Feneyjatvíæringur í arkitektúr 2027. Opið kall - fyrirspurnir og svör

Þann 18. desember síðastliðinn auglýsti Miðstöð hönnunar og arkitektúrs eftir tillögum að sýningu Íslands fyrir 20. alþjóðlega tvíæringinn í arkitektúr í Feneyjum. Hér fyrir neðan má sjá fyrirspurn og svar en fyrirspurnarfrestur rann út 12. janúar síðastliðinn.
Í hvaða rými verður sýningin Íslands staðsett í 2027? Er búið að tryggja sama rými og í 2025 eða verður um aðra staðsetningu að ræða? Væri mögulega hægt að fá upplýsingar og teikningar af rýminu?
Eins og er óskum við ekki eftir að hugmynd að sýningu sé háð ákveðnu rými. Miklar líkur eru á að sýningin 2027 geti verið í sama rými og árið 2025 en það hefur ekki verið staðfest ennþá.
Umsóknarfrestur rennur út 30. janúar næstkomandi.
Frekari upplýsingar má finna hér fyrir neðan.


