Miðstöð hönnunar og arkitektúrs
    • Nýjast
    • Greinar
    • HönnunarMars
    • Viðtöl
    • Aðsent
    • HönnunarMars
    • Hönnunarverðlaun Íslands
    • Hönnunarsjóður
    • Útlínur framtíðar - hönnunar og arkitektúr stefna
    • Samkeppnir&Valferli
    • Skapalón
    • Góðar leiðir
    • HA – tímarit um íslenska hönnun og arkitektúr
    • Ertu að leita að hönnuði og arkitekt?
    • Verslanir sem selja íslenska hönnun
    • LHÍ hönnun og arkitektúrdeild
    • Hönnunarsafn Íslands
    • Félög hönnuða og arkitekta
    • Hönnunarsjóður
    • Hönnunarverðlaun Íslands
    • Styrkir
    • Samningar
    • Hönnunarnám
    • Ráðstefnur og sýningar
    • Félög hönnuða og arkitekta
    • Arkitektafélag Íslands
    • Félag íslenskra landslagsarkitekta
    • Félag húsgagna- og innanhússarkitekta
    • Félag íslenskra teiknara
    • Fatahönnunarfélag Íslands
    • Félag vöru-og iðnhönnuða
    • Félag íslenskra gullsmiða
    • Leirlistafélag Íslands
    • Textílfélagið
    • Starfsemi og hlutverk
    • Starfsfólk
    • Stjórnir
    • Hafa samband
    • Útgefið efni
  • hönnunarverðlaun Íslands
    • English
    • Íslenska

info@honnunarmidstod.is

  • Facebook
  • Instagram
  • Vimeo
hönnunarverðlaun Íslands
Aftur í HA/fréttir
    • English
    • Íslenska

Fjallahjólið Elja er Vara ársins á Hönnunarverðlaunum Íslands 2025

6. nóvember 2025

Elja er fjallahjól hannað og framleitt af Lauf Cycles. Elja er fulldempað fjallahjól sem sameinar með einstökum hætti eiginleika fjalla-, keppnis- og borgarhjóls. 

Elja er fyrsta fjallahjól Lauf Cycles og óhætt er að segja að hönnun hjólsins miði öll að því að gera upplifun hjólreiðamannsins einstaka. Með Elju setur Lauf Cycles á markað hjól sem hefur tæknilega sérstöðu í heimi fjallareiðhjóla, hvor tveggja í keppni og leik, en Elja er líka öruggt samgöngutæki í hvers kyns veðri. Þrátt fyrir flóknar tæknilegar lausnir gera eiginleikar hjólsins það að verkum að hægt er að nýta það sem samgöngutæki innan bæjar- og borgarmarka. Þó hjólið sé fjallahjól og hannað fyrir utanvega hjólreiðar gera eiginleikar þess notendum kleift að hjóla milli staða árið um kring og í verra veðri en hingað til hefur þekkst.

Snilld hönnunarinnar liggur ekki síst í afturhluta hjólsins þar sem Elja hefur einn snúningspunkt í fjöðrun sinni, en venjulega er mun flóknara fjöðrunarkerfi í slíkum hjólum. Útfærsla Elju miðar að því að ná fram hámarksvirkni með sem einföldustum hætti.

Afturfjöðrun hjólsins (e. Lauf Single Pivot - LSP) er uppfinning Lauf Cycles og styrkur þess og einkenni á erfiðum alþjóðlegum markaði. Uppfinningin gerir Lauf Cycles kleift að hverfa aftur í einfaldari uppbyggingu á stelli hjólsins. Hjólið er fáanlegt í tveimur gerðum, „trail“ útgáfu og svokallaðri „xc“ útgáfu, en hin síðarnefnda er hönnuð með sérstöku tilliti til keppna.

Áhersla er lögð á gæði og vandaðan efnivið svo hjólið endist árum saman. Þá er hvert hjól framleitt í takmörkuðu magni og þannig gilda lögmál hægrar framleiðslu og umhverfisábyrgðar í stefnu fyrirtækisins.

Í hjólinu Elju sameinast yfirburðahönnun, tæknileg úrvinnsla, notendavæn hugsun og ábyrg framleiðsla.Tæknin gerir upplifun hjólreiðamanna við utanvega hjólreiðar einstaka og eykur möguleika hjólreiðafólks til vistvænna samgangna allan ársins hring. Hjólið hefur sérstöðu á alþjóðamarkaði hvað búnað og tækni snertir á sama tíma og hvergi er gefið eftir í hönnun útlits og ytra byrði. 

–

Lauf Cycles var stofnað árið 2011 og markaði sér upphaflega sérstöðu í heimi hjólreiða með byltingarkenndri hönnun fjöðrunargaffli fyrir reiðhjól sem var sérstaklega hannaður fyrir lítil högg. Gaffallinn tryggði Lauf Cycles á sínum tíma sterka og áberandi stöðu í heimi malarhjólreiða. 

Stofnendur eru Benedikt Skúlason og Guðberg Björnsson. Félagið byrjaði í bílskúr í Grafarvoginum en er í dag alþjóðlegt hjólafyrirtæki með 25 starfsmenn. Höfuðstöðvarnar eru í Reykjavík en framleiðsla fer öll fram í verksmiðju Lauf í Bandaríkjunum.

Hönnunarverðlaun Íslands voru veitt við hátíðlega athöfn í Grósku 6. nóvember og er þetta í tólfta sinn sem verðlaunin eru veitt.

Hönnunarverðlaun Íslands eru veitt hönnuði, arkitekt, hönnunarteymi eða stofu fyrir framúrskarandi nýleg verkefni. Við val á verðlaunahöfum er leitað að verkefnum sem skara fram úr og geta staðið sem fulltrúar þess besta sem gert er á sviði hönnunar og arkitektúrs. Verkefnin endurspegla gæði og vera áhrifarík, fela í sér frjóa hugsun, snjalla lausn, vandaða útfærslu, áherslu á fagurfræði og fagmennsku í vinnubrögðum. Einnig er horft til hvort verkefnin séu notendavæn, nýskapandi og hafi jákvæð áhrif á lífsgæði, verðmætasköpun og sjálfbærni.   

Miðstöð hönnunar og arkitektúrs stendur að verðlaununum, í samstarfi við Hönnunarsafn Íslands og Listaháskóla Íslands, með stuðningi frá Íslandsstofu, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, Grósku, Vísindagörðum Háskóla Íslands og Bláa Lóninu.

Tengt efni

  • Fischersund er Verk ársins á Hönnunarverðlaunum Íslands 2025

Dagsetning
6. nóvember 2025
Höfundur
Klara Rún Ragnarsdóttir

Deila

  • Facebook
  • Twitter
  • Pinterest

Tögg

  • Hönnunarverðlaun Íslands
  • Greinar
  • Fagfélög

Miðstöð hönnunar og arkitektúrs
Gróska, Bjargargata 1
102 Reykjavik

info@honnunarmidstod.is

  • Facebook
  • Instagram
  • Vimeo
  • Pinterest
© Hönnunarmiðstöð 2025.

Sími 771 2200