Miðstöð hönnunar og arkitektúrs
    • Nýjast
    • Greinar
    • HönnunarMars
    • Viðtöl
    • Aðsent
    • HönnunarMars
    • Hönnunarverðlaun Íslands
    • Hönnunarsjóður
    • Útlínur framtíðar - hönnunar og arkitektúr stefna
    • Samkeppnir&Valferli
    • Skapalón
    • Góðar leiðir
    • HA – tímarit um íslenska hönnun og arkitektúr
    • Ertu að leita að hönnuði og arkitekt?
    • Verslanir sem selja íslenska hönnun
    • LHÍ hönnun og arkitektúrdeild
    • Hönnunarsafn Íslands
    • Félög hönnuða og arkitekta
    • Hönnunarsjóður
    • Hönnunarverðlaun Íslands
    • Styrkir
    • Samningar
    • Hönnunarnám
    • Ráðstefnur og sýningar
    • Félög hönnuða og arkitekta
    • Arkitektafélag Íslands
    • Félag íslenskra landslagsarkitekta
    • Félag húsgagna- og innanhússarkitekta
    • Félag íslenskra teiknara
    • Fatahönnunarfélag Íslands
    • Félag vöru-og iðnhönnuða
    • Félag íslenskra gullsmiða
    • Leirlistafélag Íslands
    • Textílfélagið
    • Starfsemi og hlutverk
    • Starfsfólk
    • Stjórnir
    • Hafa samband
    • Útgefið efni
  • hönnunarverðlaun Íslands
    • English
    • Íslenska

info@honnunarmidstod.is

  • Facebook
  • Instagram
  • Vimeo
hönnunarverðlaun Íslands
Aftur í HA/fréttir
    • English
    • Íslenska

Elliðaárstöð er Staður ársins á Hönnunarverðlaunum Íslands 2025

6. nóvember 2025

Elliðaárstöð er nýr áfangastaður með ólíkum rýmum og fjölbreytilegri upplifun í Elliðaárdal, hönnuð af Tertu þverfaglegu hönnunarteymi í samstarfi við Landslag.

Elliðaárstöð hefur verið endurhönnuð fyrir Orkuveituna sem spennandi áfangastaður með almenningsrýmum, gestastofu og veitingastað. Svæðið iðar nú af lífi árið um kring en var áður afvikið iðnaðarsvæði. Með endurhönnun á svæðinu hefur gömlum byggingum verið gefið nýtt hlutverk. Útisvæðið fléttast fallega saman við starfsemina með einstöku leiksvæði, viðburðasvæðum, gönguleiðum og innsetningum.

Svæðið er hannað með fræðslu, samveru, útiveru og leik í huga. Þar má fræðast um sögu staðarins, orkuna í náttúrunni og veiturnar, jafnt úti sem inni. Í Elliðaárstöð má hanga, sulla, slaka á, hitta vini, sækja viðburði en þar er líka tekið á móti fjölda skólahópa. Alla þessa þætti þurfti hönnunarteymið að hafa í huga við hönnun og útfærslu á staðnum auk samstarfs við ólíka aðila. Hönnunarhugsun, sem tekur mið af stóra samhenginu, skín í gegn ásamt nákvæmri og vandaðri útfærslu smáatriða.

Í hönnun staðarins er lagt upp með að dylja hvergi afnot manneskjunnar af auðlindum heldur þvert á móti undirstrika jákvætt samlíf manns og náttúru. Áhersla er lögð á að nýta það sem fyrir var á svæðinu til fulls og sækja innblástur í sögu dalsins. Hlusta á staðinn og vinna þaðan.

Við endurnýjun húsanna var leitað í uppruna þeirra varðandi efnisnotkun, innréttingar og fyrirkomulag. Ummerki gamalla veggja eru sýnileg og síðari tíma breytingar fjarlægðar þar sem við átti. Efniviður sem féll til var endurnýttur í ný gólf eða yfirborðsefni og saga húsanna gegnum árin gerð læsileg sem tekst sérstaklega vel þar sem lagnir inni í veggjum og undir götum verða sýnilegar. 

Rafstöðin í Elliðaárdal var gangsett árið 1921 og umbylti lífsgæðum Reykvíkinga. Rafstöðvarbyggingin sem er einstaklega fögur og byggð í anda orkuvera á Norðurlöndunum var hönnuð af verkfræðingunum Jóni Þorláksyni, Guðmundi Hlíðdal og Aage Broagers-Christensen. Spennustöðin sem er frá 1930 var hönnuð af Sigurði Guðmundssyni, arkitekt.

Einstaklega vel hefur tekist að virkja svæðið og glæða það lífi en um leið fræða gesti og halda í menningarsöguleg verðmæti. Sögunni er lyft upp á yfirborðið á vandaðan og skemmtilegan hátt. Þar sem áður var fallegt iðnaðarsvæði sem þjónaði ekki lengur upprunalegu hlutverki sínu er nú heimili fjölbreyttrar dagskrár á sviði menningar, menntunar, nýsköpunar, lista, leikja og íþrótta. Ekki síður er svæðið hannað fyrir frjálsan leik, samveru og næði. Tekist hefur að skapa nærandi stað sem fyllir gesti gleði og orku.

–

Í hönnunarteyminu Tertu eru Ármann Agnarsson, grafískur hönnuður, Brynhildur Pálsdóttir, vöruhönnuður og Eva Huld Friðriksdóttir og Magnea Guðmundsdóttir arkitektar á Teiknistofunni Stiku. Ráðgjafar Tertu við verkefnið eru Landslag, Hnit verkfræðistofa, Ljósark, Liska og Minjastofnun. Auk þess eru samstarfsaðilar Tertu, Birta Fróðadóttir, arkitekt, Kristín María Sigþórsdóttir, vöruhönnuður, Helgi Páll Melsted, grafískur hönnuður og Atli Bollason, listamaður.

Hönnunarverðlaun Íslands voru veitt við hátíðlega athöfn í Grósku 6. nóvember og er þetta í tólfta sinn sem verðlaunin eru veitt.

Hönnunarverðlaun Íslands eru veitt hönnuði, arkitekt, hönnunarteymi eða stofu fyrir framúrskarandi nýleg verkefni. Við val á verðlaunahöfum er leitað að verkefnum sem skara fram úr og geta staðið sem fulltrúar þess besta sem gert er á sviði hönnunar og arkitektúrs. Verkefnin endurspegla gæði og vera áhrifarík, fela í sér frjóa hugsun, snjalla lausn, vandaða útfærslu, áherslu á fagurfræði og fagmennsku í vinnubrögðum. Einnig er horft til hvort verkefnin séu notendavæn, nýskapandi og hafi jákvæð áhrif á lífsgæði, verðmætasköpun og sjálfbærni.   

Miðstöð hönnunar og arkitektúrs stendur að verðlaununum, í samstarfi við Hönnunarsafn Íslands og Listaháskóla Íslands, með stuðningi frá Íslandsstofu, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, Grósku, Vísindagörðum Háskóla Íslands og Bláa Lóninu.

Tengt efni

  • Fischersund er Verk ársins á Hönnunarverðlaunum Íslands 2025

  • Fjallahjólið Elja er Vara ársins á Hönnunarverðlaunum Íslands 2025

Dagsetning
6. nóvember 2025
Höfundur
Klara Rún Ragnarsdóttir

Deila

  • Facebook
  • Twitter
  • Pinterest

Tögg

  • Hönnunarverðlaun Íslands
  • Greinar
  • Fagfélög

Miðstöð hönnunar og arkitektúrs
Gróska, Bjargargata 1
102 Reykjavik

info@honnunarmidstod.is

  • Facebook
  • Instagram
  • Vimeo
  • Pinterest
© Hönnunarmiðstöð 2025.

Sími 771 2200