
Léttur andi á málþinginu Léttari í spori
Fjölmenni mætti á málþingið Léttari í spori eða Small Steps, Big Impact þar sem rætt var um hvaða skref byggingariðnaðurinn á Íslandi þyrfti að taka til þess að draga úr kolefnissporinu.
28. apríl 2025

Viltu taka þátt í að móta framtíð hönnunar og arkitektúrs á Íslandi?
Auglýst er eftir framboðum frá öflugum fulltrúum fagfólks úr baklandi Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs til setu í stjórnum. Um er að ræða einn fulltrúa í hverja stjórn: Miðstöð hönnunar og arkitektúrs, HönnunarMars, Hönnunarsjóð, Hönnunarverðlaun og Hönnunarlauna. Auk þess er leitað að varamönnum í stjórn Hönnunarsjóðs, dómnefnd Hönnunarverðlauna og Hönnunarlauna.
25. apríl 2025

Aðalfundur Baklands Listaháskóla Íslands 2025
Boðað er til aðalfundar Baklands Listaháskóla Íslands, þriðjudaginn 6. maí n.k. frá 17 - 18.30 í Hannesarholti.
24. apríl 2025

Hugverkavernd fyrir hönnuði
Hvernig getur þú verndað hönnunina þína og komið í veg fyrir að einhver líki eftir henni? Hvernig er hönnun skráð og af hverju ætti að gera það? Hvað er hægt að gera ef einhver apar eftir hönnun þinni? Hvernig geturðu tryggt vörumerkið þitt og hvenær ætti að sækja um einkaleyfi?
24. apríl 2025

Metnaðarfull markmið og stórir sigrar
Við lifum á víðsjárverðum tímum og búum í heimi sem bráðvantar áherslu á samfélag, listir, sköpun, frjálsa hugsun, samveru, mannúð, samskipti fegurð og nýsköpun á forsendum góðs mannlífs, umhverfis, sjálfbærni og gæða. Hlaupum þangað, því þar finnum við stóra sigra. Halla Helgadóttir, framkvæmdstjóri Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs, skrifar.
23. apríl 2025

Sýningaropnun: Jarðsetning - óumflýjanlegt upphaf
Sýningaropnun sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 24. apríl kl. 14
23. apríl 2025

Frá torfbæjum til Hörpu - námskeið
Endurmenntun býður upp á námskeið um arkitektúrsögu með Óskari Erni Arnórssyni, arkitekt og nýdoktor í arkitektúr frá Columbiaháskóla í New York
11. apríl 2025

Fúnkishús úr lego kubbum á byggingarlistasmiðju á HönnunarMars
Arkitektafélag Íslands var í samstarfi við Ölmu Sigurðardóttur um byggingarlistasmiðju fyrir börn á Hönnunarmars
9. apríl 2025

Helga Guðrún Vilmundardóttir nýr formaður Arkitektafélags Íslands
Á aðalfundi Arkitektafélags Íslands sem haldinn var í lok mars var Helga Guðrún Vilmundardóttir, arkitekt og eigandi Stáss arkitekta kosinn nýr formaður.
8. apríl 2025

Tákn um kynhlutlaus rými gert opinbert á HönnunarMars
Hugi Þeyr Gunnarsson, grafískur hönnuður, vann sigur úr býtum í samkeppni um tákn um kynhlutlaust rými en verðlaunin voru veitt í gær á sýningunni Tákn fyrir kynhlutlaus rými sem nú stendur yfir á HönnunarMars.
4. apríl 2025

Ákvarðanir aðalfundar Arkitektafélags Íslands
Nýr formaður var kosinn, þá var ný stefna félagsins einnig samþykkt
28. mars 2025

Hraun sem endurnýtanlegt byggingarefni í aðalhlutverki í íslenska skálanum á Feneyjatvíæringnum í arkitektúr
Það styttist í opnun íslenska skálans á Feneyjatvíæringnum í arkitektúr þar sem sýningin Lavaforming eftir s.ap arkitekta tekur sviðið með Arnhildi Pálmadóttur, arkitekt og listrænan stjórnanda í fararbroddi. Miðstöð hönnunar og arkitektúrs kynnti í dag frekari upplýsingar um sýninguna og teymið á bak við hana en búist er við að þó nokkur fjöldi íslendinga verði viðstaddur opnunina í byrjun maí.
26. mars 2025

Léttari í spori - málþing um vistvænni byggingariðnað
Málþing um vistvænni byggingariðnað fimmtudaginn 3. apríl á Hönnunarmars kl 13:00 - málþingið verður á ensku
21. mars 2025


Þriðjudagsfyrirlestur AÍ: Innivist í byggingum
Dr. Ásta Logadóttir og Arnheiður Bjarnadóttir munu kynna innivist í byggingum, hvað það þýðir og hvaða áhrif innivist hefur á notendur bygginganna.
19. mars 2025

Andlát: Björn Stefán Hallsson, arkitekt, er látinn
Björn lauk arkitektanámi frá Leicester Polytechnic School of Arcitecture á Englandi árið 1978.
13. mars 2025

Hádegishittingur með hönnuðinum Unu Maríu Magnúsdóttur á Hönnunarsafni Íslands
Hönnunarsafn Íslands stendur fyrir hádegishittingi með hönnuði einu sinni í mánuði og á miðvikudaginn 12. mars kl. 12.15 mun Una María Magnúsdóttir, grafískur hönnuður deila reynslu sinni af því að fara í gegnum ævistarf grafíska hönnuðarins Gísla B. Björnssonar.
11. mars 2025

Minningarsjóður Svavars Péturs Eysteinssonar opnar fyrir umsóknir í annað sinn
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Minningarsjóð Svavars Péturs Eysteinssonar og er þetta í annað sinn sem veittur verður styrkur úr sjóðnum. Tekið verður við umsóknum til 31. mars. Einni milljón króna verður veitt til eins verkefnis á afmælisdegi Svavars Péturs, 26. apríl og er allt skapandi fólk með skemmtilegar hugmyndir hvatt til að sækja um.
11. mars 2025

Fjölmennt og góðmennt var á fyrri úthlutun Hönnunarsjóðs í Grósku
Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra ávarpaði hópinn og úthlutaði styrkjum ásamt Guðrúnu Ingu Ingólfsdóttur, formanni stjórnar Hönnunarsjóðs.
11. mars 2025

Nordic Office of Architecture leitar að arkitekt eða byggingarfræðingi
Framundan eru fjölbreytt og spennandi verkefni. Við leitum að arkitektum og byggingafræðingum með reynslu til að sinna skapandi verkefnum á skrifstofum okkar í Reykjavík eða á Akureyri.
11. mars 2025