Stórvirkið & spjall um arkitektúr

Sunnudaginn 1. febrúar kl. 16:30 verða Bíó Paradís og Arkitektafélag Íslands með sérstaka sýningu á kvikmyndinni Stórvirkinu (The Great Arch).
Myndin segir áhrifaríka sögu arkitekts sem berst gegn kerfinu til að koma hugsjón sinni í framkvæmd – stórvirki rétt utan við París. Hér er á ferðinni drama sem fléttar saman arkitektúr, völd, persónulega sannfæringu og pólitík, og hefur vakið mikla athygli fyrir sterka frásögn og leik.
Í kjölfar sýningarinnar verður boðið upp á opið spjall um arkitektúr og helstu þemu myndarinnar, leitt af Karli Kvaran, arkitekt hjá SP(R)INT STUDIO. Spjallið fer fram í efra rými Bíó Paradísar (Regnboganum).
Viðburðurinn er haldinn í samstarfi við Franska sendiráðið á Íslandi og markar formlega lokakvöld Frönsku kvikmyndahátíðarinnar. Af því tilefni verður boðið upp á Drappier kampavín, í boði Vínekrunnar, og einnig rauðvín í boði Alliance Française.
🎟️ Félagsfólk Arkitektafélags Íslands fær 25% afslátt af miðaverði gegn framvísun félagsskírteinis.