Hugmyndasamkeppni um skipulag á Breið - ,,Falin perla framtíðar"

14. janúar 2022
Breið og nágrenni – svæðið sem samkeppnin tekur til

Breið þróunarfélag f.h. Brim hf og Akraneskaupsstaður í samstarfi við Arkitektafélag Íslands býður til opinnar hugmyndasamkeppni um skipulag Breiðar á Akranesi. Markmið samkeppninnar er að fá fagaðila til að leggja fram tillögur sem eru í samræmi við þá framtíðarsýn að svæðið verði íbúðabyggð fyrir ólíka aldurshópa í bland við atvinnusköpun með áherslu á hátækni, nýsköpun og sjálfbærni.

Á Breiðinni eru lóðir og fasteignir sem áður voru notaðar fyrir útgerð og fiskvinnslu, en breytingar í atvinnuháttum opna nú á einstakt tækifæri til þróunar og uppbyggingar í takt við breytta tíma og nýja framtíðarsýn. Samkeppnissvæðið er einstakt hvað varðar staðsetningu, sögu, menningu, fjörugerð og fuglalíf. Breiðin tekur til vestasta hluta Akraness í nálægð hafnar og miðbæjar, en um er að ræða alls um 16 hektara svæði, aðallega í eigu Brims hf. og Akraneskaupstaðar.

Markmið hugmyndasamkeppninnar

Markmið samkeppninnar er að fá fagaðila til að leggja fram tillögur sem eru í samræmi við þá framtíðarsýn að svæðið verði íbúðabyggð fyrir ólíka aldurshópa í bland við atvinnusköpun með áherslu á hátækni, nýsköpun og sjálfbærni.

Framtíðarnýting yrði forsenda breytinga á aðal- og deiliskipulagi svæðisins sem nú er skilgreint sem hafnar- og iðnaðarsvæði.

Í takt við breyttar forsendur á svæðinu er óskað eftir hugmyndum að framtíðarþróun þess og raunhæfum tillögum sem gefa svæðinu fallegt og spennandi heildaryfirbragð í sátt við umhverfi og sögu. Byggð og umhverfi Breiðar þróist og öðlist veigamikið hlutverk til framtíðar sem stuðlar að fjölbreyttri notkun þess.  

Tímalína

  • 14. janúar - Samkeppnisgögn afhent
  • 31. janúar - Fyrri fyrirspurnafrestur     
  • 7. febrúar - Svör við fyrirspurnum  
  • 15. mars- Seinni fyrirspurnafrestur
  • 22. mars - Svör við fyrirspurnum
  • 29. apríl 2022 - Skilafrestur tillagna

Niðurstaða dómnefndar mun liggja fyrir í júní

Dómnefnd

Tilnefndir af verkkaupa:

  • Guðmundur Kristjánsson, fulltrúi Brims - formaður dómnefndar
  • Inga Jóna Friðgeirsdóttir, fulltrúi Brims
  • Sævar Freyr Þráinsson, fulltrúi Akraneskaupstaðar
  • Páll Hjaltason, arkitekt, FAÍ

Tilnefndir af Arkitektafélagi Íslands:

  • Heba Hertervig, arkitekt, FAÍ (Heba tók sæti Sigríðar Magnúsdóttur, arkitekt, FAÍ sem þurfti að víkja úr dómnefnd í febrúar 2022)
  • Helgi Bollason Thoroddsen, arkitekt, FAÍ
  • Ólafur Melsted, landslagsarkitekt, FÍLA                                               
Dagsetning
14. janúar 2022
Höfundur
Gerður Jónsdóttir

Tögg

  • Arkitektúr
  • Samkeppni