Miðstöð hönnunar og arkitektúrs
    • Nýjast
    • Greinar
    • HönnunarMars
    • Viðtöl
    • Aðsent
    • Hönnunarmars
    • Hönnunarverðlaun Íslands
    • Hönnunarsjóður
    • Útlínur framtíðar - Hönnunarstefna 2030
    • Samkeppnir&Valferli
    • Skapalón
    • Góðar leiðir
    • HA – tímarit um íslenska hönnun og arkitektúr
    • Ertu að leita að hönnuði og arkitekt?
    • Verslanir sem selja íslenska hönnun
    • LHÍ hönnun og arkitektúrdeild
    • Hönnunarsafn Íslands
    • Félög hönnuða og arkitekta
    • Hönnunarsjóður
    • Hönnunarverðlaun Íslands
    • Styrkir
    • Samningar
    • Hönnunarnám
    • Ráðstefnur og sýningar
    • Félög hönnuða og arkitekta
    • Arkitektafélag Íslands
    • Félag íslenskra landslagsarkitekta
    • Félag húsgagna- og innanhússarkitekta
    • Félag íslenskra teiknara
    • Fatahönnunarfélag Íslands
    • Félag vöru-og iðnhönnuða
    • Félag íslenskra gullsmiða
    • Leirlistafélag Íslands
    • Textílfélagið
    • Starfsemi og hlutverk
    • Starfsfólk
    • Stjórnir
    • Hafa samband
    • Útgefið efni
  • hönnunarverðlaun Íslands
    • English
    • Íslenska

info@honnunarmidstod.is

  • Facebook
  • Instagram
  • Vimeo
hönnunarverðlaun Íslands
Aftur í HA/fréttir
    • English
    • Íslenska

Góðar viðtökur og framhaldslíf Lavaforming

21. maí 2025

Sýningin Lavaforming, framlag Íslands á Feneyjatvíæringnum, opnaði fyrir fullu húsi 8. maí síðastliðinn en þetta er í fyrsta skipti sem Ísland tekur þátt í tvíæringnum í arkitektúr með eigin skála. 

Arnhildur Pálmadóttir arkitekt og sýningarstjóri á heiðurinn að sýningunni ásamt Arnari Skarphéðinssyni arkitekt, Björgu Skarphéðinsdóttur hönnuði og Sukanyu Mukherjee arkitekt en þau eru öll hjá s.ap arkitektum. Auk þeirra eru í teyminu Andri Snær Magnason rithöfundur og Jack Armitage tónlistarmaður og margmiðlunarhönnuður hluti af teyminu.

Íslendingar fjölmenntu á opnunina
66 þjóðir taka þátt í Feneyjatvíæringnum í ár en íslenski skálinn er afar vel staðsettur, beint á móti aðalinnganginum í Arsenale þar sem meginsýning tvíæringsins sem er stýrt af arkitektinum og verkfræðingnum Carlo Ratti. Logi Einarsson, ráðherra menningar, nýsköpunar og háskóla var viðstaddur opnun Lavaforming auk fjölda Íslendinga; arkitekta, fulltrúa Arkitektafélagsins, Samark og Samtaka Iðnaðarins.

Mikill áhugi og umfjöllun

Töluverð umfjöllun og umræða hefur verið um íslensku sýninguna Lavaforming. Arnhildur og Arnar sem eru bæði samverkamenn og mæðgin ræddu um hugmyndina og tilurð hennar við blaðamann Vísis í aðdraganda opnunarinnar. Þau mæðgin ræddu einnig við Sunnudagsmoggann um sýninguna, borgarskipulag og ýmislegt fleira. 

Andri Snær rithöfundur á stóran þátt í að glæða framtíðarheiminn í sýningunni lífi með því að skrifa sögur karakteranna og um lífið í Eldborg, hina sköpuðu framtíðarborg Lavaforming. Andri og Arnhildur ræddu um áskoranir sem arkitektar standa frammi fyrir sem og sýninguna við mbl. 

Þá ræddi Arnhildur við Bítið á Bylgjunni og Morgunútvarpið á Rás 2 bæði fyrir og eftir að sýningin opnaði. 

Erlenda pressan áhugasöm

Erlendir fjölmiðlar hafa sýnt Lavaforming afar mikinn áhuga. Sem dæmi valdi Financial Times sýninguna Lavaforming sem eina af fimm sýningum sem alls ekki mætti missa af í Feneyjum af þeim 66 sem taka þátt. Eins voru fimm þjóðarskálar dregnir úr á Instagram síðu Dezeen og Ísland var einn af þeim. 

Lavaforming var til umfjöllunar í Designboom í aðdraganda tvíæringsins og víða annars staðar. Þá tók MIT Technical Review viðtal við Arnhildi um verkefnið og fjallaði  Architectural Record sérstaklega um þátttöku Íslands, Architect’s Newspaper, Domus en að auki eru ýmsar umfjallanir óbirtar. Á heimasíðu Feneyjatvíæringsins er yfirlit yfir erlendar umfjallanir um Lavaforming. 

Lavaforming kemur heim 

Feneyjartvíæringurinn stendur yfir til 23. nóvember í vetur en eftir það kemur sýningin heim til Íslands og landsmenn fá þá tækifæri til þess að kynna sér hana í þaula. Lavaforming verður sett upp í Listasafni Reykjavíkur Hafnarhúsi og verður opin 24. janúar - 26. apríl 2026. 

Tengt efni

  • Íslenski skálinn á 19. alþjóðlegu arkitektasýningu Feneyjatvíæringsins opnaði í dag

  • Íslenski skálinn í Feneyjum: Framtíðarborgin Eldborg

  • Ísland tekur þátt í fyrsta skipti: Lavaforming leggur Feneyjar undir sig

Dagsetning
21. maí 2025
Höfundur
Klara Rún Ragnarsdóttir

Deila

  • Facebook
  • Twitter
  • Pinterest

Tögg

  • Greinar
  • Arkitektúr
  • Feneyjartvíæringur
  • Fagfélög
  • Lavaforming

Miðstöð hönnunar og arkitektúrs
Gróska, Bjargargata 1
102 Reykjavik

info@honnunarmidstod.is

  • Facebook
  • Instagram
  • Vimeo
  • Pinterest
© Hönnunarmiðstöð 2025.

Sími 771 2200