Miðstöð hönnunar og arkitektúrs
    • Nýjast
    • Greinar
    • HönnunarMars
    • Viðtöl
    • Aðsent
    • HönnunarMars
    • Hönnunarverðlaun Íslands
    • Hönnunarsjóður
    • Útlínur framtíðar - hönnunar og arkitektúr stefna
    • Samkeppnir&Valferli
    • Skapalón
    • Góðar leiðir
    • HA – tímarit um íslenska hönnun og arkitektúr
    • Ertu að leita að hönnuði og arkitekt?
    • Verslanir sem selja íslenska hönnun
    • LHÍ hönnun og arkitektúrdeild
    • Hönnunarsafn Íslands
    • Félög hönnuða og arkitekta
    • Hönnunarsjóður
    • Hönnunarverðlaun Íslands
    • Styrkir
    • Samningar
    • Hönnunarnám
    • Ráðstefnur og sýningar
    • Félög hönnuða og arkitekta
    • Arkitektafélag Íslands
    • Félag íslenskra landslagsarkitekta
    • Félag húsgagna- og innanhússarkitekta
    • Félag íslenskra teiknara
    • Fatahönnunarfélag Íslands
    • Félag vöru-og iðnhönnuða
    • Félag íslenskra gullsmiða
    • Leirlistafélag Íslands
    • Textílfélagið
    • Starfsemi og hlutverk
    • Starfsfólk
    • Stjórnir
    • Hafa samband
    • Útgefið efni
  • hönnunarverðlaun Íslands
    • English
    • Íslenska

info@honnunarmidstod.is

  • Facebook
  • Instagram
  • Vimeo
hönnunarverðlaun Íslands
Aftur í HA/fréttir
    • English
    • Íslenska

Sýning norræna skálans fær önnur verðlaun

15. október 2025

Sýning norræna skálans á heimssýningunni EXPO 2025 í Osaka var nýlega verðlaunuð sem besta heildarsýning og -upplifun á Iconic verðlaununum sem veitt eru árlega í Þýskalandi. Þetta eru önnur verðlaun sem sýningin hlýtur í haust. Íslenska hönnunarstofan Gagarín, ásamt dönsku hönnunarstofunni Kvorning og norsk-íslensku arkitektastofunni Rintala Eggertsson, hönnuðu sýninguna í skálanum.

„Verðlaunin koma ánægjulega á óvart. Expo-verkefnið var bæði skemmtilegt og krefjandi, sérstaklega þar sem viðskiptavinurinn var í raun fimm þjóðir og umfang skálans öllu minna en hjá stóru þjóðunum,“ segir Kristín Eva Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Gagarín.  

Iconic verðlaunin eru tileinkuð framúrskarandi arkitektúr, heildar innanhúshönnun og -upplifun og frumlegum verkum á hverju ári. Aðalverðlaun hátíðarinnar fengu að þessu sinni Lina Ghotmeh arkitekt, sem hélt fyrirlestur á DesignTalks í Hörpu síðasta vor, Lucas Muñoz Muñoz innanhússhönnuður, barnaspítalinn í Zürich, Mariam Issoufou arkitekt og námsver í tækniháskólanum í Braunschweig.

Nýlega fékk sýningin í norræna skálanum gullverðlaun í flokknum Best Exhibit / Display á World Expolympics fyrir framúrskarandi útfærslur í nýsköpun og upplifunarhönnun á Heimssýningunni í Japan. Heimssýningin opnaði í maí sl. og lauk 13. október en þar voru settar upp samtals 193 sýningar í þjóðarskálum. Sýningin í norræna skálanum snýst um lífið á Norðurlöndunum með áherslu á gildi, nútímasamfélög, vitundarvakningu og eilífðarsamband okkar við náttúruna. Miðpunktur sýningarinnar er listaverk úr 700 pappírsörkum og ljósi sem svífur í rýminu og stórt lifandi 20 mínútna myndverk The Circle of Trust sem fjallar um árstíðirnar fjórar og lífið á Norðurlöndunum. Upplifunin dýpkar enn með hljóðverki eftir íslensku tónlistarmennina Sindra Má Sigfússon (Sin Fang) og Kjartan Holm.

Tengt efni

  • Sýning norræna skálans hlýtur gullverðlaun í Osaka

  • Sérsniðið letur fyrir menningarhús þjóðarinnar

  • Mikið um dýrðir á þjóðardegi Íslands á heimssýningunni

Dagsetning
15. október 2025
Höfundur
Klara Rún Ragnarsdóttir

Deila

  • Facebook
  • Twitter
  • Pinterest

Tögg

  • Greinar
  • Fagfélög

Miðstöð hönnunar og arkitektúrs
Gróska, Bjargargata 1
102 Reykjavik

info@honnunarmidstod.is

  • Facebook
  • Instagram
  • Vimeo
  • Pinterest
© Hönnunarmiðstöð 2025.

Sími 771 2200