Félag húsgagna- og innanhússarkitekta

FHI hefur mikla trú á íslenskri innanhússhönnun og húsgagnaframleiðslu og á þá ósk að hún eflist og verði stór atvinnugrein. Innanhússarkitektúr er einnig ein þeirra sjónlista sem helst hefur mótandi áhrif á sjónrænt umhverfi okkar og daglegt líf.

Félag húsgagna- og innanhússarkitekta var stofnað árið 1955 og er þar með eitt elsta fagfélag hönnuða á Íslandi. Stofnfélagar FHI voru helstu frumkvöðlar í íslenskri húsgagnahönnun og húsgagnaframleiðslu.