Miðstöð hönnunar og arkitektúrs
    • Nýjast
    • Greinar
    • HönnunarMars
    • Viðtöl
    • Aðsent
    • Hönnunarmars
    • Hönnunarverðlaun Íslands
    • Hönnunarsjóður
    • Útlínur framtíðar - Hönnunarstefna 2030
    • Samkeppnir&Valferli
    • Skapalón
    • Góðar leiðir
    • HA – tímarit um íslenska hönnun og arkitektúr
    • Ertu að leita að hönnuði og arkitekt?
    • Verslanir sem selja íslenska hönnun
    • LHÍ hönnun og arkitektúrdeild
    • Hönnunarsafn Íslands
    • Félög hönnuða og arkitekta
    • Hönnunarsjóður
    • Hönnunarverðlaun Íslands
    • Styrkir
    • Samningar
    • Hönnunarnám
    • Ráðstefnur og sýningar
    • Félög hönnuða og arkitekta
    • Arkitektafélag Íslands
    • Félag íslenskra landslagsarkitekta
    • Félag húsgagna- og innanhússarkitekta
    • Félag íslenskra teiknara
    • Fatahönnunarfélag Íslands
    • Félag vöru-og iðnhönnuða
    • Félag íslenskra gullsmiða
    • Leirlistafélag Íslands
    • Textílfélagið
    • Starfsemi og hlutverk
    • Starfsfólk
    • Stjórnir
    • Hafa samband
    • Útgefið efni
  • hönnunarverðlaun Íslands
    • English
    • Íslenska

info@honnunarmidstod.is

  • Facebook
  • Instagram
  • Vimeo
hönnunarverðlaun Íslands
Aftur í HA/fréttir
    • English
    • Íslenska

Nýtt útlit HönnunarMars í Brand Identity

24. júní 2025

Fjallað er um nýtt útlit HönnunarMars hjá Brand Identity, víðlesnum og vinsælum miðli sem fjallar um hönnuði, vörumerki og hönnun í víðu samhengi. Snorri Eldjárn, Viktor Weisshappel og Jakob Hermannsson hönnuðir Striks Stúdíó ræða við miðilinn. Útlitið var kynnt á HönnunarMars sl. apríl en Miðstöð hönnunar og arkitektúrs samdi við Strik Stúdíó um hönnun á öllu efni hátíðarinnar til þriggja ára.

„Það var mikill heiður að taka við keflinu í ár,“ segir Snorri Eldjárn hönnuður Strik Stúdíó við Brand Identity. „Verkefnið var í raun tvöfalt, við vorum beðin um að hanna sveigjanlegt vörumerki HönnunarMars til framtíðar en jafnframt hanna útlit sérstaklega fyrir þema hátíðarinnar síðastliðið vor sem var Uppspretta eða Source.“ 

„Lykilhugmyndin er þetta breytilega sjónarhorn (e. Shifting Perspectives). Við bjuggum til dínamískt myndefni sem sýnir breidd hátíðarinnar en líka sveigjanleika til þess að hanna útlit framtíðarhátíða,“ útskýrir Viktor Weisshappel hönnuður.  

Jakob Hermannsson hönnuður útskýrir í samtali við Brand Identity að á hátíðinni séu fjöldi sýninga hönnuða og arkitekta um alla borg - og verk og sýningar flæði jafnvel út á götu. „Með því að hanna síbreytilegt myndasafn leyfum við verkum hönnuðanna að vera í aðalhlutverki.“

Þeir segjast hafa verið vissir frá upphafi að vilja nota letur eftir íslenskan hönnuð og úr varð letrið Bon eftir Gabríel Markan en teymi Striks Stúdíó vann þétt með Gabríel að útfærslu letursins fyrir útlit HönnunarMars sem var áberandi í öllu kynningarefni hátíðarinnar.

Viðtalið við Brand Identity má lesa hér:

Tengt efni

  • Strik Studio hannar nýtt útlit HönnunarMars

  • HönnunarMars 2025 - sýningar sem standa lengur

  • Tákn um kynhlutlaus rými gert opinbert á HönnunarMars

Dagsetning
24. júní 2025
Höfundur
Klara Rún Ragnarsdóttir

Deila

  • Facebook
  • Twitter
  • Pinterest

Tögg

  • Greinar
  • Grafísk hönnun
  • HönnunarMars

Miðstöð hönnunar og arkitektúrs
Gróska, Bjargargata 1
102 Reykjavik

info@honnunarmidstod.is

  • Facebook
  • Instagram
  • Vimeo
  • Pinterest
© Hönnunarmiðstöð 2025.

Sími 771 2200