Bergmál landsins

Samsýning Leirlistafélagsins opnar laugardaginn 10. maí frá kl. 14-16 í sal Handverks og hönnunar á Eiðistorgi. Þar sýna fimmtán félagar verk sem endurspegla hugmyndir þeirra um tengsl leirlistar við náttúruna þar sem sjálfbærni, lífræn form, fjölbreytileiki og jarðbundin efni eru í forgrunni.
Sýnendur eru: Aldís Yngvadóttir, Anna S. Hróðmarsdóttir, Auður Gunnarsdóttir, Elísabet Haraldsdóttir, Guðný Rúnarsdóttir, Guðrún Indriðadóttir, Halldóra Hafsteinsdóttir, Hafdís Brands, Helga Arnalds, Hólmfríður Vídalín, Hrönn Waltersdóttir, Katrín V. Karlsdóttir, Ólöf Erla Bjarnadóttir, Ólöf Sæmundsdóttir og Ylona Supèr
Sýningarstjóri er Búi Bjarmar Aðalsteinsson hönnuður.
Sýningin verður opin fimmtudaga til sunnudaga frá 12-17 á næstu vikum og lýkur sunnudaginn 1. júní.
Frekari upplýsingar eru á facebook viðburði opnunarinnar en ýmsir viðburðir verða á vegum Leirlistafélagsins á meðan á sýningunni stendur: leirtilraunastofa, upplifunarsmiðja, erindi og pop-up markaður.