Sýndu nýja vörulínu Dýpis í Toronto

G. Sigríður Ágústsdóttir og Árný Þórarinsdóttir stofnendur Dýpi eru nýkomnar frá Toronto þar sem þær kynntu vörurnar sínar á vegum Íslandsstofu á viðburðinum Taste of Iceland. Dýpi er fyrsta íslenska steinefnamálningin, unnin úr kalkþörunfum í Arnarfirði. „Kynningin fór fram í einstaklega fallegu rými hjá Bulthaup þar sem er að finna lítið gallerí innan sýningarrýmisins,“ segir þær Sirrý og Árný sem segja að allt hafi tekist einstaklega vel!
„Ferðin vakti mikla athygli og hrifningu meðal gesta. Við sýndum nýju vörulínuna okkar, settum upp sýningu með litum, áferð og efnisheim Dýpis og veittum gestum innsýn í hráefnin og uppruna steinefnamálningarinnar,“ segja þær. Stöllurnar segjast hafa myndað sterk tengsl við hönnuði, sérfræðinga og erlenda blaðamenn sem veittu bæði dýrmæta innsýn og reynslu í bransann.
„Þetta tækifæri reyndist afar vermætt fyrir ungt frumkvöðla- og sprotafyrirtæki einsog Dýpi er. Ferðin var mikilvæg æfing í samskiptum og kynningarmálum á erlendum mörkuðum og styrkti okkur enn frekar í þeirri vegferð að kynna íslenska hönnun og nýsköpun.“











