Arkitektúr til samhygðar

Arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands býður ykkur velkomin á opnun útskriftarsýningu meistaranema í arkitektúr. Opnunin fer fram laugardaginn 24. maí kl. 14:00, í Lestrarsal Safnahússins við Hverfisgötu og mun sýningin standa opin til 1. júní.
Fimmta árið í arkitektúr námi við Listaháskóla Íslands er helgað því að víkka út merkingu og viðfang arkitektúrs og höfða til samfélagsábyrgðar arkitekta. Námið skapar umhverfi sem hvetur nemendur og kennara til að bregðast við hnattrænum áskorunum og býður upp á aðstæður þar sem þau geta tekist á við nærumhverfið sem virkir borgarar í samfélagi sínu.
Markmið námsins er að styðja nemendur í að afla sér þekkingar og þróa með sér færni sem er nauðsynleg ábyrgu fagfólki og heimsborgurum (e. cosmopolitan citizenship). Með nýjum pólitískum áherslum fá þau tækifæri til að hanna heilbrigðari, öruggari og sanngjarnari heim í síbreytilegu félagslegu, vistfræðilegu og pólitísku umhverfi.
Verkin sem lögð eru fyrir nemendur leggja áherslu á fjölbreytileikann og samvinnuna sem liggur í eðli arkitektúrs. Arkitektúr má nota á fjölbreyttan hátt: sem gagnrýna rannsóknaraðferð, sem hvata til samfélagsvakningar, sem verkfæri til að smíða sameiginlegan hugarheim og sem samstarfsverkefni helgað því að annast og laga rými fyrir almannaheill. Í þessum verkefnum er lögð áhersla á aðferðum í arktitektúr sem efla samhygð.
Útskriftarnemar:
Amal Sneih Abou Farrag
Birta Fönn Kristbjargardóttir Sveinsdóttir
Fred Wilson Hendry Briars
Gísli Hrafn Magnússon
Heiðdís Helgadóttir
Helga B Þorvarðardóttir Kjerúlf
Íma Fönn Hlynsdóttir
Laufey Jakobsdóttir
Lárus Freyr Lárusson
Pétur Jónsson
Samúel Aron Laufdal Guðlaugsson
Sandra Dögg Þorsteinsdóttir
Victor Óli Búason
Sýningarstjóri:
Jan Dobrowolski
Leiðbeinendur:
Garðar Snæbjörnsson, Andri Gunnar Lyngberg, Elisa Dainese
Fagstjóri:
Sahar Ghaderi
Deildarforseti:
Massimo Santanicchia
Allar frekari upplýsingar um sýninguna má finna HÉR.
Einnig er hægt að finna viðburðinn á Facebook.