Tölum um samkeppnir 19. nóvember - skila þær bestu niðurstöðunni?

Miðstöð hönnunar og arkitektúrs stendur fyrir opnum fyrirlestrum í vetur um áhugaverð málefni sem snúa að hönnun og arkitektúr. Næsti fyrirlestur verður 19. nóvember kl. 9 í Grósku þegar við tölum um samkeppnir og hvort þær skila bestu niðurstöðunni.
Á Íslandi í dag eru miklar og líflegar umræður um hvernig við erum að byggja borgina og húsnæði fyrir fólk og heimili. Þar mætir krafa um hraða, magn og verð áherslu á gæði, endingu og umhverfi sem tryggir gott samfélag, mannlíf, jafnrétti.
Undanfarið höfum við séð mörg flott verk þar sem samkeppnir hafa verið undanfari; gestastofur í þjóðgörðum sem fengu viðurkenningu í ár fyrir Bestu fjárfestingu á Hönnunarverðlaununum, Elliðaárstöð sem var valinn Staður ársins á Hönnunarverðlaununum, félagsbústaði á Sjómannaskólareit - að auki Smiðju og Eddu sem voru Staðir ársins síðustu ár á Hönnunarverðlaununum.
Fjögur snörp erindi verða flutt um samkeppnir og reynslu af þeim;.
Björn Guðbrandsson, arkitekt FAÍ og eigandi ARKÍS
Brynhildur Pálsdóttir, vöruhönnuður hluti af Tertu
Hulda Jónsdóttir, arkitekt FAÍ og eigandi Hjark arkitektúr
Jón Pálmi Guðmundsson, framkvæmdastjóri Urriðaholts
Freyr Eyjólfsson verkefnastjóri hringrásarhagkerfis hjá SORPU stjórnar umræðum og fundarstjóri er Halla Helgadóttir framkvæmdastjóri Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs.
Á síðsta opna fyrirlestri var rætt um Nýtt efni og endurnýtt. Fjórir hönnuðir og arkitektar fluttu erindi; Arnhildur Pálmadóttir, arkitekt s.ap arkitektar, Bjarki Þ. Wíum, húsasmiður og arkitektanem, Perla Dís Kristinsdóttir, arkitekt Basalt arkitektar og Sirrý Ágústsdóttir, frumkvöðull. Umræðustjóri var Bergur Finnbogason, listrænn stjórnandi CCP. Meðfylgjandi eru myndir af þeim viðburði:










