Miðstöð hönnunar og arkitektúrs
    • Nýjast
    • Greinar
    • HönnunarMars
    • Viðtöl
    • Aðsent
    • HönnunarMars
    • Hönnunarverðlaun Íslands
    • Hönnunarsjóður
    • Útlínur framtíðar - hönnunar og arkitektúr stefna
    • Samkeppnir&Valferli
    • Skapalón
    • Góðar leiðir
    • HA – tímarit um íslenska hönnun og arkitektúr
    • Ertu að leita að hönnuði og arkitekt?
    • Verslanir sem selja íslenska hönnun
    • LHÍ hönnun og arkitektúrdeild
    • Hönnunarsafn Íslands
    • Félög hönnuða og arkitekta
    • Hönnunarsjóður
    • Hönnunarverðlaun Íslands
    • Styrkir
    • Samningar
    • Hönnunarnám
    • Ráðstefnur og sýningar
    • Félög hönnuða og arkitekta
    • Arkitektafélag Íslands
    • Félag íslenskra landslagsarkitekta
    • Félag húsgagna- og innanhússarkitekta
    • Félag íslenskra teiknara
    • Fatahönnunarfélag Íslands
    • Félag vöru-og iðnhönnuða
    • Félag íslenskra gullsmiða
    • Leirlistafélag Íslands
    • Textílfélagið
    • Starfsemi og hlutverk
    • Starfsfólk
    • Stjórnir
    • Hafa samband
    • Útgefið efni
  • hönnunarverðlaun Íslands
    • English
    • Íslenska

info@honnunarmidstod.is

  • Facebook
  • Instagram
  • Vimeo
hönnunarverðlaun Íslands
Aftur í HA/fréttir
    • English
    • Íslenska

Hönnunarverðlaun Íslands veitt í tólfta skipti

6. nóvember 2025

Hönnunarverðlaun Íslands 2025 voru veitt við hátíðlega athöfn í Grósku þann 6. nóvember.  Fjallahjólið Elja er vara ársins, Elliðaárstöð er staður ársins og Fischersund verk ársins. Þá hlaut Albína Thordarson arkitekt Heiðursverðlaun og Náttúruverndarstofnun viðurkenningu fyrir bestu fjárfestingu í hönnun.

Dagurinn hófst á því að gestir fengu góða innsýn inn í þau níu framúrskarandi og fjölbreyttu verkefni sem tilnefnd voru til verðlaunanna í ár í þremur mismunandi flokkum. Í kjölfarið var svo verðlaunaafhending með tilheyrandi fögnuði.

Elja vara ársins 

Elja er fjallahjól hannað og framleitt af Lauf Cycles. Elja er fulldempað fjallahjól sem sameinar með einstökum hætti eiginleika fjalla-, keppnis- og borgarhjóls. Í hjólinu sameinast yfirburðahönnun, tæknileg úrvinnsla, notendavæn hugsun og ábyrg framleiðsla.Tæknin gerir upplifun hjólreiðamanna við utanvega hjólreiðar einstaka og eykur möguleika til vistvænna samgangna allan ársins hring. Hjólið hefur sérstöðu á alþjóðamarkaði hvað búnað og tækni snertir en á sama tíma er hvergi gefið eftir í hönnun útlits og ytra byrði. 

Elja

Meira hér

Elliðaárstöð staður ársins
Elliðaárstöð er nýr áfangastaður í Elliðaárdal, hönnuð af Tertu þverfaglegu hönnunarteymi í samstarfi við Landslag. Einstaklega vel hefur tekist að virkja svæðið og glæða það lífi en um leið fræða gesti og halda í menningarsöguleg verðmæti. Þar sem áður var iðnaðarsvæði er nú heimili fjölbreyttrar dagskrár á sviði menningar, menntunar, nýsköpunar, lista og íþrótta. Ekki síður er svæðið hannað fyrir frjálsan leik, samveru og næði. Tekist hefur að skapa nærandi stað sem fyllir gesti gleði og orku.

Elliðaárstöð

Meira hér

Fischersund verk ársins
Fischersund talar til allra skilningarvita í gegnum ilm, tónlist og myndlist. Frá stofnun Fischersunds hefur skynheimurinn stækkað og styrkst um leið og verkum og vörum hefur fjölgað. Fischersund er heildstætt og lifandi verk sem sameinar ólíka miðla til að skapa ásýnd og vörur. Með þessari nálgun hafa þau skapað farveg fyrir hönnun og list sem samofin ferli, þar sem skynjunin sjálf er efniviðurinn og upplifunin endanlega afurð.

Fischersund

Meira hér

Albína Thordarson arkitekt Heiðursverðlaunahafi
Albína Thordarson arkitekt hlýtur heiðursverðlaun Hönnunarverðlauna Íslands 2025 fyrir framlag sitt til byggingarlistar en hún hefur tryggt sér sess sem einn fremsti arkitekt Íslendinga. Verk Albínu einkennast af fagurfræði þar sem fólk og umhverfi er útgangspunktur í því að skapa tímalaus rými og byggingar. Rótgróin tengsl við byggingarlistina ásamt fagmennsku, framsýni og elju hafa gert Albínu að fyrirmynd og áhrifakonu í íslenskri arkitektasögu, en Albína var ein af fyrstu konunum á Íslandi til að starfrækja eigin arkitektastofu. Hún er mikilvægur brautryðjandi kvenna í faginu og höfundur fjölda verka sem enn móta umhverfi okkar og samfélag og hefur með störfum sínum rutt brautina fyrir nýjar kynslóðir arkitekta. Ævistarf Albínu Thordarson er merkilegur vitnisburður um gildi arkitektúrs sem þjónar fólki, samfélagi og menningu til framtíðar.

Albína Thordarson

Meira hér

Náttúruverndarstofnun verðlaunuð fyrir bestu fjárfestingu í hönnun

Náttúruverndarstofnun hlýtur viðurkenningu fyrir bestu fjárfestingu í hönnun á Hönnunarverðlaunum Íslands 2025 fyrir framúrskarandi nálgun við uppbyggingu gestastofa með hönnun og arkitektúr að leiðarljósi.

Náttúruverndarstofnun

Meira hér

Það voru þau Búi Bjarmar Aðalsteinsson, vöruhönnuður og Eygló Margrét Lárusdóttir, fatahönnuður, sem stýrðu samtali við tilnefnda og sáu um að kynna verðlaunaafhendinguna sem fór fram fyrir fullum sal. 

Andrea Margrétardóttir, fatahönnuður, sá um listræna stjórnun og upplifun. Elín Anna Ringsted sá um matarupplifun og Lady Brewery rak barinn.

Upptökur og klippingu myndbanda annaðist Arnar Tómasson hjá Eldey Films, en Arnar Fells sá um grafíska framsetningu byggða á einkenni Hönnunarverðlaunanna eftir Elsu Jónsdóttur og Björn Loka hjá Krot og Krass, í samvinnu við Kristínu Maríu Sigþórsdóttur.

Ljósmyndari viðburðarins var Sunna Ben.

Sérstakar þakkir fá samstarfs- og stuðningsaðilar Hönnunarverðlauna Íslands: Hönnunarsafn Íslands, Listaháskóli Íslands, Bláa Lónið, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, Vísindagarðar Háskóla Íslands, Gróska og Íslandsstofa.

Tengt efni

  • Elliðaárstöð er Staður ársins á Hönnunarverðlaunum Íslands 2025

  • Fischersund er Verk ársins á Hönnunarverðlaunum Íslands 2025

  • Fjallahjólið Elja er Vara ársins á Hönnunarverðlaunum Íslands 2025

Dagsetning
6. nóvember 2025
Höfundur
Klara Rún Ragnarsdóttir

Deila

  • Facebook
  • Twitter
  • Pinterest

Tögg

  • Hönnunarverðlaun Íslands
  • Fagfélög
  • Greinar

Miðstöð hönnunar og arkitektúrs
Gróska, Bjargargata 1
102 Reykjavik

info@honnunarmidstod.is

  • Facebook
  • Instagram
  • Vimeo
  • Pinterest
© Hönnunarmiðstöð 2025.

Sími 771 2200