Aftur í HA/fréttir
- English
- Íslenska
Tískusýning útskriftarnema í fatahönnun frá Listaháskóla Íslands

Tískusýning útskriftarnema í fatahönnun verður haldin þann 6. maí í Flóa, Hörpu, kl. 20. Sýningin er hluti af viðamikilli dagskrá útskriftarhátíðar Listaháskóla Íslands.
Á sýningunni kynna nemendur BA útskriftarverkefni sín frá Listaháskóla Íslands. Lokaverkefni nemenda í fatahönnun er einstaklingsverkefni sem samanstendur af frjálsri rannsókn, hönnun og gerð á línu af tískufatnaði undir handleiðslu leiðbeinenda.
Níu fatahönnuðir útskrifast af námsbrautinni að þessu sinni en það eru þau:
Arnar Freyr Hjartarson
Guðlín Theódórsdóttir
Hallgerður Thorlacius
Hannes Hreimur Arason Nyysti
Íris Ólafsdóttir
Jóhannes Óðinsson
Kári Þór Barry
Klara Sigurðardóttir
Vilborg Björgvinsdóttir
Sýningarstjóri er Anna Clausen
Verk útskriftarnema verða síðar til sýnis á útskriftarsýningu BA nema í hönnun og myndlist í Hafnarhúsi sem opnar 17. maí næstkomandi.
