Hönnunarverðlaun Íslands veitt í tólfta skipti í dag

Hönnunarverðlaun Íslands 2025 verða afhent í Grósku í dag 6. nóvember. Verðlaun eru veitt í þremur flokkum; Vara, Staður og Verk ársins. Að auki verða Heiðursverðlaun Hönnunarverðlauna Íslands og viðurkenning fyrir bestu fjárfestingu í hönnun veitt.
Fyrir verðlaunaafhendinguna verður sjónum beint að þeim fjölbreyttu verkum sem hljóta tilnefningu í ár en tilnefndir stíga á svið og fjalla um verkin sín.
Dagskráin í hátíðarsal Grósku í dag:
15:30 Tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands tala um sín verk
18:00 Verðlaunaafhending Hönnunarverðlauna Íslands 2025
19:00 Fögnuður og skál!
Hönnunarverðlaun Íslands varpa ljósi á mikilvægi og gæði hönnunar og arkitektúrs á Íslandi. Miðstöð hönnunar og arkitektúrs stendur að verðlaununum í samstarfi við Hönnunarsafn Íslands og Listaháskóla Íslands með stuðningi frá Íslandsstofu, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, Grósku, Vísindagörðum Háskóla Íslands og Bláa lóninu.


