér má má sjá yfirlit yfir þær sýningar sem standa opnar lengur.
8. maí 2023

Fjárfestum í hönnun

Pallborðsumræður undir yfirskriftinni Fjárfestum í hönnun voru á dagskrá HönnunarMars í ár. Fullt var á viðburðinn sem fór fram í nýjum húsakynnum Landsbankans við Austurbakka og voru gestir sammála um mikilvægi þess að opna á umræður um þessi málefni. 
9. maí 2023

Hlaupið var um arkitektúr á HönnunarMars

Hlaupið var um arkitektúr í annað sinn á HönnunarMars í ár.
9. maí 2023
Borghildur Sturludóttir, Sigurður Hannesson, Dagur B. Eggertsson og Sigurður Ingi Jóhannsson í pallborðsumræðum

Hættum að tala um verð á fermetra og förum að tala um gæði

,,Neytendavitund skortir á Íslandi þegar kemur að húsnæði.” Þetta er meðal þess sem kom fram á málþinginu, 35.000 íbúðir á 10 árum: Hvernig er best að gera þetta?, sem haldið var á nýliðnum HönnunarMars.
8. maí 2023

Dagskrá HönnunarMars - dagur 5

Hvað nú? Síðasti dagur HönnunarMars 2023. Hlaupaþyrstir geta hafið daginn í arkitektahlaupinu. Í dag er líka tilvalið að kíkja á þær sýningar og viðburði sem þú hefur ekki náð að skoða. Það er líka nóg um að vera fyrir fjölskyldur, viðburðir í Norræna húsinu, risa krítarsmiðja í Borgarbókasafninu og heilt hlaðborð af viðburðum í Elliðaárstöð. Dagskrá dagsins má finna hér.
7. maí 2023

HönnunarMars á Keflavíkurflugvelli

HönnunarMars í samstarfi við Keflavíkurflugvöll og Isavia gefa ferðalöngunum inn og og út úr landi smá forsmekk af hátíðinni.
3. maí 2023

Dagskrá HönnunarMars - dagur 4

Hvað nú? Fjórði dagur HönnunarMars. Í dag er tilvalið að byrja daginn með arkitektahlaupinu og halda svo áfram niður í bæ  þar sem ýmiskonar viðburðir í tenglsum við sýningar fara fram. Hátíðarkokteill HönnunarMars fer fram á The Reykjavík Edition kl. 17:00. Dagskrá dagsins má finna hér.
5. maí 2023

HönnunarMars 2023 í samstarfi við Polestar

HönnunarMars 2023 er í samstarfi við sænska rafbílaframleiðandann Polestar sem er staðráðinn í að bæta samfélagið með aðstoð hönnunar og tækni til að flýta fyrir breytingum til sjálfbærra ferðamáta. Vinkaðu endilega teymi hátíðarinnar ef þú sérð bíla HönnunarMars á rúntinum.
5. maí 2023

Dagskrá HönnunarMars - dagur 3

Það er komið að þriðja degi HönnunarMars. Í dag er fjöldi af áhugaverðum viðburðum í tengslum við sýningar, fjórar sýningar opna í Gufunesi og í kvöld verður nóg um að vera fyrir áhugafólk um tísku. Dagskrá dagsins má finna hér.
5. maí 2023

HönnunarMars 2023 opnar með pompi og pragt

HönnunarMars var opnuð með formlegum hætti í Hörpu í gær, 3. maí, þar sem hátíðin var sett af Lilju D. Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra og Höllu Helgadóttur, framkvæmdastjóra Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs. 
4. maí 2023

Dagskrá HönnunarMars - dagur 2

Hvað nú? Dagur 2 á HönnunarMars! Dagskrá dagsins má sjá hér en hún er barmafull af allskonar spennandi viðburðum.
2. maí 2023

Dagskrá HönnunarMars - dagur 1

Gleðilegan HönnunarMars! HönnunarMars er loks runninn upp en hátíðin hefst í dag með opnunarviðburðinum DesignTalks, degi fullum af innblæstri og skapandi hugsun. Í framhaldi taka svo við fjöldi opnana og viðburða um borg alla. Hér má finna alla dagskrá dagsins í dag.
2. maí 2023

Opnunarhóf HönnunarMars 2023

Fimmtánda árið í röð er HönnunarMars boðberi nýrra hugmynda, innblásturs, skapandi lausna og bjartsýni þar sem framsækin hönnun og nýjungar leiða saman sýnendur og gesti. Verið öll hjartanlega velkomin á opnunarhóf HönnunarMars í Hörpu þann 3. maí kl. 17:00.
1. maí 2023

Landsbankinn tekur þátt í HönnunarMars með fjölbreyttum viðburðum

Landsbankinn tekur þátt í HönnunarMars með fjölbreyttum viðburðum, en Landsbankinn er nýr styrktaraðili hátíðarinnar. Boðið verður upp á málþing um fjárfestingu í hönnun og leiðsagnir um ný húsakynni Landsbankans.
1. maí 2023

HönnunarMars fyrir áhugafólk um tísku

HönnunarMars er rétt handan við hornið en hátíðin fer fram dagana 3. til 7. maí nk. og breiðir úr sér um alla borg. Rúmlega 100 sýningar og 120 viðburðir eru á dagskrá í ár og því ættu öll að finna eitthvað við sitt hæfi.
28. apríl 2023

Afgangs auðlind verður að veröld vellíðanar

Töfrar Bláa Lónsins eru sprottnir upp úr náttúrulegri hringrás sjávar og jarðhita. Kraftar hennar skapa einstakt umhverfi þar sem náttúra, hönnun og sjálfbærni sameinast með heillandi hætti. Sýning Bláa Lónsins opnar á Hafnartorgi, Kolagötu þann 3. maí kl. 18
30. apríl 2023

Framhald í næsta poka 

Framhald í næsta poka er samstarfsverkefni Krónunnar og HönnunarMars þar sem taupokar viðskiptavina Krónunnar eignast nýtt og spennandi framhaldslíf. Verkefnið verður frumsýnt á HönnunarMars í Krónunni á Granda.
30. apríl 2023

Af tösku ertu kominn

Saga um framhaldslíf. Hvernig getur fartölvutaska orðið að stórum sófa? Svarið við þeirri spurningu er samofið sífelldri leit okkar að nýjum leiðum til að flétta endurnýtingu inn í daglega starfsemi Icelandair. Kíktu við í Hörpu á HönnunarMars og sjáðu afrakstur samstarfs Rebekku Ashley vöruhönnuðar og Icelandair.
30. apríl 2023

Design Diplomacy, sendiherrar bjóða heim

Í fimmta sinn bjóða erlendir sendiherrar hönnuðum frá sínum heimalöndum að taka þátt í opnu samtali við íslenska kollega á HönnunarMars. Sendiherrarnir opna dyrnar að heimilum sínum og veita gestum einstakt tækifæri til þess að hitta hönnuði og sækja sér innblástur.
26. apríl 2022

HönnunarMars fyrir fjölskylduna

Á HönnunarMars 2023 er fjöldin allur af viðburðum sem henta fjölskyldum og börnum. Hér eru nokkrir þeirra.
24. apríl 2023

DesignTalks 2023 - Kjartan Örn Ólafsson

Kjartan Örn Ólafsson, loftslagsfrumkvöðull, kemur fram á DesignTalks 2023 í Hörpu miðvikudaginn 3. maí.
24. apríl 2023

DesignTalks 2023 - Refik Anadol, listamaður, leikstjóri og brautryðjandi í fagurfræði gervigreindar

Refik Anadol, listamaður, leikstjóri og brautryðjandi í fagurfræði gervigreindar, kemur fram á DesignTalks 2023 í Hörpu miðvikudaginn 3. maí.
22. apríl 2023

HönnunarMars fyrir mataráhugafólk

HönnunarMars er rétt handan við hornið en hátíðin fer fram dagana 3. til 7. maí nk. og breiðir úr sér um alla borg. Rúmlega 100 sýningar og 120 viðburðir eru á dagskrá í ár og því ættu öll að finna eitthvað við sitt hæfi. Hér eru nokkrir viðburður sem henta sérstaklega vel fyrir fólk sem hefur áhuga á mat, matargerð og gúrmei.
22. apríl 2023

DesignTalks 2023 - Sigurður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri brand, hönnunar- og nýsköpunarsviðs Bláa lónsins. Meðeigandi í Design Group Italia

Sigurður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri brand, hönnunar- og nýsköpunarsviðs Bláa lónsins og meðeigandi í Design Group Italia, kemur fram á DesignTalks 2023 í Hörpu miðvikudaginn 3. maí. DesignTalks ráðstefnan hefur öðlast fastan sess hérlendis og er vel þekkt alþjóðlega sem mikilvægur vettvangur innblásturs og samtals um helstu þróun og breytingar sem drifnar eru áfram með aðferðum hönnunar og arkitektúrs. 
22. apríl 2023

Þrjár samkeppnir um sýningar í þjóðgörðum Íslands

Umhverfisstofnun og Vatnajökulsþjóðgarður í samvinnu við Miðstöð hönnunar og arkitektúrs og Ríkiskaup efna til þriggja samkeppna um sýningar í þjóðgarðsmiðstöð Snæfellsjökulsþjóðgarðs á Hellissandi, gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs á Kirkjubæjarklaustri og gestastofu Umhverfisstofnunar og Vatnajökulsþjóðgarðs á Skútustöðum við Mývatn.
18. apríl 2023

Kossmanndejong vinnur samkeppni um sýningu í Náttúruminjasafni Íslands

Niðurstöður hafa verið birtar í hönnunarsamkeppni um sýningu Náttúruminjasafns Íslands í nýjum höfuðstöðum þess í Náttúruhúsi í Nesi. Hollenska sýningarfyrirtækið Kossmanndejong bar sigur úr býtum en alls sóttu tíu hönnunarteymi um þátttökurétt. Það var Náttúruminjasafn Íslands í samstarfi við Miðstöð hönnunar og arkitektúrs og Ríkiskaup sem stóð fyrir samkeppninni, sem var hönnunar- og framkvæmdarkeppni með forvali.
13. apríl 2023

Hvað nú? Dagskrá HönnunarMars 2023 er komin í loftið

HönnunarMars breiðir úr sér um höfuðborgarsvæðið dagana 3. - 7. maí næstkomandi en í ár ber hátíðin yfirskriftina Hvað nú? (e. What now?). Fjölbreytta dagskrá má nú kynna sér á  heimasíðu hátíðarinnar.
5. apríl 2023

DesignTalks 2023 - Liam Young, sci-fi arkitekt og leikstjóri

Liam Young, sci-fi arkitekt, leikstjóri og framleiðandi, kemur fram á DesignTalks 2023 í Hörpu miðvikudaginn 3. maí. . 
13. apríl 2023

DesignTalks 2023 - Lee Baker frá Graphic Rewilding, listamaður og tónskáld

Lee Baker frá Graphic Rewilding, listamaður og tónskáld, kemur fram á DesignTalks 2023 í Hörpu miðvikudaginn 3. maí.
13. apríl 2023

Hvað nú? DesignTalks 2023

DesignTalks 2023 leitar svara við þessari spurningu með áhrifamiklum erindum frá fjölbreyttum hópi hönnuða, arkitekta og listamanna sem nálgast núið og framtíðina á skapandi hátt.
4. apríl 2023

LHÍ auglýsir stöðu Deildarforseta í arkitektúrdeild

Listaháskóli Íslands leitar eftir metnaðarfullum einstaklingi með sterka listræna sýn í stöðu deildarforseta í arkitektúr. Umsóknum skal skilað eigi síðar en 16. apríl 2023.
3. apríl 2023

DesignTalks 2023 - Thomas Pausz, hönnuður, listamaður og rannsakandi

Thomas Pausz, hönnuður, listamaður og rannsakandi, kemur fram á DesignTalks 3. maí í Hörpu. DesignTalks ráðstefnan hefur öðlast fastan sess hérlendis og er vel þekkt alþjóðlega sem mikilvægur vettvangur innblásturs og samtals um helstu þróun og breytingar sem drifnar eru áfram með aðferðum hönnunar og arkitektúrs. 
30. mars 2023

sam(t)vinna  - samsýning Textílfélagsins

Textílfélagið opnar sýninguna sam(t)vinna laugardaginn 1. apríl í Hlöðuloftinu á Korpúlfsstöðum klukkan 14. Tuttugu og fjórir meðlimir Textílfélagsins sýna afrakstur samstarfs undanfarinna mánaða þar sem afraksturinn er margvíslegur; aðferðir, efnistök og sjónarhorn hljóta hér ýmist endurnýjun eða endurskoðun, ný verk líta dagsins ljós og eldri verk birtast í nýju samhengi.
28. mars 2023

DesignTalks 2023 - Michael Hendrix, alþjóðlegur hönnunarstjóri og meðeigandi IDEO

Michael Hendrix, alþjóðlegur hönnunarstjóri og meðeigandi IDEO, kemur fram á DesignTalks 3. maí í Hörpu. DesignTalks ráðstefnan hefur öðlast fastan sess hérlendis og er vel þekkt alþjóðlega sem mikilvægur vettvangur innblásturs og samtals um helstu þróun og breytingar sem drifnar eru áfram með aðferðum hönnunar og arkitektúrs. 
28. mars 2023

Hönnunar- og hugmyndasamkeppni um nýjar vörur hannaðar úr íslensku tvídi

Kormákur & Skjöldur í samstarfi við Miðstöð hönnunar og arkitektúrs standa fyrir opinni hugmyndasamkeppni um hönnun nýrra vara, fatnaðar eða nytjahluta úr íslenska tvídinu. Sigurvegari hlýtur 500.000 kr. í verðlaun og verður tilkynntur á HönnunarMars 2023. 
27. mars 2023

DesignTalks 2023 - Pavel Vrzheshch, stofnandi og listrænn stjórnandi úkraínsku auglýsingastofunnar Banda

Pavel Vrzheshch, stofnandi og listrænn stjórnandi úkraínsku auglýsingastofunnar Banda, kemur fram á DesignTalks 3. maí í Hörpu. DesignTalks ráðstefnan hefur öðlast fastan sess hérlendis og er vel þekkt alþjóðlega sem mikilvægur vettvangur innblásturs og samtals um helstu þróun og breytingar sem drifnar eru áfram með aðferðum hönnunar og arkitektúrs. 
23. mars 2023

DesignTalks 2023 - Sigríður Sunna Reynisdóttir, stofnandi og listrænn stjórnandi ÞYKJÓ

Sigríður Sunna Reynisdóttir, stofnandi og listrænn stjórnandi ÞYKJÓ, kemur fram á DesignTalks 2023 í Hörpu miðvikudaginn 3. maí. DesignTalks ráðstefnan hefur öðlast fastan sess hérlendis og er vel þekkt alþjóðlega sem mikilvægur vettvangur innblásturs og samtals um helstu þróun og breytingar sem drifnar eru áfram með aðferðum hönnunar og arkitektúrs. 
21. mars 2023

Opið kall - Handverk á HönnunarMars 2023

Félag vöru- og iðnhönnuða hvetur alla til að senda inn hugmyndir fyrir sýninguna Handverk sem verður á HönnunarMars, dagana 3. - 7. maí. Opið er fyrir umsóknir til og með 30. mars.
20. mars 2023

Sýningaropnun með opnunarfyrirlestri frá Jan De Vylder - Öll velkomin!

Föstudaginn 24. mars kl. 19.00 munu nemendur í arkitektúrdeild LHÍ og nemendur við arkitektúrdeild tækniháskólans í Zürich halda sýningaropnun á innsetningum úr endurunnu efni.
16. mars 2023

Fjölnota ljósatré og hönnun fyrir fólk með stuðningsþarfir hljóta hæstu styrki Hönnunarsjóðs

Fyrri úthlutun ársins hjá Hönnunarsjóði fór fram í Grósku þann 14. mars þar sem 21 fjölbreytt verkefni á sviði hönnunar og arkitektúrs hlutu almenna styrki og 15 ferðastyrkir voru veittir. 37 milljónir voru til úthlutunar. 
15. mars 2023

Tilnefningar til FÍT verðlaunanna 2023

FÍT verðlaunin eru fagverðlaun og hlutverk þeirra er að finna það sem skarar fram úr í grafískri hönnun og myndskreytingum á Íslandi ár hvert.
13. mars 2023

DesignTalks 2023 - Peter Veenstra, landslagsarkitekt og einn stofnandi LOLA Landscape Architects

Peter Veenstra, landslagsarkitekt og einn stofnandi LOLA Landscape Architects, kemur fram á DesignTalks 2023 í Hörpu miðvikudaginn 3. maí. DesignTalks ráðstefnan hefur öðlast fastan sess hérlendis og er vel þekkt alþjóðlega sem mikilvægur vettvangur innblásturs og samtals um helstu þróun og breytingar sem drifnar eru áfram með aðferðum hönnunar og arkitektúrs. 
13. mars 2023

Skapalón tilnefnt til Eddunnar

Skapalón, þættir um hönnun og arkitektúr fyrir ungt fólk, hljóta tilnefningu til Eddunnar sem menningarefni ársins 2023. Miðstöð hönnunar og arkitektúrs og List fyrir alla hlutu styrk úr Barnamenningarsjóði og fengu RÚV og 101 Production til liðs við sig við framleiðslu þáttanna sem voru sýndir á RÚV vorið 2022 og eru aðgengilegir hér.
3. mars 2023

DesignTalks 2023 - Natsai Audrey Chieza, stofnandi og framkvæmdarstjóri Faber Futures

Natsai Audrey Chieza, stofnandi og framkvæmdarstjóri Faber Futures, kemur fram á DesignTalks 2023 í Hörpu miðvikudaginn 3. maí. DesignTalks ráðstefnan hefur öðlast fastan sess hérlendis og er vel þekkt alþjóðlega sem mikilvægur vettvangur innblásturs og samtals um helstu þróun og breytingar sem drifnar eru áfram með aðferðum hönnunar og arkitektúrs. 
28. febrúar 2023

Forsala á DesignTalks stendur til föstudagsins 3. mars

DesignTalks fer fram þann 3. maí 2023 en ráðstefnan er einn af lykilviðburðum HönnunarMars á hverju ári enda dagur fullur af innblæstri, skapandi hugsun og áhugaverðum fyrirlesurum.
27. febrúar 2023

Terta - Gestagangur í LHÍ

TERTA,þverfaglegt hönnunarteymi heldur fyrirlestur í arkitektúr- og hönnunardeild Listaháskólans miðvikudaginn 1. mars um hönnun og endurnýjun Elliðaárstöðvar. Fyrirlesturinn fer fram klukkan 12:15 í fyrirlestrarsal A, Þverholti 11.
27. febrúar 2023
Staðsetning nýs Regluheimilis er merkt með rauðu á korti.

Vilt þú hanna nýtt kennileiti í Urriðaholti? Oddfellowreglan efnir til samkeppni um nýtt Regluheimili

Þróunarsjóður Oddfellowreglunnar í samstarfi við Arkitektafélag Íslands efnir til samkeppni um nýtt 3000 m2 regluheimili í Urriðaholti, Garðabæ. Regluheimilið verður staðsett á svokallaðri ,,kennileitislóð“ á holtinu þar sem sem fyrirhuguð bygging verður sýnilega víða að.
9. mars 2023

DesignTalks 2023 - Odile Decq, arkitekt og borgarskipulagsfræðingur

Odile Decq, arkitekt, borgarskipulagsfræðingur og eigandi Studio Odile Decq, kemur fram á DesignTalks 2023 í Hörpu miðvikudaginn 3. maí. DesignTalks ráðstefnan hefur öðlast fastan sess hérlendis og er vel þekkt alþjóðlega sem mikilvægur vettvangur innblásturs og samtals um helstu þróun og breytingar sem drifnar eru áfram með aðferðum hönnunar og arkitektúrs. 
20. febrúar 2023

DesignTalks 2023 - Paola Antonelli, yfirsýningarstjóri arkitektúrs og hönnunar hjá MoMA, framleiðandi MoMA Salon R&D og stofnandi Design Emergency

Paola Antonelli, yfirsýningarstjóri arkitektúrs og hönnunar hjá MoMA, framleiðandi MoMA Salon R&D og stofnandi Design Emergency kemur fram á DesignTalks 2023 í Hörpu miðvikudaginn 3. maí. DesignTalks ráðstefnan hefur öðlast fastan sess hérlendis og er vel þekkt alþjóðlega sem mikilvægur vettvangur innblásturs og samtals um helstu þróun og breytingar sem drifnar eru áfram með aðferðum hönnunar og arkitektúrs. 
14. febrúar 2023

Útlínur framtíðar – ný stefna í málefnum hönnunar og arkitektúrs

Stefna stjórnvalda í hönnun og arkitektúr til ársins 2030 er komin út en hún er mótuð í samvinnu fjölda samstarfsaðila, m.a. á stórum stefnumótunarfundum sem fóru fram í Grósku síðastliðið vor.
13. febrúar 2023

List fyrir alla auglýsir eftir umsóknum

List fyrir alla auglýsir eftir umsóknum um verkefni eða listviðburði á sviði barnamenningar fyrir grunnskólabörn. Umsóknarfrestur er til 17. mars.
16. febrúar 2023
Tíu ritverk tilnefnd til viðurkenningar Hagþenkis fyrir útgáfuárið 2022

Tveir félagsmenn AÍ tilnefndir til viðurkenningar Hagþenkis

Tilnefningar til viðurkenningar Hagþenkis voru kynntar miðvikudaginn 8. febrúar síðastliðinn. Af tíu tilnefndum fræðiritum voru tvö þeirra unnin af félagsmönnum AÍ, þeim Önnu Maríu Bogadóttur, fyrir verk sitt Jarðsetning og Þorsteini Gunnarssyni fyrir verk sitt Nesstofa við Seltjörn. Saga hússins, endurreisn og byggingarlist.
15. febrúar 2023

Opið fyrir innsendingar í FÍT verðlaunin 2023

Búið er að opna fyrir innsendingar í FÍT verðlaunin 2023. Opið verður fyrir innsendingar út miðvikudaginn 1. mars
6. febrúar 2023

Reykjavíkurborg og Betri samgöngur ohf. efna til samkeppni um þróun Keldnalands

Reykjavíkurborg og Betri samgöngur ohf. efna til samkeppni um þróun Keldnalands.  Tilgangur samkeppninnar er að leita eftir vönduðum tillögum og þverfaglegu teymi til að koma að þeirri vinnu sem framundan er við gerð þróunaráætlunar svæðisins.
3. febrúar 2023

Safnanótt á Hönnunarsafni Íslands: Opnun, smiðja og vinnustofur

Á Safnanótt, föstudaginn 3. febrúar, verður mikið um að vera á Hönnunarsafni Íslands, ný fastasýning Hönnunarsafnið sem heimili opnar, vinnusmiðja fyrir fjölskyldur, Fallegustu bækur í heimi sýning og opin vinnustofa.
1. febrúar 2023

Brýn þörf á breytingum

Vinnustofan Hringborð Hringrásar um innleiðingu hringrásar í byggingariðnaði fór fram í Grósku þann 19. janúar þar sem hagaðilar í geiranum áttu innihaldsríkt samtal um aðkallandi verkefni og brýna þörf á að hraða breytingum.
30. janúar 2023

Sýningin Öllum hnútum kunnug opnar í Stokkhólmi

Sýningin Öllum hnútum kunnug, er þverfaglegt verkefni sem skoðar táknræna vídd reipisins í norrænni samtímamenningu eftir hönnuðina Brynhildi Pálsdóttur, Þuríði Rós Sigurþórsdóttur og Theresu Himmer. Sýningin opnar þann 7. febrúar í Hallwyl safninu á Stockholm Design Week.
23. janúar 2023

Innflutningsboð og opnun í Hönnunarsafni Íslands

Keramikhönnuðurinn Ada Stańczak heldur innflutningsboð á morgun, föstudaginn 20. janúar kl. 18 fyrir vinnustofudvöl í Hönnunasafni Íslands. Á sama tíma opnar sýningin Fallegustu bækur í heimi sem haldin er í samstarfi við FÍT, félag íslenskra teiknara.
19. janúar 2023

Hönnunarsjóður hækkar í 80 milljónir

Framlag til Hönnunarsjóðs hefur verið hækkað um 30 milljónir og stækkar því sjóðurinn úr 50 milljónum í 80 milljónir króna 2023. Stækkun sjóðsins er liður í áherslu menningar- og viðskiptaráðherra Lilju D. Alfreðsdóttur á að efla þróun á sviði hönnunar og arkitektúrs með það að mark­miði að auka verðmæta­sköp­un og lífs­gæði með mark­viss­um hætti.
13. janúar 2023

Aðgerðir í átt að sjálfbærari tískuiðnaði ræddar á fyrstu ráðstefnu Samtaka evrópskra fatahönnunarfélaga

Samtök evrópskra  fatahönnunarfélaga, European Fashion Alliance (EFA), stóð fyrir sinni fyrstu ráðstefnu á Kanaríeyjum sl. haust. EFA, sem stofnað var í júní, eru fyrstu alþjóðlegu samtök evrópskra fatahönnunarfélaga en markmið þess er að styrkja sjálfbært evrópskt tískuvistkerfi. Fatahönnunarfélag Íslands er aðila að samtökunum og tóku þátt í ráðstefnunni.
16. janúar 2023

Stefnumót hringrásar - opinn fundur í Grósku

Þverfaglegt samtal um innleiðingu hringrásarhagkerfisins í byggingariðnaði í Grósku þann 19. janúar frá kl. 14:30 - 16:00. Samtalið fer fram í Grósku í Vatnsmýri og er öllum opið. 
11. janúar 2023

Árið 2022 í hönnun og arkitektúr 

Nú þegar líður að áramótum er tilvalið að líta yfir farinn veg og skoða  hvað stóð upp úr árið 2022 á sviði hönnunar og arkitektúrs. Árið sem byrjaði í Covid ástandi endaði á því að springa út með fjölmörgum spennandi verkefnum og viðburðum. Hér er stiklað á stóru á því sem bar hæst. 
28. desember 2022

Landsbankinn er nýr bakhjarl HönnunarMars til þriggja ára

Landsbankinn er nýr bakhjarl HönnunarMars og verður samstarfsaðili hátíðarinnar næstu þrjú árin. Samningar þess efnis voru undirritaðir í vikunni. Hátíðin fer fram í fimmtánda sinni dagana 3 - 7 maí 2023.
28. desember 2022

Hátíðarkveðjur frá Miðstöð hönnunar og arkitektúrs

Hátíðarkveðjur frá Miðstöð hönnunar og arkitektúrs. Við minnum á að skrifstofan er lokuð frá  22. desember til 3. janúar.
22. desember 2022

Ný stjórn FÍT 2023

29. desember 2022

Tanja Levý er upplifunarhönnuður HönnunarMars 2023

Hönnuðurinn Tanja Levý verður upplifunarhönnuður HönnunarMars 2023 og bætist hún inn í öflugt teymi hátíðarinnar sem fer fram dagana 3. - 7. maí næstkomandi. 
19. desember 2022

Vegrún, Teningurinn og lógó Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða fengu verðlaun ADC*E

Vegrún, merkingarkerfi úr smiðju hönnunarstofunnar Kolofon, Teningurinn, verðlaunagripur Verkfræðingafélags Íslands eftir Narfa Þorsteinsson og Adrian Frey Rodriquez og lógó heilbrigðisstofnunar Vestfjarða eftir Sigurð Oddsson unnu til verðlauna í alþjóðlegu keppni ADC*E samtakanna. 
19. desember 2022

Tíu hönnuðir hljóta listamannalaun 2023

Úthlutunarnefndir Launasjóðs listamanna hafa lokið störfum og úthlutuðu 50 mánuðum til 10 hönnuða. Alls bárust 55 umsóknir og sótt um 424 mánuði. Hanna Dís Whitehead, Helga Lilja Magnúsdóttir, Guðmundur Ingi Úlfarsson og Katrín Alda Rafnsdóttir eru meðal þeirra hönnuða sem hljóta listamannalaun hönnuða á næsta ári.
17. desember 2022

Hugmyndin kviknaði í fjörunni

Leirkerasmiðurinn Aldís Bára Einarsdóttir frumsýnir um helgina grip sem hún hannaði með syni sínum, arkitektinum Davíð Georg Gunnarssyni í Rammagerðinni. Um er að ræða fallegt gjafasett sem samanstendur af ilmkeri eftir Aldísi og Davíð og með kerinu kemur sérvalinn hraunmoli og svo val milli tveggja einstakra lykta hannaðar af Fischersundi sem sérhæfir sig í upplifun og skynjun. 
16. desember 2022

Kristín Þorkelsdóttir og Manfreð Vilhjálmsson hljóta heiðurslaun listamanna

Grafíski hönnuðurinn Kristín Þorkelsdóttir og arkitektinn Manfreð Vilhjálmsson bætast í hóp þeirra sem hljóta heiðurlaun listamanna. Er það í fyrsta sinn sem listamaður úr röðum grafískra hönnuða og arkitekta kemst á listann. Bæði hafa þau hlotið heiðursverðlaun Hönnunarverðlauna Íslands. 
15. desember 2022

Hvar kaupum við íslenska hönnun?

Á þessum tíma árs er tilvalið að kynna sér fjölbreytt og gott úrval íslenskrar hönnunar og hér má finna aðgengilegt yfirlit yfir verslanir sem selja íslenska hönnunarvöru, bæði búðir sem selja vörur frá ólíkum hönnuðum, hönnuðir sem eru að selja sjálfir sem og netverslanir.
1. desember 2022

Bækur og arkitektúr - Bóka- og aðventugleði 8. desember í Grósku

Fimmtudaginn 8. desember stendur Arkitektafélag Íslands fyrir aðventugleði í formi jólabókakynningar um arkitektúr og arkitekta.
2. desember 2022

Forsala hafin á DesignTalks 2023

DesignTalks fer fram þann 3. maí 2023. Búið er að opna fyrir miðasölu og er takmarkaður fjöldi miða í boði á sérstöku forsöluverði. Ekki láta heilan dag fullan af innblæstri, nýsköpun og skapandi krafta framhjá þér fara!
1. desember 2022

Vitavegur vinnur fyrstu verðlaun í hönnunarsamkeppni um Grófarhúsið

Teymi frá JVST arkitektum, Inside outside, Hanrath Architect, Kreatíva teiknistofu, VSÓ ráðgjöf og Örugg verkfræðistofu varð hlutskarpast í hönnunarsamkeppni Reykjavíkurborgar og Arkitektafélags Íslands um breytingar og endurbætur á Grófarhúsi. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tilkynnti úrslitin við hátíðlega athöfn í Grófarhúsi í dag.
28. nóvember 2022

„Það mikilvægasta við vinskap er að byggja upp traust“

Sýningin Hæ/Hi: Designing Friendship opnaði í Seattle í byrjun október þar sem sex íslenskir hönnuðir/hönnunarteymi fóru vestur um haf til að fylgja sýningunni eftir og styrkja vináttuböndin við bandarísku hönnunarteymin. 
24. nóvember 2022

Vinningstillaga um Leiðarhöfða vinnur verðlaun í alþjóðlegri arkitektakeppni

Vinningstillaga Landmótunar, HJARK og sastudio um Leiðarhöfða hefur unnið bronsverðlaun í flokknum “Future Projects: Civic” á World Architecture News Awards. Verðlaunin voru í flokki umSamfélagsleg rými, enda er Leiðarhöfðinn hugsaður sem aðlaðandi samkomustaður fyrir íbúa og gesta.
24. nóvember 2022

Rammagerðin fagnar íslenskri hönnun

Verslun Rammagerðarinnar í Hörpu fagnar 1 árs afmæli á laugardaginn með veislu til heiðurs íslenskri hönnun en verslunin selur einungis vörur eftir íslenska hönnuði og listamenn. Spennandi nýjungar kynntar og hönnuðir verða á staðnum. 
24. nóvember 2022

Vinningstillaga um Leiðarhöfða vinnur verðlaun í alþjóðlegri arkitektakeppni

Vinningstillaga Landmótunar, HJARK og sastudio um Leiðarhöfða hefur unnið bronsverðlaun í flokknum “Future Projects: Civic” á World Architecture News Awards. Verðlaunin voru í flokki umSamfélagsleg rými, enda er Leiðarhöfðinn hugsaður sem aðlaðandi samkomustaður fyrir íbúa og gesta.
24. nóvember 2022

Helga Ólafsdóttir er nýr stjórnandi HönnunarMars

Nýr stjórnandi HönnunarMars er Helga Ólafsdóttir og tekur hún til starfa 1. desember næstkomandi. HönnunarMars er ein af sex borgarhátíðum Reykjavíkur og fer fram í fimmtánda sinn dagana 3. - 7. maí 2023. 
23. nóvember 2022

Ragna Ragnarsdóttir hannar Jólaköttinn 2022 fyrir Rammagerðina 

Jólakötturinn í ár er innblásinn af setningunni “þú ert það sem þú borðar" og þeir eru handrenndir á rennibekk og allir hafa sitt einstaka form, ímyndað af þeim persónum sem kötturinn át. Þetta re þriðja árið sem Rammagerðin vinnur með íslenskum hönnuðum í gerð jólakattarins en þeir nýjustu mæta í verslanir um helgina.
22. nóvember 2022

Framúrskarandi fögnuður á Hönnunarverðlaunum Íslands

Það var mikið um dýrðir í Grósku síðastliðinn fimmtudag þar sem fjöldi gesta fræddust um og fögnuðu framúrskarandi hönnun og arkitektúr á Hönnunarverðlaunum Íslands. 
20. nóvember 2022

Plastplan hlýtur Hönnunarverðlaun Íslands 2022

Hönnunarstofan Plastplan er sigurvegari Hönnunarverðlauna Íslands 2022 fyrir hugsjón sína, hönnun og stuðning við efnahringrásina. Lilja Alfreðsdóttir, ráðherra veitti þeim Birni Steinari Blumenstein og Brynjólfi Stefánssyni, stofnendum Plastplan, verðlaunin við hátíðlega athöfn í Grósku.
17. nóvember 2022

Viðurkenningu fyrir bestu fjárfestingu í hönnun árið 2022 hlýtur Fólk Reykjavík

Hönnunarfyrirtækið Fólk Reykjavík hlaut í viðurkenningur fyrir bestu fjárfestingu í hönnun 2022 á afhendingu Hönnunarverðlaunanna í kvöld í Grósku. Fyrirtækið þykir hafa lagt traust sitt á íslenska hönnun með eftirtektarverðum og góðum árangri.
17. nóvember 2022

Reynir Vilhjálmsson, landslagsarkitekt hlýtur Heiðursverðlaun Hönnunarverðlauna Íslands 2022

Reynir Vilhjálmsson, landslagsarkitekt hlýtur Heiðursverðlaun Hönnunarverðlauna Íslands 2022 og tók á móti verðlaununum við hátíðlega athöfn í Grósku fyrr í kvöld. Það var ráðherra menningar og viðskipta, Lilja D. Alfreðsdóttir sem afhenti Reyni verðlaunin.
17. nóvember 2022

Fögnum framúrskarandi hönnun þann 17. nóvember í Grósku

Afhending Hönnunarverðlauna Íslands 2022 fer fram í Grósku þann 17. nóvember. Fyrir verðlaunaafhendinguna verður sjónum beint að þeim framúrskarandi og fjölbreyttu verkum sem hljóta tilnefningu til í ár og gestum gefst tækifæri til að fá innsýn og taka þátt í samtali um þau.
3. nóvember 2022

Hlöðuberg eftir Studio Bua eitt af verkefnum ársins hjá Dezeen

Hlöðuberg eftir Studio Bua er eitt af 11 verkefnum ársins á sviði arkitektúrs hjá hönnunarmiðlinum Dezeen. Studio Bua, sem var stofnuð árið 2017 af þeim Sigrúnu Sumarliðadóttur og Mark Smyth, endurgerðu gamla niðurbrotna steinhlöðu með útsýni yfir friðland Breiðafjarðar á Vesturlandi og hefur húsnæðið vakið mikla og verðskuldaða athygli. 
15. nóvember 2022

Myndskreytt tengsl Íslands og Finnlands í 75 ár í Þjóðminjasafni Íslands

Í tilefni þess að 75 ár eru liðin frá því að Ísland og Finnland tóku upp formlegt stjórnmála-samband hefur verið sett upp sýning í Þjóðminjasafni Íslands þar sem hönnuðirnir og myndskreytarnir Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir og Lotta Nykänen beina sjónum að samskiptum ríkjanna með myndrænum hætti. 
11. nóvember 2022

Og svo kemur sólin - einkasýning hönnuðarins Jóns Helga Hólmgeirssonar

Sýningin Og svo kemur sólin opnar í dag í Ásmundarsal. Um er að ræða er aðra einkasýning á vegghengdum listaverkum eftir hönnuðarins Jóns Helga Hólmgeirssonar en þar vinnur hann með samspil sólarljóss og skugga. Á sýningunni fangar hann fagurfræðina í nærumhverfi okkar en myndirnar eru skornar beint í rammagler verkanna. Sýngin stendur til 20. nóvember
10. nóvember 2022

Leir á loftinu - samsýning Leirlistafélags Íslands

Samsýning meðlima Leirlistafélags Íslands á Hlöðuloftinu opnar á laugardaginn 12. nóvember kl. 16 á Korpúlfsstöðum en sýningin stendur til 17. nóvember. Sýnendur eru starfandi leirlistafólk, allt frá stofnfélögum til nýjustu meðlima félagsins. Verkin eru frá mismunandi tímum í ferli listafólksins og sýna fjölbreytileikann í sköpunarferlinu með leirinn.
9. nóvember 2022

JARÐSETNING – kvikmynd og bók um upphaf og endalok í manngerðu umhverfi

Þriðjudaginn 8. nóvember kl. 19 verður kvikmyndin Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur arkitekt sýnd í Bíó Paradís og útgáfuhóf samnefndrar bókar í beinu framhaldi kl. 20.
7. nóvember 2022

Tónlist og hönnun á Airwaves 2022

Á morgun, 3. nóvember, hefst tónlistarhátíðin Airwaves í Reykjavík þar sem fagrir tónar munu óma um höfuðborgarsvæðið. Samspil tónlistar og hönnunar gætir víða í dagskránni í ár og hér er smá samantekt yfir viðburði á Airwaves með hönnunarívafi. 
2. nóvember 2022

Misbrigði VIII - tískusýning nemenda á 2. ári í fatahönnun við Listaháskóla Íslands

Misbrigði VIII - tískusýning nemenda á 2. ári í fatahönnun við Listaháskóla Íslands verður haldin þann 3. nóvember í svarta kassanum, leikhúsrými Listaháskóla Íslands. Verkefnið er unnið af nemendum í fatahönnun á 2. ári við Listaháskóla Íslands í samstarfi við Fatasöfnun Rauða kross Íslands. Rannsakaðar eru leiðir til að skapa nýjan fatnað úr ósöluhæfum flíkum með þekkingu og aðferðafræði hönnunar. Sjónum er beint að tísku á Íslandi í tengslum við sjálfbærni.
2. nóvember 2022

Laufskálavarða þjónustuhús tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands 2022

Laufskálavarða þjónustuhús eftir STÁSS Arkitekta er tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands 2022. Verðlaunin fara fram í Grósku þann 17. nóvember.
29. október 2022

Universal Thirst er tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands 2022

Universal Thirst, stofnendur Kalapi Gajjar og Gunnar Vilhjálmsson, er tilnefnt til Hönnunarverðlaun Íslands 2022. Verðlaunin fara fram í Grósku þann 17. nóvember.
28. október 2022

Plastplan er tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands 2022

Plastplan, stofnendur Björn Steinar Blumenstein og Brynjólfur Stefánsson, er tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands 2022. Verðlaunin fara fram í Grósku þann 17. nóvember.
27. október 2022

Hljóðhimnar tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands 2022

Hljóðhimnar eftir Þykjó er tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands 2022. Verðlaunin fara fram í Grósku þann 17. nóvember.
26. október 2022

Áríðandi tilraunir á raunveruleikanum tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands 2022

Verkefnið Áríðandi tilraunir á raunveruleikanum eftir Sól Hansdóttur er tilnefnt til Hönnunaverðlauna Íslands 2022. Verðlaunin fara fram í Grósku þann 17. nóvember.
25. október 2022

Snert á landslagi tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands 2022

Verkefnið Snert á landslagi eftir Tinnu Gunnarsdóttur er tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands 2022. Verðlaunin fara fram í Grósku þann 17. nóvember.
24. október 2022

Sýningin Dieter Roth: grafísk hönnun opnar í Hönnunarsafni Íslands

Á sýningunni er lögð áhersla á að sýna verk Dieters sem flokkast undir grafíska hönnun og hafa mörg hver ekki fengið mikla athygli hingað til. Auglýsingabæklingar, tímarit, veggspjöld, myndlýsingar, bókakápur, matseðlar, textílprent og bréfpokar. Sýningarstjórar eru Arnar Freyr Guðmundsson, Birna Geirfinnsdóttir og Fraser Muggeridge.
21. október 2022

Helgarnámskeið í hattagerð í Hönnunarsafni Íslands

Hattagerðarmeistararnir Harper og Anna Gulla, sem nú dvelja hjá Hönnunarsafninu í vinnustofudvöl, standa fyrir tveggja daga hattagerðanámskeiði dagana 29. - 30. október. Í lok námskeiðsins ættu þátttakendur að hafa lokið við mótaðann filt hat eftir eigin höfði og öðlast grunnþekkingu í mótun og frágangi.
27. október 2022

Fjallaskáli framtíðarinnar hlýtur hæsta styrk í síðari úthlutun Hönnunarsjóðs 2022

Hönnunarsjóður úthlutaði þann 20. október 20 styrkjum til ólíkra verkefna á sviði hönnunar og arkitektúrs og 10 ferðastyrki. Að þessu sinni var 17.5 milljón úthlutað en alls bárust 97 umsóknir um 218 milljónir í almenna styrki. 
21. október 2022

SNEIÐMYND LHÍ - Samband mitt við teikniforritið Adobe Illustrator -Katrín Ólína Pétursdóttir

Sneiðmynd, fyrirlestrarröð arkitektúr- og hönnunardeilda Listaháskóla Íslands hefst í dag, miðvikudaginn 19. október. Fyrsti fyrirlesari skólaárið 2022- 2023 er Katrín Ólína Pétursdóttir, hönnuður og deildarforseti hönnunardeildar með fyrirlesturinn „Samband mitt við teikniforritið Adobe Illustrator“. Fyrirlesturinn fer fram klukkan 12:15 í fyrirlestrarsal A, Þverholti 11. 
19. október 2022

Íslensk hönnun lýsir upp borgina í október

Verðlaunaátakið „Þetta er íslensk hönnun“ lýsir nú upp borgina í annað sinn, með íslenskri hönnunarvöru á ljósaskiltum um allt höfuðborgarsvæðið í heila viku.
18. október 2022

Ert þú næsti stjórnandi HönnunarMars?

Miðstöð hönnunar og arkitektúrs óskar eftir að ráða skapandi, framsækinn og kraftmikinn einstakling í starf stjórnanda HönnunarMars. HönnunarMars sameinar, eflir samtal, vekur forvitni, veitir innblástur og er helsta kynningarafl íslenskrar hönnunar innanlands sem og á alþjóðlegum vettvangi. 
4. október 2022
Mygla og rakaskemmdir-Hvað gerum við lært?

Rakaskemmdir og mygla-Ráðstefna 18. október

RAKASKEMMDIR OG MYGLA - Hvað getum við lært af Finnum - Reynslusaga heimilislæknis - Staðan hjá ríki og borg
17. október 2022

Samkeppni um nýja grunnsýningu um hafið - forval fyrir hönnunarsamkeppni um sýningu Náttúruminjasafns Íslands

Náttúruminjasafn Íslands í samstarfi við Miðstöð hönnunar og arkitektúrs og Ríkiskaup efnir til hönnunarsamkeppni um nýja grunnsýningu fyrir safnið í Náttúruhúsi í Nesi, nýju húsnæði safnsins við Safntröð á Seltjarnarnesi. Samkeppnin er hönnunar- og framkvæmdasamkeppni með forvali.
10. október 2022

Opið fyrir umsóknir í Ask -mannvirkjarannsóknarsjóð

Viltu auka þekkingu, gæði og nýsköpun á sviði mannvirkjagerðar?
12. október 2022

Hæ/Hi opnar í Seattle

Sýningin Hæ/Hi: Designig Friendship opnar í Seattle föstudaginn 7. október. Á sýningunni, sem var frumsýnd á HönnunarMars 2022, sýnir úrval hönnuða og hönnunarteyma frá vinaborgunum Seattle og Reykjavík verk sem unnin eru út frá vináttu.
5. október 2022

Hátt í 100 umsóknir bárust um þátttöku á HönnunarMars 2023

Um 100 umsóknir bárust um þátttöku á HönnunarMars 2023, en umsóknarfresti lauk á miðnætti í gær. Nú hefst vinna faghóps hátíðarinnar við að yfirfara umsóknir og móta spennandi og fjölbreytta dagskrá. HönnunarMars fer fram í fimmtánda sinn dagana 3. - 7. maí 2023. 
30. september 2022

Bleika slaufan 2022 hönnuð af Helgu Friðriksdóttur og Orra Finnbogasyni hjá Orrifinn Skartgripum

Bleika slaufan í ár er hönnuð af Helgu Friðriksdóttur og Orra Finnbogasyni hjá Orrifinn Skartgripum. Slaufan fer í sölu 30 september en um er að ræða árlegt átak Krabbameinsfélagsins tileiknað baráttu gegn krabbameini í konum.
29. september 2022

Ragnheiður og Nils ný í stjórn HönnunarMars

Ragnheiður Þorleifsdóttir, framkvæmdastjóri Hugsmiðjunnar og Nils Wiberg, hönnuður hjá Gagarín eru nýijr stjórnarmeðlimir HönnunarMars og hafa þegar hafið störf. Anton Jónas Illugason er nýr formaður stjórnar hátíðarinnar. 
29. september 2022
Deiliskipulag Kirkjusandur. KurtogPi

Kurtogpi óskar eftir að ráða arkitekt

Kurtogpi óskar eftir að ráða arkitekt(a) til að vinna að fjölbreyttum og spennandi verkefnum sem eru á borði stofunnar. Leitað er eftir metnaðarfullum, skapandi og vinnufúsum arkitektum, sem hafa staðgóða og fjölbreytta hönnunarreynslu.  
29. september 2022

Plastplan X 66°Norður

Smellan er fyrsta afurð samstarfs Plastplan og 66°Norður. Hönnunarstúdióið og plastendurvinnslan Plastplan hannaði og þróaði smelluna í samstarfi við tónlistarmanninn og vöruhönnunarnemann Loga Pedro. Hver hlutur er framleiddur úr plasti sem fellur til hjá 66°Norður og er liður í að stuðla að hringrás þar sem sjálfbærni er í fyrirrúmi.
28. september 2022

Taktu þátt í HönnunarMars 2023!

Frestur til að senda inn umsókn fyrir HönnunarMars 2023 rennur út fimmtudaginn 29. september.Hátíðin fer fram í fimmtánda sinn dagana 3. - 7. maí og breiðir úr sér um Reykjavík og nágrenni með fjölbreyttum sýningum og viðburðum sem endurspegla grósku og nýsköpun hönnunarsamfélagsins. Umsókn þarf ekki vera fullunnin fyrir þennan frest og gefst þátttakendum með samþykktar umsóknir færi á að uppfæra upplýsingar til 15. febrúar 2023.
16. ágúst 2022

Ýrúrarí og Flétta opna sýninguna Þæfingur

Þæfingur er samstarfsverkefni Fléttu, hönnunarstofu og textílhönnuðarins Ýrúrari þar sem afskurðir frá íslenskum prjónaverksmiðjum eru nýttir. Verkin eru gerð í nálaþæfingarvél við Textílsetrið á Blönduósi og eru alfarið mótuð úr ullarafgöngum. Sýningin opnar í Epal gallerý á Laugarvegi 7 fimmtudaginn 29. september. 
27. september 2022

Hanna Dís á Helsinki Design Week 

Hönnuðurinn Hanna Dís Whitehead tók þátt í Design Diplomacy viðburði á Helsinki Design Week í íslenska sendiráðinu í Helsinki. Samhliða viðburðinum var sýning á verkum Hönnu Dísar í nýju galleríi, Gallerie Käytävä, í sendiráðsbústaðnum. Hanna Dís mætti finnska rýmishönnuðinum Kaisa Karvinen fyrir fullum sal gesta í þar tilgerðum spurningarleik. 
7. september 2022

Fyrirlestur með Marcos Zotes á Hönnunarsafninu

Marcos Zotes, einn af eigendum arkitektastofunnar Basalt, segir frá sambandinu á milli samfélagslegs, náttúrulegs og tilbúins umhverfis með útgangspunkti í verkum Basalts. Fyrirlesturinn fer fram á ensku laugardaginn 10. september frá 14 - 15. 
7. september 2022

Gagarín hannar gagnvirkar lausnir fyrir Náttúrufræðisafn Noregs

Hönnunarstofan Gagarin hannaði og þróaði 26 gagnvirkar innsetningar fyrir nýja sýningu í Náttúrufræðisafni Osló í kringum þemað: Saga jarðar og þróun lífsins. Sýningin nær yfir meira en 2000 fermetra sýningarsvæði á fjórum hæðum og skartar nokkur þúsund safngripum og gagnvirkri miðlun af ýmsum toga.
1. september 2022

Fjölmargar ábendingar bárust til Hönnunarverðlauna Íslands 2022

Búið er að loka fyrir innsendingar á ábendingum til Hönnunarverðlauna Íslands 2022 en fjölmargar ábendingar bárust í tveimur flokkum, Hönnunarverðlaun Íslands og viðurkenning fyrir bestu fjárfestingu í hönnun 2022. Nú hefst vinna dómnefndar á fullu. Hönnunarverðlaun Íslands 2022 fara fram í Grósku þann 17. nóvember, takið daginn frá!
31. ágúst 2022

Hverjir skipa dómnefnd Hönnunarverðlauna Íslands 2022?

Dómnefnd Hönnunarverðlauna Íslands 2022 er í startholunum en framundan er vandasöm vinna við að velja handhafa heiðursverðlauna Hönnunarverðlauna Íslands, viðurkenningu fyrir bestu fjárfestingu í hönnun og svo sjálf aðalverðlaunin, Hönnunarverðlaun Íslands. En hverjir skipa dómnefndina?
24. ágúst 2022

Vinningshafar í samkeppni Epal og Paper Collective 2022

Litrík listasýning opnar í Epal Gallerí í dag, þann 19. ágúst í samvinnu við danska fyrirtækið Paper Collective. Sýnd verða vinningsverk úr samkeppni sem haldin var í sumar á meðal skapandi Íslendinga. Útkoman er einstakt úrval af verkum eftir íslenska hönnuði, ljósmyndara og listamenn og munu vinningsverkin nú verða framleidd af Paper Collective. Sýningin stendur yfir dagana 19.08. - 02.09. í Epal Gallerí, Laugavegi 7.
19. ágúst 2022

FISKUR, FÓTBOLTI, PÓLITÍSK VISTFRÆÐI Á MENNINGARNÓTT

Architectural Association (AA) í London og Listaháskóla Íslands hafa sameinað krafta sína og mótað verkefnið AA Visiting School Iceland (AAVS Iceland). Undanfarnar tvær vikur hafa fjölbreyttur hópur arkitekta- og hönnunarnema undir hatti AAVS ICELAND kynnt sér tengsl veiða og fótbolta og verður afraktur þeirrar rannsóknarvinnu kynntur fyrir almenningi á Menningarnótt 20. ágúst á KexHostel, Kex Hostel, Skúlagötu 28, milli kl. 17.00-19.00.
16. ágúst 2022

Opid kall í Ásmundarsal

Ásmundarssalur óskar eftir tillögum að sýningum, viðburðum eða uppákomum sem fanga fjölbreytileika listarinnar fyrir næsta sýningarár. Frestur til 4. september.
11. ágúst 2022

Hvað hefur skarað fram úr? Opið fyrir ábendingar til Hönnunarverðlauna Íslands 2022

Búið er að opna fyrir ábendingar til Hönnunarverðlauna Íslands 2022 og hægt er að benda á eigin verk eða annarra til miðnættis 29. ágúst 2022. Markmið með ábendingum er að tryggja að afburða verk fari ekki fram hjá dómnefnd og því hvetjum við eigendur góðra verka til þess að tilnefna eigin verk. 

8. ágúst 2022

Búðarborð eftir Rögnu Ragnars og Erm stólar í nýrri verslun 66°Norður á Hafnartorgi

Íslenska hönnunarfyrirtækið 66°Norður hefur opnað nýja verslun á Bryggjugötu 7 á Hafnartorgi. Verslunin er hönnuð af Basalt arkitektum en þar má einnig finna búðarborð eftir Rögnu Ragnarsdóttur og Erm stólana eftir Valdísi Steinarsdóttur og Arnar Inga Viðarsson. 
3. ágúst 2022

Drög stefnu í málefnum hönnunar og arkitektúrs í samráðsgátt

Drög stefnu í málefnum hönnunar og arkitektúrs hefur nú verið birt í samráðsgátt stjórnvalda af Menningar- og viðskiptaráðuneyti. 
25. júlí 2022

Sumarlokun skrifstofu Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs

Skrifstofa Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs lokar vegna sumarleyfa frá 11. júlí en opnar aftur miðvikudaginn 3. ágúst.
7. júlí 2022

Sjáumst á HönnunarMars 2023

HönnunarMars fer fram dagana 3. - 7. maí 2023. Hátíðin, sem er ein af sex borgarhátíðum Reykjavíkurborgar, mun breiða úr sér um höfuðborgarsvæðið með öllu tilheyrandi. Opnað verður fyrir umsóknir í ágúst.
6. júlí 2022

Vegvísir að vistvænni mannvirkjagerð kominn í samráðsgátt

Opið er fyrir umsagnir til og með 31. ágúst nk. og eru allir áhugasamir aðilar hvattir til þess að skila inn umsögn.
5. júlí 2022

Horfðu á DesignTalks 2022

Alþjóðlega ráðstefnan DesignTalks fór fram fyrir fullu húsi á HönnunarMars 4. maí. Í fyrsta sinn var ráðstefnunni streymt í gegnum fjölmiðlasamstarfsaðila hátíðarinnar Dezeen og hefur streymið náð til hátt í 200 þúsund manns. 
30. júní 2022

Skráning á verkum íslenskra arkitekta - Styrkur frá Nýsköpunarsjóði námsmanna

Arkitektafélag Íslands í samstarfi við LHÍ og Hönnunarsafn Íslands hlutu styrk nýverið frá Rannsóknarsjóði námsmanna til skráningu á verkum íslenskra arkitekta.
30. júní 2022

Lifandi samfélag við sjó hlýtur fyrstu verðlaun í hugmyndasamkeppni um framtíð Breiðarinnar á Akranesi

Tillaga frá arkitektastofunni Arkþing/Nordic og Eflu verkfræðistofu hlaut fyrstu verðlaun í veglegri hugmyndasamkeppni um framtíð Breiðarinnar á Akranesi en verðlaunaafhending fór fram í Hafbjargarhúsinu í dag.
27. júní 2022

Gleði og gaman á ársfundi 

Ársfundur Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs fór fram í Grósku þann 22. júní síðastliðinn. Bergur Finnbogason stjórnaði fundinum þar sem gestum gafst innsýn inn í starfssemi Jarðgerðafélagsins, Halla Helgadóttir fór yfir viðburðarríkt ár Miðstöðvarinnar og Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra kynnti drög að nýrri Hönnunarstefnu stjórnvalda. 
27. júní 2022

Húsameistari í hálfa öld - Einar Erlendsson og verk hans

Björn G. Björnsson heiðrar minningu húsmeistarans Einars Erlendssonar með nýrri bók þar sem störf hans og verk eru gerð skil. Einar átti farsæla starfsævi í hálfa öld en hann var aðstoðarmaður bæði Rögnvaldar Ólafssonar og Guðjóns Samúelssonar.  
24. júní 2022

Er hægt að hanna tengsl okkar við náttúruna? Hönnun sem stuðlar að náttúruvernd og náttúruupplifun

Miðstöð hönnunar og arkitektúrs, í samstarfi við systurstofnanir á Norðurlöndum, hefur gefið út dæmi um leiðir og lausnir í hönnun sem ýta undir náttúruupplifun og náttúruvernd á vefsíðunni NatNorth.is. 
21. júní 2022

Sjálfbær ferðamennska í norðri - myndbönd

Á heimasíðu verkefnisins NatNorth má finna kynningarmyndbönd sem sýna með skýrum, einföldum og áhugaverðum hætti stefnumótandi niðurstöður þriggja verkefna, Design in Nature, Clean Energy og Nature Conservation. 
23. júní 2022

Sjálfbær ferðamennska í norðri á HönnunarMars

Á HönnunarMars í maí fór fram samtal um hönnun, hreina orku og náttúruvernd í Grósku sem kynnti verkefnin Hönnun í náttúru, Hrein orka og Náttúruvernd sem eru angar af formennskuverkefni Íslands árið 2019 í Norrænu ráðherranefndinni undir yfirskriftinni Gagnvegir góðir. Um var ræða viðburð sem kynnti hreina orku og ábyrga hönnun í þágu náttúrunnar.
21. júní 2022

Dialogue on Design in Nature - hlaðvarp

Ný hlaðvarpssería um hönnun í norrænni náttúru undir stjórn Önnu María Bogadóttur, arkitekts. Samtölin voru tekin upp í sendiráðum Íslands í Helsinki, Osló, Kaupmannahöfn og Stokkhólmi í aðdraganda HönnunarMars og fékk Anna María til liðs við sig hönnuði, arkitekta og hagsmunaaðila, einn frá Íslandi og einn fulltrúa frá viðeigandi landi, til þess að ræða hlutverk hönnunar í tengslum við sjálfbæra ferðamennsku á Norðurlöndunum. 
6. maí 2022

Endurkoma fatamerkisins Helicopter

Fatahönnuðurinn Helga Lilja Magnúsdóttir snýr aftur með fatamerkið sitt Helicopter og frumsýnir línuna 170-H með partý í Kiosk á morgun kl. 17. Um er ræða fatalínu sem að þessu sinni er innblásinn af „húðflúrum sem vinkona hennar vaknaði með eftir gott partý.“
22. júní 2022

Fatahönnunarfélag Íslands eitt af stofnfélögum European Fashion Alliance

Fatahönnunarfélag Íslands er eitt af 25 evrópsk um fatahönnunarsamtökum og -stofnunum sem taka höndum saman við stofnun “European Fashion Alliance”, Evrópubandalag Fatahönnunarsamtaka sem er nýtt net samtaka í fatahönnun sem hafa það að markmiði að sameina og efla Evrópska tísku.
22. júní 2022

Mótun nýrrar hönnunarstefnu stjórnvalda

Vinnufundur vegna nýrrar hönnunarstefnu stjórnvalda fór fram í lok maí í Grósku en Miðstöð hönnunar og arkitektúrs hefur tekið að sér að halda utan um vinnu við gerð nýrrar Hönnunarstefnu í samstarfi við menningar- og viðskiptaráðuneytið. 
15. júní 2022

Ársfundur Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs

Ársfundur Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs fer fram þann 22. júní næstkomandi milli kl. 17 - 18.30 í Grósku. Öll velkomin.
14. júní 2022

Opið fyrir styrktarumsóknir hjá Myndstef

Opnað hefur verið fyrir styrkumsóknir til Myndstefs þar sem veittir eru styrkir til myndhöfunda. Umsóknafrestur er út 17. ágúst, umsóknir sem berast utan auglýsts umsóknartímaverða ekki teknar gildar. Veittir eru ferða-og menntunarstyrkir og verkefnastyrkir. Rétt til að sækja um styrki hafa myndhöfundar í Myndstefi og aðrir starfandi myndhöfundar
17. júní 2022

Innflutningsboð hjá Módelsmiðum

Innflutningsboð hjá módelsmiðunum Snorra Frey Vignissyni og Láreyju Huld Róbertsdóttur í Hönnunarsafni Íslands fimmtudaginn 16. júní milli 16:30 - 18:00. Tilgangur verkefnisins er að rýna í teikningar á verkum Högnu Sigurðardóttur, arkitekts (1929 - 2017) og gera vönduð módel eftir völdum teikningum sem aldrei urðu að byggingum.
15. júní 2022

Lista- og hönnunarhátíðin Rusl Fest fer fram dagana 27. júní - 2. júlí

RUSL FEST er lista og hönnunarhátíð í Gufunesi, nýju skapandi hverfi Reykjavíkurborgar. Hátíðin leggur áherslu á hringrásarhugsun í samhengi menninga, lista og hönnunar með sérstaka áherslu á byggingariðnaðinn. Vikulöng hátíðin, dagana 27. júní - 2. júlí, samanstendur af vinnustofum, viðburðum, sýningum, fyrirlestrum og tónleikum.
14. júní 2022

Sérhannaðar sundferðir Hönnunarsafns Íslands

Hönnunarsafn Íslands býður upp á þrjár sérhannaðar sundferðir í ferðagjöf í tengslum við sýninguna Sund sem nú stendur yfir í safninu. Almenningur getur nálgast ferðirnar á síðunni Sundferðir og valið sundferðalag um Vestfirði, Vesturland eða Suðurland. 
1. júní 2022

Ert þú næsti hönnuður Paper Collective?

Epal og Paper Collective sameina krafta sína og leita að næsta íslenska hönnuði til að hanna veggspjald fyrir Paper Collective sem sérhæfa sig í veggspjöldum og leggur það upp úr fallegri og tímalausri hönnun. Vel valdir listamenn hafa skapað veggspjöld fyrir hönd Paper Collective sem skreyta í dag mörg heimili um allan heim. Skilafrestur til 23. júní.
27. maí 2022

HönnunarMars borgarhátíð Reykjavíkur 2023-2025

HönnunarMars hefur verið valin ein af sex borgarhátíðum Reykjavíkur 2023-2025. Hlutverk borgarhátíða er meðal annars að efla menningu og mannlíf í Reykjavík en þær þurfa líka að uppfylla ýmis önnur skilyrði, svo sem að vera aðgengilegar og sýnilegar, vera með alþjóðlega tengingu og uppfylla kröfur um fagmennsku og gæði.
26. maí 2022

Miðstöð hönnunar og arkitektúrs boðið í evrópusamtök hönnunarfélaga BEDA

Miðstöð hönnunar og arkitektúrs hefur gengið í BEDA - evrópusamtök hönnunarfélaga sem er liður í að styrkja alþjóðlegt samstarf og  tengingar Miðstöðvarinnar. 
23. maí 2022

Loksins aftur DesignTalks!

Alþjóðlega ráðstefnan og lykilviðburður HönnunarMars, DesignTalks, fór fram fyrir fullu húsi í Hörpu þann 4. maí og opnaði þar með hátíðarhöld HönnunarMars. Leiðtogar víðsvegar að á sviði hönnunar og arkitektúrs stigu á svið og veittu gestum innblástur út árið. 
20. maí 2022

Hönnunarsjóð fagnað á HönnunarMars

Hönnunarsjóður fagnar 10 árum í ár og var því kjörið tilefni til að líta yfir farinn veg á viðburði sem fór fram í Grósku á HönnunarMars. Valdir styrkþegar veittu innsýn inn í verkefni sín og hvaða þýðingu Hönnunarsjóður hefur haft í þeirra vegferð og framgangi. 
19. maí 2022

Sóknar­færi í ís­lenskri hönnun

Birna Bragadóttir, formaður stjórnar Hönnunarsjóðs, skrifar í tilefni af 10 ára afmæli sjóðsins og mikilvægi þess að efla sjóðinn til framtíðar.
19. maí 2022

Gagarín og Kvorning Design vinna hönnunarsamkeppni í Noregi

Hugmynd hönnunarstofunnar Gagarín ásamt Kvorning Design og Creative Technology var hlutskörpust í samkeppni á vegum Norska iðnaðarsafnsins (NIA) fyrir nýja sýningu sem fjallar um atburði sem áttu sér stað í seinni heimsstyrjöldinni þegar Þjóðverjar hernámu þungavatnsverksmiðjuna í Þelamörk. Þungavatnið átti að leggja grunninn að gerð fyrstu kjarnorkusprengjunnar.  
16. maí 2022

„Vanvirðing fyrir sögulega langlífri og tímalausri hönnun“

Sigurður Oddsson, grafískur hönnuður skrifar um endurmörkun Olís sem hann telur vera glæpsamlegt stórslys í menningarsögu landsins fái það að ganga í gegn.
12. maí 2022

HönnunarMars 2022 - sýningar sem standa lengur

HönnunarMars 2022 lauk í gær, sunnudaginn 8. maí en þó nokkrar sýningar eru opnar lengur. Það er því enn hægt að njóta góðra sýninga þá hátíðinni sé lokið í ár.
9. maí 2022

Dagskrá HönnunarMars 2022 - Dagur 5

Það er komið að fimmta og síðasta degi HönnunarMars 2022. Flestar sýningar hátíðarinnar eru opnar í dag en líkt og síðustu daga er nóg um að vera út um allan bæ. Alla dagskrá dagsins má sjá hér.
8. maí 2022

Dagskrá HönnunarMars 2022 - Dagur 4

Upp er runninn laugardagur, fjórði dagur HönnunarMars. Í dag er hægt að hefja daginn á upplifunarhlaupi, fara í ólíkar vinnustofuheimsóknir, sækja málþing og kíkja á pop-up viðburði. Að auki eru sýningar hátíðarinnar um allan bæ opnar. Dagskrá dagsins er hér að neðan. 
7. maí 2022

Dagskrá HönnunarMars 2022 - Dagur 3

Það er kominn föstudagur sem þýðir að þriðji dagur HönnunarMars er hafin. Dagskrá dagsins er stútfull af spennandi viðburðum og sýningum. Það eru opnanir, málþing, leiðsagnir og fyrirlestrar á dagskrá, Grandinn mun iða af lífi seinni partinn og svo er hægt að enda kvöldið í Höfuðstöðinni.
6. maí 2022

HönnunarMars settur í Hörpu með lúðrablæstri

Hátíðin, sem í ár fer fram í fjórtánda sinn, var sett með pompi og pragt í Hörpu í gær af þeim Þóreyju Einarsdóttur, stjórnanda HönnunarMars, Höllu Helgadóttur, framkvæmdastjóra Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs og Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra Reykjavíkur. 
5. maí 2022

Kvöldvaka Miðborgarinnar í tilefni HönnunarMars

Í tilefni af HönnunarMars 2022 munu fjölmargar verslanir í miðbæ Reykjavíkur hafa opið fram eftir í kvöld.
5. maí 2022

Dagskrá HönnunarMars 2022 - Dagur 2

Annar dagur HönnunarMars er runninn en viðburðir dagsins teygja sig allt frá Vesturbænum yfir í Skeifuna og upp í Hafnarfjörð. Yfirlit yfir dagskrá dagsins má finna hér. 
5. maí 2022

Bláa Lónið bakhjarl HönnunarMars til næstu þriggja ára 

Sýningin Sögur af sköpun – tilvera hönnunar á The Retreat við Bláa Lónið opnar í dag á Hafnartorgi í tilefni af HönnunarMars. 
4. maí 2022

Gleðilegan Hönnunarmars! Dagskrá - Dagur 1

HönnunarMars hefst í dag með opnunarviðburði hátíðarinnar, DesignTalks í Hörpu  og opnunarhátíð á sama stað kl. 17:15. Dagskrá yfir allar opnanir og viðburði í dag má finna hér.
4. maí 2022

Slippbarinn X HönnunarMars

Slippbarinn á Icelandair hótel Reykjavík Marina verður sérstakur hátíðarbar HönnunarMars 2022. Það er nóg um að vera á hátíðinni í ár og nauðsynlegt fyrir gesti hafa samkomustað þar sem hægt er að setjast niður á milli viðburða, vera umkringdur litríkri íslenskri hönnun, og hlaða batteríin yfir mat og sérstökum HönnunarMars kokteilum.
3. maí 2022

Icelandair og Plastplan taka græn skref í átt að sjálfbærri framtíð

Samstarf Icelandair og Plastplans er kynnt til leiks á HönnunarMars en um ræðir litrík og einstök töskuspjöld sem eru táknræn fyrir íslenska andann og undirstrika að verðmæti leynast víða. Íslenska fyrirtækið Plastplan sérhæfir sig í að nýta plastúrgang frá fyrirtækjum og breyta í nytjahluti.
2. maí 2022

Skapalón - nýir þættir um hönnun og  frumsýndir á RÚV

Fyrsti þáttur Skapalóns verður frumsýndur í kvöld, þriðjudaginn 3. maí, á RÚV en þættirnir veita innsýn grósku íslenskrar hönnunar. Þættirnir eru fjórir og verða sýndir á þriðjudagskvöldum í maí. Þáttastjórnandi er Logi Pedro, leikstjóri Erlendur Sveinsson og framleiðsla er í höndum 101 Productions. 
2. maí 2022

Tískutengdir viðburðir á HönnunarMars

Tískusýningar, gjörningar, opnanir og partý fyrir tískuþyrsta á HönnunarMars
30. apríl 2022

Hönnunarsjóður í 10 ár

Á tíunda starfsári Hönnunarsjóðs Íslands er ástæða til að líta yfir farinn veg og varpa ljósi á mikilvægt og verðmætaskapandi starf sjóðsins. Af því tilefni verður blásið til viðburðar í fyrirlestrarsal Grósku, föstudaginn 6. maí kl. 15–17.
30. apríl 2022

Við færum ykkur blóm

Í tilefni af endurgerð Mjólkursamsölunnar á blómafernum Kristínar Þorkelsdóttur, Stephens Fairbarn og Tryggva Tryggvasonar er búið að endurvekja eldhús níunda áratugarins í Grósku. Jökull Jónsson, arkitket og Tanja Levý fata-, búninga- og textílhönnuður eiga heiðurinn af innsetningunni sem verður opinn allan HönnunarMars við aðalinngang Grósku. 
30. apríl 2022

Arkitektúr og landslag á HönnunarMars

Viðburðir á HönnunarMars sem fjalla á einn eða annan hátt um arkitektúr, umhverfi okkar og landslag.
30. apríl 2022

Viðburðir fyrir fjölskylduna á HönnunarMars

Viðburðir á HönnunarMars sem henta vel fyrir fjölskyldur og börn.
28. apríl 2022

Fótspor í landslagi - dagur íslensk landslagsarkitektúrs

FÍLA, Félag íslenskra landslagsarkitekta, býður öllum áhugasömum til ráðstefnu um landslagsarkitektúr og fótsporin í landslaginu fimmtudaginn 28. apríl 2022 kl. 13.00 í ráðstefnusal Grósku að Bjargarstíg 1, Reykjavík.
27. apríl 2022

Viðburðir fyrir umhverfið á HönnunarMars

Viðburðir á HönnunarMars sem fjalla um sjálfbærni, hringrásarkerfið, endurvinnslu eða endurnýtingu.
26. apríl 2022

„Hátíð ímyndunaraflsins - og stund íhugunar”

DesignTalks 2022 fer fram þann 4. maí í Hörpu, opnunar- og lykilviðburður HönnunarMars sem hefst sama sama dag, undir listrænni stjórn Hlínar Helgu Guðlaugsdóttur. Kynnir í ár er Marcus Fairs en hann er ritstjóri og stofnandi hönnunarmiðilsins Dezeen. Heill dagur af innblæstri frá skapandi hugsuðum og framtíðarrýnum sem varpa ljósi á hvernig hönnun og arkitektúr geta tekið þátt í uppbyggingu og framþróun og verið hreyfiafl breytinga. Kynntu þér dagskrá dagsins.  
26. apríl 2022

Sígildri hönnun hampað á mjólkurfernum

Í tilefni af HönnunarMars, sem í ár breiðir úr sér um höfuðborgarsvæðið dagana 4.-8. maí, hefur Mjólkursamsalan endurvakið klassíska íslenska hönnun á mjólkurfernunum. Blómafernur hönnuðanna Kristínar Þorkelsdóttur, Tryggva T. Tryggvasonar og Stephen Fairbairn eru komnar tímabundið í verslanir og munu þær án efa vekja upp nostalgíutilfinningu hjá mörgum.
25. apríl 2022

Minn HönnunarMars - litríkir tískuviðburðir hjá Steinunni Hrólfsdóttur

Hvað ætlar þú að sjá á HönnunarMars í ár? Steinunn Hrólfsdóttir, eigandi og listrænn stjórnandi Andrá Reykjavík og fatahönnuður, deilir með okkur hvaða sýningum hún ætlar ekki að missa af í ár.
22. apríl 2022

Minn HönnunarMars - gúmmelaði og upplifun hjá Búa Bjarmari Aðalsteinssyni

Hvað ætlar þú að sjá á HönnunarMars í ár? Búi Bjarmar Aðalsteinsson, hönnuður, deilir með okkur hvaða sýningum hannn ætlar ekki að missa af í ár.
22. apríl 2022

Viðburðir fyrir matarunnendur á HönnunarMars

Viðburðir á HönnunarMars fyrir áhugafólk fyrir mat, drykki og hönnun.
25. apríl 2022

DesignTalks 2022 - Michael Pawlyn, arkitekt, frumkvöðull og einn af stofnendum Architects Declare

Michael Pawlyn, arkitekt, frumkvöðull og einn af stofnendum Architects Declare, kemur fram á DesignTalks 2022, alþjóðlegu ráðstefnunni og lykilviðburði HönnunarMars, sem varpar ljósi á hvernig hönnun og arkitektúr getur tekið þátt í uppbyggingu og framþróun og verið hreyfiafl breytinga.
19. apríl 2022

Minn HönnunarMars - mjúkloðið fuglaþema hjá Berglindi Pétursdóttur

Hvað ætlar þú að sjá á HönnunarMars í ár? Berglind Pétursdóttir, sjónvarpskona og hugmynda- og textasmiður, deilir með okkur hvaða sýningum hún ætlar ekki að missa af í ár.
22. apríl 2022

Design Diplomacy snýr aftur!

Það er ekki á hverjum degi sem maður fær heimboð að skála hjá sendiherra – og hvað þá að þar séu hönnuðir að spila spil. Allt í sama partýinu. En nú er tækifærið!
26. apríl 2022

DesignTalks 2022 - Ragna Sara Jónsdóttir, stofnandi og listrænn stjórnandi FÓLK, og Tor Inge Hjemdal, framkvæmdastjóri DOGA

Ragna Sara Jónsdóttir, stofnandi og listrænn stjórnandi FÓLK, og Tor Inge Hjemdal, framkvæmdarstjóri DOGA, flytja sitt hvort erindið á DesignTalks 2022, alþjóðlegu ráðstefnunni og lykilviðburði HönnunarMars, sem varpar ljósi á hvernig hönnun og arkitektúr getur tekið þátt í uppbyggingu og framþróun og verið hreyfiafl breytinga.
19. apríl 2022

Hátíðleg verðlaunaafhending sigurtillögu um Leiðarhöfða

Tillagan „Umhverfis Leiðarhöfða“ bar sigur úr býtum í hugmyndaleitar um skipulag og hönnun á opnu svæði við Leiðarhöfða á Höfn í Hornafirði sem haldin var af Sveitarfélaginu Hornafirði í samstarfi við Félag íslenskra landslagsarkitekta, FÍLA. Þrjár arkitektastofur, Landmótun, Hjark og Sastudio mynduðu teymi sigurtillögunnar.
21. apríl 2022

DesignTalks 2022 - Gunnar Vilhjálmsson og Kalapi Gajjar, stofnendur Universal Thirst

Gunnar Vilhjálmsson og Kalapi Gajjar, stofnendur Universal Thirst, koma fram á DesignTalks 2022, alþjóðlegu ráðstefnunni og lykilviðburði HönnunarMars, sem varpar ljósi á hvernig hönnun og arkitektúr getur tekið þátt í uppbyggingu og framþróun og verið hreyfiafl breytinga.
19. apríl 2022

DesignTalks 2022 - Barbara

Barbara kemur fram á DesignTalks 2022, alþjóðlegu ráðstefnunni og lykilviðburði HönnunarMars, sem varpar ljósi á hvernig hönnun og arkitektúr getur tekið þátt í uppbyggingu og framþróun og verið hreyfiafl breytinga.
19. apríl 2022

DesignTalks 2022 - Susanne Vos, stafrænn fatahönnuður

Susanne Vos, stafrænn fatahönnuður, kemur fram á DesignTalks 2022, alþjóðlegu ráðstefnunni og lykilviðburði HönnunarMars, sem varpar ljósi á hvernig hönnun og arkitektúr getur tekið þátt í uppbyggingu og framþróun og verið hreyfiafl breytinga.
19. apríl 2022

Dagskrá HönnunarMars 2022 er komin í loftið

Þá styttist óðum í að HönnunarMars breiði úr sér um borgina en fjölbreytta og spennandi dagskrá má nú finna á heimasíðu hátíðarinnar í öllu sínu veldi! 
13. apríl 2022

DesignTalks 2022 - Arnhildur Pálmadóttir, arkitekt og stofnandi s. ap arkitekta

Arnhildur Pálmadóttir, arkitekt, kemur fram á DesignTalks 2022, alþjóðlegu ráðstefnunni og lykilviðburði HönnunarMars, sem varpar ljósi á hvernig hönnun og arkitektúr getur tekið þátt í uppbyggingu og framþróun og verið hreyfiafl breytinga.
12. apríl 2022

DesignTalks 2022 - Gabriela Sánchez y Sánchez de la Barquera, sköpunarstjóri

Gabriela Sánchez y Sánchez de la Barquera, sköpunarstjóri Vlisco kemur fram á DesignTalk 2022, alþjóðlegu ráðstefnunni og lykilviðburði HönnunarMars, sem varpar ljósi á hvernig hönnun og arkitektúr getur tekið þátt í uppbyggingu og framþróun og verið hreyfiafl breytinga. 
11. apríl 2022

Ráðherra kynnti sér málefni hönnunar og arkitektúrs í Danmörku og Noregi

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, var á dögunum í Danmörku og Noregi ásamt fulltrúum Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs, Samtökum iðnaðarins og Íslandsstofu með það að markmiði að efla umgjörð hönnunar og arkitektúrs. 
8. apríl 2022

Íris Ösp opnar sýninguna Hringir í Jónshúsi í Kaupmannahöfn

Á morgun, föstudaginn 8. apríl, opnar grafíski hönnuðurinn og ljósmyndarinn Íris Ösp Sveinbjörnsdóttir sýninguna Hringir í Jónshúsi í Kaupmannahöfn. Sýningin fjallar um hið smáa í náttúrunni. Rýnt er í smáatriði í jörðinni sem fæstir veita eftirtekt, svo sem hrúðurkarla, trjábörk og mynstur í skófum.
7. apríl 2022

DesignTalks 2022 - COMPANY, Aamu Song og Johan Olin, listamenn og hönnuðir

Listamennirnir og hönnuðirnir Aamu Song og Johan Olin; COMPANY koma fram á DesignTalks 2022, alþjóðlegu ráðstefnunni og lykilviðburði HönnunarMars, sem varpar ljósi á hvernig hönnun og arkitektúr getur tekið þátt í uppbyggingu og framþróun og verið hreyfiafl breytinga. 
6. apríl 2022

Hvar kaupum við íslenska hönnun?

Á þessum tíma árs er tilvalið að hvetja alla til að kynna sér fjölbreytt og gott úrval íslenskrar hönnunar. Á heimasíðu okkar má finna yfirlit yfir verslanir sem selja íslenska hönnunarvöru, bæði búðir sem selja vörur frá ólíkum hönnuðum, hönnuðir sem eru að selja sjálfir og netverslanir.
26. nóvember 2021

DesignTalks 2022 - Anders Lendager, arkitekt, stofnandi og framkvæmdastjóri Lendager Group

Anders Lendager, arkitekt, stofnandi og framkvæmdastjóri Lendager Group kemur fram á DesignTalks 2022 alþjóðlegu ráðstefnunni og lykilviðburði HönnunarMars, sem varpar ljósi á hvernig hönnun og arkitektúr getur tekið þátt í uppbyggingu og framþróun og verið hreyfiafl breytinga.
4. apríl 2022

DesignTalks 2022 - Valdís Steinarsdóttir, hönnuður

Valdís Steinarsdóttir, hönnuður, kemur fram á DesignTalks 2022, alþjóðlegu ráðstefnunni og lykilviðburði HönnunarMars, sem varpar ljósi á hvernig hönnun og arkitektúr getur tekið þátt í uppbyggingu og framþróun og verið hreyfiafl breytinga.
30. mars 2022

Opið fyrir umsóknir í Hönnunarsjóð

Búið er að opna fyrir umsóknir í Hönnunarsjóð. Um er að ræða seinni úthlutun ársins 2022 og er umsóknarfrestur til 22. september.
31. mars 2022

DesignTalks 2022 - Stefán Laxness, arkitekt, fræði- og listamaður

Stefán Laxness, arkitekt, fræði- og listamaður kemur fram á DesignTalks 2022, alþjóðlegu ráðstefnunni og lykilviðburði HönnunarMars, sem varpar ljósi á hvernig hönnun og arkitektúr getur tekið þátt í uppbyggingu og framþróun og verið hreyfiafl breytinga.
30. mars 2022

DesignTalks 2022 - Giorgia Lupi, upplýsingahönnuður og partner hjá Pentagram

Giorgia Lupi, upplýsingahönnuður og partner hjá Pentagram kemur fram á DesignTalks 2022, alþjóðlegu ráðstefnunni og lykilviðburði HönnunarMars, sem í ár varpar ljósi á hvernig hönnun og arkitektúr getur tekið þátt í uppbyggingu og framþróun og verið hreyfiafl breytinga.
28. mars 2022

Tilnefningar til FÍT verðlaunanna árið 2022

FÍT verðlaunin eru fagverðlaun og hlutverk þeirra er að finna það sem skarar fram úr í grafískri hönnun og myndskreytingum á Íslandi ár hvert.
25. mars 2022

DesignTalks 2022 - Liam Young, sci-fi arkitekt og leikstjóri 

Liam Young, sci-fi arkitekt, leikstjóri og framleiðandi kemur fram á DesignTalks 2022, alþjóðlegu ráðstefnunni og lykilviðburði HönnunarMars, sem varpar ljósi á hvernig hönnun og arkitektúr getur tekið þátt í uppbyggingu og framþróun og verið hreyfiafl breytinga.
24. mars 2022

DesignTalks Reykjavík snýr aftur 2022!

Alþjóðlega ráðstefnan og lykilviðburður HönnunarMars, DesignTalks snýr aftur á dagskrá þann 4. maí í Silfurbergi í Hörpu. Stjórnandi DesignTalks er Hlín Helga Guðlaugsdóttir og kynnir verður Marcus Fairs, ritstjóri og stofnandi ein virtasta hönnunarmiðils í heimi í dag, Dezeen. Miðasala er opin og takmarkaður fjöldi miða á sérstöku forsöluverði.
16. mars 2022

Iðnaðarhampur sem byggingarefni, fjölnota fatalína, ermi sem stóll og ilmsinfónía meðal styrkþega Hönnunarsjóðs 

Hönnunarsjóður úthlutaði þann 14. mars 28 styrkjum til ólíkra verkefna á sviði hönnunar og arkitektúrs og 18 ferðastyrki. Að þessu sinni var 25 milljónum úthlutað en alls bárust 86 umsóknir um rúmar 188 milljónir í almenna styrki.
14. mars 2022

Tinna Gunnarsdóttir, hönnuður opnar Snert á landslagi í Hafnarborg

Sýningin beinir sjónum að íslensku landslagi með það að markmiði að íhuga og endurskoða tengsl okkar mannanna við jörðina. Hún nam hönnun í Englandi, Þýskalandi og á Ítalíu og hefur rekið eigin hönnunarstúdíó í Reykjavík frá 1993. Sýningarstjóri er Aldís Arnardóttir, forstöðumaður Hafnarborgar. 
9. mars 2022

Tillagan Borgaralind eftir Karres en Brands og Sp(r)int Studio ber sigur úr býtum í hönnunarsamkeppni um Lækjartorg

Tillagan Borgaralind eftir Karres en Brands og Sp(r)int Studio bar sigur úr býtum í hönnunarsamkeppni um Lækjartorg og aðliggjandi gatnarými. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra veitti verðlaunahöfum viðurkenningar ásamt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra. Reykjavíkurborg og Félag íslenskra landslagsarkitekta (FÍLA) efndu til hönnunarsamkeppninnar árið 2021 og var auglýst eftir tillögum sem hefðu rými fyrir fólk að leiðarljósi í hönnun.
9. mars 2022

Epal Gallerí - lifandi vettvangur fyrir hönnuði og listamenn í miðbænum

Epal Gallerí er lifandi vettvangur fyrir hönnuði og listamenn til að koma sköpun sinni á framfæri og til að styðja við fjölbreytileika í miðborginni. Opið er fyrir umsóknir til að sýna í rýminu.
2. mars 2022

Opið kall á Hugverk - samsýningu Félags vöru- og iðnhönnuða á HönnunarMars 2022

Félag vöru- og iðnhönnuða stendur fyrir samsýningu hönnuða á HönnunarMars 2022 en í ár er yfirskrift sýningarinnar að þessu sinni Hugverk. Opið er fyrir umsóknir um þátttöku í sýningunni og frestur til 27. mars. 
3. mars 2022

Innflutningsboð Studio Allsber og opnun sýningarinnar Sund í Hönnunarsafni Íslands

Laugardaginn 5. mars kl. 15:00 býður Hönnunarsafn Íslands í innflutningsboð hjá Studio Allsber og á opnun sýningarinnar SUND en báðar sýningar opnuðu á tímum samkomutakmarkana og því kjörið að fagna nú þegar öllu hefur verið aflétt.
2. mars 2022

Fyrirlestrar um Högnu Sigurðardóttur í mars

Í tilefni af skráningu á verkum Högnu Sigurðardóttur arkitekts (1929-2017) heldur Hönnunarsafn Íslands þrjá spennandi fyrirlestra í mars.
1. mars 2022

Farmers Market hanna Mottumars sokkana 2022

Mottumars sokkarnir í ár eru hannaðir af Farmers Market, íslenskt hönnunarfyrirtæki, stofnað 2005 af hjónunum Bergþóru Guðnadóttur hönnuði og Jóel Pálssyni tónlistarmanni. Sokkarnir eru prýddir símynstri og vísar í mynstur í prjóni, vefnaði og útsaumi frá fyrri tímum.
1. mars 2022

Flothetta í samstarf við Bláa Lónið

Bláa Lónið og fyrirtækið Flothetta hafa hafið samstarf um einstakar flotmeðferðir þar sem farið er djúpt inn í heim vatnsslökunar. Flotmeðferð er afurð fyrirtækisins Flothettu og er djúpslakandi upplifunarhönnun, þróuð út frá flotbúnaði Flothettu. Flotmeðferðin hlaut tilnefningu til Hönnunarverðlauna Íslands 2020.
21. febrúar 2022

Valið úr hópi umsækjanda til að vinna þróunaráætlun fyrir Faxaflóahafnir

Alls bárust 9 umsóknir frá mjög sterkum teymum um að taka verkefnið að sér. Eftir valferlið var ákveðið að bjóða teymi sem samanstendur af einstaklingum frá Arkís, KPMG, Landhönnun og Verkís verkið.
15. febrúar 2022

Hönnunarsjóður - umsóknarfrestur rennur út 10. febrúar

Umsóknarfrestur í fyrri úthlutun ársins í Hönnunarsjóðs rennur út á miðnætti fimmtudaginn 10. febrúar. Hönnunarsjóður veitir styrki til margvíslegra verkefna á sviði hönnunar og arkitektúrs: þróunar og rannsókna, verkefna og markaðsstarfs auk ferðastyrkja. Úthlutun er 10. mars. 
1. febrúar 2022

Ertu að leita að hönnuði eða arkitekt?

Yfirlit yfir hönnuði og arkitekta er komið í loftið á heimasíðu Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs. Markmiðið er að auka sýnileika og auðvelda aðgengi að hönnuðum og arkitektum. 
23. janúar 2022

Framtíðarbókasafn, miðbæjargarður, faldar perlur - samkeppnir, valferli og forval framundan

Í vikunni fóru af stað þrjár opnar hugmyndasamkeppnir, eitt valferli og ein forvalskeppni miðaðar að hönnuðum og arkitektum. Hér má sjá yfirlit með helstu upplýsingum.
14. janúar 2022

Níu hönnuðir hljóta listamannalaun 2022

Úthlutunarnefndir Launasjóðs listamanna hafa lokið störfum og að þessu sinni hljóta níu einstaklingar úthlutað úr launasjóði hönnuða. 50 mánuðir voru til úthlutunar, sótt var um 488 mánuði. 
13. janúar 2022

Hönnunarsamkeppni um framtíðabókasafn miðborgarinnar

Reykjavíkurborg í samstarfi við Arkitektafélag Íslands efnir til hönnunarsamkeppni um endurhönnun á Grófarhúsi. Samkeppnin er hönnunar-og framkvæmdasamkeppni með forvali.
14. janúar 2022

Hugmyndasamkeppni um Miðbæjargarð í Mosfellsbæ

Mosfellsbær í samstarfi við Miðstöð hönnunar og arkitektúrs efnir til opinnar hugmyndasamkeppni um nýjan bæjargarð og upplifunar- og áningarstað í miðbæ Mosfellsbæjar.  Skilafrestur til 21. mars.
13. janúar 2022

Ofbirta valið í samkeppni um ljósverk á Vetrarhátíð 2022

Reykjavíkurborg í samstarfi við Miðstöð hönnunar og arkitektúrs stóðu fyrir samkeppni um ljóslistaverk á Vetrarhátíð 2022. Niðurstaðan liggur nú fyrir en verkið Ofbirta eftir hönnuðinn og myndlistarkonuna Mörtu Sigríði Róbertsdóttir bar sigur úr býtum og mun umbreyta turni Hallgrímskirkju á hátíðinni sem fer fram dagana 3.-6. febrúar.
12. janúar 2022

Vatnið tilnefnt til Evrópsku safnaverðlaunanna

Sýning Náttúruminjasafnsins, Vatnið í náttúru Íslands, hefur verið tilnefnd til Evrópsku safnaverðlaunanna 2022. Gagnvirk miðlun í sýningunni er hönnuð og unnin af Gagarín og Art+Com.
11. janúar 2022
Horft yfir Torfunefsbryggju á Akureyri

Opin hugmyndasamkeppni um skipulag Torfunefs á Akureyri

Fyrirspurnir og svör eru nú aðgengileg.
7. mars 2022

Listasafn ASÍ auglýsir eftir þátttakendum í verkefninu ÞAÐ ER GAMAN AÐ LIFA.

17. júní 2021 voru sextíu ár liðin frá stofnun Listasafns ASÍ. Af því tilefni hyggst safnið gefa út allt að tíu veggspjöld eftir tíu unga myndlistarmenn/hönnuði sem fjalla um helstu brennandi baráttumál samtímans. Efni veggspjaldanna er ætlað að tala inn í samtímann með myndmáli sem allir skilja.
7. janúar 2022

Listaháskóli Íslands auglýsir laus störf

Listaháskólinn auglýsir laus til umsókna ellefu störf háskólakennara þvert á deildir skólans. Meðal annars er um að ræða háskólakennara í grafískri hönnun, arkitektúr og í fræðum í arkitektúr. 
5. janúar 2022

Kristín Þorkelsdóttir hlýtur fálkaorðuna

Grafíski hönnuðurinn og listakonan Kristín Þorkelsdóttir var ein af tólf Íslendingum sem forseti Íslands sæmdi heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega á Bessastöðum á nýársdag. 
2. janúar 2022

Árið 2021 í hönnun og arkitektúr

Þá er árinu 2021 að ljúka. Ári sem hefur haft sínar hæðir og lægðir, samkomutakmarkanir, sóttvarnir og afléttingar í bland. Þrátt fyrir furðulegt ár hefur allskonar áhugavert átt sér stað þegar kemur að hönnun og arkitektúr sem við rifjum upp hér.
30. desember 2021

Hátíðarkveðjur frá Miðstöð hönnunar og arkitektúrs

Stjórn og starfsfólk Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs sendir hugheilar hátíðarkveðjur. Skrifstofa okkar er lokuð frá 22. desember til 4. janúar. Gleðileg jól og farsælt komandi ár!
21. desember 2021

Hús Hjálpræðishersins eftir Teiknistofuna Tröð vekur athygli

Höfuðstöðvar Hjálpræðishersins má finna á lista Archilovers yfir athyglisverðan arkitektúr á árinu. Það er Teiknistofan Tröð sem á heiðurinn af verkinu. Sömuleiðis hefur byggingin vakið eftirtekt hjá ýmsum erlendum miðlum. 
21. desember 2021

Einstakur áningarstaður á Mýrdalssandi valið eitt besta verkefni ársins

Einstakur áningastaður við Laufskálavörðu úr smiðju Stáss arkitekta er eitt besta verkefni ársins að mati fagmiðilsins Archilovers, fyrir fagurfræði sína, sköpun og notkunarmöguleika. Þjónustuhúsið var tekið í notkun árið 2020 og hefur vakið mikla athygli erlendra sem innlendra gesta.
16. desember 2021

MISBRIGÐI 2021 - sýning Listaháskóla Íslands

Tískusýningin Misbrigði VII fór fram laugardaginn 11. desember 2021. Verkefnið er unnið af nemendum í fatahönnun á 2. ári við Listaháskóla Íslands í samstarfi við Fatasöfnun Rauða kross Íslands. Rannsakaðar eru leiðir til að skapa nýjan fatnað úr ósöluhæfum flíkum með þekkingu og aðferðafræði hönnunar.
15. desember 2021

Straumar frá Bretlandseyjum – Rætur íslenskrar byggingarlistar

Bókin er eftir arkitektana Hjördísi Sigurgísladóttur og Dennis Davíð Jóhannesson og er afrakstur sögulegs rannsóknarverkefnis þeirra. Hún fjallar um hvernig áhrif frá Bretlandseyjum hafa mótað íslenska byggingarsögu frá upphafi byggðar og fram á daginn í dag. Bókin kom út í dag. 
15. desember 2021

Kalda og Shoplifter sameina heima sína í nýrri skólínu

Skóhönnuðurinn Katrín Alda Rafnsdóttir og listakonan Hranfhildur Arnardóttir frumsýndu nýja skólínu á dögunum þar sem klassískir skór Kalda læðast inn í myndheim Hrafnhildar. Skórnir eru til í verslun Kalda við Grandagarð 79.
14. desember 2021

Laugavegur - saga í máli og myndum komin út

Bókin Laugavegur eftir Önnu Dröfn Ágústdóttur, sagnfræðing og Guðna Valberg, arkitekt er komin út en þar er byggingar- og verslunarsaga aðalgötu Reykjavíkur sögð í máli og myndum og tilraun gerð til að útskýra hvers vegna hún hefur þróast með þeim hætti sem raun ber vitni. 
10. desember 2021

Samkeppni um ljóslistaverk fyrir Vetrarhátíð 2022 - svör við fyrirspurnum

Svör við fyrirspurnum varðandi samkeppni sem Reykjavíkurborg stendur fyrir í samstarfi við Miðstöð hönnunar og arkitektúrs um ljóslistaverk á Vetrarhátíð 2022. Verkið felst í vörpun á stafrænu verki á Hallgrímskirkju en undanfarin ár hefur Hallgrímskirkja verið eitt helsta kennileiti hátíðarinnar. Sigurverkið verður sýnt á Vetrarhátíð 2022 dagana 3.-6. febrúar​.
8. desember 2021

Pálmar Kristmundsson, arkitekt hlýtur Prins Eugen orðuna

Pálmar Kristmundsson, arkitekt hlaut í gær Prins Eugen orðuna fyrir framúrskarandi framlag til byggingarlistar. Orðan er veitt árlega af sænsku konungsfjölskyldunni til fimm einstaklinga frá Norðurlöndunum fyrir framlag sitt til listsköpunar.
8. desember 2021

Á topp 10 lista yfir byggingar ársins að mati Design Boom

Tvö íslensk heimili eru á topp 10 lista yfir byggingar ársins að mati hönnunartímaritsins Design Boom. Árið 2021 einkenndist af endurhugsun hins hefbundna heimilis að mati tímaritsins sem setur Hlöðuberg eftir Studio Bua og sumarhús á Þingvöllum eftir KRADS arkitekta á topplista ársins. 
6. desember 2021

Þvörusleikir síðastur til byggða í jólaóróasafni Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra

Þvörusleikir er jólaórói Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra 2021. Hönnunarteymið Arnar&Arnar hannaði óróann og Kristín Svava Tómasdóttir samdi kvæði um kappann. Þvörusleikir er síðastur í jólaóróaseríunni sem telur alls sextán óróa. 
6. desember 2021

Kertastjaki Studió Fléttu í hátíðarbúning og sérhönnuð jólakerti Þórunnar Árnadóttur

Nú fyrir jólin verður hægt að kaupa sérstaka hátíðarútgáfu af mínútustjaka hönnunarstofunnar Studíó Fléttu ásamt sérstökum kertum sem hönnuðurinn Þórunn Árnadóttir hannaði með stjakann í huga í samstarfi við Kertasmiðjunni. Báðar vörurnar, hannað og framleiddar á Íslandi, fást í Rammagerðinni. 
3. desember 2021
Hér má sjá yfirlit yfir verslanir sem selja íslenska hönnunarvöru, bæði búðir, heimasíður hönnuða og netverslanir. Við hvetjum alla til að kynna sér fjölbreytt og gott úrval íslenskrar hönnunar.

Fimm íslensk verk verðlaunuð í alþjóðlegu ADCE verðlaununum

Árlega verðlaunar Art Directors Club Europe það besta í grafískri hönnun. Íslendingar sendu inn 13 verk í keppnina en fimm verk hlutu verðlaun, tvö gullverðlaun, tvö silfurverðlaun og ein bronsverðlaun.  
2. desember 2021

Jólaskraut úr óseljanlegum gömlum lopapeysum

Hönnuðurinn Védís Jónsdóttir hannaði skrautið á jólamarkaðstré Skógræktarsfélags Reykjavíkur í Heiðmörk. Skrautið er gert úr óseljanlegum lopapeysum frá fataflokkun Rauða krossins. 
1. desember 2021

Söguganga um Bankastræti og Laugaveg

Næstkomandi laugardag og sunnudag fer fram söguganga um Bankastræti og Laugaveg í tengslum við nýútkomna bók um byggingar- og verslunarsögu þessarar aðalgötu borgarinnar. Höfundar bókarinnar, Anna Dröfn Ágústsdóttir sagnfræðingur og Guðni Valberg arkitekt, rölta um götuna og leiða áhugasama í allan sannleik um byggingarsögu húsanna og fólkið sem byggði þau.  
1. desember 2021

Bókin Kristín Þorkelsdóttir er komin út

Bókin Kristín Þorkelsdóttir er komin út en þar varpa þær Bryndís Björgvinsdóttir og Birna Geirfinnsdóttir ljósi á fjölmörg verk Kristínar og þeirra óskráðu sögu. Kristín er grafískur hönnuður, handhafi Heiðursverðlauna Hönnunarverðlauna Íslands 2020 og óhætt að segja að hér á landi hafi fáir skilað jafn mörgum þekktum verkum, sem skipa viðlíka sess í íslenskri sjónmenningu.
29. nóvember 2021

Baugur Bjólfs – vinningstillaga í samkeppni um skipulag- og hönnun áfangastaðar

Baugur Bjólfs bar sigur úr býtum í samkeppni um útsýnisstað við snjóflóðavarnargarðana í Bjólfi á Seyðisfirði sem Múlaþing hélt í samstarfi við Félag íslenskra landslagsarkitekta. Höfundar tillögunnar eru Ástríður Birna Árnadóttir og Stefanía Helga Pálmarsdóttir frá Arkibygg Arkitektum, Anna Kristín Guðmundsdóttir og Kjartan Mogensen landslagsarkitektar, Auður Hreiðarsdóttir, arkitekt frá ESJA ARCHITECTURE og Arnar Björn Björnsson frá exa nordic sem sá um burðarvirkjahönnun.
26. nóvember 2021

Samkeppni um ljóslistaverk fyrir Vetrarhátíð 2022

Reykjavíkurborg í samstarfi við Miðstöð hönnunar og arkitektúrs stendur fyrir samkeppni um ljóslistaverk á Vetrarhátíð 2022. Verkið felst í vörpun á stafrænu verki á Hallgrímskirkju en undanfarin ár hefur Hallgrímskirkja verið eitt helsta kennileiti hátíðarinnar. Sigurverkið verður sýnt á Vetrarhátíð 2022 dagana 3.-6. febrúar​.
26. nóvember 2021

Sunna Örlygsdóttir með vinnustofudvöl í Hönnunarsafni Íslands

Hönnuðurinn Sunna Örlygsdóttir er í vinnustofudvöl í Hönnunarsafni Íslands til 30 janúar. Sunna stundaði nám í útsaumi við Skals Håndarbejdsskole í Danmörku áður en hún hóf BA nám í fatahönnun við Listaháskóla Íslands.
24. nóvember 2021

Fegurð, ógn og tækifæri þörunga

3 árs nemar í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands opna um helgina sýninguna Regnskógar Norðursins: Endurfundir í fjörunni sem er afrakstur 14 vikna námskeiðs leitt af Tinnu Gunnarsdóttur. Sýningin er í húsnæði skólans í Þverholti og opin öllum. 
24. nóvember 2021

Hátíðarhandbók Kiosk 2021 komin út

Hönnunarverslunin Kiosk hefur gefið út rafræna hátíðarhandbók fyrir jólin 2021. Hönnuðirnir Hlín Reykdal, Magnea Einarsdóttir, Aníta Hirlekar, Eygló og Helga Lilja reka saman verslunina sem selur fatnað og fylgihluti. Verslunin byggir á þeirri hugmyndafræði að gefa viðskiptavinum kost á að versla vörur beint af hönnuðunum.
23. nóvember 2021

Vefur Hönnunarsjóðs aðgengilegur á ensku - opið fyrir umsóknir 2022

Búið er að opna fyrir umsóknir í fyrri úthlutun ársins 2022 í Hönnunarsjóð. Umsóknarfrestur er til 10. febrúar 2022 en úthlutun fer fram 10 mars. Nú er heimasíða og umsóknarkerfi Hönnunarsjóðs aðgengilegt á ensku.
22. nóvember 2021

Hanna Dís Whitehead hannar jólakött Rammagerðarinnar 2021

Hanna Dís Whitehead hannar Jólaköttinn 2021 fyrir Rammagerðina. Jólakötturinn í ár er innblásinn af norrænu jólaskrauti úr stráum en Hanna Dís vann köttinn úr höfrum sem hún uppskar í um 3 km fjarlægð frá vinnustofu sinni í Nesjum, Austur-Skaftafellssýslu.
22. nóvember 2021

Apotek Atelier opnar í miðbænum

Hönnuðirnir Ýr Þrastardóttir, Halldóra Sif Guðlaugsdsdóttir og Sævar Markús Óskarsson opna vinnustofu og verslun í miðbæ Reykjavíkur laugardaginn, 20. nóvember að Laugavegi 16. Verslunin ber nafni Apotek Atelier og er staðsett í fyrrum húsnæði Laugavegsapóteks.
19. nóvember 2021

Ráðgjafardagur Hönnunarsjóðs og Icelandic Startups

Í síðustu viku fór fram ráðgjafardagur fyrir styrkþega Hönnunarsjóðs 2021 í samstarfi við Icelandic Startups. Fullur dagur af áhugaverðum fyrirlestrum og mentorafundum.
15. nóvember 2021

Opið kall fyrir Hugarflug rannsóknaráðstefnu Listaháskóla Íslands

Fyrsta desember rennur út skilafrestur til þess að senda inn tillögur í opnu kalli fyrir Hugarflug rannsóknaráðstefnu Listaháskóla Íslands sem fer fram í febrúar 2022. Þemað í ár er enginn er eyland / Collective care. Ráðstefnan er opin öllum.
15. nóvember 2021

Hönnuðu Teninginn, verðlaunagrip Verkfræðingafélags Íslands

Narfi Þorsteinsson og Adrian Freyr Rodriquez eru hönnuðir Tengingsins, verðlaunagrip Verkfræðingafélags Íslands sem var veittur í fyrsta sinn á Degi verkfræðinnar. Hönnun griparins byggist á 13 teningum sem allir styðja við hvern annan. 
12. nóvember 2021

Opið fyrir umsóknir á jólamarkað POPUP Verzlun í Hafnarhúsi

POPUP VERZLUN leitar nú að þátttakendum fyrir jólamarkaðinn í Listasafni Reykjavikur Hafnarhúsilaugardaginn 11 desember 2021. Ert þú með spennandi vöru/verkefni/list sem þú vilt kynna & selja?
12. nóvember 2021

Nýtt Sjávarteppi frá Vík Prjónsdóttur

Hönnunarfyrirtækið Vík Prjónsdóttir hefur hafið framleiðslu á nýrri útgáfu af Sjávarteppinu, um er að ræða vöru sem verður til sölu í takmarkaðan tíma en síðasti dagur til að panta teppin er 10. nóvember. 
4. nóvember 2021

Helga Valfells og Andri Snær Magnason taka sæti í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs

Ný stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs hefur tekið til starfa en hana skipa Kristján Örn Kjartansson, arkitekt formaður stjórnar, Rósa Dögg Þorsteinsdóttir, innanhússarkitekt varaformaður, Þórunn Hannesdóttir vöruhönnuður, Andri Snær Magnason, rithöfundur og Helga Valfells, fjárfestir og eigandi Crowberry Capital. 
4. nóvember 2021

SWEET SALONE Pop-Up markaður Auroru 

Föstudaginn 5. nóvember milli klukkan 16-18 verður opnaður pop up markaður í Mengi, Óðinsgötu 2. Þar verða seldar nýjar vörur handverksfólks í Sierra Leone og hönnunarfyrirtækisins Hugdettu. 
4. nóvember 2021

Hönnunarverðlaunum Íslands 2021 fagnað í Grósku

Afhending Hönnunarverðlauna Íslands fór fram með hátíðlegum hætti þann 29. október í Grósku. Fjölmennt og góðmennt var á viðburðinum en kynnir kvöldsins var Guðrún Sóley Gestsdóttir, fjölmiðlakona og plötusnúðurinn og hönnuðurinn Digital Sigga hélt uppi stuðinu eftir. 
3. nóvember 2021

Samtal um framtíð byggða á hönnun, hugviti og nýsköpun

Í tilefni af afhendingu Hönnunarverðlauna Íslands 2021 fór fram samtal um framtíð byggða á hönnun, hugviti og nýsköpun undir stjórn Hrundar Gunnsteinsdóttur, framkvæmdastjóri Festu - miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni. Snörp erindi frá tilnefndum verkefnum og svo fróðlegar pallborðumræður. 
2. nóvember 2021

Sigurður Oddsson, Matthías Rúnar Sigurðsson og Gabríel Benedikt Bachmann hljóta Hönnunarverðlauna Íslands 2021 fyrir Hjaltalín - ∞ 

Hönnunarverðlaun Íslands 2021 voru afhent með hátíðlegum hætti 29. október í Grósku. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra afhenti hönnuðinum Sigurði Oddssyni, myndhöggvaranum Matthíasi Rúnari Sigurðssyni og þrívíddarhönnuðinum Gabríel Benedikt Bachmann Hönnunarverðlaun Íslands 2021 fyrir verkefnið Hjaltalín - ∞. 
29. október 2021

CCP hlýtur viðurkenningu fyrir bestu fjárfestingu í hönnun á Hönnunarverðlaunum Íslands 2021

Viðurkenningu fyrir bestu fjárfestingu í hönnun árið 2021 á Hönnunverðlaunum Íslands hlýtur fyrirtækið CCP Games. Það var Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka Iðnaðarins sem veitti forsvarsmönnum CCP viðurkenninguna við hátíðlega athöfn í Grósku. 
29. október 2021

Heiðursverðlaunahafi Hönnunarverðlauna Íslands árið 2021 er Gunnar Magnússon, húsgagnahönnuður og innanhússarkitekt

Hönnunarverðlaun Íslands 2020 voru afhent með hátíðlegum hætti þann 29. október.  Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra veitti Gunnari Magnússyni, húsgagnahönnuður og innanhússarkitekt Heiðursverðlaun Hönnunarverðlauna Íslands árið 2021. Afkomendur Gunnars tóku á móti verðlaunum fyrir hans hönd, þar sem hann átti ekki heimangengt.
29. október 2021

Við erum öll almannavarnir fær sérstakt hrós dómnefndar Hönnunarverðlauna Íslands 2021

Við erum öll almannavarnir fær sérstakt hrós dómnefndar Hönnunarverðlauna Íslands 2021. Verðlaunaafhendingin fór fram í Grósku þann 29. október við hátíðlega athöfn fyrir fullum sal gesta.
1. nóvember 2021

Sjáumst á Hönnunarverðlaunum Íslands 2021

Nú styttist í gleðina í Grósku í tilefni af Hönnunarverðlaunum Íslands 2021. Hrund Gunnsteinsdóttir , fram­kvæmda­stjóri Festu - miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni stýrir Samtalinu og pallborðsumræðum og Guðrún Sóley Gestsdóttir, fjölmiðlakona sér um að kynna verðlaunaafhendinguna sem fer fram í kjölfarið. Húsið opnar 15.
27. október 2021

Þykjó tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands 2021

Hönnunarverkefnið Þykjó eftir hönnuðina Sigríði Sunnu Reynisdóttur, Ninnu Þórarinsdóttur, Sigurbjörgu Stefánsdóttir og Erlu Ólafsdóttur hlýtur tilnefningu til Hönnunarverðlauna Íslands 2021. Nú er búið að tilkynna allar fimm tilnefningar til verðlaunanna í ár. Afhendinga og málþing því tengt fer fram í Grósku þann 29. október næstkomandi. Nánari upplýsingar síðar.
9. október 2021

Konur sem kjósa tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands 2021 

Konur sem kjósa eftir Snæfríði Þorsteins, Hildigunni Gunnarsdóttur og Agnar Frey Stefánsson hlýtur tilnefningu til Hönnunarverðlauna Íslands 2021. Næstu daga munum við svipta hulunni af tilnefningum ársins 2021 en verðlaunaafhending og málþing því tengt mun fara fram í Grósku þann 29. október næstkomandi. Takið daginn frá! 
8. október 2021

Söluhús við Ægisgarð tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands 2021

Söluhús við Ægisgarð eftir Yrki arkitekta hlýtur tilnefningu til Hönnunarverðlauna Íslands 2021. Næstu daga munum við svipta hulunni af tilnefningum ársins 2021 en verðlaunaafhending og málþing því tengt mun fara fram í Grósku þann 29. október næstkomandi. Takið daginn frá! 
7. október 2021

Hjaltalín - ∞  tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands 2021

Ásýnd „Hjaltalín - ∞“ eftir grafíska hönnuðinn Sigurð Oddsson, myndhöggvarann Matthías Rúnar Sigurðsson og þrívíddarhönnuðinn Gabríel Benedikt Bachmann hlýtur tilnefningu til Hönnunarverðlauna Íslands 2021. Næstu daga munum við svipta hulunni af tilnefningum ársins 2021 en verðlaunaafhending og málþing því tengt mun fara fram í Grósku þann 29. október næstkomandi. Takið daginn frá! 
6. október 2021

MAGNEA - made in reykjavík tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands 2021

Fatalína fatahönnuðarins Magneu Einarsdóttur, made in reykjavík hlýtur tilnefningu til Hönnunarverðlauna Íslands 2021. Næstu daga munum við svipta hulunni af tilnefningum ársins 2021 en verðlaunaafhending og málþing því tengt mun fara fram í Grósku þann 29. október næstkomandi. Takið daginn frá! 
5. október 2021

Hönnunarhugsun - Rafrænn hádegisfyrirlestur VR

Fimmtudaginn 21. október, milli kl. 12-13, fer fram rafrænn hádegisfyrirlestur þar sem Hlín Helga Guðlaugsdóttir, upplifunarhönnuður, verkefnastjóri hjá Gagarín og stjórnandi DesignTalks fjallar um hönnunarhugsun (e. Design Thinking).
20. október 2021

Opið fyrir umsóknir í menningarsjóð Kópavogsbæjar

Lista- og menningarráð Kópavogsbæjar auglýsir eftir umsóknum um styrki úr lista- og menningarsjóði vegna verkefna á næsta ári. Umsóknum skal skila fyrir 22. október 2021.
20. október 2021

Opið fyrir umsóknir í frumkvöðlasjóð Íslandsbanka

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki úr Frumkvöðlasjóði Íslandsbanka. Umsóknarfrestur er til 7. nóvember en markmið sjóðsins er að hvetja til nýsköpunar og þróunar og styðja við bakið á frumkvöðlaverkefnum.
19. október 2021

Taktu þátt í HönnunarMars 2022

Opnað hefur verið fyrir umsóknir fyrir hátíðina sem fer fram dagana 4.-8. Maí 2022 en umsóknarfresturinn er til 1. nóvember. Félagsmenn fagfélaga fá afslátt af þátttökugjöldum til 1. október. 
13. september 2021

Þetta er íslensk hönnun

Í vikunni fór af stað einstakt átak þar sem vakin er athygli á íslenskri hönnum en það er Eyjólfur Pálsson, gjarna kenndur við Epal sem stendur að baki átakinu sem ætlað er að gera fjölbreytileika íslenskrar hönnunar sýnilegar með auglýsingum á umhverfismiðlum um allt höfuðborgarsvæðið.
19. október 2021

Leiðarhöfði - Forval vegna skipulags og hönnunar áfangastaðar/íbúðabyggðar

Sveitarfélagið Hornafjörður auglýsir eftir þátttakendum í forval vegna hugmyndaleitar um skipulag og hönnun áfangastaðar/íbúðabyggðar við Leiðarhöfða á Höfn í Hornafirði. Samkeppnin er haldin í samvinnu við Félag íslenskra landslagsarkitekta, FÍLA.
18. október 2021

Laugavegur - annar fyrirlestur í fyrirlestrarröðinni Sneiðmyndar LHÍ

Annar fyrirlestur Sneiðmyndar - sameiginlegrar fyrirlestrarraðar arkitektúr- og hönnunardeilda Listaháskóla Íslands - verður haldinn miðvikudaginn 20. október næst komandi. Þar munu Anna Dröfn Ágústsdóttir, fagstjóri fræða við Hönnunardeild, og Guðni Valberg, arkitekt, fjalla um bókina Laugavegur. Í henni er byggingar- og verslunarsaga aðalgötunnar sögð í máli og myndum. 
18. október 2021

Vegrún kynnt á ráðstefnu Slysavarnarfélagsins Landsbjörg

Vegrún, merkingarkerfi fyrir ferðamannastaði og friðlýst svæði, verður með kynningu á morgun, laugardaginn 16. október á ráðstefnu Slysavarnarfélagsins Landsbjörgu sem fer fram á Grand hótel. Gerður Jónsdóttir, verkefnastjóri Góðra leiða og Atli Þór Árnason, hönnuður Kolofon, sem sáu um hönnun merkingarkerfisins sjá um kynninguna.
15. október 2021

Kóróna - hátíðarsýning Leirlistafélags Íslands

Í tilefni af 40 ára afmæli Leirlistafélags Íslands verður opnuð hátíðarsýning í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur á morgun, laugardaginn 16. október.
15. október 2021

Sólveig Hansdóttir fatahönnuður tilnefnd til Global Design Graduate Show

Fatahönnuðurinn Sólveig Hansdóttir er tilnefnd til Global Design Graduate Show, alþjóðleg samkeppni útskriftarnema í hönnun og er hún tilnefnd í flokknum "fashion". Hægt er að kjósa verkefni Sólveigar til úrslita hér.
12. október 2021

Gleðin við völd á úthlutun Hönnunarsjóðs í Grósku

Gleðin var við völd á seinni úthlutun Hönnunarsjóðs árið 2021. Hér má sjá brot af stemmingunni í Grósku miðvikudaginn 6. október. Ljósmyndari: Víðir Björnsson.
8. október 2021

Samtök skapandi greina blása til sóknar

Samtök skapandi greina eru breiður samráðsvettvangur, sem ætlað er að vinna að sameiginlegum hagsmunum og standa vörð um þessar greinar á Íslandi. Er þar átt við listir, sköpun, hugverk og menningu, sem og atvinnu- og viðskiptalíf sem af þeim skapast. 
7. október 2021

Frumgerðir, Rúststeinar, hampur og íslenskt brimbretti meðal styrkþega Hönnunarsjóðs

Hönnunarsjóður úthlutaði í dag, þann 6. október 19 styrkjum til ólíkra verkefna á sviði hönnunar og arkitektúrs auk 9 ferðastyrkja. Að þessu sinni var 20 milljónum úthlutað en alls bárust 82 umsóknir um rúmar 208 milljónir.
6. október 2021

Skattakynning Myndstefs - fyrir höfunda sjónlistaverka

Þann 1. janúar 2020 tóku gildi breytt skattalög sem fólu í sér að greiðslur vegna seinni afnota höfundavarinna verka eru fjármagnstekjuskattskyldar (22%) en ekki tekjuskattaðar (31,45 – 46,25%), eins og áður fyrr. En hvað þýðir þetta? Myndstef stendur fyrir kynningu á þessum lögum og reglum þann 21. október kl. 16.
4. október 2021

JARÐSETNING – íslensk heimildamynd um endalok og nýtt upphaf í manngerðu umhverfi frumsýnd á RIFF

Laugardaginn 2. október kl. 17 verður heimildamyndin Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur arkitekt frumsýnd í Bíó Paradís. Með aðalhlutverk í myndinni fer stórhýsi Iðnaðarbankans við Lækjargötu, sem rís á sjöunda áratugnum í anda alþjóðlegra framtíðarhugmynda. Endalok framtíðarbyggingar á endastöð hugmynda um einnota byggingar.
30. september 2021

Nemendur í grafískri hönnun opna sýninguna Loksins loksins

Föstudaginn 1. október klukkan 17:00 opna nemendur á þriðja ári í grafískri hönnun við LHÍ sýninguna Loksins Loksins  þar sem afrakstur námskeiðisins „Verksmiðjan“ verður sýndur. Á námskeiðinu hafa þau unnið að heildarútliti fyrir ýmsar stofnanir og fyrirtæki.
29. september 2021

Hlín Reykdal hannar Bleiku slaufuna

Hlín Reykdal skartgripahönnuður hannar Bleiku slaufuna í ár. Hlín hefur hannað skartgripi undir eigin nafni frá árinu 2010. Hálsmenið fer í sölu 1. október.
28. september 2021

Gagarín hannar sýningu fyrir stærsta sædýrasafn Norðurlandanna

Hönnunarfyrirtækið Gagarín þróaði átta yfirgripsmiklar og fræðandi innsetningar á sýninguna ‘Once Upon a Sea’ á sædýrasafninu Bláa plánetan (Den Blå Planet) sem er eitt stærsta og metnaðarfyllsta sædýrasafn í Norður-Evrópu, staðsett í Kaupmannahöfn. Auk innsetninganna var Gagarín ábyrgt fyrir allri grafískri hönnun og myndlýsingum á sýningunni.
28. september 2021

Umsóknafrestur til að sækja um styrki úr borgarsjóði Reykjavíkurborgar rennur út 1. október

Umsóknarfrestur til að sækja um styrki úr Borgarsjóði vegna verkefni 2022 rennur út þann 1. október kl. 12. Meðal markmiða styrkveitinga er að styrkja og efna til samstarfs við félagasamtök, fyrirtæki og einstaklinga um uppbyggilega starfsemi og þjónustu í samræmi við stefnumörkun, áherslur og forgangsröðun borgaryfirvalda. 
28. september 2021

Göngu- og hjólavænt borgarumhverfi

Námskeið um göngu- og hjólavænt borgarumhverfi á vegum Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) í samstarfi við meistaranám í skipulagsfræði við sama skóla. Kennari á námskeiðinu er Harpa Stefánsdóttir arkitekt og dósent í skipulagsfræðum við Norges miljø- og biovitenskapelige universitet (NMBU).
27. september 2021

Vekjum athygli á mikilvægi hönnunar og arkitektúrs fyrir samfélagið

Aldrei of oft sagt að hönnun og arkitektúr gegnir lykilhlutverki til búa hér til sjálfbært samfélag byggt á hönnun, hugviti og nýsköpun. 
23. september 2021

Þetta er allt saman hannað

„Við stöndum á tímamótum, þar sem við þurfum að hanna allt upp á nýtt. Hringrásarhagkerfið felur í sér samvinnu, samnýtingu og samþættingu þvers og kurs um samfélagið. Lykilorðið er hönnun og arkitektúr kerfa og bygginga.“ Hrund Gunnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Festu - Miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni skrifar. Greinin birtist fyrst á Vísir.is
21. september 2021

Húsnæðispólitík og arkitektúr

Hildur Gunnarsdóttir, arkitekt fjallar um stefnu stjórnmálaflokkanna í húsnæðismálum. Greinin birtist fyrst á Kjarnanum.
21. september 2021

Fram­tíðar­ráðu­neyti?

Ísland, eins og önnur ríki, stendur á tímamótum og þarf að takast á við stórar áskoranir vegna loftlagsvár, heimsfaraldurs og samfélagsþróunar. Við megum engan tíma missa og verðum að ganga til verka fumlaust, af áræðni og bjartsýni. Kristján Örn Kjartansson, arkitekt og formaður stjórnar Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs skrifar.
17. september 2021

Framtíð sem byggir á hönnun, hugviti og nýsköpun

Í sumar fór fram stefnumót hönnuða og arkitekta þar sem markmiðið var að skerpa fókus, skilgreina helstu áherslusvið og móta markvissar tillögur um aðgerðir til að kynna fyrir stjórnmálafólki vegna kosninga til Alþingis. Samhljómur var um áherslurnar og að Ísland eigi mikinn og vaxandi mannauð með mikla þekkingu og reynslu sem má virkja betur.
16. september 2021

Af ást til alþingis

Hvernig ætlum við að skipuleggja þetta land? Borghildur Sölvey Sturludóttir, arkitekt FAÍ og nefndarmaður í laganefnd Arkitektafélags Íslands skrifar.
15. september 2021

Arkitektúr og pólitík

Bjarki Gunnar Halldórsson segir mikilvægt að huga að því hvernig hið pólitíska landslag birtist í umhverfi okkar.
15. september 2021

Hönnunarinnsetningin Ómsveppir frumsýnd í Elliðaárdal

Elliðaárstöð býður í upplifunargöngu og fræðslu um sveppi í Elliðaárhólma í tilefni af því að hönnunarinnsetning Kristínar Maríu Sigþórsdóttur og Friðriks Steins Friðrikssonar, Ómsveppir, hefur nú verið komið fyrir í skógarrjóðri. Sveppirnir gefa frá sér falleg hljóð í skóginum sem falla vel að skóginum. Gangan fer fram á sunnudaginn, 19. september.
14. september 2021

Hönnunarfyrirtækjum fjölgar mest

Vissir þú að hönnunarfyrirtækjunum á Íslandi hefur fjölgað mest á sviði skapandi greina á síðustu 10 árum samkvæmt menningarvísi Hagstofunnar? Það er gleðiefni að fá staðfest að hönnunargreinar séu í vexti á Íslandi og samfélagið þarf að horfast í augu við það að hönnun er í eðli sínu nýskapandi og öflugt tæki á tímum breytinga. Aðsend grein eftir Höllu Helgadóttir, framkvæmdstjóri Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs sem birtist fyrst á Vísir.is
13. september 2021

Ósýnileiki kvenna í grafískri hönnun á Íslandi

Sigrún Karls Kristínardóttir, nemi í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands hefur undanfarnar vikur verið með umfjallanir og viðtöl í Stundinni undir yfirskriftinni Ósýnileiki kvenna í grafískri hönnun á Íslandi. Viðmælendur eru Elísabet Cochran, Kristín Þorkelsdóttir, Rósa Hrund Kristjánsdóttir og Halla Helgadóttir. Verkefnið er stutt af Nýsköpunarsjóði námsmanna en fyrirlestur hjá Goddi í náminu var kveikjan að verkefninu.
6. september 2021

Áhugavert samtal um hönnun og nýsköpun

Við viljum þakka bæði gestum og frambjóðendum sem mættu í samtal um áskoranir og tækifæri nýsköpun og skapandi greina í Grósku um helgina, sem Miðstöðin ásamt Icelandic Startups og Auðnu tæknitorgi stóðu að.
8. september 2021

Opinn rafrænn fyrirlestur í boði meistarnámsbrautar í hönnun við Listaháskóla Íslands

Wet Ontologies of the Swamp - Opinn rafrænn fyrirlestur í boði meistarnámsbrautar í hönnun við Listaháskóla Íslands  fer fram á morgun, fimmtudaginn 9. september klukkan 11:00. Fyrirlesarar eru Gediminas og Nomeda Urbonas, listamenn, kennarar við MIT og stofnendur Urbonas Studio
7. september 2021

Hátt í 100 ábendingar bárust fyrir Hönnunarverðlaun Íslands 2021

Hátt í 100 ábendingar til Hönnunarverðlauna Íslands 2021 hafa nú borist en lokað var fyrir ábendingar í gær. Nú hefst vinna dómnefndar en áætlað er að verðlaunaafhending fari fram þann 28. október næstkomandi.
6. september 2021

Hönnun og nýsköpun boða til stefnumóts við stjórnmálin

Icelandic Startups og Miðstöð hönnunar og arkitektúrs fjalla um áskoranir og tækifæri nýsköpunar og skapandi greina til framtíðar. Hvernig búum við til öflugt samfélag og atvinnulíf sem byggir á hönnun, hugviti og nýsköpun? Laugardaginn 4. september kl. 12 í Grósku.
2. september 2021

Leitin að framúrskarandi verkum á sviði hönnunar og arkitektúrs á Íslandi er hafin

Búið er að opna fyrir ábendingar til Hönnunarverðlauna Íslands 2021 en hægt er að benda á eigin verk eða annarra til miðnættis 5. september næstkomandi. Markmið þess að senda inn ábendingar er að tryggja að afburða verk fari ekki fram hjá dómnefnd.
9. ágúst 2021

Dómnefnd Hönnunarverðlauna Íslands 2021 skipa  … 

Dómnefnd Hönnunarverðlauna Íslands er skipuð fagfólki frá ýmsum áttum, á vegum Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs, Listaháskóla Íslands, Hönnunarsafni Íslands og Samtaka Iðnaðarins. Opið er fyrir ábendingar til 5. september næstkomandi en markmið þess er að tryggja að afburðar verk og verkefni fari ekki framhjá dómnefnd.
31. ágúst 2021

Loji Höskuldsson frumsýnir samstarf við HAY á CHART 

Myndlistarmaðurinn Loji Höskuldsson frumsýnir einstakt samstarf sitt við danska hönnunarfyrirtæki HAY á hátíðinni CHART sem fer fram í Kaupmannahöfn um helgina.
26. ágúst 2021

Hönnunarsjóður - umsóknarfrestur til 2. september

Umsóknarfrestur í Hönnunarsjóð rennur út á miðnætti 2. september næstkomandi. Um er að ræða almenna- og ferðastyrki og síðari úthlutun ársins 2021.
6. júlí 2021

hönnun -ar kvk, það að hanna

Bragi Valdimar Skúlason texta- og hugmyndasmiður fer yfir sögu íslenska orðsins hönnun
20. maí 2020

Söguleg stund þegar meistaranám í arkitektúr var sett við Listaháskóla Íslands

Á skólasetningu Listaháskóla Íslands, mánudag 23. ágúst, hófst formlega meistaranám í arkitektúr við skólann. Er þetta í fyrsta sinn sem arkitektúr er kenndur á meistarastigi á Íslandi og því í fyrsta sinn sem nemendum í arkitektúr gefst kostur á að ljúka fullnaðarnámi í arkitektúr hérlendis. Meistaranámið er tveggja ára alþjóðlegt nám og er leitt af deildarforseta, Hildigunni Sverrisdóttur.
26. ágúst 2021

Námskeið í umsóknarskrifum í Tækniþróunarsjóð 

Poppins & Partners standa yfir námskeiði sem fer yfir skref fyrir skref í gegnum frumskóg styrkumsóknaskrifa undir leiðsögn sérfræðings á sviði styrkumsóknaskrifa. Leiðbeinandi er Þórunn Jónsdóttir, ráðgjafi í nýsköpun og rekstri. Opið fyrir er fyrir skráningar til miðnættis þann 25. ágúst 2021.
24. ágúst 2021

Ásmundarsalur óskar eftir tillögum að sýningarhaldi 2022

Opið er fyrir umsóknir um sýningarhald í Ásmundarsal 2022. Óskað er eftir tillögum að sýningum, viðburðum eða uppákomum sem fanga fjölbreytileika listarinnar. Einnig er óskað eftir umsóknum fyrir vinnustofu listamanns í Gunnfríðargryfju. Frestur til og með 6. september 2021.
24. ágúst 2021

Haustferð og opnunarteiti hjá Textílfélaginu

Textílfélag Íslands byrjar haustið af krafti. Þann 25. ágúst verður opnunarteiti nýs verkstæðis á Korpúlfsstöðum og einnig er skráning hafin í haustferð félagsins þann 19. september.
24. ágúst 2021

Námskeið í þrívíddarprentun í leir í Myndlistaskólanum í Reykjavík

Þann 23. ágúst hefst námskeið í þrívíddarprentun í leir í Myndlistaskólanumí Reykjavík. Á námskeiðinu, sem stendur yfir í sjö kennsludaga, munu þátttakendur tileinka sér undirstöðuþekkingu við notkun leirþrívíddarprentara en Myndlistaskólinn er eini skólinn á landinu sem býður uppá kennslu í þrívíddarprentun í leir. 
12. ágúst 2021

Safna fyrir lista- og menningaráfangastaðnum Höfuðstöðinni

Myndlistarkonan Hrafnhildur Arnardóttir/Shoplifter, stendur að opnun Höfuðstöðvarinnar í gömlu kartöflugeymslunum í Ártúnsbrekunni. Um er að ræða lista- og menningaráfangastað sem mun til að mynda geyma varanlega uppsetningu Hrafnhildar, Chromo Sapiens. Hönnuðurinn Björn Blumenstein og fyrirtækið Plastplan sér um innréttingar. Verkefnið er 100% sjálfstætt fjármagnað og núna stendur yfir söfnun á Kickstarter, sem rennur út á sunnudaginn 8. ágúst. 
6. ágúst 2021

Yrki arkitektar hanna nýtt ráðhús á Akureyri

Yrki arkitektar hlutu 1. verðlaun í samkeppni um viðbyggingu við Ráðhús á Akureyri. Samkeppnin var haldin af Umhverfis- og mannvirkjasviði Akureyrabæjar í samstarfi við Arkitektafélag Íslands. Samkeppnin, sem var opin forvalskeppni, var auglýst 1. mars sl. og var tilkynnt var um úrslitin 19. júlí síðastliðinn.
4. ágúst 2021

Útgáfa og uppskeruhátíð - Náttúrulitun í nútíma samhengi

Fatahönnuðurðinn Sigmundur P. Freysteinsson fagnar útgáfu á rannsókn sinni á textíllitun, Náttúrulitun í nútímasamhengi, í bókverki sem inniheldur greinargóðan gagnagrunn náttúrulita úr íslensku umhverfi. Samtals um 440 litatónar. Útgáfuhófið fer fram í Hönnunarsafni Íslandi fimmtudaginn 5. ágúst kl. 16 og allir velkomnir.
3. ágúst 2021

„Tæknin vísar veginn og hefur áhrif á hugarflug okkar að því leyti hvað er mögulegt að gera og hvernig við getum nýtt það til að gera eitthvað enn flóknara”

Valdís Steinarsdóttir, vöruhönnuður sem farið hefur óhefðbundnar leiðir og Halldór Eldjárn, listamaður sem vinnur með tónlist, forritun, vísindi og hönnun ræða um sköpun, tilraunir, tækni, nýjar leiðir - og trylltan áhuga íhlaðvarpi HönnunarMars, DesignTalks talks, sem er fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. 
11. júlí 2021

HönnunarMars 2022 fer fram dagana 4. - 8. maí

Við fögnum aftur mars í maí! Stærsta hönnunarhátíð landsins, HönnunarMars, breiðir úr sér um höfuðborgarsvæðið fyrstu helgina í maí 2022.
7. júlí 2021

Opið fyrir umsóknir

11. ágúst 2021

„Hugtakið sjálfbærni er flókið og viðamikið“

Ragna Fróðadóttir, textílhönnuður, verkefnastjóri hjá Li Edelkoort Inc. og Magnea Einarsdóttir, fatahönnuður, stofnandi og eigandi fatamerkisins MAGNEA ræða um fatahönnun, textíl og tækni, sjálfbærni - og von í í hlaðvarpi HönnunarMars, DesignTalks talks, sem er fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. 
4. júlí 2021

Stefnumót um eflingu íslenskrar hönnunar og arkitektúrs í Grósku

Í vikunni fóru fram tveir vinnufundir í Miðstöð hönnunar og arkitektúrs sem stjórnað var af Hlín Helgu Guðlaugsdóttur, hönnuði og ráðgjafa þar sem fjölbreyttur hópur fólks koma saman til að eiga samtal um markmið og aðgerðir til að efla hönnun og arkitektúr á Íslandi. 
2. júlí 2021

Sigra í hugmyndaleit um framtíðaruppbyggingu í Gufunesi

Jvantspijker & Partners, Andersen & Sigurdsson og Felixx landscape architects (Team G+) sigra hugmyndaleit um framtíðaruppbyggingu og skipulag átta lóða við sjávarsíðuna í Gufunesi.
29. júní 2021

„Við getum hjálpað fólki að finna hvað er í raun og veru vandamálið sem við ætlum að leysa“

Hörður Lárusson grafískur hönnuður, stofnandi og eigandi hönnunarstofunnar Kolofon og Magga Dóra, stafrænn hönnunarleiðtogi, stofnandi og eigandi Mennsk ráðgjöf ræða um hönnun í óvæntu samhengi, samstarf á stórum skala, stafrænar umbreytingar, framtíðaráskoranir - og auðmýkt í hlaðvarpi HönnunarMars, DesignTalks talks, sem er fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. 
27. júní 2021

Hannar gönguskó úr joggingbuxum fyrir herferð Íslandsstofu

Fatahönnuðurinn Ýr Þrastardóttir var fengin til að hanna gönguskó úr joggingbuxum fyrir nýja markaðsherferð Íslandsstofu. Hún mun standa vaktina í sumar í miðbænum og breyta buxum í skó fyrir ferðamenn.
24. júní 2021

Skýrsla Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs 2020 er komin út

Skýrsla ársins 2020 hefur nú litið dagsins ljós en þar er farið yfir rekstur Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs, innlend sem erlend verkefni og almenna starfssemi. Hægt er að skoða skýrsluna í rafrænu formi hér.
23. júní 2021

Hreyfiafl sjálfbærrar verðmætasköpunar

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra skrifar um hönnun og arkitektúr á Íslandi.
23. júní 2021

Skörp sýn til framtíðar

Kristján Örn Kjartansson, formaður stjórnar og Rósa Dögg Þorsteinsdóttir, varaformaður stjórnar skrifa fyrir hönd stjórnar Miðstöðvar hönnunar arkitektúrs.
23. júní 2021

Taktu þátt í að móta framtíð hönnunar og arkitektúrs á Íslandi

Þér er boðið til samtals um markmið og aðgerðir til að efla hönnun og arkitektúr á Íslandi. Taktu þátt í að skerpa fókusinn út frá brýnum málefnum svo sem húsnæðismálum, heilbrigðismálum, umhverfismálum, atvinnumálum, lýðheilsu og jafnrétti á vinnufundum í Grósku undir stjórn Hlínar Helgu Guðlaugsdóttur.
22. júní 2021

Sýnir á Feneyjartvíæringnum á Ítalíu

Arkitektinn og myndlistarmaðurinn Guðjón Bjarnason opnaði í senn arkitektúrsýningu á Feneyjartvíæringnum, Ítalíu og myndlistarsýningu í sendiráðsbústaðnum í Genf, Sviss í vor.
22. júní 2021

Textílfélagið býður upp á námskeið í sumar

Textílfélagið býður upp á á þriggja daga endurmenntunarnámskeið fyrir listgreinakennara og aðra áhugasama í sumar. Kennd verður undirstaða jurtalitunar (bæði fyrir efni og garn), ýmsar útsaumsaðferðir, skissuvinna og bókagerð.
22. júní 2021

Umhverfisstofnun óskar eftir tilnefningum til Bláskeljarinnar 2021

Umhverfisstofnun óskar eftir tilnefningum til Bláskeljarinnar 2021. Viðurkenningin verður veitt fyrirtæki, stofnun, einstaklingi eða öðrum fyrir framúrskarandi lausnir sem stuðla að minni plastnotkun og plastúrgangi í samfélaginu. Tillögur skulu berast eigi síðar en 1. júlí næstkomandi.
21. júní 2021

Áhugaverð sumarnámskeið fyrir hönnuði og arkitekta hjá LHÍ

Listaháskóli Íslands býður upp á spennandi úrval sumarnámskeiða í ár með stuðningi mennta- og menningarmálaráðuneytisins og kostar hvert námskeið aðeins 3.000 kr. Námskeiðin eru ýmist til ECTS eininga eða án eininga og opin öllum 18 ára og eldri, lengd námskeiða er allt frá tveimur dögum í lengri námskeið.
21. júní 2021

„Á meðan við getum ekki gert þessar tilraunir í raunheimum, þá þurfum við að gera það í sögunum„

Arnhildur Pálmadóttir, arkitekt, stofnandi arkitektastofunnar s.ap ræðir viðfangsefni sín, samtímann og áleitnar spurningar, heildræna hugsun á stórum og smáum skala, hringrásarhönnun - og ímyndunaraflið í hlaðvarpi HönnunarMars, DesignTalks talks, sem er fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. 
20. júní 2021

HönnunarMars í Osló

HönnunarMars og sendiráð Íslands í höfuðborgum Norðurlandanna standa fyrir viðburðum í formi hlaðvarpa, sem tekin voru upp í aðdraganda HönnunarMars hátíðarinnar á Íslandi. Þátttakendur í Noregi voru þau Hannah Stoveland Blindheim og Vignir Freyr Helgason. Stjórnandi var Pétur Níelsson.
22. maí 2021

Nýtt stjórnarfyrirkomulag samþykkt á aðalfundi Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs

Aðalfundur Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs fór fram þann 10. júní síðastliðinn í nýjum húsakynnum Miðstöðvarinnar í Grósku. Undir fundinn var borið nýtt stjórnarfyrirkomulag Miðstöðvarinnar og HönnunarMars sem var einróma samþykkt á fundinum.
18. júní 2021

Listaháskólinn auglýsir eftir umsóknum um starf háskólakennara í grafískri hönnun

Listaháskólinn auglýsir eftir umsóknum um starf háskólakennara í grafískri hönnun. Viðkomandi mun m.a. koma að þróun námskeiða fyrir stafræna miðlun. Umsóknarfrestur er til 25. júní 2021.
16. júní 2021

„Hönnun rennur eins og rauður þráður í gegnum stóru viðfangsefni samtímans“

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og Halla Helgadóttir framkvæmdastjóri Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs ræddu mikilvægi hönnunar í samfélaginu, nú og í náinni framtíð í hlaðvarpi HönnunarMars, DesignTalks talks, sem er fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. 
13. júní 2021

HuldaJóns Arkitektúr, Sastudio og Exa nordic hljóta fyrstu verðlaun í samkeppni um nýjan leikskóla í Urriðaholti

HuldaJóns Arkitektúr, Sastudio og Exa nordic hljóta fyrstu verðlaun í samkeppni um nýjan leikskóla í Urriðaholti. Alls bárust 10 tillögur í samkeppnina sem haldin var af Garðabæ í samstarfi við Arkitektafélag Íslands. Verðlaunaafhending fór fram þriðjudaginn 8. júní í Garðbæ.
9. júní 2021

Hrafn á Brandenburg á Creative 100 lista Adweek

Hrafn Gunnarsson, hugmynda- og hönnunarstjóri á auglýsingastofunni Brandenburg, hefur verið valinn á listann Adweek's Creative 100: The Most Inspiring Talents of 2021. Ár hvert setja sérfræðingar á vegum hins virta og víðlesna fagtímarits Adweek saman lista með 100 einstaklingum sem á síðasta ári þóttu skara fram úr, bæði fagfólk í auglýsingageiranum sem og áhrifafólk sem hefur látið til sín taka með eftirtektarverðum hætti.
9. júní 2021

Hönnun fyrir alla hlýtur styrk úr Barnamenningarsjóði

Miðstöð hönnunar og arkitektúrs í samstarfi við List fyrir alla hlýtur styrk úr Barnamenningarsjóði fyrir verkefnið Hönnun fyrir alla - hönnuðir framtíðarinnar. Um er að ræða framleiðslu á stuttu og vönduðum þáttum, kennsluefni um hönnun og arkitektúr sem miðast að börnum og ungmennum.
28. maí 2021

Hljóta tilnefningar til alþjóðlegra hönnunarverðlauna

Knattspyrnusamband Íslands og auglýsingastofan Brandenburg hafa hlotið tilnefningar til alþjóðlegu hönnunarverðlaunanna The One Show fyrir ásýnd íslensku landsliðanna í knattspyrnu.
28. maí 2021

Forval vegna hönnunar um skipulag og hönnun útsýnissvæðis við snjóflóðavarnargarðanna á Bjólfi

Múlaþing auglýsir eftir þátttakendum í forval vegna fyrirhugaðrar hugmyndasamkeppni um skipulag og hönnun útsýnisstaðar við snjóflóðavarnargarða á fjallinu Bjólfi sem er í Seyðisfirði. Samkeppnin er haldin í samvinnu við Félag íslenskra landslagsarkitekta, FÍLA.
26. maí 2021

Valdar úr hópi umsækjanda til að hanna fjölbýlishús fyrir Félagsbústaði

Stúdíó Arnhildar Pálmadóttur og Teiknistofan Stika ásamt Birtu Fróðadóttur valdar úr hópi umsækjanda til að hanna fjölbýlishús fyrir Félagsbústaði.
20. maí 2021

HönnunarMars í maí - sýningar sem halda áfram 

Þó að HönnunarMars sé formlega lokið þá eru fjölmargar sýningar sem munu standa áfram í einhvern tíma. Hér má sjá yfirlit yfir þær sýningar og frekari upplýsingar.
24. maí 2021

Hlustaðu á HönnunarMars 

HönnunarMars setti í loftið tvær hlaðvarpsseríur í tenglum við hátíðina í ár. DesignTalks talks og HönnunarMars á Norðurlöndunum. Við mælum með að hlusta hér á áhugaverð samtöl sem tengjast hönnun og arkitektúr - innanlands sem og út fyrir landssteinana. 
24. maí 2021

Takk fyrir HönnunarMars í maí 

Nú er HönnunarMars í maí 2021 lokið og mikið búið að vera um dýrðir um allt höfuðborgarsvæðið síðustu daga. Hátíðin þakkar fyrir sig - sjáumst að ári! Hér má sjá brot af hátíðarstemmingunni síðustu daga - fangað á filmu af Aldísi Pálsdóttur. 
24. maí 2021

DesignTalks talks - Þáttur 5: Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og Halla Helgadóttir framkvæmdastjóri Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs

DesignTalks talks er hlaðvarp um hönnun og arkitektúr, fyrsta sinnar tegundar á Íslandi og fjallar um víðtæk áhrif greinanna í samfélaginu og ástríðuna sem liggur þar að baki. Viðmælendur fimmta og jafnframt síðasta þáttar eru þær Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og Halla Helgadóttir framkvæmdastjóri Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs ræða mikilvægi hönnunar í samfélaginu, nú og í náinni framtíð
24. maí 2021

HönnunarMars á Norðurlöndunum

HönnunarMars og sendiráð Íslands í höfuðborgum Norðurlandanna standa fyrir viðburðum í formi hlaðvarpa, sem tekin voru upp í aðdraganda HönnunarMars hátíðarinnar á Íslandi. Markmiðið er að leiða saman hönnuði frá Íslandi og Norrænu höfuðborganna í áhugavert samtal um hönnun og arkitektúr og þar með skapa hátíðinni erlendan vettvang í samstarfi við sendiráðin og erlenda samstarfsaðila.
22. maí 2021

Lokadagur HönnunarMars - dagskrá dagsins

Lokadagur HönnunarMars í maí er runninn upp og því síðasta séns að berja augum forvitnlegar sýningar hátíðarinnar. Opnunartími í dag er frá 12- 17 á flestum sýningum og við hvetjum alla til að kynna sér dagskránna í heild sinni á heimasíðu hátíðarinnar.
23. maí 2021

DesignTalks talks - Þáttur 4: Arnhildur Pálmadóttir

DesignTalks talks er hlaðvarp um hönnun og arkitektúr, fyrsta sinnar tegundar á Íslandi og fjallar um víðtæk áhrif greinanna í samfélaginu og ástríðuna sem liggur þar að baki. Viðmælandi fjórða þáttar er Arnhildur Pálmadóttir arkitekt, stofnandi arkitektastofunnar s.ap.
23. maí 2021

HönnunarMars í maí - Dagskrá dagur 4

Laugardagur til lukku! Fjórði dagur HönnunarMars í maí er runninn upp  - fullur af sýningum, viðburðum og fjöri fyrir alla. Hér er  yfirlit yfir viðburði dagsins svo það er nóg um að vera út um allt höfuðborgarsvæðið. Njótið dagsins!
22. maí 2021

DesignTalks talks - Þáttur 3: Hörður Lárusson og Magga Dóra

DesignTalks talks er hlaðvarp um hönnun og arkitektúr, fyrsta sinnar tegundar á Íslandi og fjallar um víðtæk áhrif greinanna í samfélaginu og ástríðuna sem liggur þar að baki. Viðmælendur þriðja þáttar eru þau Hörður Lárusson grafískur hönnuður, stofnandi og eigandi hönnunarstofunnar Kolofon og Magga Dóra, stafrænn hönnunarleiðtogi, stofnandi og eigandi Mennsk ráðgjöf .
22. maí 2021

HönnunarMars í maí - Dagskrá dagur 3

Þriðji dagur HönnunarMars 2021 er runninn upp og það er kominn föstudagur! Dagskrá dagsins í dag er að vanda fullhlaðin og við bendum sérstaklega á viðburði tengda tísku sem koma sterkir inn í dag og eru ***merktir sérstaklega*** í dagskránni. 
21. maí 2021

HönnunarMars í maí settur á Hafnartorgi

HönnunarMars í maí opnaði í gær þar sem hátt í 90 sýningar breiddu úr sér um höfuðborgarsvæðið. Rigningin setti sinn svip á þessa óformlegu opnun sem skapaði óneitanlega ákveðið mótvægi við bakgrunnsverkið, Sólarhringur eftir Þórdísi Erlu Zoega.
20. maí 2021

DesignTalks talks - Þáttur 2: Ragna Fróðadóttir og Magnea Einarsdóttir

DesignTalks talks er hlaðvarp um hönnun og arkitektúr, fyrsta sinnar tegundar á Íslandi og fjallar um víðtæk áhrif greinanna í samfélaginu og ástríðuna sem liggur þar að baki. Viðmælendur þáttar 2 eru þær Ragna Fróðadóttir, textílhönnuður, verkefnastjóri hjá Li Edelkoort Inc. og Magnea Einarsdóttir, fatahönnuður.
21. maí 2021

DesignTalks talks - Þáttur 1: Valdís Steinarsdóttir og Halldór Eldjárn

DesignTalks talks er hlaðvarp um hönnun og arkitektúr, fyrsta sinnar tegundar á Íslandi og fjallar um víðtæk áhrif greinanna í samfélaginu og ástríðuna sem liggur þar að baki. Viðmælendur fyrsta þáttar eru þau Valdís Steinarsdóttir vöruhönnuður og Halldór Eldjárn, listamaður.
20. maí 2021

Elliðaárstöð nýr sýningarstaður HönnunarMars

Elliðaárstöð tekur þátt í HönnunarMars í fyrsta sinn í ár.  Þá hefur verið ákveðið að stöðin verði þátttakandi í hátíðinni á komandi árum. Þetta er liður í að fjölga sýningarstöðum og tengja dalinn hönnun og nýsköpun. Eitt af því sem stöðin mun bjóða uppá er aðstaða fyrir hönnuði til sýninga á HönnunarMars, hvort sem er á torginu við gömlu rafstöðina eða í hólmanum í dalnum.
20. maí 2021

DesignTalks talks - hlaðvarp um hönnun 

DesignTalks talks er hlaðvarp um hönnun og arkitektúr, fyrsta sinnar tegundar á Íslandi og fjallar um víðtæk áhrif greinanna í samfélaginu og ástríðuna sem liggur þar að baki. Hlín Helga Guðlaugsdóttir, hönnuður og stjórnandi DesignTalks hefur umsjón með hlaðvarpinu, sem er framleitt af Studio HönnunarMars og Miðstöð hönnunar og arkitektúrs. Tæknimaður er Þorbjörn G. Kolbrúnarson og Halldór Eldjárn samdi stefið.
20. maí 2021

HönnunarMars í maí - Dagskrá dagur 2

Dagur tvö er runninn upp á HönnunarMars 2021 og enn fleiri viðburðir og sýningar tilbúnar til að taka á móti áhorfendum. Hér fyrir neðan má sjá allt það sem er á dagskrá fimmtudaginn 20. maí.
20. maí 2021

Why not? Designing the Spirit of Iceland

Í tilefni Hönnunarmars 2021 tóku Icelandair og Hönnunarmars höndum saman og framleiddu stutta heimildarmynd um íslenska andann í heimi hönnunar. En hver er íslenski andinn? Er hann til?
19. maí 2021

Gleðilega hátíð - HönnunarMars í maí hefst í dag

 Í dag hefst HönnunarMars þrettánda árið í röð og í þetta sinn í maí. Sýningarstaðir HönnunarMars teygja sig vítt og breitt um höfuðborgarsvæðið, allt frá Hafnartorgi og miðbæ, Granda, Vatnsmýri, Laugaveg, Hverfisgötu, Skeifu, Elliðaárstöð, Kópavog og Garðabæ. 
19. maí 2021

HönnunarMars - dagskrá dagur eitt

HönnunarMars í maí hefst í dag. Hér má sjá yfirlit yfir dagskrá dagsins.
19. maí 2021

Rafrænir viðburðir á HönnunarMars

Í ár eru ýmsir viðburðir á HönnunarMars með rafrænum hætti. Boðið er upp á spennandi málþing, fyrirlestra og verðlaunaafhendingar með stafrænum hætti á hátíðinni 2021. Hér er yfirlit yfir þá viðburði.
18. maí 2021

Tölum um gæði

Stjórn Arkitektafélags Íslands, Sigríður Maack, Jóhanna Høeg Sigurðardóttir og Helga Guðrún Vilmundardóttir skrifa um að gæði í arkitektúr séu sjálfsögð fyrir alla.
18. maí 2021

Öll félög hönnuða og arkitekta með sýningu eða viðburð á HönnunarMars í maí 2021

Öll fagfélög hönnuða og arkitekta standa fyrir sýningum eða viðburðum á HönnunarMars í maí 2021. Hér má sjá yfirlit yfir það til bæta við í dagatalið fyrir hátíðina framundan.
18. maí 2021

Kaupum íslenska hönnun - sýningar á HönnunarMars með vörur til sölu

Á stærstu hönnunarhátíð landsins er ekki óeðlilegt að gestir og gangandi rekist á muni sem þeir verða hreinlega að eignast. Hér er samantekt yfir sýningar HönnunarMars þar sem hönnun er til sölu.
16. maí 2021

Vegrún - merkingarkerfi fyrir ferðamannastaði og friðlýst svæði

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið í samstarfi við Miðstöð hönnunar og arkitektúrs kynna Vegrúnu, merkingakerfi fyrir ferðamannastaði og friðlýst svæði. Vegrún var opnuð með pompi og prakt af umhverfisráðherra, Guðmundi Inga Guðbrandssyni á Djúpalónssandi á Snæfellsnesi fyrir helgi.
17. maí 2021

Fjölskylduvænir viðburðir á HönnunarMars

HönnunarMars fyrir unga sem aldna. Nú er HönnunarMars að fara að breiða úr sér um allan bæ með fjölda viðburða af öllu tagi og að sjálfsögðu er boðið upp á metnaðarfulla dagskrá fyrir alla fjölskylduna.
15. maí 2021

Norrænir Design Diplomacy viðburðir í New York

Annað árið í röð eru haldnir norrænir Design Diplomacy viðburðir í New York þar  sem sendiherrar og aðalræðismenn Norðurlandanna opna dyrnar að heimilum sínum fyrir samtöl um hönnun. Hlynur Atlason, hönnuður sem býr og starfar í New York tekur þátt fyrir Íslands hönd og á samtal við Todd Bracher, hönnuður frá New York, á heimili aðalræðismanns Íslands, Hlyns Guðjónssonar. 
13. maí 2021

HönnunarMars breiðir úr sér í maí

Dagskrá stærstu hönnunarhátíðar landsins er komin í loftið með um 80 sýningum sem endurspegla einstaka grósku íslensks hönnunarsamfélags á þessum umbrotatímum í öflugu samstarfi við nýsköpunargeirann, atvinnulífið, sendiráð Íslands út í heimi svo fátt eitt sé nefnt.
10. maí 2021

Minn HönnunarMars ... í maí

Hvernig verður HönnunarMarsinn þinn? Nú er HönnunarMars í maí að bresta á í allri sinni dýrð. Dagskráin telur um 80 sýningar sem breiða úr sér um bæinn og því vel við hæfi að fá smá leiðsögn í gegnum fjölbreytta dagskrá.
10. maí 2021

Hönnuðir taka yfir … á Instagram

Niðurtalning í HönnunarMars í maí er formlega hafin og vakið er athygli  á Instagram hátíðarinnar þar sem hönnuðir eru með yfirtökur til að sýna frá vinnunni bakvið tjöldin á áhugaverðum verkefnum og sýningum á dagskrá HönnunarMars.
9. maí 2021

Námskeið í þrívíddarprentun í leir

Myndlistarskólinn í Reykjavík er með stutt og hnitmiðað námskeið í þrívíddarprentun í leir í Myndlistaskólanum í Reykjavík. Námskeiðið hefst 17. maí og stendur yfir í 7 daga. Kennari er myndlistarkonan María Sjöfn Dupuis Davíðsdóttir.
6. maí 2021

Tilnefningar til FÍT verðlaunanna árið 2021

FÍT verðlaunin eru fagverðlaun og hlutverk þeirra er að finna það sem skarar fram úr í grafískri hönnun og myndskreytingum á Íslandi ár hvert.
30. apríl 2021

Sýningin Öllum hnútum kunnug opnar í Listasafni Reykjavíkur

Öllum hnútum kunnug er þverfaglegt verkefni á mörkum hönnunar, myndlistar og arkitektúrs þeirra Brynhildar Pálsdóttur, Þuríðar Rós Sigurþórsdóttur og Theresu Himmer. Þúsund ára gamalt handverk kaðalsins er útgangspunkturinn og það notað til að kanna mörk þessara þriggja faga og táknræna vídd reipisins í norrænni samtímamenningu. Sýningin er upptaktur að HönnunarMars í maí 2021 og opnar í Listasafni Reykjavíkur 1. maí.
29. apríl 2021

Sjálfbær fagurfræði í hinu byggða umhverfi - annar fundur hið nýja evrópska Bauhaus

Annar opni norrænni fundurinn í verkefninu nýja evrópska Bauhaus fer fram á morgun, 28. apríl milli 11 og 14. Um er að ræða rafrænan fund undir þemanu Sjálfbær fagurfræði í hinu byggða umhverfi.
27. apríl 2021

Ný heildstæð nálgun á áfangastaðastjórnun, Varða kynnt

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, kynnti í dag nýja heildstæða nálgun áfangastaðastjórnunar: Vörðu úr smiðju auglýsingastofunnar Brandenburg.
21. apríl 2021

Ertu laus? Miðstöð hönnunar og arkitektúrs leitar að starfsmanni í tímabundið starf háð ráðningarstyrk

Um er að ræða 6 mánaða starf þar sem vinna við HönnunarMars vegur þyngst og þarf viðkomandi að geta hafið störf sem fyrst. Tekið er á móti fyrirspurnum og umsóknum á info@honnunarmidstod.is. Frestur til mánudagsins 26. apríl 2021. 
20. apríl 2021

Flakk um hönnun og HönnunarMars á Rás 1

Lísa Pálsdóttir, dagskrágerðamaður á Rás 1 fjallaði á dögunum um íslenska hönnun og HönnunarMars í þáttunum Flakk. Hönnuðirnir Valdís Steinarsdóttir og Halldór Eldjárn voru heimsótt á vinnustofur sína og Hildigunnur Sverrisdóttir, deildarforseti í arkitektúr við LHÍ og Garðar Eyjólfsson, hönnuður og dósent við LHÍ sátu fyrir svörum í stúdíó.
15. apríl 2021

Útskriftarverkefni varð að letri í nýju merkingakerfi á ferðamannastöðum og friðlýstum svæðum

Letur fyrir vegvísakerfi Vegagerðarinnar var viðfangsefni grafíska hönnuðarins Simonar Viðarssonar þegar hann útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands í fyrra. Hann starfar nú hjá hönnunarstofunni Kolofon sem vinnur að nýju merkingarkerfi fyrir ferðamannastaði og friðlýst svæði. Letrið hans Simonar, Gata Sans, er notað sem grunnur að nýju letri fyrir verkefnið en nýtt merkingarkerfi lítur dagsins ljós í lok þessa mánaðar.
12. apríl 2021

Sneiðmynd - Fatahönnuðurinn Helga Lára Halldórsdóttir

Fyrirlesturinn ber yfirskriftinga Mapping theory through practice - the logic of success and failure og er hluti af Sneiðmynd, fyrirlestrarseríu hönnunardeildar og arkitektúrdeildar LHÍ. Helga Lára útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2018 og MFA í fatahönnun frá Textilhögskolan í Borås en hún hefur verið stundakennari við Listaháskóla Íslands og hjá Myndlistarskólanum í Reykjavík. Fyrirlesturinn er á morgun, þriðjudaginn 13. apríl á Teams kl. 12.10.
12. apríl 2021

Opið fyrir innsendingar í bókasafn Signatúra Studíós

Signatúra Studíós er sjálfstæður útgefandi fyrir bókverk, zines, plaköt, listaverkabækur og prentaðar hugleiðingar. Bókasafnið verður til sýnis á HönnunarMars í maí og frestur til að skila inn rennur út 28. apríl. 
12. apríl 2021

Viltu vera sýningarstaður á HönnunarMars í maí?

Ásmundarsalur - Hafnartorg - Norræna húsið - Gróska - Ásmundarsafn - Hönnunarsafn Íslands - Hafnarborg - Seltjarnarnes - Grandi - Miðbær eru meðal þeirra svæða sem verða iðandi af lífi dagana 19 - 23. maí sem sýningarsvæði á HönnunarMars í maí 2021 - viltu vera gestgjafi? Frestur til 16. apríl.
9. apríl 2021

Námskeið um uppbyggingu ferðamannastaða

Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands stendur fyrir námsstefnu um uppbyggingu ferðamannastaða en námskeiðið er í samstarfi við Miðstöð hönnunar og arkitektúrs. Námskeiðið er ætlað þeim sem koma að skipulagi, hönnun, framkvæmdum og umsjón ferðamannastaða. Það fer fram 20. apríl milli 10-15 og námsstefnustjóri er Anna María Bogadottir arkitekt.
8. apríl 2021

Hönnun­ar­sam­keppni fyrir brú yfir Fossvog

Hönnunarsamkeppni fyrir brú yfir Fossvog hefur nú verið auglýst á vef Ríkiskaupa, en brúin er hluti af fyrstu framkvæmdalotu Borgarlínunnar. Um framkvæmdasamkeppni er að ræða fyrir útlit og hönnun brúarinnar en hún verður einungis ætluð almenningssamgöngum, hjólandi og gangandi. Skilafrestur er til kl. 12:00 þann 21.maí.
7. apríl 2021

HLUTVERK - opið kall í sýningu Félags vöru- og iðnhönnuða á HönnunarMars í maí

Félag vöru- og iðnhönnuða kallar eftir hugmyndum í sýningu félagsins í Ásmundarsal á HönnunarMars í maí. Hlutverk fjallar um hvernig finna má hlutum sem hafa eða eru að missa hlutverk sitt í hversdagsleikanum nýtt hlutverk. Framlengdur frestur til 18. apríl.
31. mars 2021

LHÍ auglýsir eftir háskólakennara í fatahönnun og háskólakennara í hönnunardeild með áherslu á fræði

Listaháskóli Íslands auglýsir laus störf í skólanum. Annarsvegar er auglýst eftir háskólakennara í fatahönnun og hinsvegar háskólakennara í hönnunardeild skólans með áherslu á fræði. Umsóknarfrestur er til 28. mars.
25. mars 2021

Sjálfbær stefnumörkun - rafrænn fyrirlestur 25. mars

David Quass, Global director brand sustainability hjá Adidas heldur rafrænan fyrirlestur um sjálfbæra stefnumörkun hjá vörumerkjum. Fundurinn fer fram 25. mars milli kl. 9 - 10 og fundarstjóri er Helgi Rúnar Óskarsson, forstjóri 66°Norður.
22. mars 2021

Opnun á Hönnunarsafni Íslands - Einar Þorsteinn, fyrir ungt fólk á öllum aldri

Sunnudaginn 21. mars verður formlega tekið í notkun nýtt leik- og fræðsluborð tileinkað og innblásið af hugarheimi og verkum Einars Þorsteins Ásgeirsson, hönnuðar og stærðfræðings í Hönnunarsafni Íslands. Verkefnið er samstarf Hönnunarsafns Íslands við Jóhönnu Ásgeirsdóttur, myndlistarmann sem hefur sérhæft sig í miðlun stærðfræði með aðferðum lista og Hrein Bernharðsson, vöruhönnuð.
17. mars 2021

Dagur Eggertsson arkitekt með opinn fyrirlestur í LHÍ

Dagur Eggertsson arkitekt heldur opinn fyrirlestur í arkitektúrdeild og hönnunardeild miðvikudaginn 17. mars kl. 12:15 – 13:00 á Microsoft Teams. Dagur hóf nýlega störf sem gestaprófessor við arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands. Hann útskrifaðist frá Arkitektaskólanum í Osló árið 1992 og Tækniháskólanum í Helsingfors 1997. 
17. mars 2021

Taktu þátt að móta hið nýja evrópska Bauhaus

Norrænum arkitektum, hönnuðum, listamönnum, verkfræðingum, vísindamönnum, frumkvöðlum, námsmönnum og öllum öðrum áhugasömum er boðið að taka þátt í að móta norræna áherslur fyrir hið nýja evrópska Bauhaus, skapandi samstarf með það markmið að efla sjálfbærni, samstöðu, gæði og fagurfræði.
11. mars 2021

Erlendar hönnunarstofur auglýsa eftir íslenskum samstarfsaðilum í alþjóðlega hönnunarsamkeppni

Samkeppnin sem um ræðir er fyrir þróunaráætlun svæðisins umhverfis Keflavíkurflugvöll og er það fyrirtækið Kadeco sem heldur utan um samkeppnina, sem auglýst var á útboðsvef evrópska efnahagssvæðisins í janúar.
12. mars 2021

Lumar þú á hugmynd fyrir Torg í biðstöðu 2021?

Reykjavíkurborg óskar eftir áhugasömum einstaklingum eða hópum að taka þátt í verkefninu Torg í Biðstöðu. Í ár er þemað hvílustæðu þar sem markmiðið er að hanna og framkvæma tímabundin Hvílustæði (e. parklet). Frestur rennur úr 12. apríl.
11. mars 2021

Svipmyndir frá fyrstu úthlutun Hönnunarsjóðs 2021

Föstudaginn 5. mars fór fram fámenn en góðmenn úthlutun úr Hönnunarsjóði en um er að ræða fyrstu úthlutun ársins 2021. Búið er að opna fyrir umsóknir í seinni úthlutun ársins - frestur til 2. september. 
9. mars 2021

Kjarnasamfélag, umhverfisvænn plötuspilari, náttúruleg efni og lífrænir verðlaunapeningar meðal styrkþega Hönnunarsjóðs

Hönnunarsjóður úthlutaði þann 5. mars 20 styrkjum til ólíkra verkefna á sviði hönnunar og arkitektúrs og 13 ferðastyrkjum til 10 verkefna. Að þessu sinni voru 23,5 milljónum úthlutað en alls bárust 150 umsóknir um rúmar 255 milljónir.
8. mars 2021

Katrín Ólína Pétursdóttir nýr deildarforseti hönnunardeildar LHÍ

Hönnuðurinn Katrín Ólína Pétursdóttir hefur verið ráðin deildarforseti hönnunardeildar Listaháskóla Íslands en skólinn tilkynnti um ráðninguna í síðustu viku.  Katrín Ólína lauk meistaragráðu í iðnhönnun frá CREAPOLE - E.S.D.I (École Supérieure de Design Industrielle, París) og hefur víðtæka starfsreynslu þvert á greinar hönnunar. 
9. mars 2021

Lumar þú á mjúkri og hlýrri hugmynd? Stafrænt Ullarþon vorið 2021

Textílmiðstöð Íslands og Nýsköpunarmiðstöð Íslands halda Ullarþon dagana 25. - 29. mars. Verkefnið er styrkt af Framleiðnisjóði Landbúnaðarins. Um er að ræða nýsköpunarkeppni haldin á netinu til að ýta undir nýsköpun og vöruþróun, auka verðmæti ullarinnar og þá sérstaklega verðminnstu ullarflokkanna. 
1. mars 2021

Ýrúrarí með smiðju í skapandi fataviðgerðum í Hönnunarsafni Íslands

Textílhönnuðurinn og listakonan Ýr Jóhannsdóttir eða Ýrúrarí býður upp á opnar smiðjur í skapandi fataviðgerðum í Hönnunarsafni Íslands. Fyrsta smiðjan er um helgina.
26. febrúar 2021

Gagarín kemur að þremur nýjum sýningum í Noregi

Íslenska hönnunarstofan Gagarín, í samstarfi við danska fyrirtækið Kvorning og norska fyrirtækið Bright, sigraði nýverið alþjóðlega samkeppni um hönnun á þremur heimsminjasýningum UNESCO í Noregi. Gagarín hefur auk þess skilað tveimur nýjum hönnunarverkefnum inn í norskra sýningar að undanförnu, annars vegar Rockheim, rokksafnið í Þrándheimi og hinsvegar Klimahuset sem er sýning um loftslagsmál í Náttúruminjasafninu í Osló.
25. febrúar 2021

Opin vinnustofa hjá M/Studio

Nýsköpunarstofan M/Studio býður gestum og gangandi að hjálpa sér að móta nýjar göngugötur í miðborg Reykjavíkur á opinni vinnustofu helgina 26-28. febrúar. Allir velkomnir. 
24. febrúar 2021

Nýir starfsmenn í teymi HönnunarMars 

Þura Stína Kristleifsdóttir og Klara Rún Ragnarsdóttir hafa verið ráðnar tímabundið sem starfsmenn HönnunarMars sem fer fram 19.-23. maí 2021.
22. febrúar 2021

„Umhverfið og framtíðin kalla á meiri meðvitund í hönnun“

Í haust verður í fyrsta sinn á Íslandi hægt að sækja sér menntun á meistarastigi í arkitektúr á Íslandi í Listaháskóla Íslands. Hildigunnur Sverrisdóttir, arkitekt og deildarforseti hjá LHÍ, segir dýrmætt að geta stundað nám í arkitektúr á Íslandi og mun það efla fagið og stuðla að sterkari stétt hérlendis. Sjálfbærni verður miðlæg í náminu og byggist á þeim sérstöku aðstæðum sem við búum við.
17. febrúar 2021

Nýtt meistaranám í arkitektúr við Listaháskóla Íslands

Þetta verður í fyrsta sinn sem arkitektúr er kenndur á meistarastigi á Íslandi og því í fyrsta sinn sem nemendum í arkitektúr gefst kostur á að ljúka fullnaðarnámi í arkitektúr hérlendis. Meistaranám í arkitektúr við Listaháskóla Íslands er tveggja ára alþjóðlegt nám og hefst haustið 2021. Umsóknarfrestur til 7. apríl.
17. febrúar 2021

95 dagar í HönnunarMars

HönnunarMars í maí 2021 fer fram dagana 19-23. maí. Valnefnd hátíðarinnar hefur legið yfir umsóknum síðustu vikur og er dagskrá hátíðarinnar í ár byrjuð að taka á sig forvitnilega og fjölbreytilega mynd. 
12. febrúar 2021

Deiglumór, keramik úr íslenskum leir 1930-1979

Laugardaginn, 13. febrúar, opnar sýning í Hönnunarsafni Íslands þar sem þetta frjóa tímabil í leirlistarsögunni er rifjað upp. Á sýningunni eru valin verk frá verkstæðunum: Listvinahúsið, Leirbrennsla Benedikts Guðmundssonar, Funi, Laugarnesleir, Roði og Glit sem öll áttu þau það sameiginlegt að nota íslenskan leir, fram til um 1970.
11. febrúar 2021

Metfjöldi umsókna í fyrstu úthlutun Hönnunarsjóðs 2021

Umsóknarfresti í Hönnunarsjóð lauk á miðnætti um fyrstu úthlutun ársins 2021. Alls bárust 150 umsóknir, sem er langmesti fjöldi umsókna sem sjóðnum hefur borist í hefðbundnu umsóknarferli undanfarin ár. 
5. febrúar 2021

Á bakvið vöruna - Hildur Yeoman

Í þáttunum Á bakvið vöruna er skyggnst inn í heim íslenskra frumkvöðla og hönnuða sem starfrækja rekstur sinn í skapandi grósku Miðborgarinnar. Fatahönnuðurinn Hildur Yeoman lokar seríunni með sínum glitrandi og töfrandi heimi.
5. febrúar 2021

Sértilboð til aðildarfélaga Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs vorið 2021 hjá Endurmenntun HÍ 

Félagsmönnum aðildarfélaga Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs býðst 20% afsláttur á tvö námskeið úr dagskrá vormisseris hjá Endurmenntun.
4. febrúar 2021

Ljósaslóð og útilistaverk lýsa upp náttmyrkrið á Vetrarhátíð 2021

Vetrarhátíð 2021 hefst í dag og stendur til 7. febrúar næstkomandi. Áhersla verður lögð á ljóslistaverk utandyra og á útilistaverk í borgarlandinu. Reykjavíkurborg og Orka Náttúrunnar í samstarfi við Miðstöð hönnunar og arkitektúrs stóðu nýlega fyrir samkeppni um ljósverk og leika tvö þau hlutskörpustu lykilhlutverki í Ljósaslóð Vetrarhátíðar 2021.
4. febrúar 2021

Leirlistafélagið opnar 40 ára afmælisár með sýningunni Ljósker

Afmælisárið er metnaðarfullt og hlaðið áhugaverðum sýningum og viðburðum sem hefst á opnunarsýningu afmælisársins sem nefnist Ljósker í Hönnunarsafni Íslands yfir Vetrarhátíð í Garðabæ.
3. febrúar 2021

Þrjú íslensk verk tilnefnd til Mies van der Rohe verðlaunanna

Búið er að opinbera tilnefningar til  European Union Prize for Contemporary Architecture – Mies van der Rohe Award fyrir árið 2022. Drangar, Guðlaug og þjónustuhús við Hafnarhólma á Borgarfirði eystra er þau íslensku verk sem eru tilnefnd. 
3. febrúar 2021

Valdís Steinarsdóttir vinnur gullverðlaun á International Design Awards

Hönnuðurinn Valdís Steinarsdóttir vinnur gullverðlaun í flokknum Design for Society-Design for Sustainability á International Design Awards fyrir verkefnið Bioplastic Skin. 
2. febrúar 2021

Hönnunarsjóður - umsóknarfrestur rennur út 4. febrúar

Opið er fyrir umsóknir í Hönnunarsjóð en um almenna- og ferðastyrki er að ræða. Umsóknarfrestur er til miðnættis 4. febrúar og fer úthlutun fram þann 4. mars.
2. febrúar 2021
Hönnunarsjóður veitir styrki til margvíslegra verkefna.

Hönnunarverðlaun Íslands 2020 - útsending í heild sinni

Í fyrsta sinn fóru Hönnunarverðlaun Íslands 2020 fram með stafrænum hætti þann 29. janúar síðastliðinn og send út í samstarfi við Vísi.is. Hér er hægt að horfa á útsendinguna í heild sinni.
30. janúar 2021

Studio Granda hlýtur Hönnunarverðlaun Íslands 2020 fyrir verkefnið Dranga

Hönnunarverðlaun Íslands 2020 voru afhent með rafrænum hætti í dag, 29. janúar. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra afhenti arkitektunum Margréti Harðardóttir og Steve Christer frá Studio Granda Hönnunarverðlaun Íslands 2020 fyrir verkefnið Drangar.
29. janúar 2021

Heiðursverðlaunahafi Hönnunarverðlauna Íslands 2020 er Kristín Þorkelsdóttir, grafískur hönnuður

Hönnunarverðlaun Íslands 2020 voru afhent með rafrænum hætti þann 29. janúar. Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra veitti Kristínu Þorkelsdóttur, grafískum hönnuði, Heiðursverðlaun Hönnunarverðlauna Íslands árið 2020.
29. janúar 2021

66°Norður hlýtur viðurkenningu fyrir bestu fjárfestingu í hönnun á Hönnunarverðlaunum Íslands 2020

Hönnunarverðlaun Íslands 2020 voru afhent með rafrænum hætti þann 29. Janúar. Hönnunarfyrirtækið 66°Norður hlaut viðurkenningu fyrir bestu fjárfestingu í hönnun á Hönnunarverðlaununum 2020 og var það Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins sem veitti eigendum 66°Norður, Bjarneyju Harðardóttur og Helga Rúnari Óskarssyni ásamt hönnunarteymi fyrirtækisins viðurkenninguna.
29. janúar 2021
Það er nærtækt að hugsa um hönnun þegar kemur að mannvirkjagerð en hönnun er líka nýsköpun og aðferð til að ná fram breytingum í þágu lífsgæða, umhverfis og atvinnulífs. Jóhanna Harpa Árnadóttir, verkefnisstjóri samfélagsábyrgðar — Stefnumótun og sjálfbærni hjá Landsvirkjun skrifar um mikilvægi hönnunar í ýmsu samhengi.
28. janúar 2021

Bianca Carague með opinn fyrirlestur við hönnunardeild LHÍ

Bianca Carague heldur opinn fyrirlestur við hönnunardeild Listaháskóla Íslands miðvikudaginn 27. janúar klukkan 14:00 á Microsoft Teams. Carague er hönnuður og rannsakandi sem skoðar samtímamenningu útfrá fjölbreyttum og óvæntum sjónarhornum.
25. janúar 2021

Forval vegna hugmyndasamkeppni um skipulag og hönnun Langasandssvæðis

Akraneskaupstaður auglýsir eftir þátttakendum í forval fyrir hugmyndasamkeppni um skipulag og hönnun Langasandssvæðis og nærumhverfis. Samkeppnin er haldin í samstarfi við Félag íslenskra landslagsarkitekta, FÍLA.
25. janúar 2021

Leikskóli í Urriðaholti - hönnunarsamkeppni

Garðabær efnir til framkvæmdasamkeppni í samstarfi við Arkitektafélag Íslands um tillögu að 6 deilda leikskóla við Holtsveg í Urriðaholti.
25. janúar 2021

Hönnunarverðlaun Íslands 2020 í streymi 29. janúar

Hönnunarverðlaun Íslands 2020 fara fram þann 29. janúar næstkomandi og verður afhendingunni streymt kl. 11 þann dag. Hvaða framúrskarandi verk og verkefni á sviði hönnunar og arkiktektúrs stóðu upp úr á árinu 2020? Hver hlýtur Heiðursverðlaun Hönnunarverðlauna Íslands 2020 og hvaða fyrirtæki/stofnun hlýtur viðurkenningu fyrir bestu fjárfestingu í hönnun?
22. janúar 2021
Hönnunarverðlaun Íslands varpa ljósi á mikilvægi og gæðum íslenskrar hönnunar og arkitektúrs, enda er vægi hönnunar í menningu, samfélagi og viðskiptalífi alltaf að aukast.

Vinnustofudvöl Ýrúrarí opnar í dag í Hönnunarsafni Íslands

Ýr Jóhannsdóttir textílhönnuður hefur komið sér fyrir í vinnustofu Hönnunarsafns Íslands og opnar í dag, 22. janúar milli 12-17. Þar mun hún vinna framhald af verkefninu Peysa með öllu, sem er tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands 2020. Ýr starfar undir nafninu Ýrúrarí og eru verk hennar að mestu unnin í prjóni og í þeim mætast húmor, handverk og hreyfing.
22. janúar 2021

Flotmeðferð eftir Flothettu tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands 2020

Þriðja og jafnframt síðasta tilnefningin til Hönnunarverðlauna Íslands árið 2020 er Flotmeðferð eftir Flothettu. Verðlaunin verða afhent með rafrænum hætti þann 29. janúar kl. 11.
21. janúar 2021

Drangar eftir Studio Granda tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands 2020

Önnur tilnefningin til Hönnunarverðlauna Íslands 2020 hefur litið dagsins ljós - Drangar eftir Studio Granda. Næstu daga munum við svipta hulunni af tilnefningum ársins 2020 en verðlaunin verða afhent með rafrænum hætti þann 29. janúar kl. 11.
20. janúar 2021

Peysa með öllu eftir Ýrúrarí tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands 2020

Fyrsta tilnefningin til Hönnunarverðlauna Íslands 2020 hefur litið dagsins ljós - verkefnið Peysa með öllu eftir textílhönnuðinn Ýr Jóhannsdóttur eða Ýrúrarí. 
19. janúar 2021

Hönnuðir ÞYKJÓ verða staðarlistamenn í Kópavogi árið 2021

Lista- og menningarráð Kópavogs hefur nú lokið úthlutun úr lista- og menningarsjóði bæjarins en markmið hans er að stuðla að eflingu menningar- og listalífs í Kópavogi. Hæsta framlagið hljóta hönnunarverkefnið ÞYKJÓ og listamannarýmið Midpunkt en tilkynnt var um úthlutanir við athöfn í Gerðarsafni fyrir helgi.
18. janúar 2021

Þrjú teymi valin til að hanna göngugötur fyrir Reykjavíkuborg

Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar hefur valið þrjú þverfagleg og skapandi teymi til að taka þátt í mótun göngugötuhluta Laugavegar, Vegamótastígs og Skólavörðustígs með þarfir notenda og rekstraraðila í fyrirrúmi. Teymin munu hanna götuna í samvinnu við samræmingarhönnuð verkefnisins9 skref, DLD – Dagný Land Design ásamt því sem M/studio heldur utan um hönnunarspretti og samráð við hagsmunaaðila göngugatnanna.
16. janúar 2021

Opnað fyrir innsendingar í FÍT keppnina í tuttugasta skipti

Opnað hefur verið fyrir innsendingar í FÍT keppnina og er tekið við innsendingum til 15. febrúar. Verðlaunahátíð FÍT verður haldin í tuttugasta skipti 18. maí og eru vonir bundnar við að geta haldið veglega hátíð þar sem verðlaunuðum og viðurkenndum verkum er fagnað.
15. janúar 2021

Á bakvið vöruna - Steinunn Sigurðardóttir

Í þáttunum Á bakvið vöruna er skyggnst inn í heim íslenskra frumkvöðla og hönnuða sem starfrækja rekstur sinn í skapandi grósku Miðborgarinnar. Fimmta myndbandið í röðinni er helgað Steinunni Sigurðardóttir, sem er án efa áhrifamesti fatahönnuður Íslands. Steinunn ruddi veginn fyrir komandi kynslóðum með alþjóðlegri sýn og handbragði.
15. janúar 2021

„Ég skil ekki þessa áráttu að kollvarpa því sem menn hafa gert hér á undan okkur“

Manfreð Vilhjálmsson arkitekt hlaut, fyrstur manna, heiðursverðlaun Hönnunarverðlauna Íslands árið 2019. Hér má lesa viðtal við Manfreð sem birtist af því tilefni í tíunda tölublaði tímaritsins HA en hann hefur markað djúp spor í sögu arkitektúrs á Íslandi og spannar einstakur starfsferill hans yfir 60 ár.
14. janúar 2021

Tvö hönnunarverkefni hljóta samfélagstyrki Landsbankans

Landsbankinn úthlutaði á dögunum samfélagsstyrki til 34 verkefna. Þar á lista er að finna tvö hönnunartengd verkefni frá Studíó Fléttu og Kristín Sigurðardóttir og Emilíu Borgþórsdóttur. 
11. janúar 2021

Sumarhús á Þingvöllum frá KRADS arkitektum á forsíðu Bo Bedre

Í janúar útgáfu danska hönnunartímaritsins BoBedre prýðir nýtt verkefni eftir KRADS arkitekta forsíðu blaðsins. Um er að ræða sumarhús við Þingvallavatn og hefur byggingin og aðlögun hennar að landslagi þessa fallega staðar þegar vakið töluverða athygli í erlendum fjölmiðlum. Húsið er byggt fyrir tónlistarfólkið Tinu Dickow og Helga Hrafn Jónsson.
8. janúar 2021

10 hönnuðir hljóta starfslaun listamanna árið 2021

Úthlutunarnefndir Launasjóðs listamanna hafa lokið störfum vegna úthlutunar listamannalauna árið 2021. 10 hönnuðir hljóta starfslaun þetta árið og skipta með sér 75 mánuðum. 
7. janúar 2021

Opið er fyrir umsóknir í Hönnunarsjóð - frestur til 4. febrúar

Opið er fyrir umsóknir í Hönnunarsjóð en um er ræða almenna- og ferðastyrki. Umsóknarfrestur er til 4. febrúar og fer úthlutun fram þann 4. mars.
7. janúar 2021

Pétur H. Ármannsson, arkitekt sæmdur heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu

Pétur H. Ármannsson arkitekt, var þann 1. janúar síðastliðinn sæmdur, af forseta Íslands, heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu. Pétur hlaut ridd­ara­kross fyr­ir rann­sókn­ir á sögu bygg­ing­ar­list­ar á Íslandi og miðlun þekk­ing­ar á því sviði.
4. janúar 2021

Um nánd, arkitektúr og skipulag

Borghildur Sölvey Sturludóttir arkitekt skrifar hér aðsenda grein og segir að ýmislegt sem séu forréttindi ættu að vera mannréttindi.
4. janúar 2021

Árið 2020 í hönnun og arkitektúr 

Hið herrans ár 2020 verður lengi í minnum haft. Árið var lærdómsríkt, kenndi okkur að hugsa í lausnum, leita nýrra leiða og sýndi hvað skiptir raunverulega máli. Hér lítum við yfir árið í starfssemi Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs - hvað bar hæst á þessu fordæmalausa ári? 
21. desember 2020

Hátíðarkveðjur frá Miðstöð hönnunar og arkitektúrs

Gleðileg jól og farsælt komandi ár frá starfsfólki og stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs 
22. desember 2020

Ljósverkið Andi og efnisbönd vinnur fyrstu verðlaun á Vetrarhátíð 2021

Reykjavíkurborg og Orka Náttúrunnar í samstarfi við Miðstöð hönnunar og arkitektúrs stóðu fyrir samkeppni um þrjú ljósverk sem til stendur að sýna á Vetrarhátíð 2021. Niðurstaðan liggur fyrir en verkin Andi og efnisbönd, The Living forest og Interference urðu hlutskörpust
21. desember 2020

Á bakvið við vöruna - Marko Svart

Í þáttunum Á bakvið vöruna er skyggnst inn í heim íslenskra frumkvöðla og hönnuða sem starfrækja rekstur sinn í skapandi grósku Miðborgarinnar. Í þriðja myndbandi seríunnar er talað við Marko Svart, sem rekur fatamerki og verslun Svartbysvart á Týsgötu.
19. desember 2020

Hönnunarteymið B&A&R&J valið úr hópi umsækjenda til að hanna hönnunarkerfi fyrir Íslandsstofu

Íslandsstofa auglýsti, í samstarfi við Miðstöð hönnunar og arkitektúrs, eftir að hönnuði eða hönnunarteymi til að leiða vinnu við gerð hönnunarkerfis fyrir samræmt útlit sýningarbása á vegum Íslandsstofu. Alls bárust 10 sterkar umsóknir um verkefnið og eftir valferli var ákveðið að bjóða hönnunarteyminu B&A&R&J verkefnið.
18. desember 2020

Gagarín hlaut silfurverðlaun í ADC*E Awards og þrjú íslensk verk tilnefnd til verðlauna.

Gagarín hlaut silfurverðlaun í ADC*E Awards og þrjú íslensk verk tilnefnd til verðlauna.
17. desember 2020

Basalt arkitektar hljóta fyrstu verðlaun í samkeppni um nýjan miðborgarleikskóla og fjölskyldumiðstöð

Fyrstu verðlaun hlutu Basalt arkitektar og Landslag fyrir tillögu þar sem byggingarform er fágað og látlaust með ávölum hornum og umlukið málmmöskva, sem skapar áhugavert spil skugga, sjónrænnar dýptar, lokunar og gagnsæis
17. desember 2020

Hanna Dís Whitehead hannar skreytingar jólatrés Heiðmerkurjólamarkaðarins í ár

Hönnuðurinn Hanna Dís Whitehead var fengin til að hanna skreytingar á jólatré jólamarkaðarins í Heiðmörk í ár og var nýtingarstefna í fyrirrúmi í hönnun skrautsins. Vörur Hönnu Dísar má meðal annars nálgast í Kiosk Granda.
17. desember 2020

Leggur sitt af mörkum til að skapa vistvænt ferli með nýrri fatalínu

Sigrún Halla Unnarsdóttir fatahönnuður og jógakennari, frumsýnir nýja fatalínu undir merkinu AD sem vinnur með nýja íslenska lambsullarbandið þróað af VARMA og Ístex. Merkið er nú fáanlegt í nýrri pop up verslun VARMA á Skólavörðustíg fyrir jólin.
16. desember 2020

Pappír á pappír frá Reykjavík Letterpress

Reykjavík Letterpress fagnar 10 ára afmæli sínu með nýrri vörulínu sem nefnist Pappír á pappír og endurspeglar þá staðreynd að grafísku hönnuðirnir og eigendur Letterpress, Ólöf Birna Garðardóttir og Birna Einarsdóttir lifa og hrærast í pappír alla daga.
15. desember 2020

Tilraunaeldhús og leyniklúbbur Lady Brewery

Lady Brewery hefur sett í gang söfnun á Karolina fund. Markmiðið er að setja upp tilraunaeldhús þar sem gerðar verða tilraunir með bjórgerð og íslenska náttúru. Lady Brewery gerði meðal annars sérstakan bjór fyrir HönnunarMars 2019, Er þetta hönnun? og hlutu annað sætið í Grapevine Hönnunarverðlaununum fyrir vöru ársins 2019.
14. desember 2020

Sex vikur frá hugmynd að opnun verslunarinnar Mikado

Mikado er ný hönnunarverslun og sköpunarhús að Hverfisgötu 50 í Reykjavík undir áhrifum frá Íslandi, Japan og Skandinavíu. Eigendur eru grafísku hönnuðirnir Aron Freyr Heimisson og Einar Guðmundsson.
12. desember 2020

Á bakvið við vöruna - Gunnar Hilmarsson hjá Kormáki&Skildi

Í þáttunum Á bakvið vöruna er skyggnst inn í heim íslenskra frumkvöðla og hönnuða sem starfrækja rekstur sinn í skapandi grósku Miðborgarinnar. Hér er í öðru myndbandi seríunnar er talað við Gunnar Hilmarsson, fatahönnuð hjá Kormáki og Skildi.
11. desember 2020

Hvar kaupum við íslenska hönnun?

Hér á heimasíðu Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs má sjá yfirlit yfir verslanir sem selja íslenska hönnunarvöru, bæði búðir sem selja vörur frá ólíkum hönnuðum og netverslanir. Sömuleiðis má finna beina linka á verslanir hönnuða og heimasíður sem selja vörur.
10. desember 2020

Hönnuðurinn Sigurður Oddsson gerir jólaóróann 2020 fyrir Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra

Sigurður Oddssson, grafískur hönnuður og listrænn stjórnandi, hannaði jólaóróa Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra árið 2020 en það er Bjúgnakrækir.
8. desember 2020

Jólakettir úr notuðum barnafötum frá Fléttu fyrir Rammagerðina

Rammagerðin fékk vöruhönnuðina Birtu Rós Brynjólfsdóttur og Hrefnu Sigurðardóttur til liðs við sig til að hanna jólakött ársins 2020, sem í framhaldi verður árlegur viðburður og nýir íslenskir hönnuðir valdir til að túlka þennan fræga kött.
5. desember 2020

Ný herferð og heimasíða frá Fatahönnunarfélagi Íslands - Íslensk flík

Íslensk flík er vitundarvakning Fatahönnunarfélags Íslands sem miðar að því að kynna íslenska fatahönnun og vekja athygli á því framúrskarandi hugviti og þeim fjölbreyttu vörum sem íslensk fatahönnunarfyrirtæki bjóða upp á ásamt þeim möguleikum sem felast í greininni. Nú hefur nýherferð og ný heimasíða litið dagsins ljós.
4. desember 2020

Skyggnast inn í heim hönnuða í örmyndbandaseríunni Á bakvið vöruna

Markmiðið er að auka sýnileika hönnunar og draga fram raunhæfa mynd af einstaklingunum sem þar standa á bak við og hvernig vörur þeirra verða til - allt frá hugmynd, yfir að söluvænni vöru í verslun. Að verkefninu standa þau Ási Már og Erna Hreins hjá Blóð stúdíó, nýrri hönnunar- og markaðsstofu.
4. desember 2020

Studio 2020 - Melur Mathús

Kostir melgresis snerta öll stærstu mál nútímans eins og kemur fram hjá hönnuðunum á bakvið Mel mathús í Studio 2020 á HönnunarMars í júní. Studio 2020 er tilraunavettvangur með það að markmiði að veita innsýn í hugskot hönnuða, viðfangsefni og hugmyndir um framtíðina.
3. desember 2020

Þorsteinn Gunnarsson arkitekt hlýtur viðurkenningu Minjastofnunar 2020

Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra veitti Þorsteini Gunnarssyni, arkitekt, árlega viðurkenningu Minjastofnunar Íslands fyrir mikilvægt framlag á sviði minjaverndar á dögunum.
2. desember 2020

Íslenskir fatahönnuðir teikna sokka fyrir Íslands­deild Amnesty Internati­onal

Íslands­deild Amnesty Internati­onal selur sokka eftir íslenska hönnuði til styrktar mann­rétt­ind­a­starfsins. Í ár voru fata­hönn­uðirnir Anita Hirlekar, Aldís Rún og Bergur Guðnason  fengnir til að teikna sokka.
1. desember 2020

Hátt á annað hundrað umsóknir bárust fyrir HönnunarMars í maí 2021

Við þökkum kærlega okkar öfluga hönnunarsamfélagi fyrir að bregðast hratt við umsóknarfresti fyrir HönnunarMars í maí 2021 sem lauk á miðnætti í gær. Hátt á annað hundrað umsóknir bárust og því ærið verkefni fyrir höndum hjá valnefnd HönnunarMars.
1. desember 2020

Hátíðarhandbók Kiosk Granda 2020 komin út

Hátíðarhandbók Kiosk Granda 2020 er komin út en þar má finna glæsilegar gjafahugmyndir frá íslensku hönnuðum og fatamerkjum Magneu Einarsdóttur, Anitu Hirlekar, Hlín Reykdal, Eygló Lárusdóttur og Bahns.
30. nóvember 2020

Studio 2020 - Digital Sigga

Hönnun í hinum rafræna heimi með hönnuðinum Sigríði Birnu Matthíasdóttur, Digital Siggu, í Studio 2020 á HönnunarMars í júní. Studio 2020 er tilraunavettvangur með það að markmiði að veita innsýn í hugskot hönnuða, viðfangsefni og hugmyndir um framtíðina.
28. nóvember 2020

Brandenburg valið úr hópi umsækjenda í hönnun og þróun einkennis Fyrirmyndaráfangastaða

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og umhverfis- og auðlindaráðuneytið í samstarfi við Miðstöð hönnunar og arkitektúrs auglýstu á dögunum eftir hönnuði eða hönnunarteymi til að vinna að hönnun og þróun einkennis og kynningarefnis fyrir nýtt kerfi áfangastaðastjórnunar, sem ber vinnuheitið Fyrirmyndaráfangastaðir í ferðaþjónustu. Alls bárust 13 umsóknir um að taka verkefnið að sér en að lokum var það niðurstaða valnefndar að bjóða auglýsingastofunni Brandenburg verkefnið.
27. nóvember 2020

Misbrigði, tískusýning fatahönnunarnema á 2 ári við LHÍ opnar í dag í gluggun verslana Rauða Krossins

Misbrigði, tískusýning fatahönnunarnema á 2. ári við Listaháskóla Íslands, er árlegt samstarfsverkefni Listaháskóla Íslands og Fatasöfnunar Rauða Kross Íslands og hefur alla jafna verið sýnt í formi hefðbundinnar tískusýningar. Í ár verða Misbrigði sýnd með gluggaútstillingu í Rauða Kross verslununum landsins.
27. nóvember 2020

Studio 2020 - Flétta

Fjársjóðsleit með vöruhönnuðunum Birtu Rós Brynjólfsdóttur og Hrefnu Sigurðardóttur frá Fléttu í Studio 2020 á HönnunarMars í júní. Studio 2020 er tilraunavettvangur með það að markmiði að veita innsýn í hugskot hönnuða, viðfangsefni og hugmyndir um framtíðina.
26. nóvember 2020

Hanna vörur í anda Ásmundar Sveinssonar

Fimm vöruhönnuðir hafa undirritað samstarfssaminga við Listasafn Reykjavíkur um hönnun á vörum til sölu í safnverslun Ásmundarsafns í anda Ásmundar Sveinssonar myndhöggvara. 
25. nóvember 2020

Studio 2020 - Mannyrkjustöð Reykjavíkur

Ræktum okkar innri plöntu með Mannyrkjustöð Reykjavíkur í Studio 2020 á HönnunarMars í júní. Studio 2020 er tilraunavettvangur með það að markmiði að veita innsýn í hugskot hönnuða, viðfangsefni og hugmyndir um framtíðina.
22. nóvember 2020

Studio 2020 - Valdís Steinarsdóttir

Hönnuðurinn Valdís Steinarsdóttir gaf smá innsýn inn í hennar hugarheim og hönnun í Studio 2020 á HönnunarMars í júní. Studio 2020 er tilraunavettvangur með það að markmiði að veita innsýn í hugskot hönnuða, viðfangsefni og hugmyndir um framtíðina. Hér er hægt að sjá viðtalið.
20. nóvember 2020

Íslandsstofa leitar að hönnuðum til að þróa hönnunarkerfi fyrir sýningarbása

Íslandsstofa, í samstarfi við Miðstöð hönnunar og arkitektúrs, leitar að hönnuði eða hönnunarteymi til að leiða vinnu við gerð hönnunarkerfis fyrir samræmt útlit sýningarbása á vegum Íslandsstofu. 
19. nóvember 2020

Leiðtogi í Skapandi hugsun - sérskjör á námskeið Akademias

Akademias, í samstarfi við Miðstöð hönnunar og arkitektúrs, býður upp á námskeiðið Leiðtogi í Skapandi hugsun (hönnunarhugsun). Námskeiðið er samstarfsverkefni fjölda sérfræðinga og fyrirtækja sem vilja efla hugmyndavinnu og skapandi hugsun hjá hinu opinbera, í íslensku atvinnulífi og þriðja geiranum. Sérkjör til 30. nóvember.
20. nóvember 2020

FÓLK og Tinna Gunnarsdóttir hefja hönnunarsamstarf

Tinna Gunnarsdóttir vöruhönnuður og prófessor við Hönnunardeild Listaháskóla Íslands og hönnunarmerkið FÓLK Reykjavík hafa gert með sér samstarfsamning um útgáfu hönnunar Tinnu alþjóðlega.
18. nóvember 2020

VARMA opnar verslun í samstarfi við hönnuði á Skólavörðustíg

Íslenska framleiðslufyrirtækið VARMA opnar verslun á Skólavörðustíg 4a  með vörum frá hönnuðum sem eiga það sameiginlegt að framleiða vörur sínar í verksmiðju VARMA en það eru vörumerkin MAGNEA og nýja línan hennar Made in Reykjavík, Vík Prjónsdóttir, AD, Margrethe Odgaard fyrir Epal og Hullupullur. 
17. nóvember 2020

Bók Péturs H. Ármannsonar um Guðjón Samúelsson, húsameistara er komin út

Í bókinni, Guðjón Samúelson, húsameistari, skoðar höfundurinn, Pétur H. Ármannsson, arkitekt, verk og hugmyndir Guðjóns út frá sérstöðu hans sem háskólamenntaðs arkitekts sem var mótaður af straumum og stefnum í norrænni og evrópskri byggingarlist á fyrstu áratugum 20. aldar.
16. nóvember 2020

The Nordic Report 03 - víðtæk samantekt um sjálfbæra neyslu og framleiðslu á Norðurlöndum

SUSTAINORDIC, samnorrænn vettvangur sem beinir sjónum að sjálfbærri neyslu og framleiðslu á Norðurlöndunum fagnar útgáfu skýrslunnar The Nordic Report 03 sem varpar ljósi á framúrskarandi norræn dæmi um sjálfbæra framleiðslu og neyslu og hvetur um leið til alþjóðlegrar þróunar á þessu sviði.
13. nóvember 2020

Björn Steinar Blumenstein í umfjöllun CNN

Vöruhönnuðurinn Björn Steinar Blumenstein og verkefni hans Catch of the day er til umfjöllunar hjá fréttavef CNN sem tekur saman áhugaverð dæmi um nýtingu matarafganga til framleiðslu áfengis frá öllum heimshornum.
12. nóvember 2020

Samkeppni um ljósverk fyrir Vetrarhátíð 2021

Reykjavíkurborg og Orka Náttúrunnar í samstarfi við Miðstöð hönnunar og arkitektúrs standa fyrir samkeppni um þrjú ljósverk á Vetrarhátíð 2021. Verkin sem verða valin verða sýnd á Vetrarhátíð 2021 dagana 4.-7. febrúar.
12. nóvember 2020

Leitað að hönnuðum til að þróa einkenni fyrir nýtt kerfi áfangastaðastjórnunar

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og umhverfis- og auðlindaráðuneytiðí samstarfi við Miðstöð hönnunar og arkitektúrs leita að hönnuði eða hönnunarteymi til að vinna að hönnun og þróun einkennis og kynningarefnis fyrir nýtt kerfi áfangastaðastjórnunar, sem ber vinnuheitið Fyrirmyndaráfangastaðir í ferðaþjónustu
9. nóvember 2020
Miðstöð hönnunar og arkitektúrs vinnur að því að efla og auka samstarf milli hönnuða&arkitekta og fyrirtækja, stofnana og stjórnvalda. Miðstöðin sinnir ráðgjöf og greiðir leiðir þeirra sem eru að leita að samstarfsaðilum á sviði hönnunar og arkitektúrs ýmist með samkeppnum eða í gegn um valferli án tillagna.

„Við gerum okkur grein fyrir að það er töluverð óvissa“

HönnunarMars 2021 fer fram dagana 19-23 maí en búið er að opna fyrir umsóknir á hátíðina. Þórey Einarsdóttir, stjórnandi hátíðarinnar var í viðtali við Morgunútvarp Rásar 2.
3. nóvember 2020

Af ást til fagmennskunnar

Aðsend grein um hlutdeildarlánin frá Borghildi Sölvey Sturludóttur, arkitekt sem segir frumvarpið laust við alla fagmennsku.
4. nóvember 2020

Ríkisstjórnin samþykkir viðspyrnustyrki

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi fyrir helgi að grípa til frekari efnahagsaðgerða vegna kórónuveirufaraldursins. Er þar annars vegar um að ræða tillögur að útvíkkun tekjufallsstyrkja og hins vegar nýtt úrræði, viðspyrnustyrki, sem ætlað er að styðja við rekstur fyrirtækja á komandi mánuðum. 
3. nóvember 2020

Taktu þátt í HönnunarMars í maí - opnað hefur verið fyrir umsóknir

Opnað hefur verið fyrir umsóknir á HönnunarMars í maí og stendur umsóknarfrestur til 30. nóvember næstkomandi. Hafa ber í huga að ekki er ætlast til að umsóknir séu fullkláraðar innan þessa tímaramma og verður umsækjendum gefið rými til breytinga og bætinga á umsóknum sínum.
2. nóvember 2020

Dómnefndarfulltrúar FÍT í Art Directors Club Europe (ADC*E) verðlaununum

Verðlaun Art Directors Club Europe (ADC*E) verða veitt í 30. sinn í Barcelona um miðjan desember en hátíðin fer að öllu leiti rafrænt í ár. Atli Þór Árnason, Dóri Andrésson og Erla María Árnadóttir eru dómnefndarfulltrúar FÍT í ár en þau eru samanlagt með margra áratuga reynslu af faginu. Úrslit vera kunngjörð 17. desember. 
2. nóvember 2020

Festa opnar fyrir umsóknir að Aðildi - fyrir nýsköpunar - og hönnunarfyrirtæki

Festa hef­ur sett á stofn Að­ildi – fellows­hip pró­gram sem fel­ur í sér að­ild að Festu í eitt ár fyr­ir 10 sprota eða nýsköpunarfyrirtæki, hönnunarfyrirtæki eða aðila sem starfa með heimsmarkmið sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi og leggja áherslu á samfélagsþróun, umhverfismál og sjálfbærni. 
2. nóvember 2020

Ný fatalína Anítu Hirlekar hönnuð og framleidd á Íslandi

Vetrarlína fatahönnuðarins Anítu Hirlekar er nú fáanleg en hún einkennist af sterkum litasamsetningum, hand-bróderuðum flíkum og kvenlegum kjólum skreyttum blómamunstrum. Allt hönnunarferlið sem og framleiðslan sjálf, fór fram á Íslandi.
30. október 2020

Hönnunarverðlaun Íslands 2020 fara fram í janúar

Afhending Hönnunarverðlauna, og málþing tengt þeim, átti að fara fram þann 5. nóvember næstkomandi. Í ljósi aðstæðna í samfélaginu hefur verið tekin ákvörðun um fresta verðlaununum og freista þess að hægt verði að halda raunverulegan viðburð þegar fram líða stundir.
30. október 2020

HönnunarMars 2021 fer fram í maí

Mars færist fram í maí 2021! Stærsta hönnunarhátíð landsins HönnunarMars fer fram dagana 19-23. maí 2021.
29. október 2020

Reglugerð um hlutdeildarlán og umsögn Arkitektafélags Íslands

Arkitektafélag Íslands gerir alvarlegar athugasemdir við drög að reglugerð um hlutdeilarlán.
28. október 2020

„Að hanna kerfi sem sinnir mjög ólíkum þörfum“ 

Teymið Kolofon&co var fyrr i haust valið til að hanna merkingar og merkingakerfi fyrir ferðamannastaði og friðlýst svæði. Vinnan er nú í fullum gangi og að mörgu að huga í svona stóru verkefni. Hér má fá smá innsýn inn í vinnuna bakvið tjöldin frá Gerði Jónsdóttur og Herði Lárussyni, verkefnastjórum verkefnisins.
28. október 2020

Hefur þú skráð þig í gagnvirkt kerfi Reykjavíkurborgar?

Reykjavíkurborg hvetur arkitektastofur, einyrkja sem og stærri stofur, til að skrá sig inn í gagnvirkt innkaupakerfi borgarinnar.
29. október 2020

Reykjavíkurborg auglýsir eftir hönnunarteymum til að móta göngugötur

Vilt þú móta göngugötur? Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar auglýsir eftir þverfaglegum og skapandi teymum til að taka þátt í mótun göngugötuhluta Laugavegar, Vegamótastígs og Skólavörðustígs með þarfir notenda og rekstraraðila í fyrirrúmi. Umsóknarfrestur til 11. nóvember
28. október 2020

Skýrsla HönnunarMars 2020 er komin út

Skýrsla HönnunarMars 2020 er komin út og má lesa hér. Þar er finna allskonar fróðleik sem tengist undirbúningi hátíðarinnar og framkvæmdinni, en óhætt er að segja að ýmislegt hafi gengið á í aðdraganda þessarar stærstu hönnunarhátíðar landsins sem fór fram í tólfta sinn á þessu ári.
21. október 2020

HönnunarMars tekur þátt í Dutch Design Week með Studio 2020

HönnunarMars opnar dyrnar að Studio 2020, 3D herbergi á Dutch Design Week, sem fer einungis fram rafrænt í ár.  Þátttaka hátíðarinnar er partur af rafrænni samsýninguWorld Design WeeksUnited
20. október 2020

Búið er að opna fyrir umsóknir í Hönnunarsjóð

Búið er að opna fyrir umsóknir í Hönnunarsjóð en um er að almenna- og ferðastyrki. Umsóknarfrestur er til 4. febrúar 2021 og fer úthlutun fram þann 4. mars.
20. október 2020

Magnea kynnir línuna Made in Reykjavik

Fatahönnuðurinn Magnea Einarsdóttir sem hannar undir merkinu MAGNEA frumsýnir nýja línu í dag kl. 12 sem ber heitir Made in Reykjavík. Hún samanstendur af yfirhöfnum úr ull og er öll framleidd á höfuðborgarsvæðinu.
16. október 2020

Tekjufallsstyrkir samþykktir í ríkisstjórn

Ríkisstjórnin samþykkti í dag að leggja fyrir Alþingi frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um tekjufallsstyrki vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Frumvarpinu er ætlað að aðstoða einyrkja og litla rekstraraðila sem hafa orðið fyrir verulegum tekjumissi og er liður í aðgerðum ríkisstjórnarinnar til að draga úr tjóni vegna faraldursins og leggja grunn fyrir öfluga viðspyrnu í kjölfar hans.
16. október 2020

Harpa óskar eftir áhugasömum rekstraraðilum og hugmyndum einstaklinga að spennandi nýjungum

Harpa fagnar 10 ára afmæli á næsta ári. Af því tilefni er vilji til að slá nýjan og ferskan tón. Markmiðið er að nýtt skipulag veitingastaða, verslana og annarrar þjónustu endurspegli sérstöðu Hörpu, í takti við breytt landslag og nánasta umhverfi í miðborg Reykjavíkur.
16. október 2020

Íslenskt gler, snjallhringur og stafrænt strokhljóðfæri meðal styrkþega úr Hönnunarsjóði

Hönnunarsjóður úthlutar  í dag, 15. október, 18 styrkjum til ólíkra verkefna á vegum hönnunar og arkitektúrs. Að þessu sinni voru 17 milljónum úthlutað en alls bárust 122 umsóknir um 230 milljónir.
15. október 2020

Fjöregg vinningstillaga í samkeppni um útsýnisstað á Súgandisey við Stykkishólm

Útsýnisskúlptúrinn Fjöregg er vinningstillaga í samkeppni um útsýnisstað á Súgandisey við Stykkishólm en tillagan er unnin af Glámu-Kím og Landslagi í samstarfi við Ólöfu Nordal og Gunnar Karlsson. Tillagan er óhefðbundin útsýnisstaður sem ber heitið Fjöregg.
14. október 2020

Loftslagsviðurkenning Reykjavíkurborgar og Festu - óskað eftir tilnefningum

Óskað er eftir tilnefningum um fyrirtæki, félagasamtök, stofnanir eða einstaklinga vegna loftslagsviðurkenningar Reykjavíkurborgar og Festu. Markmið viðurkenningarinnar er að vekja athygli á því sem vel er gert í loftslagsmálum og vera hvatning til annarra
14. október 2020

Yfirborð vekur upp faglega og gagnlega umræðu um umhverfið

Verkefnið Yfirborð er tilraunakennd rannsókn, leidd áfram af Magneu Guðmundsdóttur, arkitekt og Brynhildi Pálsdóttur, hönnuði. Tilgangur þess er að fá yfirsýn yfir efnisnotkun á yfirborði og skilja ástæður fyrir þeirri þróun sem hefur átt sér stað síðustu ár á ytra byrði bygginga.
13. október 2020

Design Group Italia vinnur Compasso d’Oro-verðlaunin fyrir Bláa lónið

Sigurður Þorsteinsson og Design Group Italia vinnur Compasso d’Oro-verðlaunin fyrir Bláa lónið, en verðlaunin þykja virtustu og eftirsóttustu hönnunarverðlaun Ítalíu. Verðlaunin hafa verið veitt á tveggja ára fresti frá árinu 1954.
12. október 2020

Skýrsla Hönnunarmiðstöðvar Íslands fyrir árið 2019 er komin út

Skýrsla ársins 2019 hefur nú litið dagsins ljós en þar er farið yfir rekstur Hönnunarmiðstöðvar, innlend sem erlend verkefni og almenna starfssemi. Hægt er að skoða skýrsluna í rafrænu formi hér. 
5. október 2020
Miðstöð hönnunar og arkitektúrs miðlar efni aðallega á vefjum og samfélagsmiðlum. Auk þess er ólíku efni tengt verkefnum gefið út sem má finna hér. Bæklingar tengdir HönnunarMars, HA tímarit, og skýrslur HönnunarMars sem gefnar eru út fjótlega eftir að hátíðin hefur farið fram. Hönnunarstefna, ýmsar kannanir, kynningarrit og leiðbeiningarbæklingar.

Útskriftarnemar í meistaranámi LHÍ taka þátt í Dutch Design Week

Útskriftarárgangur meistaranema í hönnun 2020 frá Listaháskóla Íslands tekur þátt í Dutch Design Week 2020 með útskriftarsýningu sinni HOW LONG WILL IT LAST?
2. október 2020

Hönnuðurinn Valdís Steinars tilnefnd sem nýstirni ársins hjá Dezeen

Hönnuðurinn Valdís Steinarsdóttir er tilnefnd sem nýstirni ársins hjá hönnunartímaritinu Dezeen. Kosning fer fram á heimasíðu miðilsins og getur því almenningur gefið Valdísi atkvæði sitt þar, en kosningu lýkur 12. október næstkomandi.
2. október 2020

Endurmenntun HÍ - sérkjör til félagsmanna Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs 

Félagsmönnum aðildarfélaga Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs býðst 20% afsláttur á tvö námskeið úr dagskrá haustmisseris hjá Endurmenntun.
2. október 2020

Sýningin PREFAB/FORSMÍÐ opnar á Seyðisfirði

Á sýningunni eru sýnd forsmíðuð einingahús með það að markmiði að vekja athygli á áhrif byggingarlistar á líf okkar, og þá sérstaklega hvaða hlut einingahús geta átt í framtíð manngerðs umhverfis. Sýningin opnar 26. september í sýningarsal Skaftfells, miðstöð myndlistar á Seyðisfirði.
23. september 2020

Stafrænt hakkaþon - íslenskar umhverfis- og borgarlausnir í USA

Viðburðurinn "Nordic City Solutions in North America” er stafrænt hakkaþon á vegum Nordic City Solutions haldið 13. október til 19. nóvember nk. Um er að ræða fimm þróunarverkefni þar sem óskað er eftir norrænum fyrirtækjum til að hanna eða bjóða lausnir á sínum sérfræðisviðum í samstarfi við fyrirtæki frá Bandaríkjunum og Kanada.
21. september 2020

122 umsóknir bárust í Hönnunarsjóð - úthlutun fer fram 15. október

Síðasta úthlutun Hönnunarsjóðs 2020 fer fram 15. október næstkomandi. Alls bárust 122 umsóknir í sjóðinn að þessu sinni.
24. september 2020
Yfirlit yfir sjóði sem veita styrki sem koma við starfi hönnuða og arkitekta

Sýningin 100% Ull opnar í Hönnunarsafni Íslands

Á sýningunni er að finna dæmi um vörur úr íslenskri ull sem hönnuðir og handverksfólk er að fást við í dag. Þátttakendur eru Ásthildur Magnúsdóttir, Magnea Einarsdóttir, Kormákur & Skjöldur, Kula by Bryndís, Ró og Ístex.
17. september 2020
Hönnunarsafn Íslands safnar, varðveitir, rannsakar, miðlar og heldur sýningar á íslenskri hönnun og handverki frá árinu 1920 til dagsins í dag.
Hönnunarverðlaun Íslands varpa ljósi á mikilvægi og gæðum íslenskrar hönnunar og arkitektúrs, enda er vægi hönnunar í menningu, samfélagi og viðskiptalífi alltaf að aukast.

Hver hlýtur Hönnunarverðlaun Íslands 2020?

Hönnunarverðlaun Íslands 2020 fara fram í nóvember en þetta er í sjöunda sinn sem þau verða veitt. Verðlaunin varpa ljósi á mikilvægi og gæðum íslenskrar hönnunar og arkitektúrs. Vinningshafar í gegnum tíðina hafa verið af fjölbreyttum toga og frá ýmsum sviðum hönnunar og arkitektúrs.
19. september 2020

Hver fær viðurkenningu fyrir bestu fjárfestingu í hönnun árið 2020?

Besta fjárfesting í hönnun er viðurkenning sem veitt var í fyrsta sinn árið 2015 en þau fyrirtæki sem eiga þess kost að hljóta viðurkenninguna hafa hönnun og arkitektúr að leiðarljósi frá upphafi verka til að auka verðmætasköpun og samkeppnishæfi.
18. september 2020

Hverjir skipa dómnefnd Hönnunarverðlauna Íslands 2020?

Dómnefnd Hönnunarverðlauna Íslands 2020 hefur þegar hafið störf en hennar hlutverk er að velja handhafa heiðursverðlauna Hönnunarverðlauna Íslands, viðurkenningu fyrir bestu fjárfestingu í hönnun og svo sjálf aðalverðlaunin, Hönnunarverðlaun Íslands. En hverjir skipa dómnefndina?
17. september 2020

„Verðlaunin virkuðu eins og ákveðið spark í rassinn fyrir okkur að halda áfram ótrauð á okkar vegferð“

Genki Instruments unnu Hönnunarverðlaun Íslands árið 2019 fyrir hringinn Wave. Jón Helgi Hólmgeirsson, yfirhönnuður Genki segir verðlaunin vera gífurleg viðurkenning sem hafi gert fyrirtækið þeirra meira áberandi á Íslandi sem og erlendis. Búið er að opna fyrir ábendingar til Hönnunarverðlauna Íslands 2020.
13. september 2020

Hönnunarverðlaun Íslands 2020 - leitin að framúrskarandi verkum á sviði hönnunar og arkitektúrs á Íslandi er hafin

Leitin að framúrskarandi verkum á sviði hönnunar og arkitektúrs á Íslandi er hafin fyrir Hönnunarverðlaun Íslands 2020. Búið er að opna fyrir ábendingar en hægt er að benda á eigin verk eða annarra til miðnættis 21. september 2020. Áætlað er að verðlaunaafhending og málþing þeim tengt fari fram þann 5. nóvember næstkomandi. 
20. ágúst 2020

Hönnunarskólinn fyrir 13-16 ára hefst 30. september

Klifið, skapandi setur, kynnir í samstarfi við Hönnunarsafn Íslands Hönnunarskóla, námskeið fyrir krakka á aldrinum 13- 16 ára. Í Hönnunarskólanum fá þáttakendur innsýn inn í störf og aðferðarfræði hönnuða. Námskeiðið hefst 30. september næstkomandi.
14. september 2020

Sex íslenskir hönnuðir taka þátt í stafrænu hönnunarsýningu Adorno, Virtual Design Destination: New Reality

Samsýning danska hönnunargallerísins Adorno, Virtual Design Destination: New Reality, er hluti af London Design Festival 2020 og fer öll fram í sýndarveruleika. Íslenskir hönnuðir taka þar þátt ásamt ríflega 100 kollegum sínum frá 14 löndum.
11. september 2020

Námskeið - Leiðtogi í Upplifunarhönnun 

Akademias í samstarfi við Miðstöð hönnunar og arkitektúrs býður upp á takmarkaðan fjölda sæta á sérstöku verði. Námskeiðið Leiðtogi í upplifunarhönnun er samstarfsverkefni fjölda sérfræðinga og fyrirtækja sem vilja efla aðferðafræði við mótun upplifunar á Íslandi.
11. september 2020

Erna Skúladóttir á samsýningunni Soil Matters á Helsinki Design Week

Erna Skúladóttir er meðal sýnenda á samsýningunni Soil Matters sem er á Hönnunarsafninu í Helsinki og hluti af hönnunarvikunni sem fer fram í borginni um þessar mundir.
9. september 2020

Barnafatamerkið As We Grow þróar fullorðinslínu

As We Grow hlaut nýverið tvær milljóna króna styrk frá Hönnunarsjóði sem ætlunin er að nýta til að þróa fullorðinslínu merksins. Gréta Hlöðversdóttir, framkvæmdastjóri og stofnandi merkisins er í viðtali við Atvinnulífið á Vísi.
9. september 2020

Ert þú frumkvöðull eða sproti og vantar aðstöðu?

Nýtt frumkvöðla- og sprotasetur opnar í Grósku. Vísindagarðar Háskóla Íslands opna á næstunni framúrskarandi aðsetur fyrir frumkvöðla- og sprotafyrirtæki á fyrstu stigum, þar sem boðið er upp á vinnuaðstöðu, fjölbreytta fræðslu og þjálfun. Miðstöð hönnunar og arkitektúrs og Arkitektafélag Íslands verða með skrifstofu í setrinu.
8. september 2020

Miðstöð hönnunar og arkitektúrs flytur í Grósku - nýtt hugmyndahús í Vatnsmýrinni

Miðstöð hönnunar og arkitektúrs flytur starfssemi sína í Grósku, nýtt frumkvöðla - og sprotasetur Vísindagarða Háskóla Íslands í Vatnsmýrinni. 
18. ágúst 2020

Aníta Hirlekar vinnur til gullverðlauna á The International Design Awards

Fatahönnuðurinn Aníta Hirlekar vinnur til gullverðlauna á The International Design Awards, árlegri uppskeruhátíð arkitekta og hönnuða. Hún hlaut gullverðlaun í flokki Pret-A-Porter Woman fyrir haust- og vetrarlínu sína sem var frumsýnd á HönnunarMars 2019.
1. september 2020

Teymið Kolofon&co valið til að hanna merkingar og merkingakerfi 

Teymið Kolofon&co hefur verið valið til að hanna merkingar og merkingakerfi fyrir ferðamannastaði og friðlýst svæði. Í teyminu er fagfólk úr ólíkum áttum sem unnið hafa að stórum og viðamiklum verkefnum á sviði hönnunar og menningar, meðal annars hönnun skilta fyrir sveitafélög hér á landi.
28. ágúst 2020

23 umsóknir bárust um merkingar á ferðamannastöðum og friðlýstum svæðum

Miðstöð hönnunar og arkitektúrs í samstarfi við umhverfis- og auðlindaráðuneytið og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið auglýsti eftir hönnunarteymi til að hanna merkingar, merkingakerfi og merkingahandbók fyrir ferðamannastaði og friðlýst svæði. 23 umsóknir bárust. 
13. ágúst 2020

Miðstöð hönnunar og arkitektúrs, Orkustofnun og Umhverfisstofnun kynna NatNorth.is

Miðstöð hönnunar og arkitektúrs, Orkustofnun og Umhverfisstofnun opna sameiginlega upplýsingasíðuNatNorth.isum fjölbreytileg verkefni sem hafa það að markmiði að auka þekkingu, gæði og sjálfbærni í ferðaþjónustu í hánorðri.
1. júlí 2020

Opið fyrir umsóknir um sýningarhald í Ásmundarsal 2021

Ásmundarsalur óskar eftir tillögum að sýningum, viðburðum eða uppákomum sem fanga fjölbreytileika listarinnar. Einnig er óskað eftir vinnustofu listamanns í Gunnfríðargryfju í einn til tvo mánuði í senn.
31. ágúst 2020

Paul Bennett og Hildigunnur Sverrisdóttir eru nýjir deildarforsetar í hönnun og arkitektúr hjá Listaháskóla Íslands

Paul Bennett, yfirhönnuður og stjórnandi hjá IDEO, hefur verið ráðinn í stöðu deildarforseta hönnunardeildar og Hildigunnur Sverrisdóttir arkitekt hefur verið ráðin deildarforseti arkitektúrdeildar hjá Listaháskóla Íslands.
28. ágúst 2020

FJÖRUTÍU SKYNFÆRI - útskriftarsýning Listaháskóla Íslands opnar í Gerðasafni

Fjörutíu skynfæri er heiti útskriftarsýningar nemenda í hönnun og arkitektúr við Listaháskóla Íslands. Sýningin opnar í Gerðarsafni, Kópavogi sunnudaginn 30. ágúst 2020.
27. ágúst 2020

„Blokkin sem breytir um lit“ Tvíhorf arkitektar hljóta umhverfisviðurkenningu Kópavogsbæjar 2020

Tvíhorf arkitektar ásamt ÁF-hús byggingarverktaka hlutu viðurkenningu Umhverfis- og samgöngunefndar Kópavogsbæjar fyrir hönnun og fráganga fjölbýlishússins að Álalind 14.
27. ágúst 2020

Minisophy/Smáspeki sýning í Ásmundarsal - síðasti sýningardagur 30. ágúst

Minisophy/Smáspeki er ný tegund heimspeki sem er öllum viðkomandi. Hún er heimspeki litlu hlutanna. Á bakvið smáspekina standa hönnuðurinn Katrín Ólína Pétursdóttir og heimspekingurinn Sigríður Þorgeirsdóttir.
26. ágúst 2020

Sex hönnuðir opna Kiosk í Grandagarði

Á morgun opnar hönnunarverslunin Kiosk Grandi en um er að ræða nýja verslun sem leggur áherslu á íslenska fatahönnun og fylgihluti, við Grandagarð 35. Sex fatahönnuðir standa að opnun verslunarinnar.
21. ágúst 2020

Valdís Steinarsdóttir vinnur Formex Nova verðlaunin 2020

Vöruhönnuðurinn Valdís Steinarsdóttir hlýtur sænsku hönnunarverðlaunin Formex Nova 2020 en þetta var tilkynnt nú í morgun. Verðlaunin hlýtur hún fyrir verkefni sín Bioplastic Skin og Just Bones og hrósar dómnefndin Valdísi sérstaklega fyrir metnað til að hanna einstakar lausnir á samfélags- og umhverfislegum vandamálum í opnu samtali við áhorfendur. 
18. ágúst 2020

Sjávarmál er nýtt útilistaverk í Vesturbæ

Sjávarmál, nýtt útilistarverk í Vesturbæ eftir arkitektana Baldur Helga Snorrason og David Hugo Cabo í samstarfi við Andra Snæ Magnason, rithöfund var valið úr sjötíu innsendum tillögum um nýtt útilistaverk í Vesturbæ Reykjavíkur. Það var Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri sem kynnti niðurstöðu dómnefndar í vikunni.
19. ágúst 2020

Gagarín hlýtur SEGD hönnunarverðlaunin fyrir stafrænan vefstól

Hönnunarstofan Gagarín hlaut nýverið SEGD hönnunarverðlaunin fyrir gagnvirkt sýningaratriði sem hún hannaði fyrir fornleifa og sögusafnið Pointe-à-Callière í Montreal, Kanada. Gagarín hannaði stafrænan vefstól fyrir sýninguna sem kallast Weaving Time og færir gestina nær handverki Inkanna.
19. ágúst 2020
Staðlaðir samningar fyrir hönnuði

Námskeiðið Leiðtogi í Skapandi hugsun - sérkjör í samstarfi við Miðstöð hönnunar og arkitektúrs

Akademias býður upp á námskeiðið Leiðtogi í skapandi hugsun. Meðal kennara eru Paul Bennet frá IDEO og Sigurður Þorsteinsson frá Design Group Italia. Umsjón með námskeiðinu hefur Svava María Atladóttir partner hjá Future Medical Systems í San Francisco. Námskeiðið hefst 21. september næstkomandi.
17. ágúst 2020

Spjaraþon - tveggja daga hugmyndasmiðja gegn textílsóun

Spjaraþon er tveggja daga hugmyndasmiðja eða hakkaþon, þar sem þátttakendur læra um vanda textíliðnaðarins og þróa og skapa í framhaldinu lausnir sem sporna gegn textílsóun.
12. ágúst 2020

Menningarstyrkir í Creative Europe – vinnustofa í gerð umsókna

Rannís í samstarfi við Einkofi Production stendur fyrir vinnustofu 13. ágúst 2020 um hvernig best er að haga gerð umsókna í Creative Europe - evrópska menningarstyrki.
12. ágúst 2020

Björn Steinar, Johanna Seelemann og Brynjar Sigurðarson meðal sýnenda í norrænni samsýningu í Helsinki

Vöruhönnuðirnir Björn Steinar Blumenstein, Johanna Seelemann og Brynjar Sigurðarson sýna Travel as a Tool í hinu virta finnska hönnunarsafni Design Museo í Helsinki. Á sýningunni er að finna verk eftir nokkra af fremstu hönnuðum heims.
10. ágúst 2020

Distributed Design Academy býður hönnuði á Íslandi til þátttöku í áhugaverðu námi á netinu í október 2020

Námið fer fram á netinu og miðast að því að auka færni hönnuða til að starfa með stafrænni framleiðslutækni og leyfa sköpurum að kynnast nýjum og vaxandi markaði.
10. ágúst 2020

"How long will it last?" - útskriftarsýning meistaranema í hönnun

Útskriftarsýning meistaranema í hönnun við Listaháskóla Íslands fer fram í Ásmundarsal dagana 8. - 16. ágúst. Sýningin er ferðalag á forsendum áttavilts áttavita, þar sem áhorfendur eru leiddir að hverfulum stöðum — stöðum sem gætu horfið jafnóðum.
6. ágúst 2020

Mies van der Rohe verðlaunin 2021- óskað eftir ábendingum

Valnefnd Íslands til Mies van der Rohe verðlaunanna 2021 óskar eftir ábendingum. Tilnefningarnar skulu sendast með tölvupósti fyrir lok dags 7. ágúst 2020 og nægir að tilgreina byggingu og arkitekt.
5. ágúst 2020

Óskað eftir hönnunarteymi - merkingar á ferðamannastöðum og friðlýstum svæðum

Miðstöð hönnunar og arkitektúrs í samstarfi við umhverfis- og auðlindaráðuneytið og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið auglýsir eftir hönnunarteymi til að hanna merkingar, merkingakerfi og merkingahandbók fyrir ferðamannastaði og friðlýst svæði. Forskrift fyrir hönnuði er nú aðgengileg.
15. júní 2020

Íslensk hönnun í allt sumar

HönnunarMars fór fram dagana 24. til 28. júní en þó hátíðinni hafi formlega lokið á sunnudag þá eru margar sýningar opnar áfram í sumar og jafnvel fram á haust.
6. júlí 2020

Studio 2020 á HönnunarMars: Hönnunarspjall eitt

Hönnunarspjallið er liður í dagskrá Studio 2020 á HönnunarMars, sem er tilraunavettvangur á HönnunarMars 2020, og ætlað er að miðla efni hátíðarinnar á ýmsu formi á meðan á henni stendur og í kjölfarið. 
25. júní 2020

Studio 2020 á HönnunarMars: Hönnunarspjall tvö

Hönnunarspjallið var liður í dagskrá Studio 2020 á HönnunarMars, tilraunavettvangur ætlað að miðla efni hátíðarinnar á ýmsu formi á meðan á henni stóð og í kjölfarið. Þættirnir voru þrír talsins og voru sýndir í beinni útsendingu í samstarfi við Vísi á meðan HönnunarMars stóð yfir. 
26. júní 2020

Studio 2020 á HönnunarMars: Hönnunarspjall þrjú

Hönnunarspjallið er liður í dagskrá Studio 2020 á HönnunarMars, sem er tilraunavettvangur á HönnunarMars 2020, og ætlað er að miðla efni hátíðarinnar á ýmsu formi á meðan á henni stendur og í kjölfarið. 
27. júní 2020

Íslensk flík - vitundarvakning um íslenska fatahönnun

Fatahönnunarfélag Íslands hefur nú vegferð innlendrar vitundarvakningar um íslenska fatahönnun með verkefninu #íslenskflík. Markmið verkefnisins er að varpa ljósi á það framúrskarandi hugvit og þær fjölbreyttu vörur sem hér er að finna.
2. júlí 2020

Formatyka sigrar í samkeppni um götugögn fyrir Borgarlínuna

Miðstöð hönnunar og arkitektúrs og Borgarlínan stóðu í vor fyrir samkeppni um götugögn á Borgarlínustöðvar en tilkynnt var um sigurvegara keppninnar á HönnunarMars við athöfn í Ráðhúsi Reykjavíkur.
1. júlí 2020

HönnunarMars í júní er lokið!

Hátíðin þakkar bæði þátttakendum og gestum fyrir góðar stundir. Þetta var frábært! Sjáumst í 2021! 
29. júní 2020

HönnunarMars opnaði í gær í blíðskaparveðri - myndir

HönnunarMars í júní opnaði í gær í sól og blíðu. Margt var um manninn og bjartsýni í loftinu. Gleðilegan HönnunarMars.
25. júní 2020

Um mikilvægi hönnunar og arkitektúrs í mótun samfélags til framtíðar

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands og Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra um breyttan veruleika þar sem hönnuðir og arkitektar hafa mikilvægu hlutverki að gegna. 
24. júní 2020

Studio 2020 - HönnunarMars miðlað með nýjum hætti á óvissutímum

Studio 2020 er tilraunavettvangur á HönnunarMars 2020, sem ætlað er að miðla efni hátíðarinnar á ýmsu formi á meðan á henni stendur og í kjölfarið.
23. júní 2020

Hönnunarmiðstöð Íslands verður Miðstöð hönnunar og arkitektúrs

Miðstöð hönnunar og arkitektúrs kynnir nýtt einkenni og nýjar áherslur í dag.
16. júní 2020

Handspritt úr matarafgöngum og lífræn verðlaun meðal verkefna sem hljóta styrki í aukaúthlutun Hönnunarsjóðs

Í dag, 4. júní, úthlutaði Hönnunarsjóður um 50 milljónum kr.í aukaúthlutun sjóðsins til átaksverkefna á sviði hönnunar og arkitektúrs. 49 verkefni hlutu styrk að þessi sinni en alls bárust 276 umsóknir um styrki þar sem sótt var um 520 milljónir.
4. júní 2020

Þeir afla sem sækja á skapandi mið

Viðtal við Bjarneyju Harðardóttur framkvæmdastjóra 66°N og Völu Melstað listrænan stjórnanda og yfirhönnuð merkisins.
20. maí 2020

Minn HönnunarMars - Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra

Hvernig verður HönnunarMarsinn þinn? Lilja Alfreðdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra deilir hvaða sýningum hún ætlar ekki að missa af á HönnunarMars 2020. 
24. júní 2020

Hanna Dís Whitehead fyrsti íslenski hönnuðurinn hjá ÅBEN

Hanna Dís Whitehead var að dögunum tilkynnt sem níundi, og fyrsti íslenski hönnuðurinn, hjá ÅBEN, fyrirtæki sem sérhæfir sig í að selja vörur eftir efnilega norræna hönnuði. 
19. maí 2020

Sjálfbær þróun kaupmannsins á horninu, stafrænar flíkur og vatnavellíðan meðal styrkþega Hönnunarsjóðs

Hönnunarsjóður úthlutaði í dag 26 styrkjum til ólíkra verkefna á vegum hönnunar og arkitektúrs. Að þessu sinni voru 25 milljónum úthlutað en alls bárust 126 umsóknir um 237 milljónir.
11. maí 2020
Hvernig sem á það er litið þá er niðurstaða útboðsins á markaðsátakinu „Saman í sókn“ sem M&C Saatchi stofan var valin til að leiða dapurleg og í ljósi aðstæðna pínleg fyrir skapandi greinar á Íslandi. Halla Helgadóttir skrifar.
15. maí 2020

Þórunn Árnadóttir hannar kerti til styrktar Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur þriðja árið í röð 

Um er að ræða árlegt söluátak Menntunarsjóðs Mæðrastyrksnefndar Reykjarvíkur. Mæðrablómið, og er sala hafin á kertinu sem inniheldur leyniskilaboð frá þjóðþekktum konum. 
6. maí 2020

Andlitsgrímur frá textílhönnuðinum Ýr vekja athygli 

Textílhönnuðurinn Ýr Jóhannesdóttir, betur þekkt sem Ýrúrarí, byrjaði að hanna andlitsgrímur með tungum þegar Covid faraldurinn fór á kreik á Íslandi. Grímurnar hafa vakið mikla athygli úr um allan heim og rötuðu á dögunum í Vogue þar sem Ýr situr fyrir svörum.
3. maí 2020

„Plast algjört draumaefni“

Vöruhönnuðurinn Björn Steinar Blumenstein og Brynjólfur Stefánsson voru á dögunum í fróðlegu innslagi  í RÚV Menning um Plastplan - hönnunarstúdíó og eina endurvinnsla landsins sem tekur á móti öllum flokkum plasts.
5. maí 2020

Alvarlegar afleiðingar á hönnun og arkitektúr - Niðurstöður úr könnun um áhrif Covid-19

Hönnunarmiðstöð Íslands sendi frá sér könnun dagana 7.-14. apríl varðandi áhrif Covid-19 á starfsemi á sviði hönnunar og arkitektúrs. 483 svör bárust frá stjórnendum, launafólki og sjálfstætt starfandi hönnuðum og arkitektum úr fjölbreytilegum greinum. 
22. apríl 2020
Stafræn Inka munstur

Gagarín hlýtur tilnefningu til European Design Awards 2020

Gagarín hlýtur tilnefningu til European Design Awards 2020 fyrir gagnvirkt sýningaratriði, stafrænan vefstól, fyrir fornleifa og sögusafnið Pointe-à-Callière í Montreal, Kanada.
16. apríl 2020

Við getum hannað framtíðina

Í starfi sínu ferðast vöruhönnuðurinn og framtíðarfræðingurinn Helga Jósepsdóttir um heimsbyggðina og veitir ráðgjöf um það sem er okkur flestum hulin ráðgáta – framtíðina.
26. maí 2020

Lestrarhestur og teppi Katrínar Ólínu kynnt á hönnunarvikunni í Stokkhólmi

Hönnuðurinn Katrín Ólína og finnska fyrirtækið Made by Choice leiddu saman hesta sína og endurhönnuðu smáhillu Katrínar sem frumsýnd var á Stockholm Furniture Fair í síðustu viku. Einnig sýndi Katrín Ólína textíl sem hún vann í samstarfi við Kathea rugs í Svíþjóð.
12. desember 2019

Nauðsynlegt að vera síspyrjandi

Þrátt fyrir að hafa aðeins verið starfrækt í tæp fimm ár, hefur hönnunarstofan Kolofon þegar skapað sér sérstöðu á markaðnum og vakið athygli fyrir samfélagsleg verkefni fyrir stofnanir, fyrirtæki og sveitarfélög um land allt. Nægir þar að nefna Reykjavíkurborg, Lögregluna, Vesturbyggð, Vegagerðina og Borgarlínuna, svo eitthvað sé tínt til.
19. nóvember 2019

Samtal um hönnun - Dagur B. Eggertsson og Björn Blumenstein

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Björn Steinar Blumenstein vöruhönnuður hittust og ræddu saman um hönnun, borgarskipulag og auðvitað borgarhátíðina HönnunarMars. Hvaða merkingu hefur hátíðin í þeirra huga?
28. mars 2019

Tillagan „Með orkunni úr ánni er tertan bökuð “ bar sigur úr býtum í samkeppni OR

Tillagan „Með orkunni úr ánni er tertan bökuð“ var í dag valin til verðlauna íhugmyndasamkeppni um sögu- og tæknisýningu í Elliðaárdal. Það var Orkuveita Reykjavíkur sem gekkst fyrir samkeppninni í samstarfi við Hönnunarmiðstöð. Fyrirhuguð sýning mun nýta hina tæplega aldargömlu rafstöð í Elliðaárdal auk nærliggjandi húsa.
29. maí 2019

Hugmyndasamkeppni um sögu- og tæknisýningu í Elliðaárstöð og umhverfi

Orkuveita Reykjavíkurí samvinnu við Hönnunarmiðstöð Íslands efnir til lokaðarar hugmyndasamkeppni, að undangengnu forvali, um sögu- og tæknisýningu í Elliðaárstöð og nánasta umhverfi hennar, nærliggjandi húsum í eigu OR og tengingu við útivistarsvæðið í Elliðaárdal.
24. janúar 2019