Íslensk hönnun á skjám um alla borg

Miðstöð hönnunar og arkitektúrs, í samstarfi við Billboard, stendur fyrir kynningarátaki fyrir íslenskar hönnunarvörur í fimmta skipti 16. - 22. október næstkomandi.
Markmiðið er að auka sýnileika, vitund og virðingu fyrir íslenskri hönnun en um 50 ólíkar vörur birtast skjám á áberandi stöðum á höfuðborgarsvæðinu og víðar í eina viku. Ekki verður annað efni á skjánum þessa daga. Yfirtakan setur íslenska hönnun í algjöran forgrunn og hefur vakið mikla athygli á síðustu árum.