Allt innifalið - útskriftarsýning BA nemenda í myndlistardeild, hönnunardeild og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands

Laugardaginn 17. maí næstkomandi klukkan 13:00 opnar útskriftarsýning nemenda á BA stigi í myndlistardeild, hönnunardeild og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands, Allt innifalið, á Listasafni Reykjavíkur-Hafnarhúsi.
- Töfrabrögð
- Pizza
- Skrásetning
- Vindorka
- Neysluhyggja
- Skömm
Á samsýningu útskriftarnemenda Listaháskóla Íslands sýna yfir 70 nemendur í myndlist, hönnun og arkitektúr útskriftarverkefni sín. Verkin gefa innsýn inn í rannsóknir og vinnuferli nemenda síðustu ár, þar sem þau hafa þróað faglega nálgun og aðferðir.
Á sýningunni takast nemendur á við marghliða viðfangsefni með ólík tól í farteskinu. Í verkum þeirra endurspeglast vangaveltur um hamfarir, gestaþrautir og samfélagslegt sinnuleysi – pólitískar yfirlýsingar og góðlátlegt grín. Nemendur gera tilraunir með bæði efni og inntak. Niðurstöður fá form í ólíkum miðlum: Í höttum, málverkum, letrum og kynslóðahúsum veðurfara svo fátt eitt sé nefnt.
Allt þetta og meira innifalið.
Sýningastjórar
Anna Karlsdóttir og Jan Dobrowolski, arkitektúr
Arnar Ásgeirsson, myndlist
Ragna Sigríður Bjarnadóttir, fatahönnun
Björn Steinar Blumenstein, vöruhönnun
Hrefna Sigurðardóttir, grafík
Viðburðir og gjörningar sem verða á safninu á meðan á sýningu stendur og verða auglýstir síðar.
Sýningin stendur frá 17.-25. maí . Safnið er opið frá 10:00 til 17:00 föstudag til miðvikudags. Fimmtudaga er safnið opið frá 10:00-22:00.