Miðstöð hönnunar og arkitektúrs
    • Nýjast
    • Greinar
    • HönnunarMars
    • Viðtöl
    • Aðsent
    • HönnunarMars
    • Hönnunarverðlaun Íslands
    • Hönnunarsjóður
    • Útlínur framtíðar - hönnunar og arkitektúr stefna
    • Samkeppnir&Valferli
    • Skapalón
    • Góðar leiðir
    • HA – tímarit um íslenska hönnun og arkitektúr
    • Ertu að leita að hönnuði og arkitekt?
    • Verslanir sem selja íslenska hönnun
    • LHÍ hönnun og arkitektúrdeild
    • Hönnunarsafn Íslands
    • Félög hönnuða og arkitekta
    • Hönnunarsjóður
    • Hönnunarverðlaun Íslands
    • Styrkir
    • Samningar
    • Hönnunarnám
    • Ráðstefnur og sýningar
    • Félög hönnuða og arkitekta
    • Arkitektafélag Íslands
    • Félag íslenskra landslagsarkitekta
    • Félag húsgagna- og innanhússarkitekta
    • Félag íslenskra teiknara
    • Fatahönnunarfélag Íslands
    • Félag vöru-og iðnhönnuða
    • Félag íslenskra gullsmiða
    • Leirlistafélag Íslands
    • Textílfélagið
    • Starfsemi og hlutverk
    • Starfsfólk
    • Stjórnir
    • Hafa samband
    • Útgefið efni
  • hönnunarverðlaun Íslands
    • English
    • Íslenska

info@honnunarmidstod.is

  • Facebook
  • Instagram
  • Vimeo
hönnunarverðlaun Íslands
Aftur í HA/fréttir
    • English
    • Íslenska

Albína Thordarson Heiðursverðlaunahafi Hönnunarverðlauna Íslands 2025: „Það hefur allt breyst!“

6. nóvember 2025

Albína Thordarson arkitekt hlýtur heiðursverðlaun Hönnunarverðlauna Íslands 2025 fyrir framlag sitt til byggingarlistar en hún hefur tryggt sér sess sem einn fremsti arkitekt Íslendinga. Hún hefur með störfum sínum rutt brautina fyrir nýjar kynslóðir arkitekta. Ævistarf Albínu Thordarson er merkilegur vitnisburður um gildi arkitektúrs sem þjónar fólki, samfélagi og menningu til framtíðar.

Fljótt ljóst að hún yrði arkitekt
„Faðir minn Sigvaldi Thordarson var arkitekt og eftir að hann fór að vera með eigin stofu þá var teiknistofan heima þannig að heimilið og teiknistofan voru samtvinnuð. Ég var þarna einsog mist lysti og fylgist vel með því sem gerðist. Mér varð fljótt ljóst að ég ætlaði að verða arkitekt,“ segir Albína Thordarson Heiðursverðlaunahafi Hönnunarverðlauna Íslands 2025.

Styrkur, notagildi og fegurð

Því er ekki auðsvarað, að mati Albínu hvað arkitektúr er, hvað þá góður arkitektúr. „Þetta er flókið fyrirbæri. Það er oft vitnað í orð Vítrúvíusar sem var uppi á 1. öld eftir Krist sem skrifaði fyrstu bókina, sem vitað er um, að skrifuð hafi verið um arkitektúr. Þar segir að arkitektúr verði að hafa þrennt; styrk, notagildi og fegurð.“

Til hvers er byggingin?

Albína hefur nálgast sín verkefni og byggingar í gegnum tíðina útfrá umhverfi, staðsetningu, lóð og landi - og ætíð haft þá lykilspurningu í huga: til hvers á að nota bygginguna? „Hvers konar hús er verið að byggja skiptir miklu máli og eins að samvinna arkitekts og verkkaupa sé góð. Það er ástæða til að taka það fram að verðmunur á góðum og slökum arkitektúr er hverfandi, það er jafndýrt að byggja lélegan arkitektúr einsog góðan.“

Erfitt að gera upp á milli
Á starfsferli sínum hefur Albína lagt sitt af mörkum við að móta byggingarlist og -sögu Íslands á tímum mikilla breytinga í faginu, allt frá uppbyggingu velferðarsamfélags til nútíma áherslna á vist- og mannvænni hönnun. Í þessu samhengi má nefna fjölda leikskóla, svo sem Álfastein í Hafnarfirði og Ása í Garðabæ, orlofsheimili vélstjóra á Laugarvatni og orlofshús Kennarasambands Íslands í Hrunamannahreppi.

„Ég get ekki svarað því hvort eitt verkefni sé mikilvægara en annað, allt er á sinn hátt jafnmikilvægt. Þetta er einsog að gera uppá milli barnanna sinna! Það er ekki auðvelt og ekki er það auðvelt að gera upp á milli verka sinni. En ég hef teiknað nokkra leikskóla fyrir bæjarfélög og mér þykir vænt um þá en mér finnst líka vænt um allt annað sem ég hef gert.“

–

Það hefur allt breyst
Aðspurð um breytingar síðustu ár er Albína fljót til svars. „Það hefur allt breyst. Nú er allt unnið í tölvum, Teikningar, módel, módelmyndir, greinargerðir og byggingarumsóknir eru rafrænar. Þegar ég var að læra vorum við enn að vinna á sama hátt og menn gerðu hundrað árum áður, með t-stiku, horn og skapalón, blýant og túss!“ Talið berst að samkeppnum en umhverfi kringum þær hefur einnig breyst. „Þegar ég var ung voru opnar samkeppnir algengar en það hefur líka breyst. Þá gátu ungir arkitektar komist að og fengið verkefni. Nú eru flestallar samkeppnir lokaðar, það er valið inn í þær og oft skilyrði að stofan sé stór og veltan mikil. Það þýðir að forvalsgögn kosta sitt. Mín spurning er: borgar það sig? Opin samkeppni skilar alltaf miklu fleiri hugmyndum.“

Albína er ein af brautryðjendum kvenna í stéttinni hér á landi en sjálf er hún ekki upptekin af því. „Ég var aldrei alin upp við að það væri svo mikill munur á körlum og konum og hugsaði ekki mikið um þetta. Enda hef ég oft sagt að það sé ekkert betra að vera arkitekt en kona, maður er skammaður jafnmikið!“

Albína er fædd árið 1939 í Reykjavík. Arkitektúr er henni í blóð borinn, en faðir hennar var Sigvaldi Thordarson arkitekt. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1959 og hóf að því loknu nám við Kunstakademiets Arkitektskole í Kaupmannahöfn. Þaðan lauk hún prófi árið 1966. 

Að námi loknu starfaði hún meðal annars hjá Teiknistofu Skarphéðins Jóhannssonar og Teiknistofu Manfreðs Vilhjálmssonar og Þorvaldar S. Þorvaldssonar áður en hún hóf eigin rekstur. Í nokkur ár rak hún stofu í samstarfi við systur sína, Guðfinnu Thordarson arkitekt, en þær teiknuðu meðal annars Bóknámshús Fjölbrautarskóla Norðulands vestra á Sauðárkróki og Stjórnsýsluhúsið á Ísafirði. 

Verk Albínu einkennast af fagurfræði þar sem fólk og umhverfi er útgangspunkturinn í því að skapa tímalaus rými og byggingar. Byggingar sem fanga birtu og notalegheit á sama tíma og þær styðjast við grunnform og einfaldleika. 

Albína hefur tekið þátt í mörgum samkeppnum arkitekta ein eða með öðrum og oft unnið til verðlauna. Hún var formaður Arkitektafélags Íslands á árunum 2005–2007 og hefur auk þess setið í fjölda nefnda á vegum félagsins og gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir hönd arkitekta. Árið 2015 var hún gerð að heiðursfélaga Arkitektafélags Íslands fyrir ævistarf sitt.

Rótgróin tengsl við byggingarlistina ásamt elju og fagmennsku hafa gert Albínu að fyrirmynd og áhrifakonu í íslenskri arkitektasögu. Mikilvægur brautryðjandi kvenna í faginu og höfundur fjölda verka sem enn móta umhverfi okkar og samfélag. Ævistarf hennar er merkilegt vitnisburður um gildi arkitektúrs sem þjónar fólki, samfélagi og menningu til framtíðar.

Hönnunarverðlaun Íslands voru veitt við hátíðlega athöfn í Grósku 6. nóvember og er þetta í tólfta sinn sem verðlaunin eru veitt. Það var Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, sem veitti Albínu verðlaunin.

Heiðursverðlaun Hönnunarverðlauna Íslands voru veitt í fyrsta skiptið árið 2019 og er viðurkenning veitt einstaklingi sem hefur náð einstökum árangri í starfi, verið mjög áhrifamikill á sínu fagsviði eða hefur skilað framúrskarandi ævistarfi á sviði hönnunar og arkitektúrs á Íslandi. 

Miðstöð hönnunar og arkitektúrs stendur að verðlaununum, í samstarfi við Hönnunarsafn Íslands og Listaháskóla Íslands, með stuðningi frá Íslandsstofu, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, Grósku, Vísindagörðum Háskóla Íslands og Bláa Lóninu.

Tengt efni

  • Fjallahjólið Elja er Vara ársins á Hönnunarverðlaunum Íslands 2025

  • Elliðaárstöð er Staður ársins á Hönnunarverðlaunum Íslands 2025

  • Fischersund er Verk ársins á Hönnunarverðlaunum Íslands 2025

Dagsetning
6. nóvember 2025
Höfundur
Klara Rún Ragnarsdóttir

Deila

  • Facebook
  • Twitter
  • Pinterest

Tögg

  • Hönnunarverðlaun Íslands
  • Greinar
  • Fagfélög

Miðstöð hönnunar og arkitektúrs
Gróska, Bjargargata 1
102 Reykjavik

info@honnunarmidstod.is

  • Facebook
  • Instagram
  • Vimeo
  • Pinterest
© Hönnunarmiðstöð 2025.

Sími 771 2200