Miðstöð hönnunar og arkitektúrs
    • Nýjast
    • Greinar
    • HönnunarMars
    • Viðtöl
    • Aðsent
    • HönnunarMars
    • Hönnunarverðlaun Íslands
    • Hönnunarsjóður
    • Útlínur framtíðar - hönnunar og arkitektúr stefna
    • Samkeppnir&Valferli
    • Skapalón
    • Góðar leiðir
    • HA – tímarit um íslenska hönnun og arkitektúr
    • Ertu að leita að hönnuði og arkitekt?
    • Verslanir sem selja íslenska hönnun
    • LHÍ hönnun og arkitektúrdeild
    • Hönnunarsafn Íslands
    • Félög hönnuða og arkitekta
    • Hönnunarsjóður
    • Hönnunarverðlaun Íslands
    • Styrkir
    • Samningar
    • Hönnunarnám
    • Ráðstefnur og sýningar
    • Félög hönnuða og arkitekta
    • Arkitektafélag Íslands
    • Félag íslenskra landslagsarkitekta
    • Félag húsgagna- og innanhússarkitekta
    • Félag íslenskra teiknara
    • Fatahönnunarfélag Íslands
    • Félag vöru-og iðnhönnuða
    • Félag íslenskra gullsmiða
    • Leirlistafélag Íslands
    • Textílfélagið
    • Starfsemi og hlutverk
    • Starfsfólk
    • Stjórnir
    • Hafa samband
    • Útgefið efni
  • hönnunarverðlaun Íslands
    • English
    • Íslenska

info@honnunarmidstod.is

  • Facebook
  • Instagram
  • Vimeo
hönnunarverðlaun Íslands
Aftur í HA/fréttir
    • English
    • Íslenska

Stöng - (Endur)túlkun er tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands 2025

22. október 2025

Stöng - (Endur)túlkun er hönnun og yfirbygging yfir uppgröft fornminja frá landnámstíð í Þjórsárdal eftir SP(R)INT STUDIO. Stöng - (Endur)túlkun er tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands 2025 í flokknum staður.

Tækifæri til þess að vinna með byggingararf með nýskapandi hætti í arkitektúr eru sjaldséð og því sértaklega ánægjulegt að sjá jafnvel heppnað verkefni og uppbygging á Þjóðveldisbænum Stöng í Þjórsárdal. Um er að ræða hönnun og yfirbyggingu yfir uppgröft fornminja frá landnámstíð undir heitinu Stöng - (Endur)túlkun. Verkefnið er unnið í samstarfi arkitektastofunnar SP(R)INT STUDIO og Minjastofnunar Íslands.

Tíminn er lykilhugtak og verkfæri hönnuða og Stöng - (Endur)túlkun er fallegt samtal við söguna og hinn aldagamla þráð mannvista frá upphafi Íslandsbyggðar til samtímans. Í einfaldleika sínum opnar staðurinn rými í huga áhorfenda til að sjá fyrir sér og gera sér í hugarlund líf, störf og umhverfi okkar fyrstu landnema. Þessir eiginleikar gefa staðnum ljóðrænt yfirbragð sem sæmir sögunni. Áhrifin spretta ekki síst af því hversu hógvær og kurteis hönnunin og framkvæmdin eru gagnvart umhverfi sínu.

Í ferlinu tóku hönnuðirnir þá ákvörðun að víkja frá þeirri hugmynd að hanna og byggja nýja yfirbyggingu yfir fornminjarnar og nýta frekar þær framkvæmdir sem þegar höfðu átt sér stað á árinu 1957. Með þessu var raski á umhverfi svæðisins haldið í algjöru lágmarki. Sú ákvörðun hafði afgerandi áhrif á fagurfræði byggingarinnar og var um leið skynsamleg leið til að tryggja sjálfbærni framkvæmdarinnar.

–

Arkitektarnir Karl Kvaran og Sahar Ghaderi standa á bak við SP(R)INT STUDIO. Nafnið er stytting á Space (Re)interpretation Studio sem endurspeglar skapandi nálgun og endurtúlkun á arkitektúr með aðstoð óhefðbundinna greina s.s. list, heimspeki, fornleifafræði, vistfræði, félagsfræði og tækni. Með höfuðstöðvar í Reykjavík og alþjóðlega starfsemi í París og Ósló, mótar SP(R)INT STUDIO þvermenningarlegt hönnunarumhverfi sem viðheldur sterkum tengslum milli arkitektúrs, landslags og mannlegrar skynjunar í samtíma sem er stöðugt að breytast og þróast. Stofan starfar á ólíkum kvarða – allt frá stórum borgarsvæðum og borgarlandslagi til einstakra mannvirkja og götugagna.

Verðlaunaafhending Hönnunarverðlauna Íslands 2025 fer fram í Grósku þann 6. nóvember næstkomandi ásamt samtali því tengdu. Taktu daginn frá!

Hönnunarverðlaun Íslands varpa ljósi á mikilvægi og gæði hönnunar og arkitektúrs á Íslandi með áherslu á áhrif þeirra á lífsgæði, verðmætasköpun og sjálfbærni fyrir samfélagið allt. Hönnunarverðlaun Íslands verða veitt í tólfta sinn í ár og eru veitt í þremur flokkum: Vara // Staður // Verk. Auk þess verður veitt viðurkenning fyrir Bestu fjárfestingu í hönnun og Heiðursverðlaun Hönnunarverðlauna Íslands. 

Það er Miðstöð hönnunar og arkitektúrs sem stendur að verðlaununum, í samstarfi við Hönnunarsafn Íslands og Listaháskóla Íslands, með stuðningi frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, Íslandsstofu, Grósku, Vísindagörðum Háskóla Íslands og Bláa Lóninu. 

Tengt efni

  • Elliðaárstöð tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands 2025

  • Félagsbústaðir á Sjómannaskólareit tilnefndir til Hönnunarverðlauna Íslands 2025

  • Oase tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands 2025

Dagsetning
22. október 2025
Höfundur
Klara Rún Ragnarsdóttir

Deila

  • Facebook
  • Twitter
  • Pinterest

Tögg

  • Hönnunarverðlaun Íslands
  • Greinar
  • Fagfélög

Miðstöð hönnunar og arkitektúrs
Gróska, Bjargargata 1
102 Reykjavik

info@honnunarmidstod.is

  • Facebook
  • Instagram
  • Vimeo
  • Pinterest
© Hönnunarmiðstöð 2025.

Sími 771 2200