Hönnunarverðlaun Íslands 2025 - til hamingju öll

Við erum enn í skýjunum eftir vel heppnuð Hönnunarverðlaun Íslands 2025 sem fóru fram í Grósku 7. nóvember sl. Fjallahjólið Elja er Vara ársins, Elliðaárstöð er Staður ársins og Fischersund er Verk ársins. Þá hlaut Albína Thordarson arkitekt Heiðursverðlaun og Náttúruverndarstofnun viðurkenningu fyrir bestu fjárfestingu í hönnun. Til hamingju allir verðlaunahafar og takk kærlega fyrir komuna!
–
Sérstakar þakkir:
Kynnar: Búi Bjarmar Aðalsteinsson og Eygló Margrét Lárusdóttir
Listræn stjórnun og upplifun: Andrea Margrétardóttir
Matarupplifun: Elín Anna Ringsted
Bar: Lady Brewery
Upptökur og klipping myndbanda: Arnar Tómasson
Grafísk framsetning: Arnar Fells, byggð á einkenni Hönnunarverðlaunanna eftir Elsu Jónsdóttur og Björn Loka hjá Krot og Krass, í samvinnu við Kristínu Maríu Sigþórsdóttur.
Ljósmyndari: Sunna Ben
Verkefnastjóri: Klara Rún Ragnarsdóttir
Sérstakar þakkir til samstarfs- og stuðningsaðila Hönnunarverðlauna Íslands: Hönnunarsafn Íslands, Listaháskóli Íslands, Bláa Lónið, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, Vísindagarðar Háskóla Íslands, Gróska og Íslandsstofa.














