Miðstöð hönnunar og arkitektúrs
    • Nýjast
    • Greinar
    • HönnunarMars
    • Viðtöl
    • Aðsent
    • HönnunarMars
    • Hönnunarverðlaun Íslands
    • Hönnunarsjóður
    • Útlínur framtíðar - hönnunar og arkitektúr stefna
    • Samkeppnir&Valferli
    • Skapalón
    • Góðar leiðir
    • HA – tímarit um íslenska hönnun og arkitektúr
    • Ertu að leita að hönnuði og arkitekt?
    • Verslanir sem selja íslenska hönnun
    • LHÍ hönnun og arkitektúrdeild
    • Hönnunarsafn Íslands
    • Félög hönnuða og arkitekta
    • Hönnunarsjóður
    • Hönnunarverðlaun Íslands
    • Styrkir
    • Samningar
    • Hönnunarnám
    • Ráðstefnur og sýningar
    • Félög hönnuða og arkitekta
    • Arkitektafélag Íslands
    • Félag íslenskra landslagsarkitekta
    • Félag húsgagna- og innanhússarkitekta
    • Félag íslenskra teiknara
    • Fatahönnunarfélag Íslands
    • Félag vöru-og iðnhönnuða
    • Félag íslenskra gullsmiða
    • Leirlistafélag Íslands
    • Textílfélagið
    • Starfsemi og hlutverk
    • Starfsfólk
    • Stjórnir
    • Hafa samband
    • Útgefið efni
  • hönnunarverðlaun Íslands
    • English
    • Íslenska

info@honnunarmidstod.is

  • Facebook
  • Instagram
  • Vimeo
hönnunarverðlaun Íslands
Aftur í HA/fréttir
    • English
    • Íslenska

Daydreaming og Birkihátalarar fá hæstu styrki Hönnunarsjóðs

16. október 2025

28 fjölbreytt verkefni á sviði hönnunar og arkitektúrs hlutu styrki Hönnunarsjóðs í seinni úthlutun ársins sem fór fram í Grósku þar sem rúmlega 34 milljónum var úthlutað.

32,7 milljónum var úthlutað til 7 markaðs- og kynningarstyrkja, 10 verkefnastyrkja og 11 rannsóknar- og þróunarstyrkja. Einnig var 11 ferðastyrkjum úthlutað, 150.000 kr. hver. Alls bárust 83 umsóknir um almenna styrki og 27 umsóknir um ferðastyrki.

Hæstu styrkina, 2,5 milljónir hvor, hlutu annars vegar Sóley Jóhannsdóttir fatahönnuður fyrir verkefnið Daydreaming og hins vegar Jón Helgi Hólmgeirsson vöruhönnuður og Halldór Eldjárn listamaður fyrir verkefnið Birkihátalarar, úr frumgerð í framleiðslu.

Daydreaming

Daydreaming er ný fatalína eftir fatahönnuðinn Sóleyju Jóhannsdóttur fyrir haust/vetur 2027. Línan er unnin í samstarfi við íslenska framleiðslufyrirtækið Riccitelli Milano. Um er að ræða heildstæða fatalínu þar sem rík áhersla er lögð á gæði og sjálfbærni en verkið markar upphafið að nýju íslensku fatamerki í nafni Sóleyjar. 

Birkihátalarar

Birkihátalarar, úr frumgerð í framleiðslu, snýst um skúlptúríska og eigulega hátalara sem eru hannaðir með tónlistarhlustun í huga. Hönnun ytra byrðis hvers einasta hátalara er einstakt og gert úr íslensku birki en þeim er ætlað að gefa tónlist meira pláss í okkar daglega lífi.

„Við þurfum að halda áfram að vera hugrökk, frökk og tilbúin að ögra en á sama tíma stuðla að mýkt og hlýju. Hönnunarsjóður horfir til þeirrar skýru stefnu sem birtist í stefnu stjórnvalda í málefnum hönnunar og arkitektúrs sem var samþykkt af Alþingi, að hlúa að því hreyfiafli sem hönnun er. Saman þurfum við að ýta undir óhefðbundnar aðferðir, þverfaglega nálgun og sameiningu ólíkra hópa,“
Borghildur Sturludóttir, arkitekt og formaður stjórnar Hönnunarsjóðs. 

Hér má lesa nánar um verkefnin sem hlutu styrk úr Hönnunarsjóði:

Rannsóknar- og þróunarstyrkir

SPECTRUM – Marglitað gler í nýjum skala - Studio Brynjar & Veronika - 2.000.000 kr. 

SPECTRUM er ný nálgun á marglituðu gleri, þá sérstaklega steindu gleri og er þróað af Studio Brynjar & Veronika. Verkefnið miðar að því að stækka rannsóknina yfir í arkitektónískan skala

Hönnum okkur hús! - Kjarnasamfélag Reykjavíkur - 1.500.000 kr. 

Eitt af megineinkennum kjarnasamfélaga er grasrótarstarfsemi, þar sem íbúar framtíðarinnar móta, hanna og byggja hús og samfélag. Reykjavíkurborg hefur eyrnamerkt nokkrar lóðir fyrir kjarnasamfélög og hefst því nýr kafli í verkefninu þar sem vinnustofur verða haldnar fyrir hópinn.

RAFRUSL GULL - Valdís Steinarsdóttir og Erling Jóhannesson - 1.500.000 kr. 

Raftækjaúrgangur er sá flokkur af rusli sem vex hvað hraðast í heiminum í dag. Rafrusl inniheldur mikið af verðmætum málmum s.s. gull. Einstakir skartgripir unnir úr endurunnu gulli úr rafrusli verða hannaðir með það að markmiði að vekja meiri athygli á vandamálinu og hvetja til endurvinnslu.

Æðardúnn í hlaupafatnaði - Vecct og Erindrekar - 1.500.000 kr. 

Vecct og Erindrekar þróa hlaupafatnað úr íslenskum æðardún þar sem aldagamlar framleiðsluaðferðir íslenskra bænda mæta nútímalegum aðferðum tæknilegs hlaupafatnaðar. Verkefnið er fyrsta sinnar tegundar á heimsvísu og stuðlar að verðmætasköpun þessarar dýrmætu íslensku auðlindar.

Þróun prjónafatnaðar í 3-D - Eygló Margrét Lárusdóttir - 1.500.000 kr. 

Þróun á prjónafatnaði með nýjustu tækni. Sótt er um styrk til kennslu á vél Mandarin sem getur prjónað fatnað í 3-D þar sem enginn saumaskapur er þarfur. Vöntun hefur verið á möguleika til þróunarvinnu á prjónafatnaði úr fíngerðari þráðum. Hraðari prótótýpugerð og smærri framleiðsla er framtíðin.

Hringrásarklæðning - Kula by Bryndis, Basalt Arkitektar og Brekke & Strand - 1.000.000 kr. 

Hringrásarklæðning sem endurnýtir gler. Glerúrgangur er alla jafna sendur erlendis til bræðslu, með tilheyrandi kolefnisspori. Áhersla er á lausn fyrir byggingariðnaðinn með ígrundaðri hönnun sem endurspeglar skilvirka framleiðslu og nýtingu hráefna til grænna og hljóðdempandi klæðningarlausna.

Rannsókn fyrir bók um Einar Þorstein Ásgeirsson - Óskar Örn Arnórsson - 750.000 kr. 

Rannsókn á ævi og störfum Einars Þorsteins Ásgeirssonar á meðan verið er að skrásetja verk Einars Þorsteins í Hönnunarsafni Íslands haustið 2025. Eftir haustið munu liggja fyrir drög að bókverki.

Minns og þinns – bók um leik - Embla Vigfúsdóttir - 750.000 kr. 

Er leikur dægradvöl eða raunverulega mikilvægur? Hvað er frjáls leikur og er hann á undanhaldi? Hvernig getur maður leikjavætt uppeldi? Í bókinni Minns og þinns langar mig sem leikja- og vöruhönnuður að kafa djúpt í þessi mál, fara langt aftur í þróunarsögu mannsins og alveg fram til nútímans.

FÆRT - Hólmfríður Benediktsdóttir og Una María Magnúsdóttir - 750.000 kr. 

Hvernig lifnar arkíf við? Í gegnum grafíska hönnun lífgum við uppreisnargjarna uppsetningu fyrirsagna, myndskreytinga og texta tímaritsins Forvitin rauð við. Handgert færist í fjöldaframleitt, tvívítt færist í þrívítt og gamalt færist í nýtt.

ð.info - Þorgeir K. Blöndal - 500.000 kr. 

Vefurinn ð.info er sjónrænt arkív á bókstafnum ð, eitt séreinkenni íslenska tungumálsins og stóran karakter í okkar sjónræna arfi. Verkefnið er rannsókn á þróun og lögun stafsins, en á sama tíma tól sem getur leiðbeint eða veitt hönnuðum innblástur þegar teikna á þennan flókna bókstaf.

Flóra, fléttur og fletir - Hanna Dís Whitehead - 500.000 kr. 

Þróun og rannsókn á aðferðum við að nýta íslensk kornstrá í vörur, húsgögn og sem yfirborðsefni.

Verkefnastyrkir

Daydreaming - Sóley Jóhannsdóttir - 2.500.000 kr. 

Daydreaming er ný fatalína eftir fatahönnuðinn Sóleyju Jóhannsdóttur fyrir haust/vetur 2027, unnin í samstarfi við ítalska framleiðslufyrirtækið Riccitelli Milano. Um er að ræða heildstæða fatalínu þar sem rík áhersla er lögð á gæði og sjálfbærni og markar upphafið að nýju íslensku fatamerki í nafni Sóleyjar.

Birkihátalarar, úr frumgerð í framleiðslu - Jón Helgi Hólmgeirsson og Halldór Eldjárn - 2.500.000 kr. 

Birkihátalararnir eru smíðaðir úr íslensku birki. Þeir eru skúlptúrískir og eigulegir hátalarar, hannaðir með tónlistarhlustun í huga. Hönnun ytra byrðis hvers eintaks er einstakt og er þeim ætlað að gefa tónlist meira pláss í okkar daglega lífi.

Blær - Sigmundur Páll Freysteinsson - 2.000.000 kr. 

Blær er fatamerki sem þróar fatnað með rætur í íslensku samhengi og hefðbundnu handverki. Seríur byggðar á erkitýpum í herrafatnaði mynda heildrænan fataskáp þar sem hver flík þróast áfram í hverri útgáfu. Framleiðsla fylgir uppruna efnis og aðferðar og slær nýjan tón í íslenskri hönnun.

Hönnun á endurunnu efni og vörum úr textílúrgangi - Flöff - 2.000.000 kr. 

Flöff þróar fyrstu textílendurvinnslulausnina á Íslandi, þar sem textílúrgangi og íslenskri ull er umbreytt í hágæða felt efni. Flöff hannar og framleiðir vörur úr felt efni sem hafa m.a. hljóðdempandi eiginleika en verkefnið skapar verðmæti úr úrgangi og styður við hringrásarhagkerfið.

Hreimur - Logi Pedro Stefansson - 1.000.000 kr. 

Hreimur er hönnunarfræðileg rannsókn og sýning sem áætlað er að setja upp á HönnunarMars 2026. Sýningin greinir og sviðsetur árekstra efnisheima og menningarheima á heimili með fjölþjóðlegan bakgrunn. Sýndir verða munir og húsgögn sem tjá sig með hreim.

Rúna, leturgerð - Hafnarborg - 750.000 kr. 

Endurhönnun og sýning á leturgerð Rúnu (Sigrúnar Guðjónsdóttur) f. 1926, í Hafnarborg á HönnunarMars 2026. Ætlunin er að koma leturgerð hennar í tölvutækt form og gera það aðgengilegt almenningi.

Jóhanna Hjaltadóttir – Munstur og Prjón - Halldór Andrésson - 750.000 kr. 

Aðstandendur Jóhönnu Hjaltadóttur, prjóna- og munsturhönnuðar vinna að því að taka saman ríkulegt safn útgefinna sem og óútgefinna munstra og uppskrifta Jóhönnu í bók. Munsturhönnun Jóhönnu hefur markað sterk stíleinkenni í þróun íslensku lopapeysunnar og mikilvægt er að skrásetja verk hennar betur.

Konur stíga fram. Bókverk - Leirlistafélag Íslands - 750.000 kr. 

Bókverk um leirlistakonur sem hösluðu sér völl sem sjálfstætt starfandi listamenn á sviði leirlistar í kjölfar þess að blómaskeið leirmunaverkstæðanna leið undir lok í kringum 1970. Allar færðu þær okkur ferska strauma alls staðar að; nýja hugsun, ný efni og nýja tækni.

Hörður Ágústsson. Grafísk Hönnun - Studio Studio - 750.000 kr. 

Hörður Ágústsson hefur lengi verið kallaður endurreisnarmaður íslenskrar myndlistar. Á ferli sínum vann hann auk þess á sviði grafískrar hönnunar. Bókakápur, firmamerki og auglýsingar eru meðal þess sem Hörður vann að á sínum starfsferli. Unnið er að útgáfu um grafísk hönnunarverk Harðar.

Myndskreyting á íslenskum íðorðum í byggingarlist - Guðrún Harðardóttir - 750.000 kr. 

Verkefnið felst í að taka saman íslensk íðorð sem tengjast byggingarlist og myndskreyta. Þetta mikilvæga orðasafn mun enda sem aðgengileg vasaorðabók þar sem orð, orðasambönd og hugtök verða skýrð með texta og teikningum.

Markaðs- og kynningarstyrkir

París tískusýning og markaðsherferð FW26 - RANRA - 2.000.000 kr.

Íslenska fatamerkið RANRA sýnir vetrarlínu 2026 í París í janúar. Verkefnið sameinar runway-sýningu, gjörning og sölusýningu með innsetningu. Samhliða verður framleitt mynd- og ljósmyndaherferðarefni sem styrkir alþjóðlega stöðu merkisins og undirstrikar samstörf unnin fyrir haust/vetrarlínu 2026.

Mörkun, markaðsþróun & kynning - Theodóra Alfreðsdóttir - 2.000.000 kr.

Ætlunin er að styrkja og þróa sjónræna og stafræna ímynd hönnuðarins með uppfærðu leturmerki, samræmdu útliti, heimasíðu og kynningarefni. Markmiðið er að efla sýnileika á erlendum mörkuðum og skapa sterkari stöðu til samstarfs og sölu, sem nær hámarki með kynningu á nýrri línu á alþjóðlegum vettvangi.

Salún, vörumerkjavitund & markaðssetning - Ásrún Ágústsdóttir - 900.000 kr. 

Með fjölbreyttum og skemmtilegum aðgerðum er markmiðið að auka sýnileika Salún og styrkja tengsl Íslendinga og ferðamanna við vörumerkið. Verkefnið endar á HönnunarMars 2026 þar sem öllum er boðið í sundlaugapartý!

Bók um Lavaforming verkefnið - s.ap arkitektar - 750.000 kr. 

Útgáfa á bók sem fjallar um hugmyndafræði verkefnisins Lavaforming sem er nú framlag Íslands á Feneyjartvíæringnum í arkitektúr 2025.

Af vinnustofu Ýrúrarí - Ýr Jóhannsdóttir - 700.000 kr. 

Styrkur fyrir markaðs- og kynningarefni fyrir vörur Ýrúrarí sem framleiddar eru á vinnustofu Ýrar Jóhannsdóttur fatahönnuðar  í Reykjavík.

Neisti/Spark - Félag vöru- og iðnhönnuða - 200.000 kr. 

Samsýning í tilefni 100 ára afmæli Félags íslenskra gullsmiða og 30 ára afmæli Félags vöru– og iðnhönnuða. Sýningin, í umsjón Studio Fræ, leiðir saman hönnuði á blint stefnumót þar sem hugmyndir kvikna, nýjar tengingar skapast og verk fæðast úr fyrstu neistaflugunum.

Fundur Norrænu arkitektafélaganna á Íslandi - Samkeppnisnefnd Arkitektafélags Íslands - 150.000 kr. 

Arkitektafélag Íslands mun sjá um árlegan fund Norrænu arkitektafélaganna sem verður haldinn í mars 2026 á Íslandi.

Ferðastyrkir að upphæð 150.000 kr. 

  • Óskar Örn Arnórsson, Nordisk Revy for Arkitektur, Svíþjóð
  • Fatahönnunarfélag Íslands, 2 styrkir, European Fashion Alliance, Þýskaland
  • Flétta og Ýrúrarí, 2 styrkir, þátttaka í Stockholm Design Week, Svíþjóð
  • Kristín Sigfríður Garðarsdóttir, þátttaka í Dutch Design Week, Holland
  • Gæla, 2 styrkir, þátttaka í Feneyjartvíæringnum í hönnun, Ítalía
  • Thomas Pausz, þátttaka í Agora at Zurich Botanical Gardens, Sviss
  • Ólafía Zoëga, efnisrannsókn á Norðfirði, Ísland 
  • Nanna Lín, kaupendastefnumót í Amsterdam, Holland

Tengt efni

  • Þema HönnunarMars og DesignTalks 2026

  • Stærri og öflugri Hönnunarsjóður eflir verðmætasköpun og stuðlar að jákvæðum samfélagsbreytingum

  • Svífandi stígar og samstarf Þykjó og Gagarín hljóta hæstu styrki Hönnunarsjóðs

Dagsetning
16. október 2025
Höfundur
Klara Rún Ragnarsdóttir

Deila

  • Facebook
  • Twitter
  • Pinterest

Tögg

  • Greinar
  • Fagfélög
  • Hönnunarsjóður

Miðstöð hönnunar og arkitektúrs
Gróska, Bjargargata 1
102 Reykjavik

info@honnunarmidstod.is

  • Facebook
  • Instagram
  • Vimeo
  • Pinterest
© Hönnunarmiðstöð 2025.

Sími 771 2200