Íslenski skálinn í Feneyjum: Framtíðarborgin Eldborg

Einn hluti sýningar íslenska skálans á Feneyjatvíæringnum í arkitektúr, Lavaforming, er stuttmynd sem unnin er af s.ap arkitektum í samvinnu við rithöfundinn Andra Snæ Magnason og Jack Armitage tónlistarmann.
Myndin gerist í framtíðarborginni Eldborg sem er byggð algjörlega úr hrauni - og sýnir þannig vel hvernig hraun getur nýst sem byggingarefni mannvirkja og innviða. Sex íbúar Eldborgar segja áhorfendum frá lífi sínu og útskýra umfang og pólitískar afleiðingar hins nýja byggingarefnis. „Árið er 2150 í Eldborg, þannig að Stofnun Andra Magnasonar, tók viðtöl við 12 íbúa á tíræðisaldri, fólk sem segir hvernig borgin þróaðist og byggðist,“ segir Andri Snær.
Arnhildur Pálmadóttir er fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum í arkitektúr auk Arnars Skarphéðinssonar arkitekts og meðhöfundar, Björgu Skarphéðinsdóttur hönnuðar, Andra Snæ Magnasyni rithöfundi, Sukanya Mukherjee arkitekts og Jack Armitage tónlistarmanni.
Lavaforming, sýning íslenska skálans, stendur yfir frá 10. maí - 23. nóvember 2025.
