Miðstöð hönnunar og arkitektúrs
    • Nýjast
    • Greinar
    • HönnunarMars
    • Viðtöl
    • Aðsent
    • HönnunarMars
    • Hönnunarverðlaun Íslands
    • Hönnunarsjóður
    • Útlínur framtíðar - hönnunar og arkitektúr stefna
    • Samkeppnir&Valferli
    • Skapalón
    • Góðar leiðir
    • HA – tímarit um íslenska hönnun og arkitektúr
    • Ertu að leita að hönnuði og arkitekt?
    • Verslanir sem selja íslenska hönnun
    • LHÍ hönnun og arkitektúrdeild
    • Hönnunarsafn Íslands
    • Félög hönnuða og arkitekta
    • Hönnunarsjóður
    • Hönnunarverðlaun Íslands
    • Styrkir
    • Samningar
    • Hönnunarnám
    • Ráðstefnur og sýningar
    • Félög hönnuða og arkitekta
    • Arkitektafélag Íslands
    • Félag íslenskra landslagsarkitekta
    • Félag húsgagna- og innanhússarkitekta
    • Félag íslenskra teiknara
    • Fatahönnunarfélag Íslands
    • Félag vöru-og iðnhönnuða
    • Félag íslenskra gullsmiða
    • Leirlistafélag Íslands
    • Textílfélagið
    • Starfsemi og hlutverk
    • Starfsfólk
    • Stjórnir
    • Hafa samband
    • Útgefið efni
  • hönnunarverðlaun Íslands
    • English
    • Íslenska

info@honnunarmidstod.is

  • Facebook
  • Instagram
  • Vimeo
hönnunarverðlaun Íslands
Aftur í HA/fréttir
    • English
    • Íslenska

Fullt út úr dyrum á opnun Hraunmyndana (e. Lavaforming)

27. janúar 2026

Það var mikil stemning og spenna í loftinu í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu síðastliðinn föstudag 23. janúar þegar sýningin Hraunmyndanir opnaði. Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, opnaði sýningarnar og Maó Alheimsdóttir skáld flutti ljóðagjörning ásamt Marion Herrera hörpuleikara. Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, var einnig viðstödd opnunina.

Sýningin verður opin fyrir gesti og gangandi til 26. apríl.

Hraunmyndanir er djörf hugmynd um mögulega framtíð þar sem rennandi hraun úr iðrum jarðar er notað sem byggingarefni mannvirkja og borga. Sýningin byggir á framsækinni hugmynd sem sýnir tilraunir og tækifæri í notkun á hrauni. Þannig er staðbundinni ógn breytt í auðlind sem lausn við hnattrænum vanda.

„Skapandi hugsjónafólk, arkitektar, hönnuðir og listamenn, gegna lykilhlutverki í að takast á við þær umhverfisáskoranir sem stafa af loftslagsbreytingum,“ segir Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra Íslands. „Það sem gerir Lavaforming svo áhrifamikið er að verkefnið snýst ekki aðeins um að ímynda sér grænni framtíð heldur leitast það við að kanna hvernig megi skapa hana. Lavaforming er skýrt dæmi um hvernig skapandi greinar móta djörf og hagnýt viðbrögð við loftslagsvá í sterkum tengslum við umhverfið, innblásið af vísindalegri þekkingu og knúið áfram af sköpunarkrafti og hugmyndaauðgi.“

Höfundar verksins Hraunmyndanir eru Arnhildur Pálmadóttir, Björg Skarphéðinsdóttir og Arnar Skarphéðinsson hjá s.ap arkitektum og Andri Snær Magnason sem mótaði frásögn verksins. Sýningar- og ráðgjafateymi verkefnisins samanstendur jafnframt af Sukanyu Mukherjee, Jack Armitage, tónlistarmanni og margmiðlunarhönnuði, grafísku hönnunarstofunni Studio Studio og Markúsi Þór Andréssyni hjá Listasafni Reykjavíkur auk þess sem Halldór Ásgeirsson myndlistarmaður vann að hraunbræðslu fyrir verkefnið.

Tengt efni

  • Frá Feneyjum til Reykjavíkur - Hraunmyndanir opna í Listasafni Reykjavíkur föstudaginn 23. janúar

  • Feneyjatvíæringur í arkitektúr 2027. Opið kall - fyrirspurnir og svör

  • Opið fyrir umsóknir í Hönnunarsjóð

Dagsetning
27. janúar 2026
Höfundur
Gunnþórunn Jónsdóttir
Ljósmyndari
Hildur Inga Björnsdóttir

Deila

  • Facebook
  • Twitter
  • Pinterest

Tögg

  • Greinar
  • Arkitektúr
  • Feneyjartvíæringur
  • Listasafn Reykjavíkur
  • Lavaforming

Miðstöð hönnunar og arkitektúrs
Gróska, Bjargargata 1
102 Reykjavik

info@honnunarmidstod.is

  • Facebook
  • Instagram
  • Vimeo
  • Pinterest
© Hönnunarmiðstöð 2026.

Sími 771 2200