Miðstöð hönnunar og arkitektúrs
    • Nýjast
    • Greinar
    • HönnunarMars
    • Viðtöl
    • Aðsent
    • HönnunarMars
    • Hönnunarverðlaun Íslands
    • Hönnunarsjóður
    • Útlínur framtíðar - hönnunar og arkitektúr stefna
    • Samkeppnir&Valferli
    • Skapalón
    • Góðar leiðir
    • HA – tímarit um íslenska hönnun og arkitektúr
    • Ertu að leita að hönnuði og arkitekt?
    • Verslanir sem selja íslenska hönnun
    • LHÍ hönnun og arkitektúrdeild
    • Hönnunarsafn Íslands
    • Félög hönnuða og arkitekta
    • Hönnunarsjóður
    • Hönnunarverðlaun Íslands
    • Styrkir
    • Samningar
    • Hönnunarnám
    • Ráðstefnur og sýningar
    • Félög hönnuða og arkitekta
    • Arkitektafélag Íslands
    • Félag íslenskra landslagsarkitekta
    • Félag húsgagna- og innanhússarkitekta
    • Félag íslenskra teiknara
    • Fatahönnunarfélag Íslands
    • Félag vöru-og iðnhönnuða
    • Félag íslenskra gullsmiða
    • Leirlistafélag Íslands
    • Textílfélagið
    • Starfsemi og hlutverk
    • Starfsfólk
    • Stjórnir
    • Hafa samband
    • Útgefið efni
  • hönnunarverðlaun Íslands
    • English
    • Íslenska

info@honnunarmidstod.is

  • Facebook
  • Instagram
  • Vimeo
hönnunarverðlaun Íslands
Aftur í HA/fréttir
    • English
    • Íslenska

Frá Feneyjum til Reykjavíkur - Hraunmyndanir opna í Listasafni Reykjavíkur föstudaginn 23. janúar

13. janúar 2026

Sýning Íslands á Feneyjatvíæringnum í arkitektúr 2025, Hraunmyndanir (e. Lavaforming), verður opnuð á Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, föstudaginn 23. janúar kl. 17.00. 

Hraunmyndanir er djörf hugmynd um mögulega framtíð þar sem rennandi hraun úr iðrum jarðar er notað sem byggingarefni mannvirkja og borga. Sýningin byggir á framsækinni hugmynd sem sýnir tilraunir og tækifæri í notkun á hrauni. Þannig er staðbundinni ógn breytt í auðlind sem lausn við hnattrænum vanda. 

Á Feneyjatvíæringnum vakti sýningin mikla athygli fjölmiðla, gesta og fagfólks, þar sem hún segir sögu framtíðarsamfélags sem hefur lært að beisla hraunrennsli og umbreyta staðbundinni náttúruvá í öfluga auðlind til sköpunar. Sagan er sett árið 2150 og dregur upp mynd af tíma þegar Íslendingar hafa náð tökum á hraunflæðum á svipaðan hátt og gufuaflið var nýtt á 20. öld.

Meginmarkmið Hraunmyndana er að sýna fram á að arkitektúr geti verið afl sem endurhugsar og mótar nýja framtíð með sjálfbærni, nýsköpun og skapandi hugsun að leiðarljósi. Eitt hraunrennsli getur innihaldið nægilegt byggingarefni fyrir undirstöður heillar borgar sem getur risið á nokkrum vikum, án skaðlegrar námuvinnslu eða notkunar óendurnýjanlegra orkugjafa.

Sýningin opnar í Listasafni Reykjavíkur þann 23. janúar og býður gestum upp á einstakt tækifæri til að upplifa sýninguna af eigin raun og kanna áður óþekkta nálgun á nýtingu hrauns í nánu samtali náttúruöflin og hugmyndir um sjálfbæra þróun.

Höfundar verksins eru Arnhildur Pálmadóttir, Björg Skarphéðinsdóttir og Arnar Skarphéðinsson hjá s.ap arkitektum og Andri Snær Magnason sem mótaði frásögn verksins. Sýningar- og ráðgjafateymi verkefnisins samanstendur jafnframt af Sukanyu Mukherjee, Jack Armitage, tónlistarmanni og margmiðlunarhönnuði, grafísku hönnunarstofunni Studio Studio og Markúsi Þór Andréssyni hjá Listasafni Reykjavíkur auk þess sem Halldór Ásgeirsson myndlistarmaður vinnur að hraunbræðslu fyrir verkefnið.

Sýning Íslands á Feneyjatvíæringnum er framleidd af Miðstöð hönnunar og arkitektúrs með stuðningi menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytisins.

Tengt efni

  • Spenntari að leyfa Íslendingum að sjá sýninguna

  • Opið kall - hugmynd að sýningu Íslands á Feneyjatvíæringnum í arkitektúr 2027

  • Árið 2025 kraftmikið og fjölbreytt

Dagsetning
13. janúar 2026
Höfundur
Gerður Jónsdóttir

Deila

  • Facebook
  • Twitter
  • Pinterest

Tögg

  • Arkitektúr
  • FHI
  • Landslagsarkitektúr
  • Innanhússarkitektúr
  • Feneyjatvíæringur

Miðstöð hönnunar og arkitektúrs
Gróska, Bjargargata 1
102 Reykjavik

info@honnunarmidstod.is

  • Facebook
  • Instagram
  • Vimeo
  • Pinterest
© Hönnunarmiðstöð 2026.

Sími 771 2200