Miðstöð hönnunar og arkitektúrs
    • Nýjast
    • Greinar
    • HönnunarMars
    • Viðtöl
    • Aðsent
    • HönnunarMars
    • Hönnunarverðlaun Íslands
    • Hönnunarsjóður
    • Útlínur framtíðar - hönnunar og arkitektúr stefna
    • Samkeppnir&Valferli
    • Skapalón
    • Góðar leiðir
    • HA – tímarit um íslenska hönnun og arkitektúr
    • Ertu að leita að hönnuði og arkitekt?
    • Verslanir sem selja íslenska hönnun
    • LHÍ hönnun og arkitektúrdeild
    • Hönnunarsafn Íslands
    • Félög hönnuða og arkitekta
    • Hönnunarsjóður
    • Hönnunarverðlaun Íslands
    • Styrkir
    • Samningar
    • Hönnunarnám
    • Ráðstefnur og sýningar
    • Félög hönnuða og arkitekta
    • Arkitektafélag Íslands
    • Félag íslenskra landslagsarkitekta
    • Félag húsgagna- og innanhússarkitekta
    • Félag íslenskra teiknara
    • Fatahönnunarfélag Íslands
    • Félag vöru-og iðnhönnuða
    • Félag íslenskra gullsmiða
    • Leirlistafélag Íslands
    • Textílfélagið
    • Starfsemi og hlutverk
    • Starfsfólk
    • Stjórnir
    • Hafa samband
    • Útgefið efni
  • hönnunarverðlaun Íslands
    • English
    • Íslenska

info@honnunarmidstod.is

  • Facebook
  • Instagram
  • Vimeo
hönnunarverðlaun Íslands
Aftur í HA/fréttir
    • English
    • Íslenska

Fischersund er Verk ársins á Hönnunarverðlaunum Íslands 2025

6. nóvember 2025

Fischersund talar til allra skilningarvita í gegnum ilm, tónlist og myndlist. Frá stofnun Fischersunds hefur skynheimurinn stækkað og styrkst um leið og verkum og vörum hefur fjölgað.

Fischersund hefur lagt áherslu á heildræna upplifun fyrir skynfærin með því að tengja ilmi við sjón- og tónverk. Margbreytileg og áhrifarík upplifun sem Fischersund skapar er til þess fallin að byggja brú á milli minninga sem við tengjum við staði og stundir, ólík tímabil og samhengi. 

Fischersund hefur frá 2017 vaxið og dafnað í takt við kjarnaða heildarmynd og vöruúrval – ilmvötn, kerti, reykelsi, textílverk, hljóðheima, skynupplifun og sýningar. Þróun sem undirstrikar að verkið sjálft er ekki bundið við einstaka hluti eða sýningar heldur heim upplifunar sem heldur áfram að þroskast og mótast. 

Í því samhengi má nefna sýninguna Faux Flora, þar sem þessi nálgun nær nýjum hæðum. Þar vinnur teymið út frá ímynduðu jurtaríki í gegnum ilm, hljóð og myndverk sem endurspegla lífsferil plantna. Sýningin er bæði fagurfræðileg og tilfinningaleg rannsókn á tengslum mannsins við náttúruna og sýnir hvernig Fischersund nýtir ólíka miðla til að móta heildrænan, draumkenndan og persónulegan heim.

Fischersund er heildstætt og lifandi verk sem sameinar ólíka miðla til að skapa ásýnd og vörur. Með þessari nálgun hafa þau skapað farveg fyrir hönnun og list sem samofin ferli, þar sem skynjunin sjálf er efniviðurinn og upplifunin endanlega afurð.

–

Fischersund listasamsteypa eru systkinin Inga, Jónsi, Lilja og Sigurrós Birgisbörn ásamt Sindra, Albie og Kjartani Hólm. Nálgun þeirra einkennist af samvinnu þar sem ólík sjónarhorn og skapandi aðferðir mætast. Lifandi samtal milli listar og daglegs lífs sem þau útfæra með sínum miðlum svo úr verður sameiginlegt ferðalag. Þessi nálgun gerir hópinn sveigjanlegan, nokkuð tilraunaglaðan og opinn fyrir að víkka út skynheiminn sem þau hafa skapað.

Hönnunarverðlaun Íslands voru veitt við hátíðlega athöfn í Grósku 6. nóvember og er þetta í tólfta sinn sem verðlaunin eru veitt.

Hönnunarverðlaun Íslands eru veitt hönnuði, arkitekt, hönnunarteymi eða stofu fyrir framúrskarandi nýleg verkefni. Við val á verðlaunahöfum er leitað að verkefnum sem skara fram úr og geta staðið sem fulltrúar þess besta sem gert er á sviði hönnunar og arkitektúrs. Verkefnin endurspegla gæði og vera áhrifarík, fela í sér frjóa hugsun, snjalla lausn, vandaða útfærslu, áherslu á fagurfræði og fagmennsku í vinnubrögðum. Einnig er horft til hvort verkefnin séu notendavæn, nýskapandi og hafi jákvæð áhrif á lífsgæði, verðmætasköpun og sjálfbærni.   

Miðstöð hönnunar og arkitektúrs stendur að verðlaununum, í samstarfi við Hönnunarsafn Íslands og Listaháskóla Íslands, með stuðningi frá Íslandsstofu, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, Grósku, Vísindagörðum Háskóla Íslands og Bláa Lóninu.

Tengt efni

  • Fjallahjólið Elja er Vara ársins á Hönnunarverðlaunum Íslands 2025

Dagsetning
6. nóvember 2025
Höfundur
Klara Rún Ragnarsdóttir

Deila

  • Facebook
  • Twitter
  • Pinterest

Tögg

  • Hönnunarverðlaun Íslands
  • Greinar
  • Fagfélög

Miðstöð hönnunar og arkitektúrs
Gróska, Bjargargata 1
102 Reykjavik

info@honnunarmidstod.is

  • Facebook
  • Instagram
  • Vimeo
  • Pinterest
© Hönnunarmiðstöð 2025.

Sími 771 2200