Miðstöð hönnunar og arkitektúrs
    • Nýjast
    • Greinar
    • HönnunarMars
    • Viðtöl
    • Aðsent
    • HönnunarMars
    • Hönnunarverðlaun Íslands
    • Hönnunarsjóður
    • Útlínur framtíðar - hönnunar og arkitektúr stefna
    • Samkeppnir&Valferli
    • Skapalón
    • Góðar leiðir
    • HA – tímarit um íslenska hönnun og arkitektúr
    • Ertu að leita að hönnuði og arkitekt?
    • Verslanir sem selja íslenska hönnun
    • LHÍ hönnun og arkitektúrdeild
    • Hönnunarsafn Íslands
    • Félög hönnuða og arkitekta
    • Hönnunarsjóður
    • Hönnunarverðlaun Íslands
    • Styrkir
    • Samningar
    • Hönnunarnám
    • Ráðstefnur og sýningar
    • Félög hönnuða og arkitekta
    • Arkitektafélag Íslands
    • Félag íslenskra landslagsarkitekta
    • Félag húsgagna- og innanhússarkitekta
    • Félag íslenskra teiknara
    • Fatahönnunarfélag Íslands
    • Félag vöru-og iðnhönnuða
    • Félag íslenskra gullsmiða
    • Leirlistafélag Íslands
    • Textílfélagið
    • Starfsemi og hlutverk
    • Starfsfólk
    • Stjórnir
    • Hafa samband
    • Útgefið efni
  • hönnunarverðlaun Íslands
    • English
    • Íslenska

info@honnunarmidstod.is

  • Facebook
  • Instagram
  • Vimeo
hönnunarverðlaun Íslands
Aftur í HA/fréttir
    • English
    • Íslenska

Náttúruverndarstofnun hlýtur viðurkenningu fyrir bestu fjárfestingu í hönnun 2025

6. nóvember 2025

Náttúruverndarstofnun hlýtur viðurkenningu fyrir bestu fjárfestingu í hönnun á Hönnunarverðlaunum Íslands 2025 fyrir framúrskarandi nálgun við uppbyggingu gestastofa með hönnun og arkitektúr að leiðarljósi.

Mikil uppbygging hefur átt sér stað í þjóðgörðum landsins undanfarna tvo áratugi í takti við fjölgun ferðamanna íslenskra og erlendra. Mikill metnaður og framsýni hefur einkennt þessa uppbyggingu þar sem vönduð nálgun, verndun náttúrunnar og góð upplifun gesta á friðlýstum svæðum er höfð að leiðarljósi. Þess er vel gætt að framkvæmdir valdi sem minnstu raski og byggingar falli vel að náttúrunni. Þjóðgarðsverðir, stjórnendur og verkefnastjórar þjóðgarðanna hafa í mörgum tilfellum valið að halda samkeppnir á meðal arkitekta og hönnuða hvor tveggja um byggingar og sýningar með mjög góðum árangri. 

Náttúruverndarstofnun rekur átta gestastofur um allt land en þær þjóna sem hlið inn á friðlýst svæði og þjóðgarða og veita gestum margvíslega þjónustu og upplýsingar. 

Einnig eru landvörslustöðvar og skrifstofur á gestastofunum. Fimm gestastofur eru í Vatnajökulsþjóðgarði, tvær í Snæfellsjökulsþjóðgarði, á Ísafirði og í Vestmanneyjum. Uppbygging gestastofanna hefur farið fram á mismunandi tímum og eru þær ýmist í nýjum húsum eða eldri og endurnýttum, í flestum eru vandaðar og vel hannaðar sýningar þar sem gestir geta leitað sér fróðleiks um náttúru, sögu, menningu og umhverfi.

–

Hér er yfirlit yfir gestastofur sem dómnefnd leit sérstaklega til sem bestu fjárfestingu í hönnun. Snæfellsstofa í Vatnajökulsþjóðgarði, bygging eftir Arkís frá 2010. Þjóðgarðsmiðstöð á Hellissandi í Snæfellsjökulsþjóðgarði, bygging eftir Arkís frá 2023, Skaftárstofa í Vatnajökulsþjóðgarði, bygging eftir Arkís frá 2024. 

Gígur gestastofa í Vatnajökulsþjóðgarði, sýning eftir SP(R)INT STUDIO og Nissen Richards Studio frá 2025. Skaftárstofa í Vatnajökulsþjóðgarði, sýning eftir SP(R)INT STUDIO og Nissen Richards Studio frá 2025. Þjóðgarðsmiðstöð á Hellissandi í Snæfellsjökulsþjóðgarði, sýning eftir Kvorning Design, Yoke og Verkstæðið opnar 2025.

Þjóðgarðarnir hafa verið reknir hver fyrir sig en hafa nú verið sameinaðir undir einum hatti í Náttúruverndarstofnunar, að Þjóðgarðinum á Þingvöllum undanskildum. Ákvarðanir um uppbyggingu og hönnun hafa þess vegna verið teknar af ólíku fólki, sem hefur greinilega verið sama sinnis og augljóst að sami metnaður hefur ríkt í þjóðgörðunum. Leiða má líkum að því að uppbygging og samkeppni um gestastofu á Hakinu í Þjóðgarðinum á Þingvöllum 2001, sem arkitektarnir Gláma Kím hönnuðu í samstarfi við Landslag og sýning í gestastofu Haksins sem Gagarín hannaði hafi markað ákveðið upphaf að þeirri nálgun að leggja mikla áherslu á samstarf við hönnuði og arkitekta og halda samkeppnir um verkefnin. 

Fjöldi manns hafa komið að þessari uppbyggingu, starfsmenn þjóðgarðanna, hönnuðir og arkitektar. Öllu þessu fólki er veitt viðurkenningin Besta fjárfesting í hönnun með ósk um að þjóðgarðarnir undir stjórn Náttúruverndarstofnunar haldi áfram á þessari fallegu og vönduðu vegferð og geti þannig með stolti þjónustað gesti sem njóta stórbrotinnar náttúru Íslands.

Skaftárstofa í Vatnajökulsþjóðgarði
Þjóðgarðsmiðstöð á Hellissandi í Snæfellsjökulsþjóðgarði
Sýning í gestastofunni Gíg í Vatnajökulsþjóðgarði
Sýning í Skaftárstofu á Kirkjubæjarklaustri
Snæfellsstofa í Vatnajökulsþjóðgarði

Hönnunarverðlaun Íslands voru veitt við hátíðlega athöfn í Grósku 6. nóvember og er þetta í tólfta sinn sem verðlaunin eru veitt. 

Viðurkenning fyrir bestu fjárfestingu í hönnun var veitt í fyrsta sinn 2015 og er veitt fyrirtæki eða stofnun sem hefur hönnun og arkitektúr að leiðarljósi í starfsemi sinni til að auka gæði, verðmætasköpun og samkeppnishæfni. Það var Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra sem veitti viðurkenninguna í ár.

Miðstöð hönnunar og arkitektúrs stendur að verðlaununum, í samstarfi við Hönnunarsafn Íslands og Listaháskóla Íslands, með stuðningi frá Íslandsstofu, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, Grósku, Vísindagörðum Háskóla Íslands og Bláa Lóninu.

Dagsetning
6. nóvember 2025
Höfundur
Klara Rún Ragnarsdóttir

Deila

  • Facebook
  • Twitter
  • Pinterest

Tögg

  • Hönnunarverðlaun Íslands
  • Greinar
  • Fagfélög

Miðstöð hönnunar og arkitektúrs
Gróska, Bjargargata 1
102 Reykjavik

info@honnunarmidstod.is

  • Facebook
  • Instagram
  • Vimeo
  • Pinterest
© Hönnunarmiðstöð 2025.

Sími 771 2200