Ertu að leita að hönnuði eða arkitekt?

Yfirlit yfir hönnuði og arkitekta er komið í loftið á heimasíðu Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs. Markmiðið er að auka sýnileika og auðvelda aðgengi að hönnuðum og arkitektum. 
23. janúar 2022
Breið og nágrenni – svæðið sem samkeppnin tekur til

Hugmyndasamkeppni um skipulag á Breið - ,,Falin perla framtíðar"

Breið þróunarfélag f.h. Brim hf og Akraneskaupstaður í samstarfi við Arkitektafélag Íslands bjóða til opinnar hugmyndasamkeppni um skipulag Breiðar á Akranesi.
14. janúar 2022

Hönnunarsamkeppni um framtíðabókasafn miðborgarinnar

Reykjavíkurborg í samstarfi við Arkitektafélag Íslands efnir til hönnunarsamkeppni um endurhönnun á Grófarhúsi. Samkeppnin er hönnunar-og framkvæmdasamkeppni með forvali.
14. janúar 2022

Framtíðarbókasafn, miðbæjargarður, faldar perlur - samkeppnir, valferli og forval framundan

Í vikunni fóru af stað þrjár opnar hugmyndasamkeppnir, eitt valferli og ein forvalskeppni miðaðar að hönnuðum og arkitektum. Hér má sjá yfirlit með helstu upplýsingum.
14. janúar 2022

Níu hönnuðir hljóta listamannalaun 2022

Úthlutunarnefndir Launasjóðs listamanna hafa lokið störfum og að þessu sinni hljóta níu einstaklingar úthlutað úr launasjóði hönnuða. 50 mánuðir voru til úthlutunar, sótt var um 488 mánuði. 
13. janúar 2022

Hugmyndasamkeppni um Miðbæjargarð í Mosfellsbæ

Mosfellsbær í samstarfi við Miðstöð hönnunar og arkitektúrs efnir til opinnar hugmyndasamkeppni um nýjan bæjargarð og upplifunar- og áningarstað í miðbæ Mosfellsbæjar.  Skilafrestur til 21. mars.
13. janúar 2022

Ofbirta valið í samkeppni um ljósverk á Vetrarhátíð 2022

Reykjavíkurborg í samstarfi við Miðstöð hönnunar og arkitektúrs stóðu fyrir samkeppni um ljóslistaverk á Vetrarhátíð 2022. Niðurstaðan liggur nú fyrir en verkið Ofbirta eftir hönnuðinn og myndlistarkonuna Mörtu Sigríði Róbertsdóttir bar sigur úr býtum og mun umbreyta turni Hallgrímskirkju á hátíðinni sem fer fram dagana 3.-6. febrúar.
12. janúar 2022

Vatnið tilnefnt til Evrópsku safnaverðlaunanna

Sýning Náttúruminjasafnsins, Vatnið í náttúru Íslands, hefur verið tilnefnd til Evrópsku safnaverðlaunanna 2022. Gagnvirk miðlun í sýningunni er hönnuð og unnin af Gagarín og Art+Com.
11. janúar 2022

Listasafn ASÍ auglýsir eftir þátttakendum í verkefninu ÞAÐ ER GAMAN AÐ LIFA.

17. júní 2021 voru sextíu ár liðin frá stofnun Listasafns ASÍ. Af því tilefni hyggst safnið gefa út allt að tíu veggspjöld eftir tíu unga myndlistarmenn/hönnuði sem fjalla um helstu brennandi baráttumál samtímans. Efni veggspjaldanna er ætlað að tala inn í samtímann með myndmáli sem allir skilja.
7. janúar 2022

Listaháskóli Íslands auglýsir laus störf

Listaháskólinn auglýsir laus til umsókna ellefu störf háskólakennara þvert á deildir skólans. Meðal annars er um að ræða háskólakennara í grafískri hönnun, arkitektúr og í fræðum í arkitektúr. 
5. janúar 2022

Kristín Þorkelsdóttir hlýtur fálkaorðuna

Grafíski hönnuðurinn og listakonan Kristín Þorkelsdóttir var ein af tólf Íslendingum sem forseti Íslands sæmdi heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega á Bessastöðum á nýársdag. 
2. janúar 2022

Árið 2021 í hönnun og arkitektúr

Þá er árinu 2021 að ljúka. Ári sem hefur haft sínar hæðir og lægðir, samkomutakmarkanir, sóttvarnir og afléttingar í bland. Þrátt fyrir furðulegt ár hefur allskonar áhugavert átt sér stað þegar kemur að hönnun og arkitektúr sem við rifjum upp hér.
30. desember 2021

Hús Hjálpræðishersins eftir Teiknistofuna Tröð vekur athygli

Höfuðstöðvar Hjálpræðishersins má finna á lista Archilovers yfir athyglisverðan arkitektúr á árinu. Það er Teiknistofan Tröð sem á heiðurinn af verkinu. Sömuleiðis hefur byggingin vakið eftirtekt hjá ýmsum erlendum miðlum. 
21. desember 2021

Hátíðarkveðjur frá Miðstöð hönnunar og arkitektúrs

Stjórn og starfsfólk Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs sendir hugheilar hátíðarkveðjur. Skrifstofa okkar er lokuð frá 22. desember til 4. janúar. Gleðileg jól og farsælt komandi ár!
21. desember 2021

Einstakur áningarstaður á Mýrdalssandi valið eitt besta verkefni ársins

Einstakur áningastaður við Laufskálavörðu úr smiðju Stáss arkitekta er eitt besta verkefni ársins að mati fagmiðilsins Archilovers, fyrir fagurfræði sína, sköpun og notkunarmöguleika. Þjónustuhúsið var tekið í notkun árið 2020 og hefur vakið mikla athygli erlendra sem innlendra gesta.
16. desember 2021