Vertu með á HönnunarMars 2026!

Hátíðin er ykkar staður, ykkar stund. Tækifæri til að líta upp úr amstrinu og láta villtustu hugmyndirnar verða að veruleika. Hvað liggur þér á hjarta?
Tengingar er þemað og við hvetjum öll til að vinna með það á allan mögulega máta, óbeint eða lóðbeint. Við lifum í heimi sem er bæði aftengdur og ofurtengdur en vitum samt innst inni að töfrarnir liggja í tengingunum sem eru grunnurinn að öllu hinu. Lífæðar samfélaga, þræðir milli fólks, ný sjónarhorn, leiðin að hjartanu. Ert’ að tengja?
Opið fyrir umsóknir til 25.nóvember.


