Hönnunarviðburðir á Menningarnótt 2025

Menningarnótt, hin árlega afmælis- og borgarhátíð Reykjavíkur fer fram laugardaginn 23. ágúst 2025. Hátíðin er einn af hápunktum sumarsins og skemmtilegir viðburðir lita mannlífið í miðborginni frá morgni til kvölds. Venju samkvæmt er fjöldi hönnunartengdra viðburða á dagskrá, að neðan er samantekt yfir þá.
Sviðsett heimili

Sýningin SVIÐSETT HEIMILI verður opnuð á Menningarnótt í gömlu húsi í bakgarðinum á Þórsgötu 10. Þar hafa vinirnir Halla Bára og Davíð Georg, sem nýlega hafa hafið samstarf á sviði arkitektúrs og innanhússhönnunar, sett upp fullbúið heimili prýtt húsgögnum og munum úr versluninni Epal sem einmitt á 50 ára afmæli á þessu ári. Heimilið verður hlaðið ljósmyndum eftir Gunnar Sverrisson.
Sýningin verður opnuð klukkan 14:00 á Menningarnótt og stendur til 19:00. Á milli 17:00 og 19:00 verður boðið upp á léttar veitingar í boði Á lite og Danni Deluxe mun sjá um tónlistina og halda uppi stuðinu.
Um er að ræða sölusýningu á ljósmyndum en einnig verður tímaritið Lifun til sölu á tilboðsverði í tilefni dagsins. Þá verður einnig til sölu áður útgefið efni í takmörkuðu upplagi.
Hvar: Þórsgata 10
Hvenær: Kl. 14-19
Menningarnótt í Yeoman

Komið og fagnið með Yeoman á Menningarnótt 2025!
Verið hjartanlega velkomin í dans og drykk fyrir utan verslun Hildar Yeoman á Laugavegi 7 og dönsum okkur inní Menningarnótt 2025.
DJ Dóra Júlía spilar sumarsmelli frá 16-18. Dansarar munu stíga dans í flíkum frá Hildi Yeoman og fá gesti og gangandi með sér í gleðina.
Léttar veitingar verða í boði og allir sem versla á Menningarnótt fara í sérstakan happdrættispott sem inniheldur veglega vinninga.
Hvar: Yeoman, Laugavegur 7
Hvenær: Kl. 11-20
Drottningar

Sýningin og pop-up verzlunin Drottningar opnar í Stefánsbúð á Laugaveginum á Menningarnótt. Drottningar er sýning sem opnaði á HönnunarMars og er byggð á hugarheimi Þuru Stínu sem er grafískur hönnuður og listrænn stjórnandi.
Sýningin er innblásin af drottningum sem henni finnst vera allt í kringum okkur og hugtakið brýst út í plakataseríu, bolum, derhúfum og fleiri drottningarverkum.
Það munu allskonar drottningar DJ-a sannri drottningartónlist allan daginn og allar drottningar boðnar hjartanlega velkomnar í Stefánsbúð á Menningarnótt.
Hvar: Stefánsbúð, Laugavegur 7
Hvenær: Kl. 11-20
Glerun

Glerun er hönnunar- & þróunarverkefni þar sem notast er við íslensku aðferðina „steiningu“ til húsaklæðningar. Í stað innfluttra bergtegunda er gerð tilraun með úrgangsgler sem annars væri urðað. Sérstaða verkefnisins liggur í því að uppfæra hefðbundna byggingar aðferð til að mæta nútíma umhverfisáskorunum.
Hvar: Hakk Gallery, Óðinsgata 1
Hvenær: Kl. 12-17
Fischersund x Menningarnótt

Fischersund fagnar Menningarnótt með sérstöku dagskrárhaldi, en þar fara fram vinnusmiðjur, sýningar, tónlistarflutningur og DJ-sett.
Dagskrá:
21. ágúst — Eimingarnámskeið með Hraundísi, kl. 16:00 (miðasala á fischersund.com)
22. ágúst — Masaya & Lilja, „Dwelling“, sýning, kl. 13:00 (ókeypis aðgangur)
23. ágúst — Menningarnótt — Ólöf Arnalds kemur fram í Fischersund, kl. 14:00, DJ-sett kl. 15:00–17:00, tónlist frá Sindra & Kjartans, kl. 18:00 (ókeypis aðgangur)
Forskráning á eimingarnámskeið fimmtudagsins er hafin — takmarkaður fjöldi sæta.
Herma & vinir

Samsýning þekktra listamanna og hönnuða með lista- og menningarrýminu Hermu.
Hvar: Herma listrými, Hverfisgata 4
Hvenær: Kl. 12-22
Kalda á Menningarnótt

Fögnuður í Kalda á Menningarnótt. 10% afsláttur af öllum KALDA vörum.
Pop-up fatamarkaður þar sem Alexia Mist, Melkorka Pitt, Melkorka K selja af sér spjarirnar.
Léttar veitingar í boði.
Hvar: Kalda, Grandagarði 79
Hvenær: 11-17
Hljóðhimnar

Í Hljóðhimnum slær hjarta barnamenningar í Hörpu. Hljóðhimnar verða opnir á Menningarnótt. Aðgangur er ókeypis.
Hljóðhimnar eru forvitnileg, litrík og hlýleg umgjörð um undraheim hljóðs og tóna þar sem öll hönnun miðar að því að fræða í gegnum leik. Skipulag rýmisins er innblásið af eyranu og líffærafræðilegum formunum sem eru að finna í hlustinni, eins og t.d. Kuðungnum.
Þverfaglega hönnunarteymið ÞYKJÓ leiddi hönnunarferlið í samstarfi við Hörpu, Gagarín, Vísindasmiðjuna, Reykjavík Audio, IRMA, fyrrnefnda íbúa hússins og síðast en ekki síst Krakkaráð ÞYKJÓ.
Hvar: Harpa
Hvenær: 13-18
Hér í smástund

Samvinna í rauntíma milli kökugerðarmanns, blómahönnuðar og letterpress prentsmiðju.
Blómin sem skreyta rýmið verða að kremi. Prentverk verður að disk. Ekkert varir.
Innblásið af afstæðni tímans og fegurð hlutanna sem hverfa — hægt, ljúft, yfirvegað.
Niðurbrot sem afhjúpun. Niðurbrot sem umbreyting. Það sem rifnar má deila. Það sem er borið fram hverfur. Gestir fara ekki með minjagripi, heldur með minningar — sem eiga að brotna niður. Eða vaxa.
Hvar: Kóbalt concept, Laugavegur 27
Hvenær: 17-19
Hljóðlátur hávaði

Low Key Loud leiðir saman listamenn sem eru blíðlega uppreisnargjarnir, hljóðlátir en djörf, og háværir í dulargervi. Einstaklingar sem vinna gegn straumnum, endurheimta rými og hreyfa við undirliggjandi lögum reynslu og skynjunar.
Þessi samsýning sameinar 12 listamenn sem vinna þvert á miðla: frá málverki, skúlptúr og gjörningi til myndbands, textíls, ljósmyndunar og innsetninga.
Hver listamaður talar með einstökum röddum – en saman varpa þau fram spurningum um hvað það þýðir að vera „hávær“, sýnilegur eða truflandi í samtímalistinni.
Hvar: Fyrirbæri | vinnustofur og gallerí
Hvenær: Kl. 15-21
Skuggaleikhússmiðja með Þykjó

Í skuggaleikhússmiðju ÞYKJÓ skapa fjölskyldur skuggabrúður innblásnar af dýrum sem synda í sjónum umhverfis Hörpu. Fjölskyldur koma ímyndunaraflinu á flug og kynnast töfrum skuggaleikhúss.
Smiðjan sem fer fram í Norðurbryggju og Rímu á 1. hæð er ætluð börnum frá 4 ára aldri í fylgd fullorðinna.
Allur efniviður verður á staðnum og þátttaka er ókeypis. Smiðjan er liður í dagskrá Hörpu á Menningarnótt.
Hvar: Harpa
Hvenær: Kl. 13-17
karo lina í Andrá

Á Menningarnótt frumsýnir Andrá Reykjavík íslenska skartgripamerkið; karo lina og bjóða í partý milli kl.15:00-18:00 af því tilefni.
Á bak við þetta einstaka merki stendur Karólína en hún hefur verið hluti af Andrá síðastliðið ár. Karólína hefur vakið mikla athygli fyrir skartgripi sína en hver og einn gripur er handgerður og með einstakan svip.
Ölgerðin sér til þess að enginn verði þyrstur og DJ Lóa Yona heldur svo uppi stemningunni.
Hæfileikaríka Saga Sig mun fanga stemninguna á filmu.
Hvar: Andrá Reykjavík, Laugavegur 16
Hvenær: Kl. 15-18
Brumm Brumm

Brumm Brumm er farandprentsmiðja og gallerí staðsett í gömlum húsbíl sem ferðast á milli staða til að sýna gestum og gangandi prentlistina sem lifandi uppákomu.
Hjá Brumm Brumm sérhæfum við okkur í að búa til prentverk sem vekja upp fortíðarþrá. Við notum oft umbúðahönnun sem hefur haldist óbreytt í mörg ár. Notkun okkar á klassískum prentunaraðferðum, litum og aðferðum fléttast saman á einstakan hátt til að vekja upp tilfinningu um liðna tíma, líkt og tímalaus sjarminn sem einkennir gamla húsbílinn okkar. Nýjustu myndirnar okkar verða til sýnis á Menningarnótt 2025 og allir eru velkomnir!!
Hvar: Hörputorgi
Hvenær: Kl. 13-18