Opinn fundur um gervigreind 24. september - öll velkomin

Í vetur mun Miðstöð hönnunar og arkitektúrs standa reglulega fyrir opnum fundum um áhugaverð málefni sem snúa að hönnun og arkitektúr. Fyrsta mál á dagskrá er gervigreind en hana ætlum við að ræða á opnum fundi í Grósku þann 24. september.
Húsið opnar kl. 8:30 með kaffi og kruðerí en dagskráin hefst stundvíslega klukkan 9. Frítt inn og öll hjartanlega velkomin. Við biðjum gesti vinsamlegast að skrá sig á fundinn hér.
Fjórir hönnuðir og arkitektar flytja snörp erindi um hvernig þau nota gervigreindartæknina.
-Daniel Zarem, vöruhönnuður Össur
-Kristján Örn Kjartansson, arkitekt KRADS
-María Guðjohnsen, þrívíddarhönnuður
-Sigurður Oddsson, grafískur hönnuður Aton
Safa Jemai, framkvæmdastjóri Víkonnekt tekur þátt í umræðum en umræðustjóri er Bergur Finnbogason, listrænn stjórnandi CCP. Fundurinn fer fram bæði á íslensku og ensku.