Félag húsgagna- og innanhússarkitekta
FHI er fagfélag húsgagna- og innanhússarkitekta
Hlutverk félagsins er að vera málsvari húsgagna- og innanhússarkitekta og auka þekkingu og skilning á starfi þeirra. Félaginu er ætlað að efla samkennd félagsmanna, gæta hagsmuna þeirra og efla tengsl við önnur félög tengd starfssviði húsgagna- og innanhússarkitekta, innanlands sem utan. Félagið hefur það að leiðarljósi að stuðla að bættum híbýlaháttum og eflingu hönnunar.
Vöndum valið - veljum íslenska hönnun fyrir jólin
Nú líður senn að jólum og á þessum tíma árs er tilvalið að kynna sér þá fjölbreytni og grósku sem er að eiga sér stað í íslenskri hönnun. Hér á heimasíðu Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs er að finna aðgengilegt yfirlit yfir verslanir sem selja íslenska hönnunarvöru, bæði búðir sem selja vörur frá ólíkum hönnuðum, hönnuðir sem eru að selja sjálfir sem og netverslanir.
6. desember 2024
11 hönnuðir hljóta listamannalaun 2025
Úthlutunarnefndir Launasjóðs listamanna hafa lokið störfum og úthlutuðu 56 mánuðum til 11 hönnuða. Alls bárust 67 umsóknir og sótt var um 520 mánuði. Sigmundur Páll Freysteinsson, Íris Indriðadóttir og og Arnar Már Jónsson eru meðal þeirra hönnuða sem hljóta starfslaun hönnuða árið 2025.
5. desember 2024
Erindrekar x HAKK - dúnmjúk opnun
Þann 12. desember opnar HAKK, hönnunargallerí dyrnar að Óðinsgötu 1 í Reykjavík. Á þessari fyrstu dúnmjúku opnun HAKK stígur hönnunartríóið Erindrekar á stokk með fylgihluti úr æðardúni frá Skálanesi í Seyðisfirði.
4. desember 2024
Hönnunarteymið Flétta, þær Birta Rós Brynjólfsdóttir og Hrefna Sigurðardóttir hönnuðu Amnesty sokkana í ár.
Amnesty sokkarnir fóru í sölu í dag, 28. nóvember. Þær Birta Rós Brynjólfsdóttir og Hrefna Sigurðardóttir hjá hönnunarteyminu Fléttu hönnuðu sokkana í ár.
28. nóvember 2024
Hönnunartengdir viðburðir um helgina
Nú er fyrsta helgi í aðventu framundan með fjölda viðburða fyrir alla. Hér er yfirlit yfir hönnunartengda viðburðadagskrá helgarinnar. Góða skemmtun.
28. nóvember 2024
Hvatning frá Arkitektafélagi Íslands
Eitt af stóru málunum sem komandi ríkisstjórn þarf að takast á við eru húsnæðismálin, samfara kröfunni um þéttingu byggðar, umhverfisvernd og verðbólgu. Þessi mál eru síður en svo ný af nálinni, en árangurinn hefur verið misjafn.
21. nóvember 2024
Málþing um tísku og umhverfi í Norræna húsinu
Málþing um tísku og umhverfi í Norræna húsinu föstudaginn 22. nóvember kl. 12.30 - 16:00. Að málþinginu standa fatahönnunarbraut Listaháskóla Íslands, Fatasöfnun Rauða krossins og Umhverfisstofnun.
20. nóvember 2024
Hönnunarsamkeppni Samtakanna ‘78 um tákn fyrir kynhlutlaus rými
Samtökin ‘78 í samstarfi við FÍT, Félag íslenskra teiknara og Miðstöð hönnunar og arkitektúrs, standa fyrir hönnunarsamkeppni um tákn fyrir kynhlutlaus rými, svo sem salerni, búningsklefa, sturtuaðstöðu o.fl.
19. nóvember 2024
Framúrskarandi fögnuður á Hönnunarverðlaunum Íslands 2024
Það var mikið um dýrðir í Grósku þann 7. nóvember þegar Hönnunarverðlaun Íslands voru afhent með pompi og pragt. Dagurinn hófst á því að gestir fengu góða innsýn inn í þau níu framúrskarandi og fjölbreyttu verkefni sem tilnefnd voru til verðlaunanna í ár í þremur mismunandi flokkum. Í kjölfarið var svo verðlaunaafhending með tilheyrandi fögnuði
13. nóvember 2024
Prjónavetur í Listasafni Sigurjóns í Laugarnesi - FÖR sýning Andreu Fanneyjar Jónsdóttur, textílhönnuðar og klæðskerameistara.
Prjónavetur í Listasafni Sigurjóns í Laugarnesi hefst næstkomandi föstudag með FÖR sýningu Andreu Fanneyjar Jónsdóttur. Sýningaropnun er föstudaginn 15. nóvember, klukkan 17:00.
12. nóvember 2024
Börnin að borðinu er Verk ársins á Hönnunarverðlaunum Íslands 2024
Börnin að borðinu eftir Þykjó er verðlaunahafi í flokknum Verk á Hönnunarverðlaunum Íslands 2024 fyrir að vera frumlegt og áhugavert dæmi um hvernig hægt er miðla hugmyndum barna og ungmenna að alvöru og virðingu með að leiðarljósi að gefa þeim rödd og virkja til áhrifa.
7. nóvember 2024
Smiðja, skrifstofubygging Alþingis er Staður ársins á Hönnunarverðlaunum Íslands 2024
Smiðja, skrifstofubygging Alþingis eftir Studio Granda er verðlaunahafi í flokknum Staður á Hönnunarverðlaunum Íslands 2024. Smiðja er borgarhús í hæsta gæðaflokki sem ber íslensku hugviti og handverki glæsilegt vitni.
7. nóvember 2024
Peysan James Cook er Vara ársins á Hönnunarverðlaunum Íslands 2024
Peysan James Cook, unnin í samstarfi Helgu Lilju Magnúsdóttur fatahönnuðar og Stephan Stephensen listamanns, fyrir BAHNS, er verðlaunahafi í flokknum vara ársins á Hönnunarverðlaunum Íslands 2024 fyrir að vera frábært dæmi um hvernig góð hönnun getur haft jákvæð félagsleg áhrif.
7. nóvember 2024
Krónan hlýtur viðurkenningu fyrir bestu fjárfestingu í hönnun 2024
Krónan hlýtur viðurkenningu fyrir bestu fjárfestingu í hönnun á Hönnunarverðlaunum Íslands 2024 og er til fyrirmyndar í margvíslegu samstarfi sínu við hönnuði, þar sem rauði þráðurinn er aukin umhverfisvitund og sjálfbærni.
7. nóvember 2024
Við kynnum til leiks fyrsta fyrirlesara á DesignTalks 2025 - Tryggðu þér miða í forsölu!
Hönnuðurinn Fernando Laposse kemur fram á alþjóðlegu ráðstefnunni DesignTalks sem fer fram þann 2. apríl, undir þemanu Uppspretta
5. nóvember 2024
Fögnum framúrskarandi íslenskri hönnun 7. nóvember
Afhending Hönnunarverðlauna Íslands 2024 fer fram í Grósku þann 7. nóvember. Fyrir verðlaunaafhendinguna verður sjónum beint að þeim fjölbreyttu verkum sem hljóta tilnefningu í ár og gestum gefst tækifæri til að fá innsýn og taka þátt í samtali um þau.
3. nóvember 2024
Misbrigði X - tískusýning nemenda á 2. ári í fatahönnun við Listaháskóla Íslands
Misbrigði X - tískusýning nemenda á 2. ári í fatahönnun við Listaháskóla Íslands verður haldin þann 2. nóvember í svarta kassanum, leikhúsrými Listaháskóla Íslands.
29. október 2024
Íslensk hönnun lýsir upp borgina
„Íslensk hönnun“ kynningarátakið lýsir upp höfuðborgina fjórða árið í röð þar sem nýstárleg, fjölbreytileg og litrík íslensk hönnun birtist og tekur yfir ljósaskilti höfuðborgarsvæðisins í heila viku.
28. október 2024
Börnin að borðinu er tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands 2024
Verkefnið Börnin að borðinu eftir Þykjó er tilnefnt sem verk ársins á Hönnunarverðlaununum 2024. Verðlaunin fara fram í Grósku 7. nóvember.
24. október 2024