Gleðileg hönnunarjól! Veljum íslenska hönnun undir tréð

Er líða fer að jólum er ráð að huga að jólagjöfum sem gleðja okkar nánustu. Að því tilefni vekur Miðstöð hönnunar og arkitektúrs sérstaka athygli á fjölbreytni, grósku og gæðum í íslenskri hönnun sem er fullkomin í jólapakkana!
Við höfum tekið saman þær verslanir sem selja íslenska hönnunarvöru; búðir sem selja vörur frá ólíkum hönnuðum, hönnuðir sem selja sjálfir eigin vörur og netverslanir. Við hvetjum gjafmilda fagurkera til þess að kynna sér úrvalið; borðbúnað, fatnað, húsgögn, skartgripi, húsmuni, heilsutengdar vörur og allt þar á milli. Allt úr smiðju íslenskra hönnuða!


